Vísbending - 17.08.2001, Qupperneq 4
(Framhald af síðu 3)
sem telja að dollarinn geti áfram um langt
skeið haldið verðgildi sínu? Auðveldara
væri að taka slíkar „nýir-tímar-kenn-
ingar“ alvarlega ef ekki einnig vildi svo
til að þetta eru sömu röksemdir og
hágengismenn héldu fram um miðjan
níunda áratuginn rétt áður en dollarinn
féll.
Má ætla að veruleg lækkun a gengi
dollarans hefði þegar á allt er lilið
óhagstæð áhrif á heimsbúskapinn við
núverandi aðstæður og horfur? Þetta er
auðvitað margslungin spurning sem
ekki vinnst tími ti 1 að svara hér til neinnar
hlítar. En í því sambandi má rifja upp að
flestir telja nú að gengislækkunin á
seinni hluta níunda áratugarins hafi
verið óhjákvæmileg og nauðsynlegur
þáttur í því að koma á betra jafnvægi í
alþjóðlegum efnahagsmálum og efla
bandaríkst atvinnulíf. Krugman lýkur
umræddri grein á sinn hátt: „Hafið ekki
áhy ggjur af O 'Neill; mikið fall dollarans
er í nánd og við ættum að fagna því.“
(Framhald af síðu 1)
42% minni árið 1998 en 1990. Einka-
neyslan dróst þó minna saman, um 10%,
vegna mikils niðurskurðar til hernaðar-
mála. í Úkraínu varð þó 44% samdráttur
á einkaneyslu. Virði fastafjármuna nam
árið 1998 17,4% af virði þeirra í upphafi
áratugarins.
Miðstýring kommúnismans miðaði,
að minnsta kosti að vissu leyti, að jafnri
skiptingu auðs þar sem nauðsynjar voru
niðurgreiddar og matur var frír í ríkis-
fyrirtækjum. Eftir að kerfið var slitið úr
sambandi lækkaði óðaverðbólga raun-
laun mikið þannig að þrátt fyrir meira
framboð og úrval varð leið almúgans
ekki greið að gnægtaborði kapítal-
ismans. Fátækt hafði verið lítil sem engin
en varð almenn á tíunda áratugnum,
jókst úr 1% af heildarfólksfjölda 1987-
88 í að meðaltali 29% árin 1993-95 í
Eistlandi, Lettlandi og Litháen. I Rúss-
landi jókst hún úr 2% í 50%, í 63% í
tíkraínu, í 66% í Moldóvu og úr 12% í
88% í Kirgisistan á sama tíma. Til
samanburðar breyttist þetta hlutfall úr
1,4% í 12% að meðaltali í Póllandi,
Tékklandi, Ungverjalandi, Slóveníu og
Slóvakíu.
Þrjár meginástæður hafa verið
nefndar fyrir því að fyrrum Sovétríkjum
vegnaði mun verr en Austur-Evrópu-
löndum á umbreytingatímabili tíunda
áratugarins. I fyrsta lagi varð veik
peninga- og efnahagsstefna til þess að
óðaverðbólga gróf um sig. í öðru lagi
var einkageirinn í höndum fámenns
hóps sem auðgaðist hratt á meðan aðrir
sátu eftir og spilling blómstraði vegna
bágborinnar lagaumgjarðar. Og í þriðja
lagi var ekki hreyft við landbúnaðar-
geiranum sem hefur smám saman
hrömað en framleiðslan var 42% minni
árið 1998 en 1990. Að lokum má einnig
nefna að stofnanaumgjörðin í Austur-
Evrópu var mun sterkari en í fyrrum
Sovétríkjunum og hefur það auðveldað
mjög umskiptin þar.
Framtíðin
Fjármálakreppan sem skall áíTaílandi
árið 1997 knésetti rússneska björn-
inn ári síðar. Eftirað5 milljörðum Banda-
ríkjadala af fjárframlagi Alþjóðagjald-
eyrissjóðsins hafði verið eytt í að reyna
að halda uppi gengi rúblunnar í nokkrar
vikur hrundi það með braki og brestum.
Erlent fjármagn hvarf eins og dögg fyrir
sólu og rússneska ríkið gat engan
veginn staðið við skuldbindingar sínar.
Þá varð mörgum nóg boðið og afskrifuðu
Rússland endanlega.
Síðustu tvö ár hefur hins vegar birt
nokkuð yfir og hagvöxtur var 5,4% árið
1999, 8,3% árið 2000 og áætlað er að
hann geti orðið 4% á þessu ári en það
eru sennilega efri mörk spárinnar. Að
sama skapi sýna tölur frá Alþjóða-
gjaldeyrissjóðnum að Sambandsríkin
tólf, þ.e. fyrrum Sovétríkin að undan-
skyldum Eistlandi, Lettlandi ogLilháen,
skiluðu þegar á heildina er litið 2,7%
hagvexti árið 1999 og 5,6% árið2000. Þá
er áætlað að hagvöxtur þeirra geti orðið
um 3,8% á þessu ári. Einkum tvennt
hefur gert þetta að verkum, raunlækkun
rúblunnar og mikil hækkun orkuverðs.
