Vísbending


Vísbending - 09.03.2001, Blaðsíða 4

Vísbending - 09.03.2001, Blaðsíða 4
ISBENDING (Framhald af síðu 3) unnu með ráðgjöfum en sáu um að stýra breytingaferlinu í stað þess að láta ráðgjafana um það. Fjórðungur af lökustu fyrirtækjunum í könnuninni fór einnig þannig að. Með því að ráða ráðgjafa til að vinna með í stað þess að stjórna, ermun líklegra að lærdómur hljótist af og haldist innan fyrirtækisins í stað þess að ráðgjafamir taki vitneskjuna með sérútúrfyrirtækinu þegar þeir hafa lokið við að stjóma breytingunum. Hlutverk ráðgjafa hjá hæfustu fyrirtækjunum var að vinna í ýmsum þáttum, eins og t.d. að þjálfa starfsfólk og veita ráðgjöf í tæknimálum, en ekki að stjóma, það féll í hlut stjómenda fyrirtækisins. Lærdómur Skýrasti munurinn á milli hæfustu fyrirtækjanna og þeirra lökustu varðar lærdóminn sem fyrirtækin draga af breytingaferlinu. Þau hæfustu lærðu af breytingunum og fundu fastan farveg fyrir þær, innleiddu þekkinguna í fyrir- tækjamenninguna og beittu henni við mælingar á frammistöðu starfsmanna. Það virðist sem fyrirtæki sem miðla upplýsingum um breytingarnar, halda að mestu um stjórnartaumana og nýta sér utanaðkomandi hjálp til að sjá um ákveðna þætti, þannig að þekkingin sem af hlýst verði hluti af menningu fyrir- tækisins, eigi mesta möguleika á að skipa sér á bekk með hæfari fyrirtækjunum í breytingastjómun. Með þessu móti myndast farvegur fyrir frekari breyting- ar, sbr. þrep 7 og 8 hjá Kotter. Kannanimar sem vitnað hefur verið í hér að framan gefa vísbendingu um sýnilega (e. explicit) þætti sem hæfari fyrirtæki hafa fram yfír þau lakari í stjómun breytinga en ekki má draga of víðtækar ályktanir af þessum könnunum þar sem ekki var tekið á einum mikilvæg- asta, dulda (e. tacit) hæfileikanum sem framúrskarandi stjórnendur verða að búa yfir, leiðtogahæfninni. Að mati Kotters vegur leiðtogahæfni frá 70 til 90 prósent í árangursríkri stjómun breyt- inga. Einungis 10 til 30 prósent afbreyt- ingastjómun snýr að stjórnun (e. management). Með sterkum leiðtoga og stjómendum sem hafa ræktað með sér leiðtogahæfileika em flestar hindranir yfirstíganlegar. Aðrir sálmar (Framhald af síðu 3) frumkvöðull, ekki síst i ljósi þess að „dauði eða heimsyfirráð“ var eina mark- mið tæknifrumkvöðlanna og það fyrr- nefnda virðist hafa orðið hinu síðar- nefnda yfirsterkara. Hins vegar varð til mjög öflugur áhættufjármagnsmarkaður á þessum tima þar sem allir vildu græða mikið á skömmum tíma og það virtist litlu máli skipta hversu rnikil áhætta var tekin, gróðinn varð bara þeim mun meiri. Mesta áhættan fólst náttúrulega í því að taka þátt í fyrirtækinu ff á byrjun þegar það var lítið annað en óljós hugmynd á blaði og fmmkvöðullinn bólugrafinn tölvunjörður. Ahættufjármagnsmark- aðurinn einblíndi þess vegna að mestu leyti á tæknifyrirtæki og er áætlað að um og yfir 90% áhættufjármagns hafi verið beint í tæknigeirann. Hér á landi telst þetta hlutfall vera nokkuð lægra. Engu að síður er ljóst að mun meira áhættufjármagn verður á boðstólnum fyrir alls konar frumkvöðla núna en var fyrir upphaf tæknibólunnar. 1 ljósi þess að áhættufjármagn var lítið sem ekkert um miðjan tíunda áratuginn hér á landi hlýtur þessi nýja staða hvað varðar fjármögnun að vera bylting. Engu að síður mætti íslenski áhættufjánnagns- markaðurinn vera fjölbreyttari með fleiri eintökum fjárfestum eða englum. Útlitið er bjart fyrir fmmkvöðla því að sú hug- mynd virðist enn eiga upp á pallborðið hjá stjórnvöldum víðast hvar að meira ffelsi og færri viðskiptahömlur leiði til hagsældar. Um leið og frelsi, hvatning og fjánnagn einkenna aðstæður og fólk er tilbúið til þess að taka fmmkvæðið heldur frumkvöðlabyltingin áfram. Stöðugt í mótun Ný fyrirtæki eru mikilvæg fyrir mark