Vísbending - 25.05.2001, Síða 1
ISBENDING
25. maí 2001
20. tölublað
V i k u
r i t
u m
v i ð s k i p t i
og efnahagsmál
19.árgangur
F ákeppni og framleiðni
Ný skýrsla Samkeppnisstofnunar
um eignartengsl bendir á að fá-
keppni sé áberandi í íslensku
atvinnulífí. Það er í sjálfu sér ekki
fréttnæmt þar sem fákeppni hefur alla
tíð einkennt íslenskt atvinnulíf en það
er hins vegar athyglivert að það hefur
sennilega ekki dregið úr fákeppni, þ.e.
samkeppnin hefur ekki aukist, á Islandi.
Hitt er frekar að fákeppni hafi almennt
aukist. Við fyrstu sýn fínnst kannski
mörgum fátt um en það er þó rétt að
skoða fákeppni í víðara samhengi.
Þegjandi samkomulag
Imaí gerðist sá sjaldgæfi atburður að
olíufélögin fóru í verðstríð þar sem
Skeljungur fylgdi ekki verðhækkunum
Esso eftir. Eitt andartak lá i loftinu að hið
„þegjandi samkomulag" sem virðist
einkenna fákeppni olíufélaganna, sem
og aðra fákeppni, væri sprungið í háaloft.
Sú sprengja „afsprakk" fljótlega, eins
og Davið hefði orðað það, og allt varð
eins og eftir hagfræðibókinni þar sem
svokallað Nash-jafnvægi næst á ný, þ.e.
ekkert fyrirtæki vill breyta stefnu sinni
þar sem það leiðir ekki til aukins hagn-
aðar.
Vandamálið við fákeppni er einmitt
að það myndast oft ákveðin pattstaða
þar sem fyrirtæki sjá hag sínum ekki
borgið með beinni samkeppni eins og
verðsamkeppni, þar sem verðstríð gerir
lítið fyrir fyrirtækið nema að éta upp
hagnaðinn, heldur reyna þau frekar að
keppa á „mýkri“ línum. Þegjandi sam-
komulag snýst um að fyrirtæki sætta sig
við ákveðna uppskiptingu á markað-
inum. Slíkt samkomulag þarfnast ekki
leynilegra funda í Öskjuhlíðinni að
næturlagi þar sem það getur auðveld-
lega komist á án beins samráðs. Þegjandi
samkomulag er einfaldlega afleiðing af
fákeppni, sérstaklega á þroskuðum og
mettuðum mörkuðum.
Sá sem ber mestan skaða af fákeppni
er augljóslega neytandinn en látum
hann þó liggja á milli hluta því að þar
með er ekki öll sagan sögð. Það er sjaldn-
ar sem talað er um fákeppni og tengsl
hennar við framleiðni fyrirtækja.
Framleiðni
r
ársfundi Samtaka atvinnulífsins á
íðasta ári sagði Finnur Geirsson,
formaður SA, að þó að framleiðni hefði
aukist mikið frá 1996 til 1997 þá hefði
hún staðið í stað næstu tvö árin þar á
eftir. Þetta er nokkuð athyglivert í ljósi
þess að skv. Hagfræðistofnun Háskóla
Islands jókst framleiðni vinnuafls að
meðaltalium 1,8% á ári frá 1993 til 1997
og framleiðni ljármagns um 10,3%.
Þessar tölur gáfu tilefni til bjartsýni þar
sem þetta var mikil framleiðniaukning
frá fyrri tíð, sérstaklega hvað varðar
framleiðni ljármagns sem dróst saman
um 17% frá 1973 til 1992.
Ekki þarf að fara mörgum orðum um
mikilvægi aukinnar framleiðni þar sem
hún er undirstaða batnandi lífskjara.
Framleiðni verðurtil í fyrirtækjum þegar
þau skapa aukin verðmæti á vinnu- eða
fjármagnseiningu. Þó að breytingar á
framboði og eftirspurn geti haft áhrif á
framleiðni fyrirtækja þá er framleiðni
yfirleitt tengd samkeppnisaðstæðum á
markaði. Ef horft er á framleiðni út frá
atvinnugreinum þá verður aukin fram-
leiðni aðallega til vegna misniunandi
blöndu af eftirfarandi þáttum: I) innri
vexti fyrirtækja, 2) aukinni markaðs-
hlutdeildfyrirtækjameðmiklaframleiðni
og 3) inngöngu nýrra og útgöngu eldri
fyrirtækja.
