Vísbending


Vísbending - 01.03.2002, Blaðsíða 4

Vísbending - 01.03.2002, Blaðsíða 4
ISBENDING Athugasemd við greinina „Vextir og verðlagshorfur“ Vísbending, 8. tbl., 20. árg., 22. febrúar 2002 Þórarinn G. Pétursson, deildarstjóri hagrannsókna, Seðlabanka Islands v________________________________________^ Verðbólguspár Seðlabankans í nýlegri grein um verðbólguspár Seðlabankans virðist gæta nokkurs misskilnings um hvernig túlka eigi óvissubil spárinnar. í mynd af spá bankans, ásamt 50%, 75% og 90% óvissumörkum spárinnar (sjá t.d. mynd 5, bls. 11, Peningamál, 2002/1), er sýnd spáð verðlagsbrey ting ársfjórðungslegs meðaltals vísitölu neysluverðs frá sama ársfjórðungi árið áður (sem samsvarar sfðasta dálkinum í töflu sem birtir spá bankans, sjá t.d. töflu 2, bls. 9, Peningamál, 2002/ 1). Óvissubilið á myndinni endurspeglar því metna óvissu bankans um þessa spá. í nóvember sl. spáði bankinn t.d. að ársverðbólga á fjórða ársfjórðungi ársins y rði 8,1 % en raunin varð 8,5%. Þegar þessi spáskekkja er borin saman við metna spáóvissu í nóvemberspánni sést að hún er innan 50% óvissubils, þannig að spáskekkjan var vel innan viðunandi skekkjumarka. í ritstjórnargreininni eru þessi óvissubil hins vegar notuð til að meta það h vaða líkur bankinn taldi á því að verðbólga yfir árið (breyting frá janúar til janúar) yrði 9,4% en sú tala er vel utan 90% óvissubils spárinnarfráþvíínóvember. Þettaerhinsvegarröng túlkun þar sem myndin sýnir alls ekki spáóvissu fyrir verðbólgu yfir árið heldur eingöngu árlega verðbólgu milli ársfjórðunga, eins og lýst er að ofan. Því er ekki hægt að lesa út úr my ndinni spá bankans um verðbólguþróun yfir árið, þó bankinn birti þá tölu en hún er eingöngu afleidd stærð út frá ofangreindri spá.1 Túlkun þolmarka verðbólgumarkmiðsins í greininni er einnig fjallað um þolmörk verð- bólgumarkmiðs Seðlabankans í samhengi við spágetu hans. Þar virðast 6% efri þolmörk síðasta árs vera túlkuð sem hæsta verðbólga sem Seðlabankinn taldi mögulega árið 2001 þegar þolmörkin voru ákveðin. Þetta er ekki rétt. Þegar þolmörkin voru ákveðin þurfti Seðlabankinn að hafa í huga að hafa þau ekki of þröng þannig að litlar lfkur væru á því að verðbólgan héldist innan þeirra. Sömuleiðis máttu þau ekki vera of víð þannig að grafið yrði undan trúverðugleika sjálfs verðbólgumarkmiðsins. Við ákvörðun þolmarkanna þurfti að hafa í huga að í kjölfar þess að krónan yrði sett á flot var líklegt að kæmi verðbólguskot, sem raunin varð, þó Seðla- bankinn hafi greinilega vanmetið hversu mikið og langvarandi það varð. Því var talið rétt að hafa þau tiltölulega víð til að byrja með en þrengja þau smám saman í átt að langtímagildum sínum, þ.e. 1 Vi% frá 2>/2% verðbólgumarkmiðinu, til hvorrar áttar. Hefði bankinn viljað rúma innan þolmarkanna þá verðbólgu sem hann taldi mögulegahefðu þolmörkin verið miðuð við nokkuð hærri verðbólgu til að byrja með en þá 6% verðbólgu sem raunin varð. Svo víð þolmörk hefðu hins vegar klárlega skaðað trú- verðugleika hins nýja ramma peningastefnunnar. í þessu samhengi er einnig rétt að hafa í huga h vert hlutverk þolmarkanna er. I hinum nýja ramma peningastefnunnar er ljóst að verðbólgumarkmiðið sjálftskiptirmeginmáli.2 Hlutverk þolmarkanna er einungis að skilgreina það frávik frá verðbólgu- markmiðinu sem krefst þess að Seðlabankinn skrifi greinargerð til stjórnvalda sem skýri orsök