Vísbending - 29.03.2002, Side 1
ISBENDING
29. mars 2002
13. tölublað
V i k u
r i t
um viðskipti og efnahagsmál
20. árgangur
Olíuáhrif
Flest bendir til þess að bensínhækk-
un núna um mánaðamótin muni
gera limbó-dans aðila vinnumark-
aðarins undir svokallað rautt strik í verð-
lagsmálum erfiðan. Eftir 0,4% hækkun
neysluverðsvísitölunnar, upp í 221,8
stig í mars, er svigrúmið lítið fyrir neðan
strikið, sem sett var sem 222,5 stig, eða
einungis 0,3% og tvær verðmælingar til
baka. Vægi bensínverðs í neysluverðs-
vísitölunni er 4,2% og þ.a.l. þarf það
einungis að hækka um 7,5 krónur til þess
að vísitalan hækki um 0,3%. Sú hækkun
er þó ekki meiri en svo að bensínverð
væri rúmlega einni krónu lægra (og rúm-
lega 1 % lægra) en það var síðast þegar
heimsmarkaðsverð á olíu fór upp í 25
Bandaríkjadollara á túnnu. En heims-
markaðsverð á olíu hefur hækkað hratt
frá því í nóvember þegar það var komið
niður í 17 Bandaríkjadollara á tunnu.
Enn sem áður hefur olía víða áhrif.
Verðhækkun?
vert á alla spádóma þá hefur olíuverð
haldið áfram að hækka á þessu ári og
mjög hratt að undanfömu. Nokkrir sam-
verkandi þættir hafa ráðið þar mestu
um. Horfur um að bandaríska hagkerfið,
sem notar um ljórðung af allri olíu, sé
búið að sigla öldudalinn og sé að rétta
úr kútnum hafa ýtt undir aukna olíu-
notkun. Opec-framleiðsluríkin drógu úr
olíuframleiðsl u í janúar og á fundi sínum
þann 15. mars síðastliðinn var ákveðið
að halda þeirri framleiðslu, 21,7 milljón
tunnum á dag, fram í júní þegar ríkin
hittast næst.
Hræðsluþátturinn hefur þó kannski
vegið hvað mest í verðhækkunum und-
anfarið þar sem stríðshótanir Banda-
ríkjamanna gegn írökum (og írönum)
hafa valdið óvissu á markaðinum. A
síðustu tveimur vikum hefur olíuverðið
hækkað um 3 Bandaríkjadollara eða 14%
að stórum hluta vegna ótta við hernað
í Mið-Austurlöndum. Svo virðist sem
full áslæða sé til að hafa áhyggjur af
þessum áhrifaþætti vegna þess að margt
bendirtil að Bandaríkjamenn stefni leynt
og ljóst að stríði við Iraka, t.d. kom það
til tals í heimsókn forsætisráðherra Dan-
merkur til Bandaríkjaforseta rétt fyrir
páska. Það er ekki Ijóst hvað myndi
gerast ef slíkt stríð yrði háð enda færi
það verulega eftir því hversu lengi það
myndi vara. Flestir eru þó minnugir þess
að olíuverð hækkaði um 130%, úr 40
dollurum í 92 dollara, í byltingunni í íran
árið 1979 og um sama hlutfall, úr 20
dollurum í 46 dollara, í Persaflóastríðinu
árið 1990.
írakarframleiðaum 10%afþeirriolíu
sem Opec-ríkin dæla á markaðinn en
þau framleiða samtals um þriðjung af
heimsframleiðslunni. Arás á Irak hefði
því vissulega skammtímaáhrif á verð á
olíu þó einungis væri vegna samdráttar
í framleiðslu. Einnig er hætt við að stríð
í Mið-Austurlöndum gæti haft áhrif á
olíuflutningafrá svæðinu, sem afturgæti
haft veruleg áhrif á verðlag á olíu.
Jafnvel þó að ekki komi til stríðsátaka
er ólíklegt annað en að olíuverð haldist
um og yfir 25 dollarar á tunnuna þangað
til að Opec-ríkin auka framleiðslu sína á
ný.
