Vísbending


Vísbending - 15.02.2002, Page 1

Vísbending - 15.02.2002, Page 1
V V i k u ISBENDING rit um viðskipti og efnahagsmál 15. febrúar 2002 7. tölublað 20. árgangur Island á krossgötum Verslunarráð íslands stóð fyrir sínu árlega viðskiptaþingi þann 12. febrúarsl. undiryflrskriftinni „Betur má ef duga skal“. Þema þingsins snérist um framtíð íslands með meiri framleiðni og aukinn hagvöxt sem undirtón. Skýrslur þingsins hafa jafnan verið áhugaverðar og gott innlegg í viðskipta- og efnahagsumræðuna, að mörgu leyti er skýrslan í ár það einnig og einhvern veginn hittir yfírskrift skýrslunnar alveg beint í mark. Kjamaþjóð Iskýrslu viðskiptaþingsins er bent á að hagvöxtur á íslandi þurfí að vera 3,5% að jafnaði næstu tíu ár til þess að ísland geti haldið stöðu sinni á meðal þeirra þjóða þar sem lífsskilyrðin eru hvað best. Hluti af þessum vexti fæst með mannfjölgun, um 1% á ári, en þörf er fyrir aukna framleiðni til þess að mark- miðið sé mögulegt. Skýrslan greinir einnig frá spám OECD um framleiðni- aukningu þjóða á komandi árum. Þar er því spáð að framleiðniaukningin hér á landi verði um 1,8% að meðaltali frá 2003 til 2006. Þessi framleiðniaukning ertals- vert undir meðaltali OECD-ríkjanna fyrir sama tímabil, sem er 2,0%, og langt ffá þeim þjóðum sem ætlað er að muni standa sig best, eins og írland (4,7%), Finnland (3,3%) og Grikkland (3,1 %). Þetta þýðir með öðrum orðum að áætlaður hag- vöxtur á Islandi, skv. spá OECD, er 2,3% að meðaltali frá2003 til 2006, á samatíma og hagvöxtur á írlandi er áætlaður 6,8%. Spá OECD er mjög svipuð spá Þjóð- hagsstofnunar um að hagvöxtur hér á landi geti orðið ábilinu2-2,5% aðjafnaði á þessu tímabili. Einn af útgangspunktum í skýrslu viðskiptaþings er frjálsræðismælikvarði Frasier-stofnunarinnar sem er ágætur í sjálfu sér en skýrsla The World Econ- omic Forum um samkeppnishæfni þjóða hefði þó verið mun betri útgangspunktur í þessu tilviki (sjá Vísbending- íslenskt atvinnulífft. tbl. 2001). Þar er einnig að fínna nokkuð merkilega ályktun sem hefur ekki vakið verðskuldaða athygli hér á landi en þar segir að Island standi á ákveðnum tímamótum hvað framþróun varðar. Hingað til hefur ísland annars vegar getað nýtt náttúruauðlindir sínar til auðsköpunar og hins vegar með því að innleiðatækni annarraríkjahérálandi. Nú er hins vegar komið að þeim tíma- mótum, skv. skýrslu The World Econ- omic Forum, að þjóðin geturekki lengur treyst á að bætt lífsskilyrði komi með þeim hætti heldur verða nýsköpun og frumkvæði að vera drifkraftur þjóðar- innar til aukinnar hagsældar. Einungis þannig getur Island setið til borðs með svokölluðum „kjarnaþjóðum“ sem munu verða leiðandi á 21. öldinni. Nýsköpunardrifið hagkerfi Umræðan um að geralsland að kjarna- þjóð felur í sér að ísland verði svo- kallað nýsköpunardrifíð hagkerfí. Það einkennir slíkt hagkerfí að samkeppnis- styrkleiki þjóðarerfólginn í því að skapa nýjungar, bæði í þjónustu og fram- leiðslu, með því að beita bestu fram- leiðsluaðferðum sem völ er á. ísland á hins vegar djúpar rætur í svokölluðu þáttadrifnu hagkerfí þar sem náttúru- auðlindagnægð er orsök og ástæða sanikeppnisyfírburða fyrirtækja og þjóðarinnar sem heildar. Þessi leið hefur alla tíð verið auðveldasta leiðin til fram- þróunar en slík auðlindastefna hefur haft