Vísbending


Vísbending - 17.08.2001, Blaðsíða 1

Vísbending - 17.08.2001, Blaðsíða 1
V V i k u ISBENDING rit um viðskipti og efnahagsmál 17. ágúst 2001 32. tölublað 19.árgangur Úr rústum Sovétríkjanna Tíu ár eru liðin frá því að Míkhaíl Gorbatsjov, fyrrum aðalritari sovéska Kommúnistaflokksins, var „rændur" völdum, sem varð í kjölfarið til þess að Sovétríkin liðuðust í sundur. Gorbatsjov sagði af því tilefni um eftirmann sinn, Boris Jeltsín, í viðtali við AP-fréttastofuna í Moskvu: „Ég hefði betur gert hann að sendiherra einhvers staðar.“ Tíu umbótaár í Rúss- landi hafa vissulega verið sársaukafull en það er spurning hvort ekki glitti nú í Ijós við enda ganganna. 1973-1990 Við sundurliðun Sovétríkjanna 1991 urðu til 15 ríki sem öll höfðu liðið fyrirminnkandi hagvöxt um nokkra hríð áður en til upp- skiptingarinnarkom (sjá töflu). Allt frá árinu 1973 hafði hallað nokkuð undan fæti hjá þessum löndum þar sem framleiðni vinnuafls fór hrað- minnkandi og framleiðni fjármagns var verulega neikvæð. Þrjár ástæð- ur hafa verið nefndar fyrir þessum samdrætti í Sovétríkjunum á árun- urn 1973-90. í fyrsta lagi má telja minnkandi skilvirkni hagkerfisins, í öðru lagi mikla aukningu útgjalda til hernaðarmála og í þriðja lagi eyðileggingu náttúruauðlinda. Gífurleg sóun var innbyggð í sovéska hagkerfið, hlutfall fjár- magns í framleiðslu var mun hærra en á Vesturlöndum, illa var farið með hráefni þar sem það var sell til framleiðslu undir kostnaðarverði, framleiðslufyrirtæki voru margfalt fjölmennari en fyrirtæki á Vestur- löndum, innflutningur á erlendri tækniþekkingu varlítillsem enginn vegna viðskiptahindrana, miklar hömlur voru á erlendri fjárfestingu og aðgangur að erlendum vísinda- mönnum var mjög takmarkaður. Vinnuhvatning var lítil, skróp algeng og vegna lágra launa l'undu starfsmennýmsarleiðirtilað drýgja tekjurnar á kostnað vinnuveit- andans. Gæði vöruframboðs voru lág, þjónusta nær óþekkt og sölu- staðir fáir. Brauð, smjör og húsnæði voru verulega niðurgreidd en til þess að fá aðrar vörur var nauðsynlegt að bíða í löngum biðröðum, múta eða versla á sífellt stækkandi svörtum markaði. Félagsleg vandamál hrönnuðust upp, alkahólismi varð algengur og lífslíkur fólks minnkuðu. Um 15% af VLF Sovétríkjanna rann til geimrannsókna á 8. og 9. áratugnum og verulegum fjárhæðum var eytt til að styrkja bandalagsríki eins og Kúbu og Norður-Kóreu. Mikið landsvæði var hreinlega ofræktað og eyðilagt, Aral- hafinu var breytt í salteyðimörk og kjarnorkuslysið í Térnobyl mengaði úröllu valdi vegnamikillaróhagkvæmni. Gorbatsjov gerði miklar umbætur á sovéska stjórnkerfinu, sleppti hendinni af Austur-Evrópu og lauk kalda stríðinu en hann gerði lítið til að bæta efna- hagsástandið. Eftir að Boris Jeltsín hafði tekist að hrifsa til sín völdin eftir mis- heppnaða