aðinn, bæði fyrir eðlilega endur- nýjun og til þess að þrýsta á aukna samkeppni. Mesti akkurinn af þeim fæst hins vegar ekki ef þau em eftirlíking þess sem þegar er til staðar, hvorki fyrir samfélagið, fjárfesta eða fmmkvöð- ulinn. Þó að uppskriftin að hinu fúllkomna fyrirtæki sé ekki til, eins og Bill Gross fékk að reyna, þá er ljóst að með því að stíga skref frá þeim sem em á sam- keppnismarkaðinum þá er verið að stíga skref fram á við. Og með því að vera tilbúinn að leggja á sig mikla vinnu, vera sveigjanlegur og úrræðagóður er líklegt að ffamleiðsla fyrirtækisins muni ganga betur en ólíkt framleiðslu á vömm þá á framleiðsla fyrirtækis aldrei að taka enda, þau verða að vera stöðugt í mótun. Vísbendingin Mikill meirihluti fyrirtækja verður til á höfuðborgarsvæðinu hér á landi, eða um 71%. Þar er einnig aukningin mest á milli síðastliðinna ára. Suðurland og Suðumes hafa einnig sýnt aukningu hvað varðar stofnun nýrra fyrirtækja. Það sem er hins vegar kannski athygli- verðast í þessari talnaskoðun er að það er einungis á Vestfjörðum þar sem hlut- fallslega eru stofnuð svipað mörg fyrirtæki miðað við mannfjölda og á höfuðborgarsvæðinu. Það er því gnótt af frumkvöðlum þar vestra. V_________________________________/ Ábyrgð á annarra verkum Lögfræðingar hafa náð miklum árangri í því að lögsækja fyrirtæki og sækja til þeirra bætur vegna helfarar- innar svonefndu, þegar nasistar hugð- ust leysa „Gyðingavandamálið" í eitt skipti fyrir öll. Meðal þeirra sem hafa fengið bætur em nokkrir sem lifðu vist í útrýmingarbúðunum af, en líka afkom- endur þeirra sem létust og jafnvel fjar- skyldari ættingjar. Mörg fyrirtæki hafa greitt slíkar bætur, sum eftir dóma, en önnur með dómsátt. Ekki skal mæla ógnarverkum nasista bót og mikilvægt að þau gleymist ekki. Þrátt fyrir það virðist sem hér sé fólskulegur verknaður látinn verða til þess að aðilar, sem enga vitneskju höfðu um hann, eru látnir borga bætur til fólks sem ekki varð beint fyrir honum. Mörg fleiri grimmdarverk hafa verið framin í sögunni, t.d. er talið að allt að tólf milljónir manna hafí farist í Úkraínu á dögum Stalíns og Maó formaður hikaði ekki við að slátra þeim sem ekki voru honum þóknanlegir. Fyrir um 25 árum myrtu Rauðu Kmeramir um fjórar milljónir Kambódíumanna og gestur íslendinga, Li Peng, hikaði ekki við að beina skriðdrekum að friðsömum mótmælendum fyrir rúmum áratug. Bætur hafa engar verið greiddar og veldur þar eflaust bæði skortur á greið- endum og lögfræðingum. Nú í vikunni kom út í Bandarikjunum bók sem nefnist IBM og helforin. Þar er því haldið fram að IBM hafi borið mikla ábyrgð á helförinni vegna þess að fyrirtækið hafí selt nasistum gataspjöld og talningarvélar. Með þeim hafi verið mun auðveldara en ella fyrir nasista að fínna Gyðingana. Bókin er líkleg til þess að seljast út á titilinn, en „aðalsök“ IBM mun vera að hafa ekki neitað nasistum um viðskipti. Eiga fyrirtæki að beita pólitísku mati á því hverjum þau selja vörur? Viðskiptaþvinganir almennt bitna oft á þeim sem síst skyldi. Sadam Hussein situr enn eftir 10 ára þvinganir. Bera bílafyrirtækin ábyrgð á því ef þau selja bíla ökuföntum, sem svo valda manntjóni? Ber Vísbending ábyrgð á því, ef blaðið kemst í hendur illa innrætts lesanda sem í krafti þekkingar úr blaðinu græðir fé sem hann notar svo til óhæfuverka? V fyRitstjórn: Eyþór Ivar Jónsson ritstjóri "ög' ábyrgðarmaður, Benedikt Jóhannesson. Útgefandi: Heimur hf., Borgartúni 23, 105 Reykjavík. Sími: 561-7575. Myndsendir: 561-8646. Netfang:visbending@talnakonnun.is. Málfarsráðgjöf: Málvísindastofnun Há- skólans. Prentun: Gutenberg. Upplag: 700 eintök. Öll réttindi áskilin. © Ritið má ekki afrita án leyfis útgefanda. 4

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.