Vísbending - 22.03.2002, Blaðsíða 4
(Framhald af síðu 3)
aðurinn fari að sækja í sig veðrið í lok
þessa árs eða í byrjun næsta. Þessi spá
byggist þó að verulegu leyti á því
hvernig efnahagsástandið þróast í
Bandaríkjunum á næstunni og hvaða
áhrif efnahagslægðin þar hefur á efna-
hagsframvinduna í Evrópu og Asíu.
Álframleiðendur hafa brugðist við lægra
verði með því að draga úr framleiðslu og
leggja niður verksmiðjur þar sem fram-
leiðsluforsendur eru lakastar. Þetta
hefur dregið úr framboðsþrýstingi og
vafalaust valdið því að verð hefur ekki
lækkað meira en raun ber vitni. I nýrri
spá CRU Int. ldt. frá janúar síðastliðnum
er búist við að eftirspurn eftir áli fari
mjög að taka við sér á árinu 2003 en
jafnhliða muni framleiðsla aukast á ný
og gert er ráð fyrir því að nettóinn-
fiutningurfrá Austur-Evrópu minnki lítt
frá því sem nú er. Þannig er því spáð að
heildarjafnvægi eftirspurnar og fram-
boðs muni lítið breytast. Að saman-
lögðu er áætlað að álverð muni hækka
um tæplega 5% milli áranna 2002 og
2003. Á árunumþar á eftirerbúist við að
verð hækki töluvert og meðalbirgða-
staða áls hjá framleiðendum lækki.
Áætlað er að eftirspurn aukist í hægum
en öruggum skrefum. Því er jafnframt
spáð að heildarframleiðslugetan aukist
hlutfallslega minna á næstu árum en
spurn eftir áli. Niðurstaðan ætti því að
verða sú að eftirspurnin ætti að fara
fram úr árlegu framleiðslumagni. Þetta
leiðir til þrýstings á verð upp á við og er
því spáð að álverð hækki um alls 28% á
árunum 2002-2006 og um 16% á föstu
verðlagi (sjá mynd 4).
Ef þessi spá gengur eftir mun álverð
á föstu verðlagi hækka verulega úr þeim
verðslaka sem það hefur verið í undan-
(Framhald af síðu 2)
aðeins við og ná áttum áður en áfram er
haldið eftir þeirri leið.
Leið 4 virðist hins vegar vera ákjós-
anlegur kostur við núverandi aðstæður,
eins og formaður einkavæðingarnefnd-
ar ríkisstjórnarinnar, Ólafur Davíðsson,
nefndi á nýlegum fundi um þetta efni á
vegum Verslunarráðs Islands. Er þá átt
við að hlutabréfum ríkisins (í Lands-
banka og Búnaðarbanka) yrði miðlað
(fleytt) í gegnum þingið með það fyrir
augum að nýtakosti markaðarins til fulls.
Þetta er vandasamt verk og að ýmsu
þarf að hyggja en ef rétt er að málum
staðið má vafalítið ná miklum árangri
með þessari aðferð. Til marks um það
má benda á að almenningur jafnt sem
fagfjárfestar eiga möguleika á að kaupa
á markaðsgengi hverju sinni og því miðar
hún að dreifðri eignaraðild. Þá er senni-
legt að þessi aðferð glæði áhuga á
hlutabréfunum og því ætti hagsmunum
annarra hluthafa að vera borgið, einkum
ef þess er gætt að hafa ekki of stóra
áfanga undir.
ISBENDING
farna mánuði. Þessi spá byggist að
verulegu leyti á áætlun um álnotkun á
næstu árum sem talin er aukast um nærri
6% á ári að jafnaði.
Þá er því spáð að heildarnotkun á áli
muni aukast um 30% milli áranna 2001-
2006, en heimsframleiðslugetan aðeins
um 20%. Er þetta talin skýr vísbending
og einn af grundvallarþáttum þess að
álverð muni frekar fara hækkandi á
næstu árum. Þar sem nokkurt svigrúm
er til framleiðsluaukningar vegna þess
að framleiðslugetan er nú ekki fullnýtt,
þá er talið að heimsframleiðslan muni
aukast um 27% á næstu árum til 2006.
Að tiltölu mun meira af framleiðsluaukn-
ingunni fara fram utan Vesturlanda, þ.e.
í Rússlandi, Kína, Brasilíu og Indlandi.
Er þetta vegna þess að aukningu fram-
leiðslugetu á Vesturlöndum eru víðast
mjög takmörk sett, m.a. vegna orku-
kostnaðar og umhverfissjónarmiða. En
aukningin í álnotkun mun einnig verða
að tiltölu mun meiri utan Vesturlanda á
næstu árum, sérstaklega í Asíu og
Rússlandi.