fráviksins og viðbrögð bankans við því. Bankinn vildi því ekki miða þolmörkin við of hátt verðbólgustig, þvf ritun slíkrargreinargerðargafhonumtækifæri til að skýra enn frekar út hina nýju peningastefnu fyrir stjórnvöldum og almenningi, eins og raunin varð með greinargerðinni sem kom út í júní sl. þegar verðbólgan fór fyrst út fyrir 6% þolmörkin. Verð- bólgubilið sem þolmörkin skilgrcina hefur því ekkert með það að gera hvernig Seðlabankinn telur að verðbólgan muni þróast á spátímabilinu og það er ekki hægt að túlka sem mat bankans á óvissubili spárinnar á ákveðnu tímabili. Samanburður á raunstýri vöxtum á milli landa Að lokum leggur greinin út úr töflu sem birtist í síðasta hefti Peningamála (rammi 4, bls. 22). Taflan sýnir samanburð á raunstýrivöxtum Seðlabankans og annarra landa með formlegt verðbólgumarkmið, auk nokkurra annarra iðnríkja. Þar kemur fram að raunstýrivextir Seðlabankans eru aðeins 0,7% sem er mun lægra en í flestum hinna ríkjanna, þegar haft er í huga að verðbólga á íslandi er töluvert hærri en í öllum hinum ríkjunum. Út á þennan samanburð er ekkert að setja, enda gerður af Seðlabankanum sjálfum í fyrmefndri töflu. Þó er rétt að hafa í huga að hann byggir á því að nota sögulega verðbólguþróun í stað væntrar framtíðar- verðbólgu, eins og fræðilega rétt er að gera. I almennri umfjöllunumraunstýrivextiSeðlabankanshefurþví bankinn sjálfur yfirleitt notast við verðbólgu- væntingar mældar út frá vaxtamuni óverðtryggðra og verðtry ggðra ríkisverðbréfa en sá vaxtamunur ætti fræðilega séð að endurspegla verðbólguvæntingar fjárfesta,aukáhættuþóknunar. Astæðanfyrirþvíað þessi aðferð var ekki notuð í ofangreindum samanburði er sú að mjög erfitt er að fá sambærilega mælikvarða á verðbólguvæntingar fyrir öll ríkin í samanburðinum. Fyrir lönd með tiltölulega lága og stöðuga verðbólgu skiptir yfirleitt litlu máli hvor aðferðin er notuð, niðurstaðan verður mjög áþekk. Fyrir lönd með tiltölulega háa og sveiflukennda verðbólgu getur það hins vegar skipt töluverðu máli. T.d. er mæld söguleg verðbólga nú um 9,4% á íslandi á meðan verðbólguvæntingar fjárfesta, miðað við vaxtamuninn, eru tæplega 3%. A fyrri mælikvarðann eru því raunstýrivextir Seðlabankans um 0,7% en á þann seinni um 7% (sem passar mun betur við mynd höfundar af samhengi verðbólgu og raunstýrivaxta). Við túlkun á þessum alþjóðlega samanburði er rétt að hafa þennan annmarka í huga. Það brey tir þó ekki því að raunstýrivextir Seðlabankans virðast ekki vera of háir í samanburði við önnur lönd þegar haft er í huga sú mikla verðbólga sem bankinn glímir við nú um stundir, enda aðhaldsöm peningastefna sem endurspeglast í háum raunstýrivöxtum hefð- bundin hagstjórnarviðbrögð við ofþenslu og verð- bólgu um allan heim. Hvort gagnrýni greinarhöfundar á að stýrivextir bankans séu í raun of lágir sé rétt mun ráðast af verðbólguþróun næstu missera. Reynist verðbólga næstu missera meiri og langlífari en bankinn er nú að gera ráð fyrir má færa fyrir þ ví góð rök að stýri vextir bankans séu nú of lágir og að hann hafi hafið vaxta- lækkunarferlið of snemma. Þróun næstu mánaða mun skera úr með það. 1. Ur því verið er að fjalla um spágetu Seðlabankans er rétt að geta þess að bankinn gerir ítarlegt mat á eigin spágetu einu sinni á ári og eru niðurstöður þess birtar í fyrsta hefti hvers árs. Þar má sjá að spár bankans koma vel út í samanburði við spár annarra innlendra aðila. Einnig má geta þess að spáskekkjur bankans virðast ekki vera stærri en gengur og gerist meðal annarra seðlabanka. 