Vísbending


Vísbending - 16.02.2001, Blaðsíða 3

Vísbending - 16.02.2001, Blaðsíða 3
ISBENDING Þyrpingar I Þorvaldur Gylfason hagfræðingur r Haglandafræði heimsins hefur fengið annan svip í hátækni- byltingu undangenginna ára og á eftir að breytast enn meira á næstunni, einkum í Evrópu. Hvemig? Og hverju skipta þessar breytingar iyrir afskekkt byggðarlög og lönd? Skoðum forsöguna fyrst. Sagan sýnir, að fyrirtæki í svipuðum rekstri laðast iðulega hvert að öðru til að njóta nálægðar við þá reynslu og sérþekk- ingu, sem þau geta miðlað hvert öðru, enda þótt þau eigi í harðri samkeppni innbyrðis. Þessi hegðan helgast í aðra röndina einnig af því, að menn vilja eftir föngum nýta sér hagkvæmni stærðar- innar. Það er því til að mynda engin tilviljun, að bílaiðnaðurinn í Bandaríkj- unum hefur þjappað sér saman í Detroit, kvikmyndaheimurinn í Hollywood, aug- lýsinga- og íjármálafyrirtækin í New Y ork, hugbúnaðarframleiðslan í Sílikon- dal í Kaliforníu og þannig áfram. Svip- aðra tilhneiginga gætir í auknum mæli í Evrópu. Þar er Stokkhólmur höfuðborg hátækninnar: tíundi hverStokkhólmsbúi vinnur í hátæknifyrirtækjum og sextándi hver Svíi á landsvísu. Asía hefur einnig sótt í sig veðrið á hátæknivettvangi, einkum Indland: í Bangalore í sunnan- verðu landinu eru 140.000 hátækniverk- fræðingar að störfum og hafa 40.000- 80.000 krónur í mánaðarlaun. Af 500 stærstu fyrirtækjum heims eru hvorki meira né minna en 100 búsett í Bangalore. I Finnlandi stendur farsímarisinn Nokia á bak við 5% af landsframleiðslu og 30% af útflutningi. Rekstur Nokia er nýbúskapur í hnotskurn. Þriðja iðnbyltingin? Nýbúskapur síðustu ára er afsprengi tæknibyltingar í tölvuheiminum og Ijarskiptum. Þessi bylting hefur haft víðtækar afleiðingar. Markaðsviðskipti eru ekki lengur bundin við stað og stund, heldur geta þau nú einnig átt sér stað þráðlaust langt umfram það, sem áður tíðkaðist í síma. Við þetta aukast og eflast viðskiptin og þá um leið sam- keppni og hagkvæmni. Vörudreifing batnar: léttvara af ýmsu tagi, t.d. kvikmyndir, tölvuforrit og tónlist, geng- ur kaupum og sölum á vefnum. Sama máli gegnir um upplýsingar og ýmsan fróðleik. Þessir landvinningar kalla skiljanlega á nýja löggjöf (t.d. um verndun höfundarréttar) og einnig á ný viðhorf í rekstri fyrirtækja. Nú er til að mynda auðveldara en áður fyrir smá- fyrirtæki að ná fótfestu, þar eð stór- fýrirtæki sjá sér hag í að kaupa sérhæfða þjónustu utan að til að geta þá heldur einbeitt kröftum sínum að eigin fram- leiðslu. Tæknibyltingin örvar smárekst- ur. En þetta er ekki fyrsta byltingin af þessu tagi og kannski ekki heldur hin mesta. Iðnbyltingin fyrri (unt 1760- 1830) olli vissulega straumhvörfum. Þar fóru saman ný tæki (vefstóllinn 1764, gufuvélin 1769), bætt búskaparlag (afnám einokunar, aukið frelsi til að stofna fyrirtæki) og aukin alþjóða- viðskipti. Bretarruddu brautina. Að svo búnu byrjuðu lífskjör fólks um heiminn að batna, svo að um munaði. Frani að þessum tíma, eða frá árinu 1000 eða þar um bil og fram yfir aldamótin 1700, eftir því sem næst verður komizt, hafði nær enginn hagvöxtur átt sér stað um heiminn. Iðnbyltingin síðari (um 1860-1900) markaði eftil vill enn skarpari skil en hin fyrri. A þessu tímabili komu fimm nýjungar til sögunnar, hver annarri afdrifaríkari: (a) rafmagn (Thomas A. Edison fann upp Ijósaperuna 1875, dagarnir lengd- ust, og orkuverð lækkaði