Vísbending - 25.05.2001, Blaðsíða 4
ISBENDING
(Framhald af síðu 3)
manna og annarri fjárfestingu útlend-
inga í íslensku atvinnulífi. Það er ekki
gott að henda reiður á því fyrir fram
hversu mikið innstreymi fjármagns
verður af þessum völdum en gengi krón-
unnar mun að hluta ráðast af því hvernig
svonefndir markaðsaðilar meta þennan
þátt - og svo að sjálfsögðu hvernig
framvindan verður að þessu leyti í raun
og veru. Þá skiptir efnahagsþróunin
miklu máli. í því efni er nærtækt að benda
á væntanlega fiskveiðiráðgjöf Hafrann-
sóknastofnunar, þróun og horfur í
útflutningi, þróun viðskiptahallans eftir
því sem líður á árið og loks hvort teknar
verði ákvarðanir um nýja ijárfestingu í
álframleiðslu í samræmi við þau áform
sem nú eru uppi.
Rétt er aó taka það fram að halli er í
sjálfu sér ekki vandamál ef hann stafar
af fjárfestingu í arðbærum útflutningi.
Slík fjárfesting eykur framtíðartekjur
þjóðar og því er hún ekki íþyngjandi,
heldur stuðlar hún þvert á móti að bætt-
um lífskjörum. Viðskiptahalli er í raun
krafa áútflutningstekj ur þj óðar í framtíð-
inni. En mikill viðvarandi halli sem að
verulegu leyti á rætur í litlum þjóðhags-
legum sparnaði - mikilli neyslu - er af
öðrum toga og hann leiðir óhjákvæmi-
legatil þess að hlutaðeigandi gjaldmiðill
verður ávallt veikur.
Sjálfstæðurgjaldmiðill?
Lækkun krónunnar að undanförnu
hefur vakið upp spurningar um
hversu raunhæft það er fyrir Islendinga
að hafa sjálfstæðan gjaldmiðil í nútíma
fjármálaumhverfi þegar til framtíðar er
litið. Reyndar er fátt um góða kosti í
þessu efni að svo stöddu. Ymsir gallar
fylgja því að taka einhliða upp annan
gjaldmiðil eða festa gengið með öðrum
hætti,t. d. meðmyntráðieðayfirlýsingu.
Nærtækast er að tengjast evrunni ef
pólitísk ákvörðun verður tekin um aðild
að ESB í framtíðinni. Ef slík ákvörðun
verður hins vegar ekki tekin kemur til
álita að leita samninga sem fælu í sér að
viðtækjum uppevrunaeða ígildi hennar.
Það gæti þó orðið torvelt að finna
hentuga leið í þessu efni.
Ef niðurstaðan verður hins vegar
sú að standa utan ESB um ókomna fram-
tíð og jafnframt halda krónunni er mikil-
vægt að fylgja efnahagsstefnu sem gerir
það kleift að tryggja viðunandi stöðug-
leika í fjármála- og atvinnulífi og að
jafnaði hóflegan vaxtamun milli Islands
og helstu viðskiptalanda. í því felst að
efla þyrfti gjaldeyrisforða Seðlabankans
verulega og reka þjóðarbúið að jafnaði
með afgangi gagnvart útlöndum nema
á tímum mikilla fjárfestinga í arðbærri
útflutningsstarfsemi. Að öðrum kosti
væri hætt við því að gengi krónunnar
ætti ávallt undir högg að sækja við
minnsta andstreymi í efnahagslífinu.
(Framhald af síðu 1)
þ.e. framleiðni vinnuafls og fjármagns,
er skoðuð með sama hætti kemur í ljós
að þó að innri vöxtur fyrirtækja vegi enn
mest í framleiðninni þá eykst hlutur
breytinga á markaðshlutdeild í fram-
leiðniaukningu verulega. Ahugaverð-
ast er þó að inn- og útganga fyrirtækja
skipar ríflegan sess, frá 15 til 70%, í
íjölþáttaframleiðni fyrirtækja. Það sýnir
að „skapandi eyðileggingarmátturinn“
hefur veigamiklu hlutverki að gegna.
Nýliðun
að sem er merkilegast við fyrrnefnda
rannsókn er hversu nýliðun, bæði
að ný fyrirtæki verði til og að gömul
fyrirtæki fái að setjast í helgan stein,
gegnir miklu hlutverki í að auka fram-
leiðni. Það hlýtur því að auka líkur á
meiri framleiðni, alla vega er það mat
OECD, ef veltuhlutfall fyrirtækja er
hærra, þ.e. samanlögð ný og afskráð
fyrirtæki sem hlutfall af heildarfjölda
fýrirtækja. Þess vegna hlýtur það að
vera nokkurt áhyggjuefni að þetta
veltuhlutfall, m.v. meðaltal áranna 1997-
1999, er um 14,2% í einkageiranum hér
á landi (10,4% miðað við öll skráð félög
- sem er sennilega sú tala sem ætti að
nota til samanburðar) á meðan þetta
hlutfall er að meðaltali 20% í öðrum
vestrænum löndum.