valdaránstilraun Kommún- istaflokksins árið 1991 var aðaláherslan lögð á að breyta miðstýrðu hagkerfi í markaðshagkerfi. A? flki 1990-1998 tburðarásin var hröð eftir að Jeltsín omst til valda. Sovétríkin voru árið mikinn hluta Úkraínu. Kostnaðurinn við að vinna náttúruauðlindir fór svo upp leyst og K Breyting á VLF í fyrrum Sovétríkjunum og Austur-Evrópu á mann að meðaltali (%) og VLF á mann árið 1998 (í dollurum) v 1950-73 1973-90 1900-98 VLF1998 Fyrrum Sovétríkin 3,36 0,74 -6,86 3.893 Armenía -0,04 -7,33 3.341 Aserbaídsjan -0,29 -9,35 2.135 Hvíta-Rússland 1,85 -3,71 5.743 Eistland 1,27 -0,73 10.118 Georgía 1,48 -11,94 2.737 Kasakstan -0,23 -5,09 4.809 Kirgisistan -0,18 -6,82 2.042 Lettland 1,39 -0,58 6.216 Litháen 0,73 -4,55 5.918 Moldóva 0,85 -10,77 2.497 Rússland 0,98 -6,53 4.523 Tadsjikistan -1,84 -14,82 830 Túrkmenistan -1,67 -8,88 1.723 Úkraína 1,15 -10,24 2.528 Úsbekistan -1,17 -3,32 3.296 Austur-Evrópa 3,79 0,51 0,06 5.461 Albanía 3,59 0,57 -0,41 2.401 Búlgaría 5,19 0,29 -2,36 4.586 Tékkóslavakía 3,08 1,12 Tékkland -0,36 8.643 Slóvakía -0,01 7.754 Ungverjaland 3,6 0,86 0,05 6.474 Pólland 3,45 -0,35 3,41 6.688 Rúmenía 4,8 0,08 -2,45 2.890 Fyrrum Júgóslavia 4,49 1,6 -3,45 4.229 og eignir hans gerðar upptækar. Árið 1992 voru gerðar róttækar efnahagsumbætur, verðlag var gefið frjálst, viðskiptahindranir voru fjarlægðar, útgjöld til hern- aðarmála voru skorin niður í brot af því sem þau höfðu áður verið, ýmis ríkisviðskipti voru afnumin, alls kyns einkaviðskipti voru lögleidd og einkavæðing ríkis- fyrirtækja hófst. Ríkiseignir voru hins vegar seldar fyrir slikk og valdamenn hrifsuðu til sín auðæfin. Á árunum 1990 til 1998námutekjurnarafsölu ríkiseigna um 7,5 milljörðum Bandaríkjadala samanborið við 66,7 milljarða dala tekjur sem Brasilía hafði af einkavæðingu á sama tímabili þó að einkavæðing Brasilíumanna hafi verið mun lægra hlutfall af heildarfjármagni. Til að gera langa sögu stutta leiddu umbæturnar ekki til gulls og grænna skóga eins og flestir höfðu vonast til. Verg landsfram- leiðsla tók dýfu, eftir að hafa aukist um 0,74% ámannfrá 1973 til 1990 dróst hún nú saman um 6,86% á mann að jafnaði á ári hverju. Til samanburðar fór aukning vergrar landsframleiðslu úr0,51 % Í0,06% í Austur-Evrópu á sama tíma. Verg landsframleiðsla í Rússlandi var (Framhald á síðu 4) 1 Tíu ár af umbótum hafa reynst fyrrum Sovétríkj- unum eríið en það virðist vera að rofa til. 2 Kapphlaup fyrirtækja um góða starfsmenn er stöð- ugt að eflast um leið og starfsmannaveltan eykst. 3 Þórður Friðjónsson Ijallar um Bandaríkjadollar en allar líkur eru á því að dollarinn muni falla fyrr en 4 seinna þrátt fyrir að ráða- menn í Bandaríkjunum haft verið iðnir að undanförnu við að tala um styrk hans. 1

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.