Vísbending


Vísbending - 01.03.2002, Qupperneq 2

Vísbending - 01.03.2002, Qupperneq 2
/ ISBENDING Ekkert fyrirtæki lifir að eilífu! Fyrirtæki eru mjög merkilegt fyrir- bæri í sjálfu sér. Margir virðast halda að þegar fyrirtæki er stofnað muni það lifa að eilífu, sérstaklega ef því tekst að skapa sér nafn. Staðreyndin er hins vegar sú að fyrirtæki fæðast og deyja eins og fólkið og það sem meira er að líftími þeirra virðist vera að styttast frekar en að lengjast. Styttri líftími Fyrsti listinn sem tímaritiðForbes tók saman yfir 100 stærstu fyrirtæki Bandaríkjanna birtist árið 1917 en þá var fyrirtækjum raðað eftir eignum þar sem veltutölur voru ekki aðgengilegar. Arið 1987 gerði tímaritið rannsókn á upprunalega listanum og bar hann saman við 100 stærstu fyrirtæki ársins 1987. Afþeim lOOfyrirtækjumsem voru stærst árið 1917 voru einungis 39 enn til eftir sjötíu ár, afföllin eru 61%. Af þess- um 39 fyrirtækjum voru einungis 18 enn á meðal 100 stærstu fyrirtækja Banda- ríkjanna, þannig að afföllin af listanum voru 82%, þau þekktustu: Kodak, Du- Pont, General Electric (GE), Ford, Gen- eral Motors og Procter & Gamble. Þessi fyrirtæki stóðu af sér kreppuna miklu, seinni heimsstyrjöldina, olíu- og verð- bólguskot áttunda áratugarins og tæknibyltingu níunda áratugarins. Þrátt fyrir hetjulega lífsbaráttu þessara fyrir- tækja og burði til þess að standa í fremstu röð þá sýndi athugun Forbes að einungis tveimur þeirra tókst að standa sig betur en markaðurinn, þ.e. GE og Kodak, en að meðaltali var ávöxt- un fyrirtækjanna átján 20% lakari en markaðarins (sjá mynd). Til gamans má geta þess að tímaritið Frjáls verslun tók fyrst saman lista yfir stærstu fyrirtæki árið 1973 (fyrir árið 1971). Tíu veltumestu fyrirtækin voru: SÍS, Loftleiðir, KEA, Olíufélagið, ísal, Eimskip, Póstur og sími, Olís, Vegagerð ríkisins og Skeljungur. Þegar listi tíma- ritsins fyrir árið 2000 er skoðaður kemur í ljós að sjö þeirra eru enn á meðal 20 stærstu fyrirtækja landsins (Landssím- inn tekinn í stað Póst og síma) og tvö þeirra eru ekki lengur til. Það verður að teljastmikil lífsseiglaeðamerki umóvirka fyrirtækjasamkeppni. Standars & Poors 500 listinn, sem var fyrst birtur árið 1957, segir svipaða sögu og listi Forbes. Þegar listinn var endurskoðaður árið 1997 kom í ljós að einungis 74 af hinum upprunalegu 500 fyrirtækjum voru enn á listanum. Afföllin eru 85% á 42 árum. Af þessum 74 fyrirtækjum sem héldu sér á listanum voru einungis 12 sem skiluðu betri ávöxtun að jafnaði á þessum 42 árum en Meðalvöxtur fyrirtœkja frá 1917 til 1987 (%) sjálfS&P500 vísitalan. Enn ein könnun- in sem hægt er að draga fram í þessa umræðu er skoðun á S&P 90 listanum en á þriðja áratuginum var veltuhlutfall listans um 1,5% á ári. Það væri hægt að túlka á þann hátt að nýtt fyrirtæki sem kom inn á listann á þeim tíma gæti átt von á því að vera þar næstu 65 árin. Þegar S&P 500 listinn var skoðaður árið 1998 kom í ljós að veltuhlutfallið var um 10% sem væri hægt að túlka sem svo að fyrirtæki gætu átt von á að vera á list- anum í 10 ár að meðaltali. Öldurótatvinnugreina rennt er áhugavert í ofangreindri umræðu, í fyrsta lagi að markaðurinn skilar alltaf betri ávöxtun en einstök fyrirtæki gera þann tíma sem þau eru í rekstri (undantekningin sem sannar regluna kann að vera GE), í öðru lagi að mjög fáum