Vísbending


Vísbending - 16.02.2001, Qupperneq 1

Vísbending - 16.02.2001, Qupperneq 1
ISBENDING 16. febrúar 2001 7. tölublað Viku r i t u m v i ð s k i p t i og efnahagsmál 19. árgangur Tvítyngdþjóð Tungumál, og þá íslenska tungan, hafa verið mikið til umræðu að undanförnu. Frosti Bergsson, stjórnarformaður Opinna kerfa, benti á viðskiptaþingi Verslunarráðs íslands á að það væri eftirsóknarvert fyrir íslend- inga að reyna að miða að því að tala ensku til jafns við íslensku, þannig að þjóðin yrði tvítyngd. Vigdís Finnboga- dóttir, fyrrverandi forseti Islands, sagði í tilefni evrópska tungumálaársins að mikilvægt væri fyrir þjóðina að vernda íslenskuna. Hvort tveggja getur verið nauðsynlegt til að tryggja farsæla fram- tíð þjóðarinnar. Enskan okkur tungumál hafa yfirburða- stöðu í heiminum, rúmlega helm- ingur jarðarbúa talar einungis 20 tungu- mál. Atta þeirra eru töluð af fleiri en 100 milljón íbúum, þ.e. kínverska (manda- rín), spænska, enska, bengali, hindi, portúgalska, rússneska og japanska. Samtal s tala um 2,4 millj arðar fólks þessi átta tungumál. Alþjóðavæðing hefur styrkt stöðu enskunnar sem mikilvægasta tungu- máls jarðarinnar. Grunninn skapaði breska heimsveldið sem byggði upp enskumælandi nýlendur víðsvegar um jörðina. A seinna skeiði alþjóðavæð- ingarinnar hafa auðsæld enskumælandi þjóða og yfírburðir í ijölmiðlun og afþreyingu enn aukið mikilvægi ensk- unnar. Nú er svo komið að fáir ef nokkur efast um að enskan er hið eina sanna alþjóðatungumál. Enskan er langút- breiddasta tungumál heimsins og heims- sögunnar, áætlað er að um fjórðungur jarðarbúanoti ensku. Þeir sem tala ensku að móðurmáli eru um 375 milljónir að tölu, flestir búsettir í Bandaríkjunum, Bretlandi, Kanada, Astralíu, Nýja- Sjálandi, Jamaíka og Suður-Afríku. Víða annars staðar, aðallega í fyrrum nýlend- um Bretaveldis, hefur enska opinberu hlutverki að gegnaog ertalað sem annað tungumál en er oft á tíðum það tungumál sem sameinar þjóð. Þetta eru þjóðir eins ogí Singapúr,Nígeríu, Indlandi,Filipps- eyjum, Malasíu, Kenía o.s.frv. Loks er þriðji hópur landa sem lærir ensku sem erlent tungumál, eins og við hér á landi gerum, og samanstendur af næstum öllum öðrunt þjóðum. Mikilvægi enskunnar er stöðugt að aukast og áætlað er að rúm lega mi I Ijarður manns sé að læra ensku og fjölgar þeim stöðugt. Mikilvægið hefur aukist á upp- lýsingaöld, þar sem þekking og upplýs- ingar eru fjöregg framþróunar, en áætlað er að unt 80% af öllum rafrænum upp- lýsingum séu á ensku. Allt frá fyrri heimsstyrjöldinni hefur enskan verið tungumál vísinda og enginn getur gert sér nokkrar vonir um að komast áfram í alþjóðlegu viðskiptaumhverfi án þess að hafa fullkontin tök á enskri tungu. Týndtungumál Styrkleiki enskunnar hefur vakið upp spurningar um hvort við séum að stefna í það að hafa einungis eitt tungumál, rétt eins og var í sögunni í Mósebók um Babelsturn. Það hefur áreiðanlega bæði sína kosti og galla. í sögunni unt Babelsturn ákvað guð að draga úr samtakamættinum með því að láta menn tala ólík tungumál. Ljóst er að góður skilningur á einu og sama tungumálinu gæti vissulega komið í veg fyrir misskilning sem