2. Sjá ítarlega umfjöllun um einkenni hinnar nýju stefnu í grein höfundar í Peningamálum 2000/1. Vísbendingin Svo virðist vera að margir séu á sömu „skoðun" og ASÍ um að með því að lækka vexti sé hægt að lækka verðbólgu og að háir vextir stuðli beinlínis að verð- bólgu. Þetta verður að teljast alveg ný hagfræði sem kollvarpar öllum þeim kenningum og rannsóknum sem gerðar hafa verið á hagstjóm. Japanar geta t.d. hækkað vexti til þess að komast úr verð- hjöðnunargildrunni og aðrar þjóðir geta drepiðverðbólgu meðþvíaðlækkavexti. Hver sagði svo að við myndum aldrei vinna Nóbelsverðlaunin í hagfræði! Aðrir sálmar Vertu trúr Margir lásu í æsku söguna um Láka sem var púki og byrjaði daginn á því að segja: „Mikið skelfing væri gaman að gera einhverjum eitthvað slæmt í dag.“ Oft hefur mann grunað að lítill Láki blundi í mörgum, en í nýlegu hefti Economist er sagt frá vísindalegri athugun sem skýtur stoðum undir þann gmn að svo sé. Þar var gerð athugun á hópi manna sem léku leik sem fólst í því að menn fengu ákveðnar fjárhæðir til þess að spila úr. Þeim mátti verja annars vegar til þess að fjárfesta í því skyni að bæta eigin hag og hinsvegar til þess að skaða hina, án þess að nokkrar líkur væru á því að menn högnuðust sjálfir á þeim fjárfestingum. Flestir vörðu fjár- munurn til þess að hinir bæm minna úr býtum. Það var mönnum sem sé mikil- vægara að öðrum liði verr en að þeim sjálfum liði vel. Svipaða niðurstöðu hafa þeir fundið sem hafa fylgst með íslensk- um launamarkaði. Þarhafa menn oft eytl meiri tíma í að kvarta undan þeim sem há laun hafa en að reyna að bæta sín eigin kjör. Jöfnuður er mörgum mikilvægari en almenn kjarabót. Sumir rugla saman jöfnuði og réttlæti, en það er hins vegar alls ekki hægt að setja samasem merki þar á milli. Allir verða að hafa sama rétt fyrir lögum, en það er hvorki mögulegt né skynsamlegt að tryggja öllum sömu kjör í lífinu. Þar sem það hefur verið reynt hefur það verið ávísun á eymd. Það sama gildir um þá mannlegu áráttu sem fram kom í þessari athugun að vilja skaða aðra. Meinfýsi kemur fram í ýms- um myndum. Það er enginn vafi á því að almennt hafa menn gaman af því að lesa, heyra og tala um meinta lesti náungans og mikill vilji virðist veralilþess að snúa málum út á versta veg. Sérstaklega eru það litlu yfirsjónirnar sem mesta reiði vekja. Rangar ákvarðanir stjórnmála- manna upp á milljarða króna (landbún- aður.virkjanir) vekjasjaldnast miklareiði og stundum jafnvel enga athygli. Séu afglöpin mæld í tugum milljóna (seldar bújarðir) kallar það stundum á blaðaskrif en varla meira, en kaffipakkar og bílapen- ingar snúa þjóðinni á annan endann. Vissulega eiga menn að vera trúir yfir litlu, en enn meiru skiptir að gæta verð- mæta sem snerta hvert mannsbarn. - bj N.______________________________________- ýTtitstjórn: Eyþór ívar Jónsson ritstjóri og'ý ábyrgðarmaður og Benedikt Jóhannesson. Útgefandi: Heimur hf., Borgartúni 23, 105 Reykjavík. Sími: 512-7575. Myndsendir: 561-8646. Netfang: visbending@talnakonnun.is. Málfarsráðgjöf: Málvísindastofnun Há- skólans. Prentun: Gutenberg. Uppiag: 700 eintök. Öll réttindi áskilin. © Ritið má ekki afrita án leyfis útgefanda. 4

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.