Vísbending


Vísbending - 16.02.2001, Qupperneq 4

Vísbending - 16.02.2001, Qupperneq 4
V ISBENDING (Framhald af síðu 3) miðsvæðis á Iistanuin og tvö byggð- arlög í Finnlandi. Sem sagt: Bretland, Finnland og Svíþjóð skipa 12 af 15 efstu sætunum á listanum yfír helztu hátækni- svæði Evrópu samkvæmt landakorti þeirra í Brussel. Þetta er dæmi um þyrp- ingar, sem setjaæsterkari svip áatvinnu- líf nútímans. Þetta er ekki spurning um þéttbýli gegn dreifbýli, enda er Stokk- hólmur eina stórborgin á listanum. Nei, þessar þyrpingar geta myndazt nánast hvar sem er við réttar aðstæður. Oft er góður háskóli eða tækniháskóli segul- stálið, sem dregur fólkið og fyrirtækin að sér. (Framhald af síðu 2) kosti í þeim mæli sem nú er. Afnám verðtryggingar færir lánskjör nær því sem er erlendis og eykur með vissum hætti gagnsæi fjárskuldbindinga. Mæl- ing vísitölu sem notuð er við verð- tryggingu hlýtur ávallt að orka tvímælis. Eindregnir fylgismenn myntráðs telja ýmis afskipti seðlabanka af hag; stjórn óþörf og jafnvel skaðleg.3 í nútímaútfærslu á myntráði getur seðla- banki hins vegar haldið áfram að sinna ijármálaþjónustu, svo sem endurkaupa- viðskiptum ef gjaldeyrisforði er fyrir hendi umfram það sem þarf til að tryggja gjaldmiðilinn4. Myntráð er betri kostur en að taka í notkun erlenda mynt (án sérstakra samninga við seðlabanka viðkomandi lands) vegna þess að myntsláttuhagnaðurinn helst innan- lands. Jafnframt er möguleiki á að skipta um viðmiðunarmynt ef gengisþróun hennar gagnvart öðrum gjaldmiðlum verður óviðunandi.5 Allar breytingar á myntráði verður þó að gera með varfærni. Traust myntráð stuðlar að hagkvæmni í atvinnulífi og styrkum fjármálamarkaði. 1. Sjá Schaechter, Stone og Zelmer, bls. 4 2. Sjá grein höfundar í Visbendingu frá þvi í nóvember 1999, Is/enskl mynlrád. Þar var fjallað um myntráð, kosti þess og galla. 3. Sjá til dæmis Schuler, 1999. 4 Sjá til dæmis Ilmar, 1999. 5. Ymsir möguleikar eru færir við val á viðmiðunarmynt eða myntum því einnig er hægt að miða við myntkörfu til að draga úr hugsanlegu misvægi i raungengi. Þá hefur nýlega komið fram sú hugmynd að miða við tvær myntir samtímis til dæmis evru og dal, sjá Oppers, 2000. Gallinn við þessa og aðrar slíkar hugmyndir er að ávinningur næst á kostnað einfaldleika sem er mjög mikilvægur kostur við hefðbundið myntráð. Heimildir: Andrea Schaechter, Mark R. Stone og Mark Zelmer. Adopiiiif' Inflalion Targeling: Practica! Issuesfor Emerging market Couníries. (Occasional Paper 202), Alþjóðagjaldeyris- sjóðurinn, 2000. Björn G. Ólafsson, íslenskt mynlrád. Vísbending, 17:44, 5 nóvember 1999. Oppers, Stefan Erik. Dua/ Currency Boards: A proposal for Currency Slabilily. ( IMF Working Paper), Alþjóðagjald- eyrissjóðurinn, 2000. Lepik, Ilmar. Basic Fealures of ihe Eslonian Currency board: Converlibilityandl.iqiiidityManagement. Erindi á ráðstefnu um myntráð í Hong Kong Babtist háskóla 9. október 1999. Schuler, Kurt. The Importance ofBeing Orlhodox. Ritsmíðfyrir ráðstefnu um myntráð í Hong Kong Babtist háskóla 9. október 1999. Þetta er gagnger breyting frá fyrri tíð. Þá réðu náttúruauðlindir mestu um búsetu fólks og staðsetningu fyrirtækja. Auðlindirnar eru dreifðar um allar jarðir og óhagganlegar, svo að fólkið og iyrir- tækin hlutu að dreifa sér í sainræmi við það. Fólkið elti auðlindirnar. Kaup- mannahöfn varð til að mynda stórborg meðal annars vegna teknanna, sent hægt var frá náttúrunnar hendi að hafa af stjórn á umferð um Eyrarsund. En þegar náttúruauðlindir skipta æ minna máli í búskap heimsins, þá ráða þær einnig sífellt minna um búsetumynstrið og staðarval fyrirtækja. Hérkoma ný sjónar- mið til sögunnar. (Framhald af síðu I) Framfaraspor Ein af meginstoðum uppbyggingar Singapúr er að árið 1965 var aukin áhersla lögð á ensku og nú tala flestir þar bæði kínversku og ensku reip- rennandi. Það þarf ekkert að fara mörg- um orðum um það að nú er Singapúr ein af niikilvægustu alþjóðlegu