hefur orðið tilefni ágreinings og stríðshræringa. A hinn bóginn hefur David Crystal, einn helsti málvísindamaður heimsins, sagt að það yrði mesta vitsmunalega stórslys sem hefur orðið á jörðinni ef einungis eitt tungumál myndi halda velli. Þó að ólíklegt sé að einungis eitt tungumál ntuni ráðaájörðinni erþróunin sú að tungumálum fer óðum fækkandi. Nýlega ntátti lesa í fréttatilkynningu frá Sameinuðu þjóðunum að unt 90% af þeim 5-7.000 tungumálum sem eru töluð í heiminum í dag verði gleymd um næstu aldamót. Þetta er sama tala og David Crystal slær fram í nýjustu bók sinni „Language Death“, sem þýðir að einungis 600 tungumál eru tiltölulega óhult frá því að verða útdauð. Þó að maður rekist sjaldan á einhvern sem getur gert sig skiljanlegan á íslensku á ferðalögum um heiminn erstaða íslensk- unnar ekki slænt, þrátt fýrir allt eru allt að 300 þúsund manns sem geta talað íslensku. Um 4.000 tungumál sem nú eru töluð eru hins vegar töluð af færri en 20 þúsund manns. Tvítyngdur Islendingar hafa gegnum tíðina verið öfgafullir hreintungusinnar sem hefur gert það að verkunt að íslenskan er tiltölulega „ómengað“ tunguniál. „Land, þjóð og tunga, þrenning ein og sönn“ hefur markað stolt íslendinga um langan aldur. Vigdís Finnbogadóttir skrifaði nýlega: „Tungumá! fámennrar þjóðar er gersemi og hún verður sterkari, leggi hún rækt við það í alþjóðaumhverfí. Kasti hún tungunni, glatar hún virðing- unni og hverfur í þjóðahafið. Líti hún hins vegar á alþjóðavæðinguna sent ögrun til að rækta eigin tungu hlotnast henni virðing og styrkur í samfélagi þjóðanna.“ Það er þess vegna ekkert undarlegt að marga óar við því að leggja aukna áherslu á ensku sem gæti haft slærn áhrif á íslenskuna. Sú þarf þó ekki að vera raunin, margar þjóðir geta ágætlega talað fleiri en eitt tungumál og Vigdís, sem er mikil tungumálamann- eskja, hefur sjálf bent á að þeir sem tala fleira en eitt tungumál meta sitt móður- mál oft meira en þeir sent tala aðeins eina tungu. Fæstir vilja týna íslenskunni enda er hún stór hluti af menningu þjóðarinnar. Hitt má þó heldur ekki, að ofvernda svo tungumálið að það bitni á möguleikum þjóðarinnar til að eiga samskipti ogtækifæri á erlendri grundu. Slík samskipti ogtækifæriverðaþjóðinni stöðugt mikilvægari þegar fram líða stundir. A sama tíma og það er gott og blessað að geta talað tungumál sem fáir kunna hefur það lítið sent ekkert gildi í alþjóðlegu umhverfi. Þess vegna er mikilvægt fyrir slíka þjóð að hafa gott vald á alþjóðlegu tungumáli eins og enskunni. Vissulega hefur þjóðin ágætt vald á ensku í samanburði við margar aðrar þjóðir en það er langur vegur frá því að tala ensku sent erlent tungumál og að tala ensku eins og tvítyngdur. (Framhald á síðu 4) * Sú hugmynd að bæta ^ Bjöm G. Ólafsson stjórn- ^ Þorvaldur Gylfason pró- m ákveðins atvinnugeira, í I enskukennslu í íslenskum 1 mála- og hagfræðingur -2 fessor fjallar unt hvernig /j fyrri grein sinni af tveimur X skólumhefurlengi verið í fjallarumverðbólguviðmið svæði eins og Hollywood | um þyrpingar. farvatninu. og myntráð. skapast, sem er Mekka I

x

Vísbending

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.