Vísbending


Vísbending - 02.08.2002, Síða 2

Vísbending - 02.08.2002, Síða 2
ISBENDING Frumkvöðlar og stórhuga menn leiðara í 5. tbl. Frjálsrar verslunar 2002 var bent á að „hámenntaðir og hugrakkir" menn hafi verið atkvæða- miklir að undanförnu í íslensku við- skiptalífi. Fjármálastjóri Húsasmiðjunn- ar og Stanford-verkfræðingurinn, Árni Hauksson, komst yfir Húsasmiðjuna á einni nóttu, fyrrverandi forstjóri Norður- ljósa og Harvard- og McKinsey-maður- inn, Hreggviður Jónsson, yfirtók Pharm- aco Island og Björgólfs-feðgar hafa verið áberandi í íslensku viðskiptalífi eftir að þeir seldu hlut sinn í bjórverk- smiðju sem þeir höfðu komið á fót í Rússlandi (BjörgólfurThórer menntað- urífjármálafræðumfráNewYorkUniver- sity). Frægasti hámenntaði frumkvöðull landsins er þó án vafa doktor Kári Stef- ánsson, stofnandi Islenskrar erfðagrein- ingar. Þettaerað mörgu leyti athyglivert. Stórhuga menn eru enn hér á landi og margir þeirra eru hámenntaðir erlendis frá. Stórhuga menn að er þó álitamál hvort allir þessir athafnamenn séu frumkvöðlar, sér- staklega ef skilgreiningin snýst fyrst og fremst um að stofna nýtt fyrirtæki þótt hugtakið eigi við þegar skilgrein- ingin snýst um að vera eigandi og stjórnandi. Litlu máli skiptirhvaða skil- greining er notuð í almennri umræðu en hins vegar skiptir það máli í fræðilegri umræðu. I sjálfu sér hefur ekki orðið nein breyting á sjálfum markaðinum, þó að Árni, Hreggviður og Björgólfur hafi komið inn í reksturinn, önnur en sú að eignarhaldið hefur breyst. I tilviki Kára og Islenskrar erfðagreiningar varð hins vegar til nýtt fyrirtæki og þar að auki ný atvinnugrein. Það breytir því þó ekki að þetta eru oft á tíðum mikilvægir athafna- menn sem yfirtaka fyrirtæki til að breyta rekstri þeirra. Þar með verður einskonar „skapandi eyðilegging" innan frá í stað þess að ný fyrirtæki geri eldri fyrirtæki úrelt á markaðstorginu. Aftur á móti þarf þessi innri bylting ekki að gerast með breytingu á eignarhaldi, nýr stjórnandi getur haft sömu áhrif eins og t.d. hjá Delta og Ossuri. Breytingar á eignar- haldi eru þó oft nauðsynlegar til þess að vekja fyrirtæki af Þyrnirósarsvefni og í frjálsu viðskiptaumhverfi þar sem þeir hæfustu eiga að sigra. Áhættumat ó að eigendur-stjórnendur stofni ekki ný fyrirtæki þá geta áhrif þeirra á viðskiptaumhverfið verið mun meiri en frumkvöðla sem basla við að koma nýju fyrirtæki á fót. Björgólfs-feðgarnir hafa t.d. vakið upp einkavæðingarferli bankanna á ný og gefið von um að ríkið dragi sig loks út úr þeim rekstri, sem er meira en frumkvöðull hefði getað gert með því að stofna nýjan banka. Það sem er athyglivert í frumkvöðlasamhenginu er að það er miklu líklegra að hámenntaðir athafnamenn kaupi gömul fyrirtæki en stofni ný. Þetta er að mörgu leyti eðlilegt þar sem áhættan við að kaupa eitthvað í rekstri er að öllu jöfnu mun minni en áhættan við að stofna eitthvað nýtt. Það hefur stundum verið gefið sem ein meginástæðan fyrir því að menntafólk stofnar sjaldan fyrirtæki að því hættir við að skoða heildarmyndina og reikna út áhættuna, sem er jafnan yfirþyrmandi. Þeir sem ráðast í að stofna fyrirtæki gera sér hins vegar sjaldnast fulla grein fyrir áhættunni sem fylgir því, enda erl'itt að reikna út heildardæmið. Þrautseigja sumra þeirra er samt nægileg til að þeir komist í gegnum þá eldraun. Þegar fyrirtæki í rekstri er hins vegar keypt er mun stærri hluti dæmisins á borðinu og þar af leiðandi auðveldara að meta áhættuna sem fylgir því að ráðast í reksturinn. Onnur spurning sem vaknar í sam- bandi við kaup menntamanna á fyrir- tækjum í rekstri