Vísbending


Vísbending - 02.08.2002, Qupperneq 3

Vísbending - 02.08.2002, Qupperneq 3
ISBENDING Er konum mismunað á vinnumarkaði? Sigurður Jóhannesson hagfræðingur Fyrir skömmu var Akureyrarbær í héraðsdómi dæmdur til að greiða konufimm milljónirkrónaí skaða- bætur fyrir brot á jafnréttislögum. Var litið til þess að samkvæmt starfsmati var staða konunnar sambærileg við aðra betur launaða stöðu hjá bænum. Þá hefur Kærunefnd jafnréttismála komist að þeirri niðurstöðu að Leikfélag Akur- eyrar hafi brotið jafnréttislög þegar karlmaður varráðinn leikhússtjóri. Kona sem einnig sótti um hafi verið hæfari. Þetta eru harðir dómar, ekki síst þegar haft er í huga að Akureyrarbær og Leik- félagið hafa samkvæmt þessu ekki aðeins brotið lög, heldur einnig farið illa með fé. Tekjumunur og misrétti Bandaríski hagfræðingurinn Becker benti fyrstur á að mismunun leiðir ekki alltaf til launamisréttis. Þeir sem síst kunna að meta vinnuframlag kvenna ráða þær ekki í vinnu. Launamisrétti þrífst aðeins ef mismununin er svo almenn að konur þurfi að starfa hjá þeim sem meta vinnu þeirra ekki að verð- leikum. Þá þarf tekj umunur ekki að vera merki um mismunun. Dœmi: Samkvæmt skatt- framtölum voru atvinnutekjur kvenna aðeins 55% af tekjum karla árið 2000 (hlutfallið hefur hækkað hægt, en nokkuð jafnt ogþétt, úr47% árið 1980). Munur- inn stafar að miklu leyti af því að karlar vinna lengur en konur. Samkvæmt könn- un Verslunarmamuifélags Reykjavík- ur og Verslwiarmaimafélags Akraness árið 2001 voru karlar í félögunum með næstum 25% hærri tekjur en konur. Þegar leiðréttingar hafa verið gerðar á vinnutíma kynjanna, starfsstétt, starfs- aldri og aldri fer munurinn niður í um 16%. í erlendum könnunum hefur tekist að skýra meira af launamuninum með því að fjölga skýribreytum. Markmiðið með því að fjölga skýristærðum er að fá sem besta hugmynd um vinnuafköstin, sem erfitt er að mæla beint. Félagsvís- indastofnun danska ríkisins kynnti í fyrra mikla könnun á launum karla og kvenna. Eftir að munur á menntun, stöðu, starfsreynslu, fjarveru og vinnu- tíma hafði verið leiðréttur var enn eftir 12% launamunur, sem ekki tókst að útskýra. Samtök danskra atvinnurek- enda bentu á að í athuguninni væri ekki litið á ábyrgð starfsmanns og notuð væri gróf starfaflokkun. Samtökin gerðu aðra könnun og eftir að bætt var úr þessu stóð eftir 3-8% launamunur óútskýrður. Munurinn er minni en áður en samt umtalsverður. Túlka má þá niðurstöðu á tvo vegu: - Enn vantar skýristærðir í könnunina og í raun má rekja allan mun á launum karla og kvenna til mismikilla afkasta. - Konur eru ódýrara vinnuafl en karlar. Skera mætti úr þessu með því að skoða samhengi afkornu og hlutfalls kvenna á vinnustað (sjá ímyndaða könnun á grafi). Ef meira fæst fyrir peningana með því að ráða konur frekar en karla, hljóta þau fyrirtæki að öðru jöfnu að græða mest sem hafa flestar konur í vinnu. Fyrirtæki sem greiðir karli meira en konu fyrir sarna starf (samanber dóminn sem féll á Akureyrarbæ) eða tekur karl fram yfir hæfari konu (saman- ber úrskurð Kærunefndar unt Leikfélag Akureyrar) fer illa með peningana sína. Ef rétt er að karlar ráði fremur karla lil starfa, af því að þeim þykir skemmtilegra að hafa þá í kringum sig en konur, má líta á það sem ráðstöfun á hagnaði, bókfærð afkoma verður verri en ella. Gömlum venjum bylt? Sem fyrr segir virðist mega skýra tekjumun karla og kvenna að miklu leyti með mismikilli vinnu, mun á mennt- un, starfsaldri, mismikilli ábyrgð á vinnustað og fleiru. Að því leyti sem munur á skýribreytum stafar af mismun- andi smekk karla og kvenna er ekkert við því að segja en ef siðvenjur sam- félagsins þrýsta konum í ákveðin störf, og hvetja þær frekar en karla til að sinna börnum (og starfinu minna) eru þetta ekki „skýribreytur"heldureinmittmerki um mismunun. Nú eru tveir mánuðir af fæðingarorlofi ætlaðir feðrum og þriðji mánuðurinn bætist við um áramót. Þessu er ætlað að spyrna gegn þeirri hefð að mæður annist nýfædd börn sín að langmestu leyti. Enn taka mæðurmestan hluta þess fæðingarorlofs sem foreldrar geta skipt á milli sín. Æ fleiri konur fara í langskólanám. Haustið 2001 voru konur 63% af öllum nemendum í íslenskum skólum á há- skólastigi (hér vantar íslenska náms- menn erlendis). Samkvæmt vinnumark- aðskönnun Hagstofunnar fór hlutfall kvenna af háskólamenntuðu fólki á íslandi úr40%árið 1991 Í46%árið2001. Enn virðast konur þó síður en karlar sækja í þær námsgreinar sem gefa fyrir- heit um hæst laun. Nokkur fyrirtæki hafa inarkvisst reynt að fá konur til starfa sem karlar hafa aðallega sinnt til þessa. Reynsla þeirra bendir til þess að nokkur hópur kvenna þurfi að vinna tiltekið starf ef aðrar konur eiga að sækjast eftir því án hvatningar. Eimskip og Isal hafa fengið viðurkenningar Jafnréttisráðs fyrir átak af þessu tagi. Þá má nefna að Lands- virkjun hefur reynt að fjölga konum í raunvísinda- og tæknistörfum innan fyrirtækisins á undanförnum árum. í erindi á kynningarfundi verkefnisins Konur til foiystu og jafnara námsval kynjanna sagði Friðrik Sophusson for- stjóri meðal annars: „Við sem störfum hjá Landsvirkjun teljum að aukin þátt- taka kvenna í raunvísinda-, verkfræði- og tæknigreinum sé ein af forsendum jafnréttis á vinnumarkaði. Og síðast en ekki síst viðurkennum við það fúslega að Landsvirkjun þarf á kvenlegri sýn að halda ef við ætlum að virkja orkul indirnar og gera það í sæmilegri sátt við land og þjóð.“ (Framhald á síðu 4) Hlutfall kveitna og arðsemi (ímynduð könnun) 3

x

Vísbending

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.