Vísbending


Vísbending - 09.03.2001, Blaðsíða 2

Vísbending - 09.03.2001, Blaðsíða 2
ISBENDING (Framhald af síðu 1) an áttunda áratuginn þar sem menn eins og Friðrik Sophusson voru fremstir í flokki á meðal jaíhingja. Árið 1983 óskaði fjármálaráðuneytið eftir tilboðum í eignarhlut ríkisins í um 15 hlutafélögum, þar á meðal bæði Flug- leiðum og Eimskipafélagi Islands. Lítill reyndist áhuginn fyrir þessum bréfum. Ári síðar var hins vegar Landssmiðjan seld til starfsmanna. Þá var isinn brotinn. Engu að síður gerðist lítið í einka- væðingu að undanskilinni sölu hluta- bréfa ríkisins í Flugleiðum, Eimskipa- félagi íslands og Fjárfestingafélagi íslands, fram til ársins 1989 þegar Ferða- skrifstofa ríkisins, Utvegsbankinn og Fiskveiðisjóður íslands fóru úr eign ríkisins. Tíundi áratugurinn var öllu hressilegri, fyrir árið 1992 var búið að einkavæða fyrir um 2 milljarða en frá árinu 1992 er búið að einkavæða fyrir um 25 milljarða (sjá töflu). Ljóst er að þessi tala á eftir að hækka verulega á næstu misserum því að verðmæti hlutar ríkisins í Landsbankanum og Búnaðar- bankanum erum 30 milljarðar og Lands- síminn er metinn á 30-50 milljarða (Þór- ólfur Árnason, forstjóri Tals, nefndi töluna 70 milljarðar nýlega). Það þýðir að í lokkjörtímabilsins, árið 2003, verður ríkið búið að afla rúmlega 90-120 millj- arða með sölu á ríkisfyrirtækjum. Báknið burt Einkavæðing er einungis einn af mörgum þáttum sem þarf til að koma ríkinu í form. Ungum og róttækum sjálfstæðismönnum var ljóst á sínum tíma að það þyrfti meira en einkavæðingu til, það þyrfti að draga úr ríkisútgjöldum og þá skattheimtu. Þá þyrfti að draga úr áhrifum ríkisins og gera starfsemina skýrari, skilvirkari og skilmerkari. Sem eldri menn við völd hafa þeir hinir sömu þó heldur róast. Markmiðið eru þó enn til staðar og jafnvel fýsilegri en áður. Ungir sjálf- stæðismenn sem nú leiða ungliðahreyf- inguna hafa bent á það sama og ungir sjálfstæðismenn fyrir 25 árum, að það er fyrir löngu orðið tímabært að ráðast kerfisbundið á kerfið með það að leiðarljósi að skera afþví spikið. Einka- væðing ríkisins er ekki einungis sala á hlutafélögum heldur felst hún í því að færa verkefni úr höndum ríkisins til fólksins sem er fyrir margt löngu vaxið upp úr vöggu forsjárhyggjunnar. Að framleiða íyrirtæki Samkeppni um gerð viðskiptaáætl- ana, Nýsköpun 2001, er komin í gang. Hefur keppnin vakið nokkra athygli og orðið til þess að hvetja fólk til að setjast niður og hugsa á gagn- rýninn hátt um þær hugmyndir sem það hefur kannski gengið með í kollinum um nokkum tíma. Tilgangurinn er undir- búningur að stofnun fyrirtækis. í tímans rás Að stofna fyrirtæki er engin ný vísindagrein, slík tæki hafa lengi verið smíðuð til þess að halda utan um „framleiðslu“ sem er áætlað að selja með einum eða öðrum hætti. Þó að fyrir- tækjasmíð ætti að vera ákjósanleg út ífá flestum hliðum og sérstaklega fyrir hagkerfið, þá hefur sá skilningur sem ríkið sýnirnú, ekki alltafverið fyrirhendi. í lok 19. aldarinnar, og í byrjun þeirrar tuttugustu, var þó mikil gróska á fyrirtækjamarkaðinum bæði hér á landi og erlendis. Fjárfestingabankar komu fram á sjónarsviðið um 1870 með tilkomu Deutche Bank í Evrópu og J. P. Morgan í Bandaríkjunum. Hér á landi var mönn- um einnig ljóst að það væri mikilvægt að fyrirtæki myndu knýja hagkerfið áfram og að til þess þyrftu þau ijármagn. Landsbankinn var stofnaður í lok 19. aldar og íslandsbanki í upphafi þeirrar 20. i þessum tilgangi. Víðast hvar virðist hafa verið nokkuð fjörugt athafnalíf þar sem mörg fyrirtæki voru stofnuð og mörg fóru reyndar fljótlega á hausinn afitur enda