Horfurbjartar
Að öllu samanlögðu eru horfur í ál-
iðnaði bjartar. Búist er við allnokk-
urri raunverðhækkun á næstu fimm árum
eftir verðfall seinustu missera. Því er
spáð að eftirspurn muni vaxa jafnt og
þétt á næstu árum og mun hraðar en
framleiðslugetan í heiminunt (sjá mynd
5). Ljóst er að álverum verður lokað
varanlega þar sem framleiðsluforsendur
eru lakar. Staða Islands er því góð sem
álframleiðslulands, mikil ónýtt og til-
tölulega vistvæn orka er í boði ásamt
góðri staðsetningu. Það er því ekki að
undra að þau tvö álfyrirtæki sent hér eru
fyrir hafi lýst yfir áhuga og vilja til
stórfelldrar aukningar á framleiðslugetu
enda er það jafnan hagkvæmur kostur
að auka framleiðslugetu sem fyrir er.
Samningar við Reyðarál, cn þarer Norsk
Hydro stór meðeigandi, eru langt komnir
og mun væntanlega ljúka í haust (þ.e.a.s.
ef Norsk Hy dro frestar ekki framkvæmd-
um eins og hefur kontið fram í umræðum
í fjölmiðlum að undanförnu). Munu þá
miklar virkjunarframkvæmdir hefjast
strax í haust.
Það er því ljóst að allbyrlega horfir
fyrir áliðnaðinum þótt slegið hafi í bak-
seglin á seinustu misserum. I þessu ljósi
verður að skoða áætlanir Reyðaráls og
Norðuráls og nýframkomnar hugmynd-
ir ísal um mikla aukningu á framleiðslu-
getu. Það er í hæsta máta eðlilegt að þau
álfyrirtæki sem nú þegar hafa haslað sér
völl hér á landi hugsi til framleiðslu-
aukningar þegar horft er til stöðugt auk-
innar spurnar eftir áli og þess að jafnan
er hagkvæmara að auka framleiðslugetu
í álverum sem fyrir eru (e. brownfield
investment) en að byggja frá grunni (e.
greenfield investment).
Aðrir sálmar
^_________________________________y
( ~ \
Samninguríeinu eintaki
Einn Marxbræðra (ekki Karl), sem
voru bandarískir háðfuglar, sagði
einu sinni að munnlegir samningar væru
ekki pappírsins virði. í viðtali í Við-
skiptablaðinu 20. mars sl. segir Jón
Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs,
frá samningi sem hann telur sig hafa
gert við Ara Edwald formann stjómar
Straums um kaup á hlut Straums í Trygg-
ingamiðstöðinni. Jón Ásgeir talar um
margt og meðal annars um „öfl“ sem
vinni gegn sér. Grípum niðurí viðtalinu:
„Það er rosaleg samtrygging í íslensku
viðskiptalífi og menn em í því að passa
hver annan. Alls staðar er maður að
rekast á sömu mennina, hvort sem það
er Verslunarráð, Samtök atvinnulífsins
eða Rótarý. Það virðast allir vera vinir
og ef kemur einhver sem ætlar að rugga
bátnum þá kemur samtryggingin í ljós.
... Jón Ásgeir segist ekki hafa neinar
efasemdir um að þeir hafi verið sviknir
í því máli. Þeir hefðu haft samkomulag
við Straum sem hefði átt að veita þeim
48 tíma forkaupsrétt á bréfum í TM. ...
Það var til í einu eintaki hjá Ara Edwald
sem var eytt.“ Þetta hlýtur að vera ein-
stök samningsgerð og má spyrja hvers
vegna gerður hafi verið slíkur samningur
við Baug einan. Áður segir: „Jón segir
að nú sé í reynd kominn fram meirihluti
í [TM] sem að hans dórni hefði yfir-
tökuskyldu á sér.“ Hvaða reglur gilda
urn Baug?Höldumáfram:„[Þ]aðermikil
viðleitni til þess að búa til varnarveggi
utan um fyrirtæki. Við sjáurn þetta skýrt
í olíufélögunum þar sem menn búa til
varnarblokkir gagnvart sprækum fjár-
festum." Síðar segir: „Þetta vinnur allt
saman.... ViðsáumþaðíArcadia-málinu
að það var unnið gegn okkur leynt og
ljóst ... Eg veit að sömu öfl voru rnjög
upptekin af þessu TM-máli og allt
endurspeglast þetta í skrifum Morgun-
blaðsins. Það var auðvitað mjög undar-
legt að lesa það í skrifum blaðsins að
það var eins og TM hefði verið bjargað
ú klóm glæpamanna þegar hlutur
Straums var seldur öðrum en okkur! En
svona virðist stemmingin vera gagnvart
okkur.“ En „Jón segist vera nokkuð
rólegur yfir þessu öllu saman, hann hafi
barist fyrir nýjum vinnubrögðum en
verið hafnað“. - bj
V_________________________________)
ARitst]órn: Eyþór Ivar Jónsson ritstjóri ogA
ábyrgðarmaður og Benedikt Jóhannesson.
Útgefandi: Heimur hf., Borgartúni 23, 105
Reykjavík.
Sími: 512-7575. Wlyndsendir: 561-8646.
Netfang: visbending@talnakonnun.is.
Málfarsráðgjöf: Málvísindastofnun Há-
skólans.
Prentun: Gutenberg. Upplag: 700 eintök.
Öll réttindi áskilin. © Ritið má ekki afrita án
leyfis útgefanda.
4