Vísbending


Vísbending - 17.08.2001, Blaðsíða 3

Vísbending - 17.08.2001, Blaðsíða 3
ISBENDING Eyðileggj andi bj artsýni Inýlegri grein Puul Krugmans í New York Times kemst hann að þeirri niðurstöðu að bjartsýni standi í veginum fyrir bata í bandarísku efna- hagslífi. Þetta byggir hann á þeirri skoðun að Bandaríkjadollar sé of sterk- ur og honum sé haldið uppi af óhóflegri bjartsýni sem ráðamenn kyndi undir. Þetta nefnir hann eyðileggjandi bjart- sýni (self-defeating optimism). Krug- man telur gengisfall Bandaríkjadollars forsendu þess að efnahagslífið rétti úr kútnum og fyrir vikið sé það misráðið hjá yfirvöldum að streitast á móti henni með endurteknum yfirlýsingum um viðvarandi hágengi dollarans. Hann telur jafnframt að gengisfall sé yfir- vofandi því efnahagsleg skilyrði séu ekki fyrir núverandi stöðu dollarans. Krugman beinir einkurn spjótum sínum að fjármálaráðherra Bandaríkj- anna Paul O'Neill sem hefur undanfarið notað stór orð um styrk dollarans. I stuttu máli hefur ráðherrann haldið því fram að gengi dollarans væri ekki of hátt og áhyggjur af viðskiptahallanum væru á misskilningi byggðar. Röksemdir hans hafa einkum verið í þá veru að nú væru breyttir tímar og gömlu lögmálin giltu því ekki eins og áður. Krugman hefur hins vegar sagt að „stóru orðin“ bentu einmitt til þess að gengisfall dollarans væri á næsta leiti og þótt það yrði e.t.v. vandræðalegt fyrir O'Neill þá yrði það gott fyrir bandarískt efnahagslíf. Gengi Bandaríkjadollars að er deginum ljósara að styrkur dollarans hefur sett rnikinn svip á alþjóðaefnahagsmál undanfarin ár. Nægir í því sambandi að benda á þróun hans gagnvart evru frá því hún var tekin uppfyrirtæplegaþremurárum. I upphafi, þ.e. 1. j anúar 1999, var gengið 1,17 doll- arar á evru en frá þeim tíma hefur fall evrunnar verið nær stöðugt (sjá mynd). Evran hefur þó heldur styrkst að undan- förnu sem e.t.v. er vísbending um að fall dollarans sé að hefjast þótt of snemmt sé að slá því föstu. Lægst fór gengi evrunnar niður undir 0,80 dollara á evru, um 30% fall, en þegar þetta er skrifað er það um 0,90. Dollar/evru-gengið var þó alls ekki sérstaklega hátt í byrjun árs 1999 heldur var það rétt rúmlega meðalgengi þessara gjaldmiðla síðustu tuttugu árin (miðað er við samsetta evru úr þeim ellefu gjaldmiðlum sem mynduðu hana í upphafi). Dollarinn hafði í reynd verið að styrkjast alveg frá miðjum tíunda áratugnum er gengið var u.þ.b. 1,35 dollarar á evru. Þannig kostaði evran 1,35 dollara fyrir 5-6 árum en aðeins rétt rúmlega 80 sent fyrir skömmu þegar gengi dollarans var í hámarki. Þetta er gríðarlega mikil sveifla. Þessi þróun er þó ekki einsdæmi. A fyrri hluta níunda áratugarins þróaðist gengi dollarans með áþekkum hætti og undanfarin ár. Þar að baki lá þenslu- örvandi fjármálastjóm Reagan-stjórnar- innar og aðhaldssöm peningastefna. Þá fór gengi dollarans úr 1,40-1,50 dollarar á „samsetta evru“ í 0,70 árið 1985. Sveiflan var því enn meiri á þeim tíma. Margir töldu þá, eins og nú, að hágengi dollarans væri orðið alvarlegt efnahags- vandamál. Aðrir sögðu, einnig eins og nú, að það væru „breyttir tímar“ og fyrir vikið gæti hátt gengi dollarans orðið viðvarandi. Þáverandi fjármálaráðherra Bandaríkjanna, James Baker, tók hins vegar af skarið og beitti sér fyrir lækkun dollarans. A tveimur árum eða svo féll gengi dollarans í 1,25 dollara á evru. Margir telja reyndar að frumkvæði Bakers hafi ekki skipt sköpum, dollarinn hefði fallið af sjálfu sér, en það er annað mál. Ef litið er á allt tímabilið, umrædd tuttugu ár, hefur gengi Bandaríkja- dollars verið 1,13 dollarar á samsetta evru. Þótt nokkuð mismunandi þróun verðlags og ífamleiðni sé tekin með í reikninginn er varla ástæða til að ætla annað en að gengi þessara gjaldmiðla stefni fyrren síðarí tölu sem erekki fjarri þessu meðaltali og sveiflur um það haldi áfram eins og áður. Viðskiptahallinn etta má m.a. rökstyðja með þróun viðskiptahallans. Styrking dollarans undanfarin ár hefur smám saman leitt til þess að bandarískar vörur hafa verið verðlagðar út af alþjóðlegum mörkuð- um. Hallinn, þ. e. mismunurinn áþví sem Bandaríkjamenn kaupa af útlendingum og því sem þeir selja þeim, hefur færst stórlega í aukana og er nú um 450 milljarðar dollara (þetta má margfalda með u.þ.b. 100 til að fá fjárhæðina í íslenskum krónum) eða 4,5% af lands- framleiðslu. Þetta er mesti halli sem sögur fara af, þótt hann sé ekki nema nokkru hærri sem hlutfall af landsframleiðslu en árið 1985, og krefst þess að útlend- ingar fjárfesti í bandarísku efnahagslífi fyrir um 40 milljarða dollara í hverjum mánuði (nettó) til þess að fjármagna hann. Til samanburðar má nefna til gam- ans að öll fjárfestingin í Reyðaráli og tengdum virkjunum á tíu ára tímabili er áætluð um 2Vi milljarður dollara. Slíkur halli hefur ávallt fyrr en síðar leitt til gengisfalls. Sömu sögu er að segja af öðrum löndum sem lent hafa í langvarandi hallaskeiðum. Eins og fram kom hér á undan vill svo til að hallinn sem hlutfall af landsframleiðslu er nú ívið meiri en hann var árið 1985 þegar fall dollarans hófst á þeim tíma. En eru breyttir tímar eins og þeir halda fram (Framhald á síðu 4) 3

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.