Vísbending


Vísbending - 10.11.2000, Side 3

Vísbending - 10.11.2000, Side 3
ISBENDING Stefnumörkun í ríkisfj ármálum Þórður Friðjónsson t hagfræðingur Skemmst er frá því að segj a að staða ríkisfjármála hefur batnað mikið á undanfömum ámm. Til marks um það er mikill afkomubati og lækkun skulda ríkisins. A þessa mælikvarða hefur ótvírætt náðst mikill árangur. Skiptari skoðanir em hins vegar þegar litið er á aðra mælikvarða. Þar skiptir líklega tvennt mestu máli. Annars vegar hversu vel ríkisfjármálin hafa gegnt hagstjómarhlutverki sínu og hins vegar hvemig hlutur hins opinbera hefur þróast í hagkerfmu. Hér á eftir er ætlunin að fjalla nánar um þessi atriði, bæði það sem vel hefur verið gert og það sem betur má gera. r Arangur Eins og mynd 1 sýnir var afkoma hins opinbera slæm framan af tíunda áratugnum, fer síðan batnandi um miðjan áratuginn og undir lok hans er hún orðin mjög góð. Horfur fyrir þetta ár og það næsta em einnig góðar. Þessu er lýst svo í fjárlagafrumvarpinu fyrir 2001 að horfur séu á að „þriðja árið í röð verði afgangur á ríkissjóði meiri en 20 milljarðar króna, eða samanlagt um 80 milljarðar ffá árinu 1999“. Afkomubatinn kemur fyrst og ffemst fram í ríkisfjár- málunum en síður hjá sveitarfélögum. Myndin sýnir bæði afkomu ríkis og sveitarfélaga sem hlutfall af landsfram- leiðslu og jafhframt samanlagða afkomu hins opinbera. Það gefur augaleið að svona mikill afgangur kemur sér vel til að grynnka á skuldum ríkissjóðs, enda er stefnt að þvi að þær verði komnar niður í 100 milljarða í lok næsta árs borið saman við 170 millj arða króna i árslok 1997. Efþessi áform ganga eftir fer hrein skuldastaða ríkissjóðs úr 32% sem hlutfall af lands- framleiðslu niður í 14% á umræddu árabiliogheildarskuldirnarlækkaúr46% í 26%. Þegar hið opinbera er tekið sem heild (ríkissjóður, sveitarfélög og almannatryggingar) eru sömu hlutföll vegna heildarskulda 53% 1997 og 34% 2001. Þessar tölur tala sínu máli. Staða ríkisfjármála hefur tekið stakkaskiptum á fáum árum. Hagsveiflan skýrir auð- vitað að hluta þennan árangur. A fyrri hluta áratugarins var lægð í efnahags- málum en á þeim síðari hefur verið mikill uppgangur. Það er jafnan svo að staða ríkissjóðs veikist í niðursveiflu og styrkist á ný þegar hagkerfið nær sér á strik. Þessi hagsveifluþáttur skýrir þó ekki allan batann. Afkoman hefur batnað ár frá ári að undanfömu þótt leiðrétt sé fyrirhagsveiflunni. Stjóm ríkisfjármála hefur því verið beitt með beinum hætti til að dragaúr sveiflunni í efnahagslífinu. Vaxandi samneysla Ein leið til að skýra nánar hvað liggur að baki þessum breytingum er að skoða þróun tekna og gjalda hins opinbera. Mynd 2 sýnir umrædda þróun heildarútgjalda og heildartekna sem hlutfall af landsframleiðslu á árunum 1990-1999 með áætlun fyrir þetta ár og spá fyrir það næsta. Þar vekur athygli að tekjur hins opinbera hafa stóraukist á þessum árum. I byrjun áratugarins námu þær um 36% af landsframleiðslu en í lokhanstæplega41 %, þ. e. árið 1999 - síðasta árið sem tölur liggja fyrir um. Gert er ráð íyrir að þetta hlutfall lækki síðan á þessu og næsta ári niður undir 40%. Hækkunin á þessum árum nemur því 4-5 prósentustigum af landsfram- leiðslu, eða sem samsvarar 30-35 milljörðum króna. Utgjöldin stóðu hins vegar nær því í stað þegar litið er til áranna 1990 annars vegar og 1999 hins vegar, þótt myndast hafi kúfur milli þessara ára þegar efnahagslægðin var dýpst. Þessi þróun er nokkuð á annan veg í aðildarríkjum OECD þar sem hag- sveiflan hefur verið svipuð og hér á landi. Staða opinberra fjármála hefur víða styrkst á þessu árabili, en þar hefur ávinningurinn í ríkari mæli birst í lækkun útgjalda en hækkun tekna. í Banda- ríkjunum er þessu til dæmis nánast öfugt farið miðað viðísland. Þarhafaútgjöldin lækkað um 4 prósentustig miðað við landsframleiðslu á síðustu tíu árum á sama tíma og tekjumar hafa hækkað um innan við 2 prósentustig. Á írlandi og í Noregi hafa útgjöldin lækkað verulega (um 8 prósentustig) án þess að tekjumar hafi aukist; reyndar hafa þær minnkað umtalsvert sem hlutfall af landsfram- leiðslu á írlandi. Þróun samneyslunnar í samanburði við önnur lönd sýnir þetta enn skýrar. Á mynd 3 má sjá samneysluna sem hlutfall af landsframleiðslu fyrir nokkur lönd. Eins og myndin sýnir hefur þetta hlutfall víðast hvar farið lækkandi en I sland sker sig úr með hækkandi hlutfall. Útgjöld til samneyslu hafa því jafnt og þétt verið að aukast hér á landi á sama tíma og þau hafa farið minnkandi annars staðar. Það er umhugsunarefni hvert stefnir í þessum efnum. Er það vilj i okkar að sífellt stærri hluti af ráðstöfunarfé þjóðarinnar fari til samneysluútgjalda? Hvað á ríkið að vera stórt? Annað umhugsunarefni er þáttur ríkisfjármálanna í hagstjórninni. Þótt stefnan i ríkisfjármálum hafi falið í sér aukið aðhald að efnahagslífinu á undan- fömum ámm er ljóst að það hefur ekki verið nægilegt til að koma í veg fyrir mikinn viðskiptahalla og þenslu. Það er auðvitað hægara sagt en gert að tryggja viðunandi jafnvægi í þjóðarbúskapnum með aðhaldssamri ríkisfjármálastefnu þegar aðstæður eru þannig að reka (Framhald á síðu 4) Mynd 1. Afkoma hins opinbera (hlutfall af landsframleiðslu) Mynd 2. Tekjur og gjöld hins opinbera (hlutfall af landsframleiðslu) 3

x

Vísbending

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.