sína iylgikvilla hér á landi sem og annars staðar. Aðalfylgikvillinn hér á landi er að sjávarútvegur hefur tröllriðið öllum öðrum atvinnugreinum ogjafnvel komið í veg fyrir grósku í þeim. Það er sorgleg staðreynd að fyrir vikið hefur þjóðin ekki svo marga vaxtarbroddaeins og margar aðrar þjóðir. Enn í dag má heyra hve auðlindahugmyndafræðin er ríkjandi hér á landi, t.d. í hræðsluáróðri um að nýting náttúruauðlinda sé eina leiðin til að skapa aukna hagsæld hér á landi. írland og Finnland hafa hins vegar sýnt það og sannað að aðrar leiðir eru færar til hagsældar. Aðstæður eru fýrir hendi til þess að skapa nýsköpunar- drifíð hagkerfí hér á landi, sterkir innviðir upplýsingatækni og að ýmsu leyti traust viðskipta- og stofnanaumhverfi. En betur má ef duga skal. Aukin framleiðni egar öll kurl eru komin til grafar þá snýst framþróun þjóðarinnar um möguleika hennar til þess að auka framleiðni sína. Þetta er flestum ljóst en nú er kannski kominn tími til róttækari stefnumótunar með það í huga. Fram- leiðni verður að mestu leyti til í fyrir- tækj um með mismunandi blöndu af eftir- farandi þáttum: 1) Innri vexti fýrirtækja, 2) aukinni markaðshlutdeild fyrirtækja með mikla framleiðni og 3) inngöngu nýrra fýrirtækja og útgöngu eldri fýrir- tækja. Rannsóknir OECD hafa sýnt að innri vöxtur fýrirtækja leikur lykilhlut- verk í aukinni framleiðni. Til þess að eiga von á meiri framleiðni og auknum hagvexti verður að skapa aðstæður fýrir aukinn innri vöxt fýrir- tækja. Það getur þýtt ýmislegt. í fýrsta lagi er Ijóst að innri vöxtur og aukin framleiðni verða nær aldrei til í opinbera geiranum. Þess vegna þarf að leitast við fýrirbyggja sóun í þeim geira. Byrjunin væri að skilgreina hlutverk hans upp á nýtt, eyða þeim þáttum út sem hafa engan tilgang nema formlegan og láta einkaaðila sjá um alla þá þætti sem þeir mögulega geta séð um. í öðru lagi þarf að ýta undir hærratækni- og menntunar- stig hjá þjóðinni, það verður einungis gert með því að hvetja til skilvirkari og aukinnar menntunar og rannsókna og þróunarstarfsemi, bæði með þátttöku hins opinbera og einkageirans. í þriðja lagi þarf að draga úr reglum og hindr- unum, viðskiptakostnaði og kostnaði við nýsköpun og nýta tæknina til að gera stofnanakerflð skilvirkara. í fjórða lagi tryggja stöðugt rekstrarumhverfí með ábyrgri peningastjórnun. í fimmta lagi leita leiða til að alþjóðavæða ísland, t.d. með því að auðvelda fýrirtækjum útrás m.a. með aðild að alþjóðlegum samningum. Áfrant væri hægt að halda. Málið er að Island stendur á kross- götum þar sem þjóðin getur valið svip- aða leið og hún hefur áður farið, sem leiðir líklega til þess að hún dregst aftur úr öðrum þjóðurn, eða erfíða leið mikilla breytinga, leið sem getur orðið þjóðinni farsælli þegar fram í sækir. Á Segjamáað ísland standi ^ Enron-hneykslið er líklegt ^ Unt þessar mundir er Jap- . arnir virðast sífellt aukast I á ákveðnum krossgötum 1 til að hafa víðtæk áhrif á i an mesta ógnin við stöð- /| þar á bæ og hætt er við að X og þurfi brátt að ákveða ^ reikningsskilavenjur og ugleika í efnahagsmálum "X alvarlegur skellur hefði hvert forinni er heitið.______endurskoðunarfyrirtæki._______heimsþorpsins. Erfiðleik-_______víðtæk áhrif um heiminn.

x

Vísbending

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.