Vísbending


Vísbending - 01.03.2002, Blaðsíða 3

Vísbending - 01.03.2002, Blaðsíða 3
besta vindinn í seglin. Til þess að það sé hægt þyrfti það, samkvæmt ofan- greindum hugmyndum, að geta allt að því stokkið á milli atvinnugreina. Þó er slíkt ekki hugmyndafræðilega óhugs- andi ef horft er á dæmið sem yfirleitt er notað til að útskýra Markowilz-hug- myndina um dreifingu fjárfestinga. Stí hugmynd gengur út á það að eitt fyrir- tæki framleiði regnhlífar en annað fram- leiði sólhlífar, þegar sólin skín seljast sólhlífar vel en þegar rignir þá seljast regnhlífarnar. Þetta gæti hugsanlega verið eitt og sama fyrirtækið sem hefði þar af leiðandi dreift áhættu sinni, rétt eins og fjárfestirinn myndi gera með því að fjárfesta jafnt í báðum fyrirtækjum. Það hefur reyndar víða mátt sjá þessa þróun þar sem fyrirtæki teygja sig yfir margar atvinnugreinar og sjálft atvinnu- greinahugtakið er líka að mörgu leyti úrelt þegar sum fyrirtæki, eins og t.d. GE, starfa innan hinna ólíkustu geira og önnur ekki beinlínis í neinum þeirra. Þróunin er þó hvað mest áberandi þegar (Framhald af síðu 1) myndu væntanlega draga úr henni og svigrúmið til ólöglegra athafna væri minna þegar allir gætu verið hugsanlegir „flautarar“. Fyrirtæki og yfirvöld hafa líka í auknum mæli verið að átta sig á því að það er skynsamlegt að reyna að skapa „flautaramenningu" og t.d. eru til lög í Bandaríkjunum sent veita „flauturum“ vegleg verðlaun ef komið er upp um peningasvik ýmiss konar. Eitt frægasta „flautaramál" seinni ára tengist frarn- kvæmdastjórn Evrópusambandsins en endurskoðandinn Paul van Buitenen kom upp um spillingu innan hennar seni leiddi til þess að allir 20 framkvæmda- stjórar sambandsins sögðu af sér í mesta hneykslismáli sem komið hefur upp í Evrópusambandinu. Engu að síður hef- ur síðan verið hvatt til þess að starfs- menn gerist „flautarar“ ef þörf krefur og sérstök reglugerð þess efnis er í gildi innan sambandsins. Evrópusambandið hefur einnig nýlega brugðið á það ráð að hvetja fyrirtæki sent taka þátt í verðsamráði eða auðgunarhringjum til þess að ljóstra upp um þátttakendur, og hljóta þá sakaruppgjöf í staðinn, en þar með er „flautaraleiðin" notuð með leikja- fræðilegu ívafi til þess að auka eðlilega samkeppni. Virk „flautaramenning“ í tleiri en einni mynd gæti því átt heinta hér á landi. Þaggað niður Síðasta uppljóstraramálið sem hefur vakið mikla athygli er það sem mark- aði upphafið að endinum á sögu banda- ríska orkurisans Enrons og stærsta fyrirtækjagjaldþroti viðskiptasögunnar. Bókari hjá fyrirtækinu, að nafni Sherren Watkins, skrifaði bréf til Kenneth Lay, fyrrverandi stjórnarformanns fyrirtæk- fjárfestingar sumra fyrirtækja í öðrum fyrirtækjumeru skoðaðar. Eimskiphefur t.d. lengi rekið Burðarás sem sérstakan fjárfestingarsjóð sem hefur fjárfest í allt öðrum rekstri en Eimskip er í. Þessi leið er þó að mörgu leyti umdeilanleg, ekki hvað síst frá sjónarhóli fjárfesta sem ættu að vera betur í stakk búnir að dreifa áhættunni en fyrirtækið og gætu þá líka alveg eins fjárfest í sérstökum fjárfest- ingarsjóði eins og að fjárfesta í fyrirtæki sem hagar sér að hluta til eins og fjár- festingarsjóður (þ.e. ef fyrirtækið býr ekki yfir einhverjum innherjaupplýs- ingum - en þá ættu fjárfeslingar fyrir- tækisins að vera ólöglegar). Það hefur margoft verið sýnt fram á að slíkir sjóðir eru dæmdir til þess að tapa fyrir mark- aðinunt til lengri tíma litið. Y firburðafyrirtæki Nýlegar rannsóknir hafa sýnt að atvinnugreinatenging fyrirtækja skiptir verulegu máli í rekstri þeirra. En ÍSBENDING þessar sömu rannsóknir hafa sýnt að sum fyrirtæki ná langt um meiri árangri en önnur fyrirtæki í sömu atvinnugrein, Ryanair í fluggeiranum og Nucor í stálframleiðslu eru dæmi um það. Þannig er það ekki algild afsökun að benda á að erfiðleikar fyrirtækis séu einungis vegna erfiðleika í atvinnugrein. Sum fyrirtæki eru einfaldlega betur rekin en önnur og skila umframarðsemi. Það ætti líka að