Vísbending - 22.03.2002, Blaðsíða 3
ISBENDING
Ekki er álið sopið þó í ausuna sé komið (frh.)
Ólafur Klemensson
hagfræðingur
Fyrri hluti þessarar t>reinar birtist í síðasta tölublaði.
Talið er líklegt að álverð haldist
tiltölulegalágtánæstu mánuðum,
eða undir US$1400/tonnið, og
verði að jafnaði um US$ 1350/tonnið á
þessu ári en til samanburðar var meðal-
verðið árið 2000 US$ 1550 og US$ 1445 á
seinasta ári.
Það er ekki aðeins að álverð sveiflist
allmikið milli ársmeðaltala, sveiflan milli
hæstu og lægstu verðpunkta var á bilinu
5-20% á árunum 1995-2001, heldur er
verðsveiflan innan ársins mikil eða á
bilinu 10-30% milli verðpunkta áþessum
árum (sjá mynd 1). í sjálfu sér er þetta
eitt af einkennum hrávörumarkaðar þar
sem sambandið milli framboðs og eftir-
spurnar er mjög viðkvæmt. Ekki þarf
mikið til svo jafnvægið raskist og þá
með verulegum skammtímabundnum
verðsveiflum.
Verðsveiflur
' purn eftir áli veltur mikið á því hvemig
► gengur hj á framleiðendum flutninga-
Myitd 2. Notkun á áli árið 1998
)
Vélar/tæki 4%
Varan.neysluvörur
Byggingaiðnaöur
16%
Flutningastarfsemi
33%
Pökkunariðnaður
25%
tækja, svo sem bifreiða og flugvéla. Þá
er byggingariðnaðurinn stór og stækk-
andi notandi áls (sjámynd 2). Báðirþess-
ir geirar efnahagslífsins eru mjög næmir
fyrir hagsveifluáhrifum. Ljóst er að veru-
legur samdráttur hefur orðið í flugstarf-
semi í heiminum á seinustu mánuðum
og vænta má að verulega dragi úr flug-
vélaframleiðslu á næstu mánuðum og
misserum. Þótt flugvélaiðnaðurinn sé
hlutfallslega ekki stór notandi að áli að
magni til er hann mjög mikilvægurkaup-
andi, þar sem það ál sem fer til flugvéla-
smíði er mjög dýrt hágæðaál (silfurál).
Þar sem ál er notað í æ rfkari mæli í
iðnaðar- og tækjaframleiðslu, í umbúðir
og í byggingariðnaði er mjög sterkur
undirliggjandi vaxtaþáttur í spurn eftir
áli. Almennt er talið að verð markist mun
frekar af eftirspurnaráhrifum en fram-
boðsþáttum. Þetta skýrir þá staðreynd
að eftirspurn eykst stöðugt og raunverð
á áli hefur lækkað mun minna en á öðrum
grunnmálmum svo sem kopar og zinki.
Þetta kemur einnig fram í því að verð-
fallið á seinustu mánuðum er minna að
tiltölu en vænta mætti út frá samdrætti
í iðnaðarframleiðslu í heiminum
Stærstu sveiflurnar í álverði hafa
komið í kjölfar kreppuástands eins og
eftir l. og 2. olíukreppuna (1971-73 og
1980-83) og Asíukreppuna 1998.Hægari
efnahagsframvinda í heiminum og skýr
samdráttareinkenni í Bandaríkjunum og
Japan hafa því ekki framkallað svipaðar
verðsveiflur og áður hafa sést í tengslum
við fyrri samdráttarskeið í heimsbú-
skapnum (sjá mynd 3). Sýnt hefur verið
fram á að sterkt eða nokkuð sterkt sam-
band er milli hnattrænnar efnahags-
sveiflu og spurnar eftir áli og þar með á
verðbreytingar. Ljóst er að það er sér-
staklega sterkt samband milli þróunar
álverðs og efnahagsframvindunnar í
Bandaríkjunum.
Spá um framvindu
Þrátt fyrir að álverð hafi verið í lægð
undanfarin misseri vegna minnkandi
eftirspurnar, er almennt talið að álmark-
(Framhald á síðu 4)
Mynd 1. Máitaðarlegar verðsveiflur á áli
1995-2002
Mynd 3. Iðnaðarframleiðsla í Bandaríkjunum,
hreyting milli ára og þróun álverðs
-Iðnaðarfr. br. milli ára
—— Álverð (hægri ás)
Myitd 4. Þróun álverðs
2000-2006
Mynd 5. Áœtluð eftirspurn, framboð og
framleiðslugeta á áli 2000-2006
2000
2001
2002
2004
2005
| □ Heimsframleiðslugeta ■ Heimsframleiðsla □ Heildamotkun
3