Vísbending


Vísbending - 09.03.2001, Blaðsíða 3

Vísbending - 09.03.2001, Blaðsíða 3
ISBENDING Breytingastj ómun Magnús Guðfinnsson viðskiptafræðingur Ein meginforsenda samkeppnis- hæfni fyrirtækis er geta þess og hæfni til að breytast. Fyrirtæki sem ekki er að taka breytingum í takt við umhverfið líkist æ meir stofnun þar sem einkenni starfseminnar eru skrifræði og pólitík til vamar ríkjandi ástandi; stöð- ugar breytingar eru lögmál i samkeppnis- umhverfi nútímans. Fyrirtæki þarf sífellt að aðlaga sig breyttum aðstæðum á markaði, gripa tækifærin sem gefast i samkeppninni, vera vakandi og rækta og bæta eigin veikleika. Viðamikið ferli Stjórnun breytinga, hvort sem þær teljast stórar eða smáar í sniðum, er afar vandmeðfarið ferli. Dæmi um stærri breytingar hjá fyrirtækjum í dag geta t.d. falist í því að verið er að taka í notkun stórt hugbúnaðarkerfi, breyta skipulagi, leggja niður deildir eða svið í fyrirtækinu og einnig má nefna sammna við annað fyrirtæki. Undirbúningur að framkvæmd slíkra breytinga þarf eðlilega að vera vel skipulagður og markviss. Það sem skiptir ekki síst máli er hvort breytingaferlið sé nógu viðamikið þannig að það nái til þeirra íjölmörgu þátta sem breytingar innan fyrirtækja kalla á. Harvard-prófessorinn John P. Kott- er bregður upp lista með átta atriðum, eða þrepum, sem þarf að fylgja til þess að koma á varanlegum breytingum inn- an fyrirtækja (sjá mynd). Kotter leggur áherslu á að þeir sem stýra breytinga- ferlinu fari í gegnum öll átta þrepin með markvissum hætti. Árangursrík breyt- ingastjórnun verður að snerta á öllum þessum þáttum að mati Kotters. Ferlið er eins og gefur að skilja ekki línulegt í framkvæmd. Iðulega er unnið í fleiri en einu þrepi á sama tíma og röðunin getur verið önnur en hér kemur fram. Hættan felst í því eins og oft vill verða, að stjómendur hefji ferlið í þrepi 5 og keyri það í gegn þar til þrepi 7 er náð og telji þá verkinu lokið. Reynslan hefúr sýnt að þetta á sérstaklega við þegar lausnin felst í einni ákvörðun sem á að kalla fram æskilega breytingu og þess vegna ekki talin þörf á yfirgripsmiklum undirbúningi við breytingamar. Hér er átt við ákvarðanir sem í fljótu bragði virðast einfaldar í framkvæmd eins og t.d. að segja fólki upp eða leggja niður hluta af starfseminni. Ef stjómendur fara skjótt yfir átta þrepa listann eða ætla sér Átta þrepa aðferð Kotlers Mótlæti 8. Koma nýjum aöferöum á í fyr irtækja menn mgu 7. Nota ávinning til ffekari breytinga 6. Ná áfangasigrum 5. Veita umboö tii athafna sem víöast 4. Miðla breytingarsýn 3. Móta sýn og stefnu 2. Skipan forystuhóps I. Hvcrs vcgna þörf á breytingu f að stytta sér leið og telja ferlinu lokið þá er hætta á að vandamál komi upp á yfirborðið, jafnvel ítrekað. Þrír fasar Eins og sést á myndinni þá má skipta átta þrepa ferlinu í þrjá fasa. Fyrsti fasinn, afþýðing, varðar fyrstu ijögur þrepin en þar er unnið að kynningu og miðlun upplýsinga á fyrirhuguðuin breytingum, auk þess sem markvisst er unnið að því að draga úr andstöðu við breytingamar. Þessi fasi er mjög mikil- vægur þvi að starfsmenn verða að skilja þörfina fyrir breytingar, einnig þarf starfsfólk að fá að tjá sig um breytingarn- ar, sérstaklega ef þær varða það beint. Ef ekki erhugað aðþessum málum mynd- ast spenna og einstakir starfsmenn geta bókstaflega unnið gegn breytingunum. Tregðan