vera markmið allra fyrirtækja. En þegar á hólminn er komið þá vill draumurinn oft breytast í martröð og fyrirtækið reynir að tóra frekar en að vinna stóra sigra. Oft verður það fyrsta skrefið til stöðnunar og svo andláts fyrirtækisins. Rétt eins og mannfólkið þá er ekkert fyrirtæki sem lifir að eilífu og það ætti heldur ekki endilega að vera neitt keppi- kefli þar sem hvert og eitt fyrirtæki á að þjóna ákveðnum tilgangi og ef sá til- gangur er ekki lengur fyrir hendi getur verið skynsamlegra að fyrirtækið láti annað fyrirtæki hafa keflið í boðhlaupi til hagsældar. isins, og benti honum á að Enron væri sviksamt fyrirtæki sem ætti eftir að lenda í „öldu bókhaldshneyksla" og að „við- skiptaheimurinn myndi líta á árangur þess eins og hvert annað bókhalds- svindl". Til að gera langa sögu stutta þá hafði hún rétt fyrir sér. Ohætt er að ætla að langflestar upp- ljóstranir um misferli, hvort sem er hjá hinu opinbera eða fyrirtækjum, séu þagg- aðar niður. Fátt er verra í pólitík en hneykslismál sem varða ntisferli eða lögbrotístarfi. Hneykslieru líkaóheppi- leg fyrir fyrirtæki þar sem fjárfestar forð- ast slík fyrirtæki og verðmæti þeirra dregst þar af leiðandi saman. Þess vegna eru kannski ekki ýkja margir stuðnings- menn við „flautaramenninguna" fyrir utan fjölmiðlageirann sem malar oft gull á slíkum uppljóstrunum. En ekki er í öll- um tilfellum bara urn mannorð og pen- inga að tefla, það hefur gerst að upp- ljóstranir sem þaggaðar hafa verið niður hafa í orðsins fyllstu merkingu sprungið í andlitið á þeirn sem slíkt gerir. Áður en geimflauginni Challenger var skotið á loft hafði starfsmaður geimferðastofn- unarinnar ítrekað gert yfirmönnum viðvart um að geimflaugin hefði komið illa út í tilraunum við mun betri veður- skilyrði en voru þegar henni var skotið á loft. Gallagripurinn sprakk svo í loft upp með alla bandarísku þjóðina sem áhorfendur og fyrsta kvenkyns geim- farann innanborðs. Svipaða sögu er að segja um síendurteknar athugasemdir flugvallaeftirlitsmannsins Bogdans Dzakovics um afleitt vopnaeftirlit á bandarískum flugvöllum. Flugmálayfir- völd aðhöfðust ekkert og gerði það hryðjuverkamönnunum mun auðveld- ara en ella að ræna flugvélum og fljúga inn í World Trade Center í New York og jafna bygginguna við jörðu. Tvískinnungur Mál starfsmanns Landssíntans getur ekki talist til uppljóstrunar um lögbrot þó að hugsanlega megi tengja hana spillingu. Uppljóstrunin getur vart talist mjög merkileg þar sem fáir deila um réttmæti upphæðarinnar heldur aðal- lega um greiðsluhætti og að kjörin stjórn hafði enga vitund um þessa vinnu stjórn- arformannsins. Atferði starfsmannsins getur því varla heyrt undir „flautun" heldur lýsir það kannski frekar hættunni við það þegar „flautaramenning" geng- ur of Iangt og starfsmenn fara að stunda einhvern spæjaraleik sjálfum sér til ánægju. Slíkt getur ekki viðgengist enda hlýtur hlutverk „flautarans" að vera að upplýsa um verulega misbresd eða svik en ekki að búa til fyrirsagnir í blöðum. Aftur á móti ætti uppljóstrarasky ldan kannski að vera meiri í opinberum fyrir- tækjum en einkafyrirtækjum og þess vegna ber kannski að fagna uppljóstr- ununum. Það er alla vega fagnaðarefni að umræðan um „flautara" er hafin á Islandi. Yfirvöld hljóta einnig að fagna því í ljósi þess að ríkið opinberar skattskil almennings í ákveðinn tíma á ári hverju einmilt með þeim rökstuðningi að borg- arar geti þá Ijóstrað upp um nágranna sína og ættingja. Skattamál aðaleiganda Norðurljósa hafa þannig kornist í um- ræðuna, einmitt vegna þess að ríkið sjálft hefur verið að hvetja til „flautara- menningar". Stjórnendur Landssímans voru í fullum rétti að segja starfsmanninum upp en með því að reka starfsmanninn var miklu meira gert úr málinu en efni stóðu til. Þaðhljómareins og uppsögnin hafi átt að vera öðrum starfsmönnum víti til varnaðar sem vekur spurningar um óhreint mjöl í pokahorninu. 3

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.