Fákeppni sem einkenni á íslensku
fyrirtækjaumhverfi hlýtur því að vera
dragbíturfyrirauknaframleiðni. Astæð-
an er fyrst og fremst smæð íslenska
markaðarins og fjarlægð hans frá öðrum
mörkuðum. En þó má ekki gleyma því að
hið þegjandi samkomulag um fákeppni
á íslandi er einnig kerfislegur vandi sem
hugsanlega má yfirstíga að einhverju
leyti með því að auðvelda inngöngu
nýrra fyrirtækja, stuðla að opnara hag-
kerfí, fækka viðskiptahöftum, minnka
ríkisumsvif, gera vinnubrögð í fyrirtækj-
um skilvirkari, gera stefnumótun mark-
vissari, efla nýsköpun, vera opnari
gagnvart „skapandi eyðileggingu“
fyrirtækja og með því að leggja áherslu
á eðlilega samkeppni svo að fátt eitt sé
nefnt.
Heimildir: Hagstofa íslands, OECD - Productivity and Firm
Dynamics: Evidence from Microdata, 2001.
Athugasemd
í grein um „gengisóróa“ í Vísbendingu 11. maí
sl.[ 18. tbl. 2001] sagði m.a. í niðurlagsmáls-
greininni að Seðlabankinn hafi lýst því yfir að
það sé pólitísk ákvörðun hvort taka eigi upp
evru og ganga i ESB „sem myndi þá um leið
marka endalok bankans". Aðild að ESB og þar
með EMU myndi ekki þýða „endalok bank-
ans“ eins og sést m.a. af því að starfsemi
heldur áfram í seðlabönkum allra landanna
sem aðild eiga að EMU. Mlutverk bankans
myndi breytast en hann yrði eftir sem áður til
sem hluti af Seðlabankakerfi Evrópu (The
European System of Central Banks).
Aðrir sálmar
Skýrslatil skammar
að er skemmtilegt viðfangsefni fyrir
áhugantenn um félagsfræði að
fylgjast nteð Samkeppnisstofnun. Eftir
því sem stofnunni verða á fleiri axarsköft
og hún tapar fleiri málum vex henni
ásmegin og forkólfar hennar verða sífellt
hnarreistari ífjölmiðlum. Síðastadæmið
um vinnubrögð hennar er skýrsla um
stjórnunar- og eignatengsl í íslensku
atvinnulífí. Vafasamt er að á einum stað
hafí áður komið fram jafnyfírgripsmikil
vanþekking á íslensku atvinnulífí.
I fyrsta lagi er vandséð hvers vegna
upplýsingarnar koma svo seint fram.
Samfylkingin mun hafa beðið um skýrsl-
una fyrir meira en tveimur árum og
ráðherra ákveður í fyrra að slík skýrsla
skuli unnin. Samt segir í skýrslunni
„upplýsingar um stjórnendur taka mið
af ákvörðunum aðalafunda á árinu
1999.“ Átti þetta að vera innlegg í um-
ræðuna eða sögulegt plagg? Skýring-
anna kann að vera að leita í því að verkinu
yrði skilað áður en Alþingi lyki störfum
í maí 2001. Þegar skýrslan er lesin kemur
í ljós að ekki er þó alls staðar miðað við
árið 1999. Sumar stjórnir virðast t.d.
miðaðar við vorið 2000 og sama gildir
um æðstu stjórnendur. Ekki virðist
stofnuninni þó hafa gefíst tlmi til þess
að geta þess að Hörður Sigurgestsson
hafi látið af störfum í Eimskipafélaginu
enda nýskeð, aðeins sjö mánuðir síðan
og fór hljótt. Eitt fyrsta fyrirtækið sem
sagt er frá er Kísi liðj an hf. Sagt er „eignar-
hald er svo til óbreytt [frá 1993]“. Síðast-
liðið vor keypti Allied EFA um 99% af
ríkissjóði og Celtic Corp. þannig að
eignarhald gat varla breyst meira. Les
Samkeppnisstofnun ekki Morgunblað-
ið? Hvenær varð Árni Vilhjálmsson
stjórnarformaður Flugleiða? Hver er
Tryggvi Jónsson (aðstoðarfram-
kvæmdastjóri Baugs, formaður SVÞ,
formaður Tryggingamiðstöðvarinnar,
fyrrum formaður Fjármálaeftirlitsins,
varaformaður SA). Hans er ekki getið í
skýrslunni. Hvað um Eyjólf Sveinsson?
Þó er upplýst um að næststærsta tíma-
ritaútgáfan sé Uppeldi ehf. með 16
milljóna veltu. Prentkostnaðurmun hafa
verið 1 milljón(100 eintök) ogvinnslu-
kostnaður mun nemamilljónum. Erekki
fljótlegra að brenna peningana?
V______________________________________)
ÁRitstjóm: Eyþór Ivar Jónsson ritstjóri ogA
ábyrgðarmaður og Benedikt Jóhannesson.
Útgefandi: Heimur hf., Borgartúni 23, 105
Reykjavik.
Simi: 561-7575. Myndsendir: 561-8646.
Netfang:visbending@talnakonnun.is.
Málfarsráðgjöf: Málvísindastofnun Há-
skólans.
Prentun: Gutenberg. Upplag: 700 eintök.
Öll réttindi áskilin. © Ritið má ekki afrita án
leyfis útgefanda.
4