Vísbending


Vísbending - 19.10.2001, Síða 1

Vísbending - 19.10.2001, Síða 1
V V i k u ISBENDING rit um viðskipti og efnahagsmál 19. október 2001 41. tölublað 19. árgangur Osamhverfar upplýsingar Nóbelsverðlaunin í hagfræði voru að þessu sinni veitt þremur bandarískum hagfræðingum, George Akerlof, Michael Spence og Joseph Stiglitz. Verðlaunin voru veitt fyrir rannsóknir þeirra á ósamhverfum upplýsingum, sem þeir voru brautryðj- endur í, á áttunda áratugnum en slíkar rannsóknir hafa fengið mikla athygli innan hagfræðinnar. Þess má geta að Stiglitz mun halda erindi á afmælishátíð Háskóla Islands í lok nóvember. Akerlof / Istuttu máli sagt snýst kenningin um ósamhverfar upplýsingar um það að aðilar markaðarins hafi ólíkar upplýs- ingar um sama hlut, þ.e. að annar hafi betri upplýsingar en hinn. Þannig hefur t.d. sölumaður notaðs bíls meiri upp- lýsingar um gæði bílsins en kaupandinn, lántakandi veit meira en lánveitandi urn getu sína til að greiða niður lánið og stjórnarmenn fyrirtækis vita meira en hluthafar um raunverulega stöðu þess. Þessi hugmyndafræði hefur verið eymamerkt Akerlof sem notaði verslun með notaða bíla til þess að útskýra kenningu sína. Kenning hans hefur stundum verið kölluð „gallagripakenn- ing Akerlofs" á íslensku en „Akerlofs lemon problem“ á ensku, sem er annað orð yfir lélega bíla. Meginatriði kenn- ingar Akerlofs er að lélegir notaðir bílar eyðileggi markaðinn fyrir góða notaða bíla vegna þess að kaupandinn geti ekki með góðu móti greint á milli þeirra. Kaupandinn er hins vegar tilbúinn til að kaupa bíl á meðalverði góðs og lélegs bíls en það verður til þess að hann býður of lágt í góðan bíl en of hátt í lélegan bíl sem að lokum verður til þess að góðir bílar verða ekki lengur á markaðinum þar sem enginn vill selja þá undir raun- verði en allir vilja hins vegar selja lélega bfla á yfirverði. Að lokum verða þvf ein- ungisgallagripirámarkaðinum ogmark- aðurinn fyrir góða, notaða bíla er ónýtur. Akerlof, sem nú er 61 árs, fékk doktorsgráðu frá MIT árið 1966. Hann hefur bæði verið prófessor við Indian Statistical Institute og London School of Economics en hefur verið prófessor við Berkley-háskólann í Kaliforníu síðan árið 1980. Spence Michael Spence sýndi fram á að við vissar aðstæður gæti vel upp- lýstur markaðsaðili gefið illa upplýstum aðila merki um hver staðan væri ef það þjónaði hagsmunum upplýsta aðilans. Spence skrifaði ritgerð um það hvernig nemendur gætu gefið merki urn hæfi sitt út á vinnumarkaðinn með góðum eink- unnurn eða prófi frá vel þekktum skóla. Einnig hefur verið skrifað um að arð- greiðslur séu merkjasendingar fyrir- tækja um styrkleika sinn. Þó að það sé kostnaðarsamara fyrir bæði fyrirtæki og hluthafa að fá arð frekar en að halda hagnaðinum eftir í fyrirtækinu þá hefur verið sýnt fram á að arðgreiðslur leiða til hærra hlutabréfaverðs og þess vegna koma arðgreiðslur betur út en að halda hagnaðinum í fyrirtækinu þegar á heildina er litið. Spence er 58 ára og fékk doktors- gráðu frá Harvard árið 1972. Hann hefur bæði verið rektor