Einnig má leiða líkum að því að umbætur
síðasta áratugar séu að einhverju leyti
farnar að skila sér.
Það er þó of snemmt að fara fagnandi
af stað því að ekki er ólíklegt að rúss-
neska hagkerfið, rétt eins og flest öll
fyrrum Sovétríkin, eigi enn eftir nokkra
þrautagöngu áður en leiðin verður
greið. Síðustu tíu árhafaleikiðþessi ríki
grátt og margt hefði betur mátt fara í
umbyltingunni. Það er þó allsendis óvíst
að leiðin hefði orðið greiðari undir stjórn
Gorbatsjovs. Það versta er yfirstaðið
og bjartsýni gætir bæði innanlands og
á meðal alþjóðastofnanna. Það sést í
ljós fyrir enda ganganna.
Heimildir: The World Economy - Á Millennial Perspeclive e.
Angus Maddison (OECD, 2001), Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn,
Heimsbankinn og OECD.
( Vísbendingin )
f - \
Samkvæmt nýútkominni bók breska
hagfræðingsins Angus Maddison,
The World Economy - A Millennial Per-
spective, hefur mannfjöldinn 22-faldast
á sfðustu þúsund árum. Verg lands-
framleiðsla hefur 300-faldast á sama
tímabili og tekjur á mann hafa 13-faldast.
Nær öll þessi tekjuaukning hefur orðið
á síðustu 180 árum því írá 1000 til 1820
jukust tekjur einungis unt 50% umfram
fólksfjölgun. Frá 1820hafatekjurámann
aftur á móti áttfaldast. Á sama tíma hefur
mannfjöldinn fimmfaldast.________
ISBENDING
Aðrir sálmar
V___________________________________/
- s
Hausinn af
essi orð drottningarinnar í Lísu í
Undralandi glymja nú í eyrum þegar
blóðþyrstir stjórnmálamenn reyna að
gæða sér á skýrslu Ríkisendurskoðunar
um mál Árna Johnsens. Það er greinilegt
að Jóhanna Sigurðardóttir vill ná að gera
sér mikinn mat úr litlu hráefni. Henni
gremst mjög ef ekki fá fleiri hausar að
fjúka en Árna. Framganga þeirra sem
ætla sér að negla einhvern, einhvers
staðar, (eða taka af lífi svo notað sé
líkingamál Jóhönnu) er nánast brjóst-
umkennanleg. Af atburðum undanfar-
inna daga má ráða að Gísli Einarsson og
Jóhanna telja að hlutverk ákærandans
henti sér vel. Það er vafasamt að úr því
hlutverki náist langtímaávinningur þó
að fjölmiðlar sækist eftir blóðþyrstum
stjórnmálamönnum enda er hasar gott
sjónvarpsefni. Hvað er að axla ábyrgð?
Eiga allir að segja af sér embættum, ef
einhverjum í kringum þá verður eitth vað
á? Er það ábyrgari afstaða en að vinna
að því að koma í veg fyrir að slíkt gerist
í framtíðinni? Mikil vægt er að rugla ekki
saman ábyrgð og uppgjöf. Það er
auðvitað skylda þeirra sem gæta fjár-
muna skattgreiðenda að gæta þess, sem
best þeir mega, að þeir séu ekki mis-
notaðir. Formleg kerfi tefja auðvitað
fyrir, t.d. er ekki arðbært til skemmri tíma
litið að færa bókhald, en sá stjórnandi
mun vandfundinn sem ekki sér hve
mikilvægt stjórntæki bókhald getur
verið (svo ekki sé talað um mikilvægi
þess við eftirlit). Fundargerðir voru ekki
færðar í byggingarnefnd Þjóðleikhúss-
ins og margir kannast við að ekki er
mjög algengt að fundargerðir séu not-
aðareftirá. Þæreruþó mikilvæg staðfest-
ing á því hverjir eru á fundum, hvað er
rætt og hvaða ákvarðanir teknar. Það
eru líkamörg dæmi um að menn sem vilja
koma ábendingum á framfæri geti látið
bóka athugasemdir í fundargerðir. Þær
eru þá sönnunargagn um það sem sagt
hefur verið. Þó er ekki hægt að láta líta
svo úl að athugasemdir um eitt fjalli um
eitthvað allt annað. Athugasemdir End-
urbótasjóðs menningarbygginga fjöll-
uðu t.d. um skort á áætlunum en ekki
undarlega nefndarvinnu þar sem á fjöl-
marga fundi í tveggja manna nefnd var
í mesta lagi annar boðaður. - BJ
V___________________________________/
ÓRitstjórn: Eyþór l'var Jónsson ritstjóri ogN
ábyrgðarmaður og Benedikt Jóhannesson.
Útgefandi: Heimur hf., Borgartúni 23, 105
Reykjavík.
Sími: 512-7575. Myndsendir: 561-8646.
Netfang: visbending@talnakonnun.is.
Málfarsráðgjöf: Málvísindastofnun Há-
skólans.
Prentun: Gutenberg. Upplag: 700 eintök.
Öll réttindi áskilin. © Ritið má ekki afrita án
leyfis útgefanda.
4