Vísbending - 10.11.2000, Blaðsíða 4
(Framhald af síðu 3)
verður ríkissjóð með gríðarlega miklum
afgangi til að ná því markmiði. Ekki er
auðvelt að sannfæra þjóðina um nauð-
syn enn meiri afgangs þegar hann er
mikill fyrir. Engu að síður eru ríkisfjár-
málin öruggasta tækið í því skyni og
það er óneitanlega hagstjómarhlutverk
þeirra að tryggja slíkt jafnvægi.
Áherslurtil framtíðar
r
Iíjárlagafrumvarpinu er lýst stuttlega
stefhunni í ríkisfj ármálum til lengri tíma
en eins árs með framreikningum fyrir
árin 2002-2004. Þar segir meðal annars:
„Samkvæmt þessum útreikningum mun
áframhaldandi aðhaldssöm stefna í
ríkisfjármálum geta leitt til stórfelldrar
lækkunar skulda á áranum 2002-2004.
Það erþví raunhæftmarkmið aðpeninga-
legar eignir ríkisins nemi hærri fjárhæð
en skuldir, þ. e. að hrein skuldastaða
verði neikvæð fyrir lok ársins 2004.“
Þetta er að mati höfundar skynsamleg
stefnumörkun og væri æskilegt að
útfæra hana nánar. Þar að baki þurfa að
liggja áætlanir um útgjöld og tekjur eftir
einstökum liðum og stefnumörkun um
þátt hins opinbera í ráðstöfun þjóðar-
teknanna. Ekki er síður mikilvægt að
marka skýra stefnu um hlut ríkisins - og
hins opinbera - í þjóðarbúskapnum og
hafa þá í huga þau umhugsunarefni sem
nefnd voru hér að framan.
(Framhald af síðu 1)
anum, American Express, Dow Jones,
Wal-Mart, Kmart, Gap, Boeing, Intel,
American Airlines, F ord og fleiri til. Þetta
eru ólíkar hetjur frá árinu á undan þegar
netfyrirtæki voru alls staðar efst á lista
og Jeff Bezos, stofnandi Amazon.com,
var maður ársins að mati tímaritsins
Times. Amazon.com og nokkrir aðrir
risar standa þó enn þó ólíklegt sé að þeir
muni allir standa til frambúðar.
Netið er ekki dáið þó að nýjabrumið
sé farið af því. í nýlegri spá Forrester
Research segir að sala á Netinu muni
nema 8,6% af heildarsölu á vörum og
þjónustu á heimsvísu árið 2004 og velta
um 3.200 milljörðum Bandaríkjadala.
Endirinn
Leiknum er ekki lokið heldur hefur
hann breyst. Árið 2000 hefur þrátt
fyrir allt gertNetið að möguleika sem öll
fýrirtæki horfa til. Bæði gömul og ný
fýrirtæki gera sér grein fýrir því að Netið
mun hafa veraleg áhrif á framtíðarmögu-
leika þeirra.
Þó að áhættuíjárfestar hafi dregið
saman seglin að undanfomu er ekki þar
með sagt að þeir séu sestir í helgan
stein, þó margir eigi vissulega í erfið-
leikum, því að samanborið við þriðja
ársfjórðung ársins 1999 var virði fjár-
mögnunarsamninga tvöfalt meira á
þessu ári. Áherslurnar hafa hins vegar
breyst og kröfurnar eru meiri.
Vatnaskil hafa orðið í þróun Netsins
í viðskiptum á þessu ári en Netið á eftir
að hafa mikil áhrif þegar fram í sækir þó
að heiminum verði ekki snúið á hvolf
eins og margir virtust vera að spá í byrj un
ársins. Aprílmánuður var þess vegna
ekki upphafið á endinum heldur miklu
frekar endirinn á upphafinu.