Allir þessir þættir, sem leika aðal-
hlutverk í aukinni framleiðni, þó mismikið
eftir atvinnugreinum, eru þvingaðir í
fákeppnisumhverfi. Þó að hugmynda-
fræðilega sé möguleiki fyrirtækja á
fákeppnismarkaði til aukins innri vaxtar
ekki minni en fyrirtækja á samkeppnis-
markaði, meiri ef sá umframhagnaður
sem fæst í fákeppnisumhverfi er nýttur
skynsamlega, þá hefur reynslan sýnt
að kostnaðaryfirburðir og sérhæfing
eða skilvirkni og nýsköpun, grunnþættir
aukinnar framleiðni, verða miklu frekar
tilí samkeppnisumhverfi. Þegarfyrirtæki
hafa gert nieð sér þegjandi samkomulag
um markaðshlutdeild þá munu fyrirtæki
með mikla framleiðni heldur ekki fá
markaðshlutdeild á kostnað fyrirtækja
með minni framleiðni. Og loks er ástæð-
an fyrir því að fákeppnisumhverfi er ekki
kjörið umhverfi atvinnugreinar, sérstak-
lega fákeppnisumhverfi þar sem þegj-
andi samkomulag ríkir, sú að ný fyrirtæki
koma ekki inn á markaðinn til aðyfirtaka
hlutverk eldri fyrirtækja. Sú „skapandi
eyðilegging“ sem austurríski hagfræð-
ingurinn Schumpetersagði veradrifkraft
vaxtar markaðarins er því mjög veik á
fákeppnismarkaði.
Uppruni framleiðni
Nýleg rannsókn OECD þar sem
uppruni framleiðni fyrirtækja eru
skoðaður í nokkrum löndum gefur
athygliverðar niðurstöður sem er
innlegg í umræðuna um framleiðni.
Þegar framleiðni vinnuafls er skoðuð
þá leikur innri vöxtur fyrirtækja lykil-
hlutverk. Innri vöxtur skapaði allt að
80% af framleiðninni á níunda áratugin-
um en þó eitthvað minna á íyrri hluta
tíunda áratugarins. Breyting á markaðs-
hlutdeild fyrirtækja í atvinnugrein stóð
að baki 5-10% framleiðniaukningar í
sumurn löndum en hafði neikvæði áhrif
að sama magni í jafnmörgum löndum.
Inn- og útganga lýrirtækja lék misstórt
hlutverk eftir löndum í framleiðni
vinnuafls, skilaði þó allt ámilli 10 til 40%
af framleiðninni í öllum löndum
(Hollandi, Ítalíu, Bretlandi,Bandaríkjun-
um, Frakklandi, Danmörku, Portúgal,
Finnlandi og Kanada) nema í Þýskalandi
á fyrri hluta tíunda áratugarins þar sem
framlagið var neikvætt um 1-2%. Það er
þó athyglivert að innganga fyrirtækja
hefur oft neikvæð áhrif á framleiðni
vinnuafls en vegna jákvæðra áhrifa
útgöngu fyrirtækja, sérstaklega í niður-
sveiflum, er niðurstaðan eins og áður
segir. Ahrif inngöngufyrirtækja á fram-
leiðni eru þó jákvæðari þegar til lengri
tíma er litið sem getur stafað af lærdóms-
ferlinu sem starfsmenn þurfa að fara í
gegnum á meðan fyrirtæki slítur barns-
skónum. Sérstaklega eru áhrif nýrra
fyrirtækja sterk á framleiðni í hátækni-
geiranum, sennilega vegna þess að ný
fyrirtæki koma fram með nýja tækni.
Þegar fj öl þáttafram I e i ðn i fyrirtækja,
(Framhald á siðu 4)
-| Fákeppni er ekki kjörinn a Herdís Pála Pálsdóttir, ^ Þórður Friðjónsson fjallar m Þórður segir í greininni a<í
I jarðvegurfyrirmiklafram- 1 stjórnunarráðgjafí hjá -2 umþærgengissveiflursem /| það séu fáir góðir kostir í
JL leiðniaukningu sem er IMG, fjallar um mikilvægi hafa verið aö undanfórnu stöðunni um gengismál
undirstaða betri lífskjara. starfsþróunar. með áherslu á framtíðina. framtíðarinnar.
I