var lítill skilningur á stjórnun og stefnumótun á þessum árum og fræðin hreinlega ekki til. Framtakssemi einkageirans var hins vegar nær drepin þegar leið á 20. öldina þar sem ríkið og ríkisafskipti voru í fyrirrúmi. í byrjun áttunda áratugarins vaknaði hins vegar umræðan um einka- framtakið sem farið var að leysa úr læðingi á níunda áratuginum og komst svo loks á gott skrið á tíunda áratuginum þegar múrar miðstýringar voru brotnir niður, einn af öðrum. Með hvassari frelsisvindum rak á land umræðuna um frumkvöðla, ný fyrir- tæki og þó aðallega smáfyrirtæki þar sem þá var almennt álitið að smáfyrirtæki stæðu á bak við langflest ný störf í bandaríska hagkerfmu. Þegar þetta var fyrst rannsakað afDavid Birch um 1970 þá var hlutfallið 66% en á síðasta ári var það 76% smáfyrirtækjum í vil. Lengi vel einskorðaðist umræðan þó nær ein- göngu við Bandaríkin en smám saman fór Evrópa að vakna til lífsins. Nú er svo komið að ríki leita í auknum mæli eftirþví að skapa aðstæður og hvetja til að ný fyrirtæki séu stofnuð. Samkeppni um gerð viðskiptaáætlana er ein leið til þess. Fj öldaframleiðsla Um leið og aðstæðumar til þess að stofna fyrirtæki bötnuðu jókst áhættuljármagnið og hvatningin, í formi stuðnings og fyrirmynda, til þess að leggja á holótta braut einkareksturs og frumkvöðlum fjölgaði í tonnavís. Nýjum fyrirtækjum fjölgaði mjög bæði hér á landi og erlendis. Segja má að fyrirtæki væm framleidd i stómm stíl. Sumir gengu þó lengra en aðrir og einn þeirra sem gekk hvað lengst var Bill Gross. Bill Gross er mikill hugmyndafræð- ingur og einn af fáum frumkvöðlum sem hefur stofnað fleiri en eitt árangursríkt fyrirtæki. Hann hafði þegar búið til tvö fyrirtæki og selt þau áður en hann stofnaði það fyrirtæki sem hann stýrir nú sem heitir Idealab. Idealab var stofnað árið 1996 í þeim tilgangi að vera hugmyndasmiðja um stofnun nýrra fyrirtækja. Vegna þess hve fljótlegt var að gera netfyrirtæki að vemleika þá nær einskorðaðist starfsemi fyrirtækisins við að búa til slík fyrirtæki. Og fyrirtækið hefúr staðið á bak við mörg athygliverð netfyrirtæki, m.a. eToys, Citysearch, NetZero, CarsDirect, Cooking.com, FreePC, Tickets.com og GoTo.com. Hvert á eftir öðm náðu fyrirtæki Idealab inn á verðbréfamarkaðinn þar sem þau vom metin í hæstu hæðir. Idealab óx fiskur um hrygg og um áramótin 2000 störfúðu 250 manns hjá fyrirtækinu og ekki minni menn en Ben Rosen, annar stofnandi Compaq, og Jack Welch, þáverandi stjómandi General Electric, í stjóminni. Þá var fyrirtækið metið áu.þ.b. 760 milljarðakróna. Árið 2000 reyndist fyrirtækinu örlagaríkt eins og svo mörgum fyrir- tækjum. Þrátt fyrir að stefna fyrirtækis- ins væri einungis að fjárfesta litlum fjármunum í þau fyrirtæki sem það smíðaði þá náði græðgin yfírhöndinni og Gross vildi stærri hlut í auðlegðinni og lagði því meiri áhættu á herðar fyrirtækisins. Það þurfti því ekki að spyrja að leikslokum þegar hallaði und- an fæti hjá netfyrirtækjum á markaðin- um. Mörg þeirra fyrirtækja sem höfðu komið úr smiðjunni og höfðu náð heimsathygli á toppi verðbréfamark- aðarins féllu til jarðar gjaldþrota á árinu, nú síðast eToys. Idealab heldur þó enn velli, eftir að hafa sagt upp um 150 manns, og Bill Gross stendur enn eins og ekkert hafi í skorist með höfúðið fullt af hugmyndum sem geta breytt heim- inum. lO.áratugurinn Brjálæði seinni hluta tíunda ára- tugarins hefur sett nokkra óvissu i spil frumkvöðla á ný. Færibandafram- leiðsla fyrirtækja á Netinu hefur brennimerkt frumkvöðlaumræðuna og þá er ekkert lengur spennandi að vera (Framhald á síðu 4) 2

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.