gegn breytingum getur aukist þegar á líður, þá er ferlið komið í sjálf- heldu. Leggja verður sérstaka áherslu á þrep tvö, skipan stýrihóps, en skipan öflugs stýrihóps er grunnurinn sem breytingarferlið byggir á. Hópurinn verður að hafa áhrif innan fyrirtækisins, hafa skýrt umboð, búa yfir getu sem og leiðtoga- og stjómunarhæfni til að vinna að breytingunum og til að yfirstíga hindranirnar sem verða í veginum. Fasi 2 er sjálf framkvæmdin. Hér er unnið að því að virkja sem fiesta starfs- menn í breytingum. Einnig er mikilvægt að mælikvarðar og áfangar í verkefninu liggi skýrt fyrir en þannig er unnt að marka stöðu verksins og lýsa yfir áfangasigrum. Fasi 3 getur spannað nokkur ár. En i kjölfar árangursríkra breytinga er oft mögulegt að fylgja mál- um eftir og skapa umhverfi sem er sveigjanlegt, þar sem breytingar verða hluti af þvi að keppa á markaðinum. Þrep 7 og 8 eru þannig samtvinnuð i að móta nauðsynlegan breytingafarveg sem verður að vera fyrir hendi ef fyrirtæki ætlar að rækta getuna til þess að breytast og standast kröfur markaðarins. Stjómendur mæta iðulega einhvers konar tregðu gegn breytingunum innan fyrirtækisins. Það felst sann- leikskom í því að mótlæti við breytingum sé einungis mannlegt eðli, en jafnvíst er að nokkrir afdrifaríkir þættir einkenna árangursríkar breytingar þegar borin em saman fyrirtæki sem geta talist „hæf‘ í að breyta og þau sem ekki koma eins vel út hvað það varðar og teljast til þeirra „lakari“ í þeim efhum. Til marks um hversu erfiðlega geng- ur fyrir fyrirtæki að innleiða breytingar þá sýndi nýleg könnun, sem ráðgjafa- fyrirtækið A.T. Kearney gerði á 294 meðalstórum og stómm fyrirtækjum, að breytingar tókust hjá einungis einu fyrirtæki af fimm. í flestum fyrirtækjun- um, eða 63 prósentum þeirra, tókst að hrinda breytingum í framkvæmd en ekki tókst að viðhalda þeim. Restin af fyrirtækjunum, eða 17 prósent, náði alls engri hagræðingu af tilætluðum breyt- ingum. Hvað skilur hæfústu fyrirtækin frá hinum lakari? Nýleg könnun, þar sem 400 fyrirtæki svömðu af3000 sem spurð voru, leiddi í ljósnokkuratriði sem skildu að þau sem bjuggu við getu til að breytast og þau sem skorti hæfni til þess. I fýrsta lagi vom yfirstjórnendur hjá 5 prósent- um af hæfustu fyrirtækjunum tvisvar sinnum líklegri til að taka þátt í breyting- unum en í fyrirtækjum sem komu verst út, eða neðstu 10 prósent fyrirtækja í könnuninni. Hæfustu fyrirtækin vom þrisvar sinnum líklegri en lökustu 10 prósent fyrirtækjanna til að vinna að kröftugu kynningarferli samfara breyt- ingunum. Ráðgjafar n áðgjafi geturoft spilað stórt hlutverk XVí því hvort breytingar ná að festast í sessi innan fyrirtækisins. Aðkoma ráðgjafa er nauðsynleg í ýmsum verk- efnum en útkoma úr áðurnefndum könnunum sýnir að það er ekki sama hvernig ráðgjafar koma að breytinga- ferlinu sem unnið er að. Samkvæmt könnunum eiga ráðgjafar ekki að stjóma breytingum í heild sinni eins og oft vill verða. Ráðgjafar eiga mun frekar að stýra ákveðnum þáttum í breytinga- ferlinu, ekki ferlinu i heild. í könnuninni sögðust fjögur af finnn hæfustu fyrir- tækjunum hafa nýtt sér þjónustu ráð- gjafa við breytingamar á meðan einung- is eitt af fimm lökustu fyrirtækjunum kusu að hafa ráðgjafa með í ráðum. Stjómendur í hæfustu fyrirtækjunum (Framhald á síðu 4) 3

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.