í N
ó að IKEA, Starbucks og Wal-Mart
séu að mörgu leyti ólík íýrirtæki er
margt keimlíkt með þeim. Eitt af því er
árangursrík starfsmannastefna. Allt eru
þetta fýrirtæki sem hafa náð alþjóðlegri
útbreiðslu en engu að síður hefur þeim
öllum tekist að halda vel í starfsfólk sitt.
Þó ótrúlegt megi virðast þá era peningar
ekki ástæðan. Þau hafa hins vegar öll
gert starfsmenn sína að þátttakendum
í fýrirtækjarekstrinum með því að auka
skilning þeirra á rekstrinum, gefa þeim
ábyrgð og eignartilfinningu.__________
í Vísbendingin )
ISBENDING
Aðrir sálmar
_____________________________________y
( 7 ' N
Arðsemi og auðn
Poul Nyrap Rasmussen, forsætisráð-
herra Dana, flutti áhugavert erindi á
fundi Dansk-íslenska verslunarráðsins.
Þar sagði hann meðal annars að skattar
á iýrirtækjum í Danmörku hlytu að lækka
þar til þeir yrðu sambærilegir við það
sem lægst gerðist annars staðar. Hann
átti von á því að smám saman myndu
skattar á hagnað fýrirtækja í Evrópu-
ríkjum ná minnsta samnefnara. Annars
myndu fýrirtækin hreinlega taka sig upp
og færa sig til ríkja þar sem skattar væru
lægstir.
Hins vegar yrðu skattar á einstakl-
inga áfram ákvörðun hvers lands um
sig og greinilega engan bilbug á
forsætisráðherranum danska að finna í
því efni. Hann taldi ekki neina hættu á
því að einstaklingarnir flýðu skatta-
ánauðina. Þetta sýnir að þrátt fýrir frelsi
einstaklinga til þess að vinna hvar sem
er innan Evrópska efnahagssvæðisins
eru flestir enn bundnir átthagafjötrum
af ýmsum ástæðum. Þess vegna geta
ríkisstjómir og sveitarfélög leyft sér að
skattleggja þegnana hátt til þess að
fjármagna óráðsíu vegna þess að það er
erfitt að flýja álögumar. Hér á landi eru
undantekningartilvik til um menn sem
hafa svo litlar tekjur að þeir verða að
fara til erlendra borga til þess að geta
lifað af laununum. Flestir þrauka áfram
hér heima. Svigrúm til þess að lækka
skatta almennt er þó mjög mikið hér-
lendis og ekki aðeins vegna tekju-
afgangs ríkissjóðs. Ef svonefndur
persónuafsláttur væri felldur niður væri
hægt að lækka almenna skattprósentu
mjög mikið. Persónuafslátturinn er í raun
og veru aðeins styrkur ríkisins til
atvinnulífsins sem getur þannig greitt
lægri laun en ella. Eðlilegra væri að dreifa
byrðum jafnt á alla þegna með flatri og
lágri skattprósentu, en með henni ykist
vinnuþrek og framleiðni.
Það var einnig nýstárlegt fýrir
Islending að heyra Nyrup segja frá því
að danska ríkið væri að meta arðsemi
ýmissa samgöngumannvirkja, t.d. brúar
til Þýskalands. Hér á landi er á samatíma
verið að huga að gangnagerð yfir í
Héðinsfjörð, hrjóstrugan eyðifjörð. Ekki
þarfflókna útreikningatil þess að reikna
arðsemi þeirrar framkvæmdar.
v________;________________________
ÁRitstjórn: Eyþór Ivar Jónsson ritstjóri
ábyrgðarmaður og Benedikt Jóhannesson.
Útgefandi: Talnakönnun hf., Borgartúni 23,
105 Reykjavik.
Sími: 561-7575. Myndsendir: 561-8646.
Netfang:visbending@talnakonnun.is.
Málfarsráðgjöf: Málvísindastofnun Há-
skólans.
Prentun: Gutenberg. Upplag: 700 eintök.
Öll réttindi áskilin. © Ritið má ekki afrita án
leyfis útgefanda.
4