Framboð
ó að Opec-ríkin geti haft mikil áhrif
á olíuverð þá leika ríki utan sam-
takanna, Mexíkó, Noregur og Rússland,
lykilhlutverk. Á síðustu mánuðum hefur
samvinna Opec við Mexíkó og Noreg
haft veruleg áhrif til hækkunar. Rússland
hefur hins vegar leikið tveimur skjöldum
og er „svikarinn“ í framleiðslusamráðinu
sem hefur gert það að verkum að verð
hefur hækkað minna en ella. Rússar
gerðu samkomulag við Opec um að
draga úr framleiðslu, sem þeir gerðu í
opinbera geiranum en juku hana hins
vegar í einkageiranum þannig að heildar-
framleiðslan stóð í stað, sem vakti litla
kátínu innan Opec. Það er erfitt að meta
hvað Rússar munu gera á næstu mán-
uðum en ef þeir draga einnig úr fram-
leiðslu er hætt við að olíuverð stígi enn
hraðar en það hefur gert að undanfömu.
Rússnesk olía hefur reyndar alla tíð
haft gífurleg áhrif á heimsmarkaðinum.
Flestir hafa sennilega gleymt því að í
upphafi olíubyltingarinnar undir lok
nítjándu aldarinnarþegarolía(kerosene)
var aðalljósgjafi heimsins þá var það
olía frá Rússlandi sem „stöðvaði" heims-
markaðsyfirráð bandaríska olíurisans
Standard Oil. Alla tíð síðan hefur olía frá
Rússlandi haft mikil áhrif á olíumark-
aðinn þó að hún hafi sjaldan verið
jafnmikilvæg og nú. Vonir standa líka til
að mikilvægi Rússlands eigi eftir að
aukast með skynsamlegri stýringu olíu-
auðlindanna og með mögulegum nýjum
olíuuppsprettum.
Engu að síður eru áhrifin tiltölulega
máttlítil í samanburði við tangarhald
Opec-ríkjanna á olíumarkaðinum. Eitt-
hvað um tvo þriðju hluta alls olíuforða
heimsins er að finna í Opec-ríkjunum og
það sem meira er þá á vægi þeirra eftir að
aukast á komandi árum. Miðað við nú-
verandi framleiðslu þá munu olíubirgðir
utan Opec-ríkjanna endast í um 25 ár en
olíubirgðir innan Opec-ríkjanna um 100
ár. Því er ekki ólíklegt að innan tíu til
tuttugu ára komi hátt í 90% framleiðsl-
unnar frá Opec-ríkjum. Þar er framleiðsl-
an líka langódýrust.
Allt frá því að Gaddafi Lýbíuleiðtogi
byrjaði að þjóðnýta olíufyrirtækin í
kjölfar valdarsánsins árið 1969 hefur olía
verið þungaviktarþáttur í heimspólitík-
inni. Mikilvægi Mið-Austurlanda sem
aðalolíuframleiðanda heimsins hefur
valdið vaxandi áhyggjum á Vestur-
löndum, sérstaklega eftir hryðjuverkin
11. september og vegna sífelldrar ólgu.
Það er hins vegar fátt um góð ráð þó að
það sé ljóst sé að Vesturlönd verða að
dreifa áhættunni með því að finna nýjar
olíuuppsprettur og nýja orkugjafa.
Hvorugt virðist hins vegar í augsýn.
Sökudólgur
rátt fyrir verðstýringu Opec þá er
það framboð og eftirspurn sem ræð-
ur mestu um verðmyndum á olíumark-
aðinum eins og öðrum mörkuðum. Þó
að margbúið sé að spá stöðugleika á
þessum markaði er hætt við að það verði
áfram skammt stórra högga á milli sem
gerir hagkerfi heimsins viðkvæmara og
getur jafnvel sett verðlagsmál úr skorð-
um hér á íslandi. Og það er fátt annað að
gera en að benda í austur.
Olía hefur enn sem áður Hannes Hólmsteinn Giss- ^ GylfiMagnússonfjallarum æ fræðingur. FáirbjuggustviÁ
I mikil áhrif á þróun efna- 1 urarsonfjallarumafhverju -2 frægasta hagfræðing sam- /| því að hann myndi vinna
1 hagsmála heimsins og hér íslendingar voru eitt sinn tímans sem er þó ekki hag- Nóbelsverðlaunin hvað þá
á Islandi. fátæk þjóð. fræðingur heldur stærð- Óskarsverðlaunin!
1