um meira en 90% á nokkrum áratugum), (b) sprengivélarafl (sprengihreyfillinn kotn til sögunnar í Þýzkalandi 1870- 1885, samgöngur efldust, staðbundnir vinnumarkaðir stækkuðu, og verzlun stórefldist), (c) efnagerð (plast!) og læknislyf (meðal- ævin tók að lengjast, hafði verið örstutt, aðeins um 30 ár, í Evrópu allar götur fram að því), (d) loftskeyti (1844) - og síðan síminn (1876), grammófónninn (1877), kyrr- myndavélin (1880 og árin þar á eftir), kvikmyndavélin (1881-1888) ogútvarp- ið (1899), og allt þetta gerbylti upplýs- ingamiðlun, samskiptum og skemmtun, og síðast en ekki sízt (e) vatnslagnir og holræsagerð (að- gangur að hreinu vatni jók þrifnað, dró úr sjúkdómum og lengdi meðalævina enn til muna). Þessar uppfinningar lögðu grunn- inn að þeirri lífskjarabyltingu, sem átti sér stað alla síðustu öld og heldur áfram. Og hvort vildi lesandinn nú síður missa, ef hann þyrfti að velja: veftenginguna eða vatnssalernið? Englendingurinn Thomas Crapper, sem fann upp hið síðar nefnda 1866, eða svo er sagt, ætti að vera heimsfrægur. Segja má, að uppfinn- ing lians sé forsenda borgarlífs í núver- andi mynd og meðfylgjandi verðmæta- sköpunar og velferðar. Dæmið sýnir, að mönnum hættir til að missa sjónar á mikilvægi gamalla uppfinninga og ganga að þeim sem gefnum og gera þá um leið fullmikið úr nýjungum á borð við einkatölvur og alvefinn. Tæknibyltingin nýja hefur eigi að síður skipt sköpum. Eitt höfuðeinkenni hennar er, hversu hlutirnir gerast nú hratt. Nýjar uppfinningar komast hraðar í notkun en áður, og nýjungarnar lækka að sama skapi örar í verði. Það leið þriðjungur aldar frá uppfinningu út- varpsins árið 1899, þar til 50 milljónir Bandaríkjamanna urðu útvarpsnot- endur. Það liðu á hinn bóginn ekki nenta þrjú eða fjögur ár frá upphafi alvefsins, þartil50milljónirBandaríkjamannavoru komnar í samband. Og það var ekki fyrr en heilum mannsaldri eftir að rafmagn kom til sögunnar, að rafmagnsverð í Bandaríkjunum hafði lækkað um 90% miðað við aðrar vörur og þjónustu. Það tók svo hins vegar ekki nema sjö eða átta ár frá því að tölvan kom til skjalanna, að verð á tölvunr lækkaði um 90% miðað við annað. Verðlækkunin heldur áfram. Miðsókn að er að sönnu ekki nýtt fyrirbrigði, að fyrirtæki í svipuðum rekstri safnist saman á tilteknum svæðum, eins og dæmin af Detroit og Hollywood vitna um. Hvers vegna safnast kvikmynda- menn saman í Hollywood? Jú, það er vegna þess, að þar safnast þeir saman! Kvikmyndaleikstjóri vill vera innan um sem flesta leikaratil að hafaúrsem mestu mannvali að moða. Og leikararnir vilja vera þar, sent leikstjórarnir eru og þannig koll af kolli. Og þá þarfekki að spyrja að því, hvarhárkollumeistararnirviljahelzt vera. Þetta er eins í Bombay, öðru nafni Bollywood, en þar er frantleidd ein kvikmynd á dag allan ársins hring. Hátækniiðnaðurinn hegðar sér eins. í Sílikondal vinna 500.000 manns í hátæknigeiranum, sumir segja 700.000. Annað svæði, minna, er meðfram þjóð- vegi 128 í Massachusetts, ekki langt frá háskólaþyrpingunni í Boston. Evrópu- sambandið hefur tilgreint 15 svæði í álfunni, þar sem skilyrði til frekari upp- byggingar í hátækniiðnaði eru talin vera sérlega ákjósanleg, þar af átta svæði á Bretlandi. Stokkhólmur leiðir listann, og Oxford og nærsveitir á Englandi koma næst á eftir. Linköping í Svíþjóð er (Framhald á síóii 4) 3

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.