Vísbending


Vísbending - 29.03.2002, Side 2

Vísbending - 29.03.2002, Side 2
ISBENDING / Hvers vegna var Island fátækt? c Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor Hvers vegna var ísland eitt fá- tækasta land í Vestur-Evrópu í mörg hundruð ár, allt fram á öndverða tuttugustu öld? Svo snautt var landið, að fólksfjöld- inn fór sjaldnast fram úr fimmtíu þús- undum manna. Þá var jafnan tekið í taumana, fólk féll úr hor. íslendingar voru þá í því, sem kallað hefur verið gildra Malthusar. Norðmenn höfðu líklega verið um fimm sinnum fleiri en Islendingar á þjóðveldisöld, en í upphafi tuttugustu aldar voru þeir tuttugu og átta sinnum fleiri. Landsframleiðsla á mann, sem er sennilega besta mæling almennra lífs- kjara, var hér um 1900 aðeins helmingur af því, sem hún var í Danmörku, sam- kvæmt því sem Guðmundur Jónsson sagnfræðingur telur í fróðlegri rannsókn frá 1999. Nýlendukúgun? Ein algengasta skýringin á fátækt íslendinga hefur löngum verið sú, að Danir hafi leikið þjóðina grátt. Halldór Laxness reifar þessa skýringu í Islands- klukkunni, þegar hann lætur Jón Mart- einsson ganga með Jóni Hreggviðssyni um Kaupmannahöfn og fræða hann á því, að borgin hafi verið reist fyrir íslenskt fé. Eflaust er eitthvað til í þessu. En því meir sem ég hef hugsað um þetta mál, því sannfærðari hef ég orðið um, að Islendingum hefur farist eins og mörgum fyrrverandi nýlenduþjóðum: Þeirkenna fyrrverandi nýlenduherrum um allt, sem miður hefur farið, í stað þess að líta í eigin barm. Getur ekki verið, að fátækt okkar hafi að mestu leyti verið okkur sjálfum að kenna? Hefur hún ekki átt rætur sínar í skipulagi, sem lamaði allt framtak? Verðlagseftirlit Lítum til dæmis á Gissurarsáttmála frá 1262. Þar var kveðið á um það, að Noregskonungur tryggði siglingu sex skipa á ári til Islands. Hvers vegna þurfti sérstaklega að tryggja það? Hagfræðin kennir okkur, að eftir- spurn skapar framboð. Eina ástæðan til þess, að kaupmenn hafa ekki viljað sigla til Islands, hlýtur að hafa verið sú, að þeir töldu það ekki borga sig. Skýringin á því er nærtæk. Goðarnir íslensku lögðu lag á varning kaupmanna, eins og það var kallað. Þeir ákváðu verð á vöru, jafnt útfluttri sem innfluttri. Þeir héldu með öðrum orðum uppi ströngu verðlags- eftirliti, sem hafði þær afleiðingar, að margir norskir kaupmenn hættu að sigla til Islands. Þettahefur ekki ráðið úrslitum um fall þjóðveldisins, en sennilega flýtt því. Einokun vinnuafls Athugum síðan Píningsdóm frá 1490. Samkvæmt honum var útlend- ■ Rgum, kaupmönnum og fiskimönnum, bónnuð veturseta á Islandi. Tilgang- urinn er auðsær. Bændurnir, sem öllu réðu á Islandi, vildu ekki samkeppni við sig um vinnuaflið. Enginn mátti stofna fyrirtæki í verslun eða útgerð, sem rekin væru allt árið og þorp hefðu myndast í kringum. Landbúnaður skyldi vera eini löglegi atvinnuvegur landsins. Á meðan Fé fœrt úr sjávarútvegi í landbúnað 1774-1783 E3 Hlutfail af kaupverðmæti á íslandi ■ Hlutfali af söluverðmæti erlendis 90 -i FLskafurðir Kjötafurðir Ull o. fl. fagur fiskur spriklaði í sjó, svalt fólk hálfu og heilu hungri uppi á landi. Enginn mátti