og áhættuna sem fylgir því, er af hverju þeir vilja bæði eiga og stjórna fyrirtæki í stað þess að dreifa áhættunni. Svarið er sennilega að þeir hafa óbilandi trú á að þeir viti betur en aðrir hvernig best er að reka fyrirtækið og hafi jafnvel stórtækar áætlanir í huga. Þeir telji því að fjárfestingin sé betur tryggð í þeirra eigin höndum. Togað og ýtt Rannsóknir hafa leitt í ljós að það er ýmist eitthvað sem ýtir eða togar menn út í eigin rekstur. Þeir þættir sem ýta mönnum út í rekstur eru tengdir óánægju þeirra með núverandi starf eða atvinnuleysi. Að mörgu leyti má einnig yfirfæra þessa þætti á eigendur-stjórn- endur þar sem t.d. Hreggviður hafði sagt starfi sínu lausu hjá Norðurljósum. Þá er umhugsunarvert í þessu samhengi hvort búast megi við miklum hræringum í íslensku atvinnulífi á næstunni þar sem óvenjumikið framboð er af „atvinnu- lausum“ stjórnendum. Þeir þættir sem hins vegar toga menn út í rekstur snúast m.a. unt hærri tekjur frumkvöðuls en tekjur starfsmanns og sálræna þætti eins og „að fá að ráða“. Það sem ræður miklu um að það er ekki mjög algengt að menntafólk fari út í eigin rekstur er að þeir kraftar sem ættu að toga og ýta við því eru veikir. Ef menntafólk hefur góð laun og jafnvel þá ábyrgð sem það kærir sig um er fátt sem dregur það út í eigin rekstur. Þetta stökkbreyttist reyndar tímabundið í lok tíunda áratugarins í tæknibólunni þegar hugmyndir og þekking voru eftirsótt og launamunur eigenda og starfsmanna jóksttil muna. Þávarhvatinn mikill fyrir hámenntaða sérfræðinga að stofna ný fyrirtæki. Á nýrri öld hefur þróunin hins vegar verið sú að sérfræðingar hafa leitað aukins öryggis sem starfsmenn þar sem eftirspurn eftir hugmyndum og þekkingu dróst verulega saman og áhættan í fyrirtækjarekstri jókst til muna með falli hlutabréfamarkaðarins. Þar með er fátt sem togar hámenntað fólk út í eigin rekstur þó að þættir eins og ótti við atvinnuleysi geti enn ýtt við því. Breyttmenning Rannsóknir á því hvað togar og ýtir fólki út í eigin rekstur hafa vakið áhuga manna á því að skoða aðstæður í einstökum löndum. Ein fyrsta kenn- ingin sem var sett fram um þetta efni var sú að því ríkara sem land væri því færri væru frumkvöðlamir. Þetta varnærri lagi og hefur kannski eitthvað haft með það að gera að frumkvöðlamenning hefur lengst af ekki þótt athyglivert eða eftir- sóknarvert fyrirbæri. Óánægja og atvinnuleysi sem hvatar til að vera í eigin rekstri eru sterkari eftir því sem löndin eru fátækari en stór og góð fyrirtæki í ríkum löndum gerðu það að verkum að fólk gat frekar fundið starf við sitt hæfi. Þetta hefur hins vegar breyst á undanförnum tveimur áratug- um og það er ekki lengur gefið að frum- kvöðlum fækki eftir því sem lönd verða ríkari. Frumkvöðlamenningunni hefur vaxið fiskur um hrygg í ríkum löndum að hluta til vegna þess að stjórnmálamenn hafa lagt aukna áherslu á slíka menn- ingu, t.d. með því að auðvelda stofnun fyrirtækja þegar menn fóru betur að gera sér grein fyrir ávinningnum af nýjum fyrirtækjum, sérstaklega í atvinnusköp- un og nýsköpun. Hitt er líka að auknir tekjumöguleikar, oft í tengslum við hetjusögur af fólki sem gengið hafði vel, toguðu fólk í auknum mæli inn á frumkvöðlabrautina. Þó hafa breytingar á markaðsaðstæðum, þjónustuhag- kerfið og tæknibyltingin, sennilega haft hvað mest áhrif á að frumkvöðlum fjölg- aði í ríkum löndum. Frumkvöðlamenning Ljóst er að ólíkir efnahagsþættir h velja ýmist eða letja frumkvæði einstakl- inga og þá stofnun nýrra fyrirtækja. (Framhald á síðu 4) 2

x

Vísbending

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.