Harvard og Stanford. Stiglitz Joseph Stiglitz er sennilega þekktastur af þessum þremur hagfræðingunt þar sem hann hefur víða komið við, kennt við rnarga af frægustu háskólum heirns, var einn af efnahagsráðgjöfum Clintons Bandaríkjaforseta, og var aðalhagfræð- ingur Heimsbankans. Hann er 58 ára og fékk doktorsgráðu frá MIT árið 1967. Hann er nú prófessor við Colombia- háskólann. Rannsóknir Stiglitz gengu út á að fá þá sem hefðu rniklar upplýsingar til að upplýsa þá sem hefðu minni upplýs- ingar. Þeir sem hefðu minni upplýsingar gætu boðið þeirn sem hefðu meiri upplýsingar ólíka kosti og val þeirra myndi endurspegla þær upplýsingar sem þeir hefðu. Með því að bjóða fólki t.d. ólíka valkosti tryggingasamninga sýndi Stiglitz fram á hvernig trygg- ingafélög geta skipt fólki upp í ólíka áhættuflokka. Hann hefur einnig unnið svipaðar rannsóknir í sambandi við atvinnuleysi, tapsáhættu af áhættusöm- um lánum, skilvirkni upplýsinga á hluta- bréfamarkaði, svo eitthvað sé nefnt, og sennilega verið áhrifamestur hagfræð- inga hvað það varðar að gera ósam- hverfar upplýsingar að mikilvægu og ekki síst praktísku rannsóknarefni í hagfræði. Vondirkjúklingar Kenningar um ósamhverfar upp- lýsingar hafa oft verið undirliggj- andi hugmyndafræði í Vísbendingar- greinum. Tvisvar á síðustu þremur árurn hefur gallagripakenning Akerlofs verið grundvöllur greina hér í blaðinu. I fyrra skiptið í 37. tölublaði árið 1999 í grein sem nefndist „Vondir kjúklingar" og fjallaði um áhrif kamfýlóbaktersýkingar sem kom upp í kjúklingum hér á landi sumarið 1999. Rökstuðningurinn, með hjálp gallagripakenningar Akerlofs, gekk út á að sýna frarn á að „vondu kjúklingarnir" myndu eyðileggja mark- aðinn fyrir „góðu kjúklingana" þar sem neytendur gætu ekki vitað hvaða kjúklingar væru sýktir og hverjir væru ekki sýktir. Kenningin gekk líkaágætlega upp þar sem kaupmenn voru neyddir til þess að selja alla kjúklinga á niðursettu verði í kjölfarið. Seinna kom upp sú hugntynd hjá kjúklingabændum að það yrði að sérmerkja sýktu kjúklingana til þess að reyna að vernda markaðinn með því að gefa neytendum þá tryggingu að fyrirtæki væru að selja góða vöru. Gárungar sögðu þá að ósýktir kjúklingar yrðu þá áfrarn merktir „kjúklitigar" en þeir sýktu „sjúklingar". Verðbréf og hópuppsagnir Gylfi Magnússon hagfræðingur notaði gallagripakenningu Aker- lofs sem grundvöll fyrir umræðu um viðskipti með hlutabréf í 49. tölublaði ársins 2000 í grein sem heitir „Af galla- gripum, ósamhverfni og umboðsmönn- um“ en sú grein var einnig undanfari (Framliald á síðu 4) j Þrír bandarískir hagfræð- ^ HerdísPálaPálsdóttirfjall- ^ Jón Hallur Pétursson, fjár- < tveimur. Hann heldur þvi' I ingar fengu Nóbelsverð- 1 ar um mikilvægi þess að 2 málastjóri ÚA, fjallar um /\ fram að sjávarútvegsfyrir- X launin í ár, þeir Akerlof, mæla árangur og arðsemi virði sjávarútvegsfyrir- tæki eigi inni mikla hækkun Spence og Stiglilz. af starfsmannastjórnun. tækja í síðari grein af á hlutabréfamarkaðinum.

x

Vísbending

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.