raska fastskorðuðu skipu- laginu. Til dæmis gengu margir dómar ámóti svonefndum markönglum seint á sext- ándu öld og fram á þá sautjándu. Hagsýnir bændur höfðu tekið upp á því að leyfa vinnumönnum sínum að hirða fiska af sérstaklega merktum önglum, markönglum. Með því jukust afköst þeirra. (Þetta var það, sem við myndum kalla ,,bónuskerfi“.) Besta dæmið var þó, að árið 1609gekk dómur um að banna orm til beitu. Ur því að ekki gátu allir notið þessarar tegundar beitu, því að ormur var ekki alls staðar til, skyldi enginn njóta hennar. Auðlindaskattur Einokunarverslunin, sem kennd hef- ur verið við Dani, var íslensk í þeim skilningi, að ráðamenn á Islandi hag- nýttu sér hana. Hún var ekki aðeins stofnun til að færa fé frá íslendingum til Dana, heldur líka til að færa fé úr sjávar- útvegi í landbúnað. Þetta gerðist á þann hátt, að kon- ungur gaf út sérstakar verðskrár eftir gamalli venju og samkvæmt ráðum íslenskra stjórnvalda. í þessum skrám var verð á fiski ákveðið miklu lægra en á heimsmarkaði, en verð á kjöti og ull miklu hærra. Til þess að einokunar- kaupmennirnir dönsku fengju að kaupa fiskinn, sem þeir græddu á, urðu þeir að kaupa kjöt og ull, þótt þeir töpuðu á því. Einokunarverslunin var með öðrum orð- um eins konar innheimtustofnun fyrir auðlindaskatt. Þannig tók landbúnaður sjávarútveginn kverkataki. En með land- búnaði var ekki átt við venjulega bænd- ur, eins og við þekkjum þá nú á dögum. Langflestar jarðir voru í eigu annarra en þeirra, sem sátu þær, konungs, biskups- stóla og fámennrar stéttar ráðamanna. Árið 1698 átti til dæmis 1% bænda 24% jarðeigna á Islandi, en 94% bænda voru leiguliðar. Konungur átti þá 16% jarða, en kirkjan 32%. Það væri því nær lagi að kalla skipulagið, sem stóð á íslandi í þúsund ár, stórbændaveldi en bænda- veldi. Stórfelld einkavæðing Islendingar losnuðu úr sjálfheldu stór- bændaveldisins forna af tveimur ástæðum, eftir því sem mér sýnist. í fyrsta lagi varð þjóðin nánast gjald- þrota á síðari hluta átjándu aldar. Eignir yfirstéttarinnar snarféllu þá í verði og völd hennar minnkuðu að sama skapi. Eftir það voru jarðir biskupsstólanna seldar og síðar konungsjarðir, og má kalla það fyrstu og stærstu einkavæð- ingu Islandssögunnar. Leiguliðar urðu sjálfseignarbændur, en vald þeirra dreifðist á marga, og því var erfiðara að beita því en fyrr. f öðru lagi urðu dönsk stjórnvöld fyrir áhrifum af kenningum Adams Smiths um viðskiptafrelsi, en bók hans, Auðlegð þjóðannaÍTÁ 1776, var snemma snúið á dönsku. Á nítjándu öld leystu dönsk stjórnvöld hér vistarbandið og juku atvinnufrelsi í áföngum með kon- unglegum tilskipunum, oft gegn ein- dregnum mótmælum bændanna, sem sátu á Alþingi. Kröfur þeirra voru ekki um atvinnufrelsi, heldur um þjóðfrelsi, sem er fallegt orð um það, að innlend valdastétt taki við af útlendri, eins og sást á nýliðinni öld í ýmsum þróunar- löndum. Til frekari fróðleiks: Gísli Gunnarsson: Upp er boðið ísaland. Örn og Örlygur, Reykjavík 1987. Guðmundur Jónsson: Hagvöxtur og iðnvæðing. Þjóðhags- stofnun, Reykjavík 1999. 2

x

Vísbending

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.