Vísbending - 25.05.2001, Blaðsíða 3
ISBENDING
Hvert stefnir krónan?
Þórður Friðjónsson
i hagfræðingur
Islenska krónan hefur átt undir högg
að sækja. Fyrir réttu ári var gengi
hennar í hámarki en frá þeim tíma
hefur það nær stöðugt látið undan síga
ýmist hægt og hljótt eða með látum eins
og í byrjun þessa mánaðar. Þegar þetta
var skrifað var gengið 21 % lægra en það
var fyrir ári (erlendur gjaldeyrir 27%
dýrari, sjá mynd). Þótt ýmsar skýringar
hafi verið nefndar á falli krónunnar er
enginn vafi á að meginskýringin er mikill
viðskiptahalli á undanförnum árum.
Hallinn gróf smám saman undan krón-
unni og fyrir vikið var gengisfelling ekki
umflúin. Spurningin var einungis sú
hversu mikil hún yrði og á hversu
löngum tíma hún kæmi fram.
En hvert stefnir krónan? Er nýju
jafnvægi náð, þ. e. mun krónan flökta
um núverandi gildi hennar í næstu
framtíð, e. t. v. innan 5% marka eða svo?
Heldur krónan áfram að veikjast eða
styrkist hún? Hvað verður um krónuna
þegar til lengri tíma er litið? Þetta eru
áleitnar spurningar sem engin einhlít
svör eru til við því framtíð krónunnar
ræðst af mörgum þáttum, meðal annars
framvindu efnahagsmála og stjórn
þeirra, væntingum og ytri aðstæðum.
Til þess að glöggva sig á líklegri þróun
hennar er hins vegar gagnlegt að skoða
nokkur mikilvæg atriði sem geta skipt
sköpum.
Framboð og eftirspum
Reynslan sýnir að gengi gjaldmiðla
getur sveiflast mikið á skömmum
tíma. I því sambandi nægir að nefna
gengi Bandaríkjadollars, evrunnar og
jensins á undanfömum misserum. Það
eru einfaldlega miklar sveiflur í gengi
gjaldmiðla í alþjóðlegu umhverfi nú-
tímans þótt um sé að ræða öflugustu
gjaldmiðla heims. I því ljósi er ekki óeðli-
legt að krónan sveiflist verulega - og
miðað við framvindu efnahagsmála á
síðustu árum kom lækkun hennar nú
ekki á óvart.
Þetta gerist einfaldlega oftast svona
þegar mikill og viðvarandi viðskiptahalli
á hlut að máli. Skyndileg lækkun gengis
er algeng þegar hallaskeið hefur staðið
lengi þótt jafnan sé erfitt að tímasetja
slíka atburði. Nýleg dæmi af svipuðu
tagi og hér á landi er að fínna í Astralíu
og Nýja-Sjálandi. í báðum þessum
löndum hafði verið mikill halli um langt
skeið þegar gengi hlutaðeigandi gjald-
Gengi krónunnar
Gengisvísitala, 31/12/91 100
miðla tók skyndilega dýfu. Eldra dæmi
er frá Bandaríkjunum á síðari hluta
niunda áratugarins. A nokkrum niiss-
erum féll Bandaríkjadollar um 37%
gagnvart þýsku marki. Eins og gefur að
skilja eru margir þættir sem fléttast saman
í svona atburðarás sem meðal annars
hafa áhrif á tímasetningar og stærð
sveiflunnar. Slíka þætti er gjarnan mjög
erfitt að sjá fyrir. Og oft verður „gengis-
leiðréttingin“ meiri en efnahagslegar
forsendur eru fyrir og þá gengur hluti
hennar til baka. Þetta er í aðalatriðum
eins og á öðrum mörkuðum þar sem
verð sveiflast eftir framboði og eftir-
spurn og væntingum þar um í bráð og
lengd.
Það er mikilvægt að hafa þetta í huga,
þ. e. að þegar á allt er litið ráða framboð
og eftirspurn gengi gjaldmiðla. Við
seljum krónur fyrir erlendar myntir þegar
við viljum kaupa innfluttar vörur, svo
sem bíla, njóta lífsins á sólarströnd við
Miðjarðarhafið eða kaupa erlendar
eignir, svo sem hlutabréf eða verðbréf.
Og við fáum erlenda mynt þegar við
seljum útlendingum fískeðaaðrarvörur,
innlendar eignir eða tökum erlend lán.
A endanum þarf þetta auðvitað að
ganga upp þannig að framboð sé jafnt
eftirspurn og verðið (gengið) sér um að
koma á þessu jafnvægi.
Viðskiptahalli
Undanfarin ár hafa íslendingar eytt
miklu meira í innfluttar vörur og
þjónustu en þeir hafa fengið í tekjur af
útflutningi sínum. Fyrir vikið hefur verið
viðskiptahalli -ogreyndarmeiri halli en
áður í fímmtíu ár. Þrátt fyrir þennan halla
hefur gengi krónunnar verið sterkt þar
til fyrir um ári. Ástæðan þar að baki
liggur í því að íslendingar tóku fyrir
milligöngu innlendra banka mikið af
lánum erlendis. Þannig streymdi fé til
landsins og vandræðalaust var að
fjámagna hallann. Þegar áhuginn og
getan til að taka erlend lán minnkaði
myndaðist misvægi á gjaldeyrismark-
aðinum; eftirspurn eftir gjaldeyri varð
meiri en framboðið og fyrir bragðið gaf
gengi krónunnar eftir.
Lækkun gengisins að undanförnu
hefur lagt grunninn að því að viðskipta-
hallinn geti farið minnkandi á næstu
árum. Florfur eru þó á að hallinn verði
áfram ntikill á þessu ári, bæði vegna þess
að það tekur tíma fyrir innflutning og
útflutning að laga sig að nýju gengi og
lækkun þess vegur auðvitað þyngra í
byrjun á innflutningshliðinni af því að
sama prósentutala gengisbreytingar
kemur á hærri tölu (sem nemur viðskipta-
hallanum). Því er ekki ólíklegt að við-
skiptahallinn verði 60-70 milljarðar
króna á þessu ári í stað 72 milljarða sem
Þjóðhagsstofnun spáði í mars síðast-
liðnum. Gengi krónunnar mun því að
töluverðu leyti ráðast af því hvernig
gengur að fjármagna þennan halla eftir
því sem líður á árið. Við bætist svo að
sjálfsögðu hvernig menn meta efna-
hagshorfurnar á næstu misserum og
árum.
Fjármögnun hallans (og hugsan-
iegra nettókaupa íslendinga á erlendum
verðbréfum) á þessu ári gæti til dæmis
byggst á sölu hlutabréfa til útlendinga,
m. a. vegna einkavæðingar banka og
Símans, erlendum lántökum lands-
(Framhald á síðu 4)
3