viðskipta- borgum heimsins. Enskan er sntám saman að verða vinnumál í alþjóðlegum fyrirtækjum hvort sem þau eru hér á landi eða í Asíu og flest fyrirtæki eru smám saman að verða alþjóðleg. Atak til þess að gera þjóðina tvítyngda gæti verið mikið framfaraspor. Augljóst er að það gæti haft verulega jákvæð efnahagsleg áhrif á þeirri þekkingaröld sem við siglum inn í og opnað fyrir ný tækifæri. Það er liins vegar Ijóst að það þarf mikinn kjarktil þessað leggjafram slíkar tillögur á íslandi þar sem menn eru næstum villutrúarmenn efþeirsegjaeitt- hvað sent gæti skaðað íslenska tungu. Allar breytingar þarfnast hins vegar kjarks. Slíkur kjarkur gæti ntarkað upp- hafið á blómlegu hagvaxtar- og menn- ingarskeiði á Islandi. Islendingarmyndu eignast nýtt mál sem gæti verið frelsun sem upplyftir víðsýni landans og treystir vegsemd og virðingu þjóðar á sjálfri sér og annarra á lienni. ( Vísbendingin ] f ' \ argt virðist ansi líkt með tungu- málum og gjaldmiðlum um þessar mundir. Báðum fer fækkandi að miklu leyti vegna þess að notin fyrir þau eru ekki I engu r n ægi I ega mikil.ÞaðereðliIegt að fólk gráti dauða tungumála þar sent þau eru lifandi fyrirbæri og nterkileg í sjálfu sér, það er hins vegar undarlegt aðsjáhversu miklumtilfinningaböndum fólk hefur bundist gjaldmiðlum og þá ekki einungis ef menn vinna fyrir seðla- banka. Olíkt tungumálum þá gera fleiri ^gjaldmiðlarheiminn ekki ríkari. Aðrir sálmar n__________________________________./ r ; ; > Hvorki upp né niður eimvera sem fylgdist nteð Islandi unt aldamótin í gegnum dagblöð og vefmiðla væri fljót að draga þá álykt- un að hér á landi væri trú á ókennilegt afl sent færi upp og niður með óreglu- bundnum hætti. Svo ntikill erspenning- urinn fyrir Decode meðal blaðamanna að minnstu hræringar á verði hlutabréfa í fyrirtækinu verða fréttamatur. Að vísu hefur fall bréfa í Decode verið meira en flestra annarra hlutabréfa sem Islend- ingar hafa átt í stórum stíl, en það er í raun frétt gærdagsins. Undanfarnamán- uði má eflaust finna hlutabréf sent hafa sveiflast meira en þessi sem lenda svo auðveldlega í fréttunum. Að loknum miðvikudeginum 14. febrúar mátti sjá tvær fréttir um þetta efni: Baksíða Morgunblaðsins 15. febrú- ar 2001: „Gengi deCODE á uppleið. Gengi hlutabréfaí deCODE,móðurfélagi íslenskrar erfðagreiningar, fór yfir 10 bandaríkjadali á Nasdaq-verðbréfa- markaðnum íNew York í gær. Við lokun markaðarins var gengið skráð 10,25 bandaríkjadalir og hafði þá hækkað um 3,14% frá deginum áður.“ A Vísi.is var fréttin svona: „Uppgötvanir þoka deCODE upp. Hlutabréf í deCODE hækkuðu nokkuð í verði í dag eftir að tilkynnt var um nýjar uppgötvanir en hækkunin gekk að stórum hluta til baka áður en mörkuðum var lokað. Verð bréfanna var þó 3,14% hærra við lokun markaða og seldust þau þá á 10,25 dollara. Nasdaq-vísitalan stóð í 2.491,44 í lok dags og hafði þá hækkað um 2,62%.“ Þó svo að niðurstaða beggja sé sú sama, 3,1 % hækkun bréfa, eru fréttirnar ólíkar. Morgunblaðið gerir fréttinni svo hátt undir höfði að hún ratar á baksíðu (en oft sjást þessar „fréttir“ á bls. 2, annarri aðalfréttasíðunni). Morgun- blaðið gefur í skyn að gengið gæti hækkað meira, það er„á uppleið“, meðan Visir segir hækkun hafa gengið til baka að stórum hluta. Það er vandmeðfarið að reka fréttamiðla og menn verða að gæta þess að blanda ekki trúboði inn í fréttaflutning. Skoðanir og óskir eiga heima í forystugreinum og spjalldálkum en fréttasíðurnar eiga menn að geyma undir raunverulegar fréttir. V J ''Ritstjórn: Eyþór ivar Jónsson ritstjóri ogN ábyrgðarmaður og Benedikt Jóhannesson. Útgefandi: Heimur hf., Borgartúni 23, 105 Reykjavík. Simi: 561-7575. Myndsendir: 561-8646. Netfang:visbending@talnakonnun.is. Málfarsráðgjöf: Málvísindastofnun Há- skólans. Prentun: Gutenberg. Upplag: 700 eintök. Öll réttindi áskilin. © Ritið má ekki afrita án leyfis útgefanda.__________________ 4

x

Vísbending

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.