fyrirtækjum tekst að halda sér á toppnum í mjög langan tíma og í þriðja lagi að líftími fyrirtækja er tak- markaður. Og það sem meira er þá virðist líftími fyrirtækja á toppnum stöðugt vera að styttast. Stóra spurningin sem kemur þá upp f hugann er: Af hverju? Þegar stórt er spurt þá verður yfirleitt fátt um svör. Þó hljómar hugmynd Schumpeters um „skapandi eyðileggingu" markaðarins ágætlega sem útskýring á því sem gerist, ný fyrirtæki ýla einfaldlega eldri og óskilvirkari fyrirtækjum af toppnum og jafnvel út af markaðinum. Það segir þó ekki alla söguna því að árangur ein- stakra atvinnugreina er mismunandi yfir sama tímabil þar sem ytri þættir hafa mismikil áhrif á þær. Sterkasti áhrifa- þátturinn er þó sá skapandi eyðilegg- ingarmáttur sem býr til nýjar atvinnu- greinar, breytir öðruin og gerir enn aðrar atvinnugreinar jafnvel úreltar. Þessi máttur kemur yfirleitt fram í einhvers konar tæknibyltingum, eins og t.d. iðn- aðarbyltingunni og tölvubyltingunni. Þá vaknar sú spurning hvort fyrir- tæki séu einungis eins og kænur á úthafi sem hreyfast með öldum hafsins, háð veðri og vindum. Að vissu leyti er hægt að sjá fyrirtæki í þessu ljósi þar sem atvinnugreinar sigla öldutoppa og —dali og sum fyrirtæki heltast úr lestinni og sökkva í sæ. Þegar atvinnugreinar eru skoðaðar yfir t.d. þrjátíu ára tímabil í samanburði við markaðinn sem heild má oft sjá tímabundnar sveiflur sem fara vel yfir meðaltal markaðarins og tíma- bundnar sveiflur sem fara undir þetta sama meðaltal. Þetta má sjá í nýlegri rannsókn McKinsey-ráðgjafafyrirtæk- isins sem unnin var úr gagnagrunni þess. Sumar atvinnugreinar eru nær alltaf undir meðaltalinu, eins og t.d. flugrekstur, en það er nær óþekkt að sjá atvinnugrein sem er stöðugt yfir meðal- talinu en þó er það ekki óþekkt með nýjar atvinnugreinar, eins og t.d. hug- búnaðariðnaðinn sem hefur skilað betri árangri en markaðurinn nær alla tíð frá 1981 til 1997 (m.v. sjö ára hlaupandi meðaltal). Aftur á móti hefur árangur atvinnugreinarinnar sveiflast niður fyrir markaðinn undanfarin tvö ár. Það er því eins með hugbúnaðargeirann og aðra geira að líf hans er sveiflukennt. Skapandi eyðilegging Skapandi eyðilegging á við um atvinnugreinar þó að það sé tiltölu- lega sjaldgæft að atvinnugreinar leggist af og nýjar verði til. Þó virðist vera algengara að nýjar atvinnugreinar verði til, eins og t.d. Ííftækniiðnaðurinn, en að atvinnugreinar deyi út. Þær virðast yfirleitt breytast frekar en að hverfa alveg, þó er það háð því hversu þröngt hugtakið atvinnugrein er s'kilgreinl. Aðalatriðið er að markaðurinn er lfklegri til þess að sýna langtímaárangur en atvinnugrein og atvinnugrein er líklegri til að ná langtímaárangri en fyrirtæki. Sú tilgáta er ekki ólíkleg að skapandi eyði- legging sé yfirleitt virkari á markaðinum sem heild en í einstökum atvinnugrein- um þar sem nýjar atvinnugreinar, eins og t.d. tölvugeirinn, lyfta meðaltalinu upp alla vega tímabundið og í áranna rás hafa margar slíkar „upplyftingar“ orðið vegna nýrra atvinnugreina eða tækninýjunga. Eins er líklegra að atvinnugeiri í heild lifi til lengri tíma en einstök fyrirtæki innan atvinnugeirans. Fyrirtæki er það sérhæft fyrirbæri að það á erfitt með að taka svo stórfelldum breytingum að það geti stöðugt fengið 2

x

Vísbending

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.