Vísbending


Vísbending - 02.08.2002, Blaðsíða 4

Vísbending - 02.08.2002, Blaðsíða 4
(Framhald af síðu 2) Ólíkar efnahagsaðstæður útskýra hins vegar ekki nema að hluta til mismunandi sterka frumkvöðlamenningu í ólíkum löndum. Fræðimenn hafa þess vegna einnig gert tilraunir til þess að skoða ólík menningareinkenni út frá Hofstede- gildum (fjarlægð valds, áhættufælni, einstaklingshyggja-sameignarhyggja og karlhyggja-kvenhyggja) til þess að fá skýrari mynd af mismunandi frum- kvöðlavæðingu í einstökum löndum. Niðurstöður rannsókna á tengslum Hofstede-gildanna við frumkvöðlavæð- ingu hafa verið nokkuð misvísandi. I nýlegri rannsókn á OECD-ríkjunum hefur þó sú kenning verið styrkt að þjóðir sem hafa mikla áhættufælni og fjarlægð valds, eins og flestar Suður- Evrópuþjóðir, séu líklegri til að hafa sterka frumkvöðlamenningu. Þetta er svokölluð óánægjukenning þar sem fólki er frekar ýtt út í eigin rekstur en togað þangað. I sörnu könnunum kemur einnig fram að hin neikvæðnu tengsl aukinsríkisdæmis og minni frumkvöðla- væðingar sé að einhverju leyti að rofna vegna þess að togkraftarnir hafa styrkst verulega. Engu að síður er auðvelt að ímynda sér að frumkvöðlamenningin eigi meira undir högg að sækja eftir því sem þjóðfélög verða þróaðaðri og ríkari. Frumkvöðlamenningin togast á við velferðarkerfið þar sem til dæmis háar atvinnuleysisbætur draga úr þrýstikrafti atvinnuleysis eða þá að þessi þrýsti- kraftur sé næsta óvirkur þar sem atvinnuleysi er lítið eins og hér á landi. Hitt er svo líka að eftir því sem starfsfólk er betur launað og fær meiri hlunnindi verður kostnaður meiri við að fara í eigin rekstur því þá þarf reksturinn að skila betri afkomu til þess að frumkvöðullinn fái jafngildi þeirra launa og réttinda sem launþegar hafa. Engu að síður virðist sem hjólin hafi snúist frumkvöðlamenn- ingunni í hag síðustu misserin. Jákvæð þróun Sú breyting hefur orðið á síðustu tveimur áratugum að ekki er lengur litið á litla frumkvöðlamenningu sem þróun og þroska hagkerfisins heldur miklu frekar sem merki urn stöðnun. Framþróun hagkerfisins þarf á frum- kvöðlum að halda. Að mörgu leyti eru íslendingar líka vel til þess fallnir til að rækta þá menningu hér á landi, ný- sköpunarmenningin er sterk og Islend- ingar eru vel menntaðir, áhættusæknir, hugmyndaríkir, þrautseigir og hafa óbilandi trú á sjálfum sér. Þó þarfnast íslenska hagkerfið sennilega þess mest að stórhuga menn skapi fyrirtæki með alþjóðlega yfirsýn. Þess vegna er ef til vill meira fagnaðarefni en ella að stór- huga menn og hámenntaðir í útlöndum skuli nú vera atkvæðamiklir í íslensku viðskiptalífi. ISBENDING (Framhald af síðu 1) 1,6% á síðasta ári. Þar sem ekkert bólar á auknum fjárfestingum, en fjárfestingar stóðu næsta í stað á öðrum ársfjórðungi (en góðu fréttirnar eru að þær virðast vera hættar að dragast saman), er enn hætta á að samdráttur í einkaneyslu dragi hagkerfið í aðra, þó að öllum lík- indum grunna, kreppu á stuttum tíma og w-laga samdráttarskeið verður að veruleika. Trúin á uppsveifluna Bandaríski hlutabréfamarkaðurinn og dollarinnhafafalliðmikiðáþessu ári en það hefur veri ð m i nna áhy ggjuefni en ella þar sem hið „raunverulega" hagkerfi var í góðum gír. Þessar nýjustu upplýsingar um minnkandi hagvöxt í Bandaríkjunum hafa nú dregið verulega úr þeirri trú. Til bæta gráu ofan á svart þá kom einnig fram í þessum nýju upplýsingum að framleiðnin hefði verið um 1 % á síðasta ári en ekki 1,9% eins og áður var talið. Nú er heldur enginn sem talar um snarpa uppsveiflu lengur því í bestafalli mábúast við því að bandaríska hagkerfið sé í rólegum umsnúningi, að uppsveiflan verði hæg og í fyrsta lagi á næsta ári verði hægt að anda léttar. (Framhald af síðu 3) Hlutverk dómstóla? ómstólar mega sín lítils gegn rót- gróinni hlutverkaskiptingu kynj- anna, sem á mikinn þátt í launamuninum. Þeim hefur verið beitt gegn hreinni mis- munum við ráðningar og launaákvarð- anir. Erfitt er að leggja mat á menntun fólks og reynslu, svo að ekki sé minnst á huglægari hluti eins og framkomu og áhuga. Búast má við að kærumálum fjölgi ákomandi árumog að kæruefnumfjölgi. Dómstólarnir virðast því eiga erfitt verk fyrir höndum. En áður en þeim er falið aukið hlutverk á þessu sviði sakar ekki minnast þess að gróðavon atvinnu- rekenda stuðlar ein og sér að jafnrétti. Mismunun er dýr. ( Vísbendingin ) f _ N ikið fjármagn hefur verið losað síðustu mánuði úr verðbréfamark- aðinum og greinilegt er að „cash is king“ er aftur orðið uppáhaldsslagorðið. Eitt- hvað af þessu fjármagni, um 200 millj- arðar Bandaríkjadala um heim allan, hefur farið í kaup á fasteignum. Þetta mikla fjárflæði hefur hækkað húsnæðis- verð þegar eðlilegt hefði verið að það lækkaði. Sumir segja að fasteignir séu nútíma gull og besta trygging verðmæta um þessar mundir aðrir segja að þetta sé fjárfestingarbóla._________ Aðrir sálmar N__________________________________/ f A Allt var með öðrum róm áður í páfadóm Fyrir rúmlega tíu árurn var höfundur sálmanna að ræða við ágæta menn um Skipaútgerð ríkisins, sem þá gerði út þrjú skip til strandsiglinga og þjónaði landsbyggðarfólki afar vel. Fyrirtækið var vinsælt meðal viðskiptavina. Á því var aðeins einn ljóður, það tapaði einni milljón króna á dag. Og þetta var þegar milljón var ennþá peningur sem tók að nefna. Það sem meira var, milljón hafði tapast á hverjum einasta degi í meira en áratug. Auðvitað hefði ekkert venjulegt fyrirtæki getað sýnt af sér slíka gjafmildi en Skipaútgerðin naut fulltingis ríkisins með fjárframlögum á ári hverju. Að vísu var tapið yfirleitt mun meira en áætlað var á fjárlögum en þar var frekast um að kenna þeini óskhyggju þingmanna að hægt væri að halda starfsemi óbreyttri en skera útgjöld niður. I því lágu einmitt mistök stjórnmálamannanna. Þeir lögðu of mikla áherslu á að breyta ekki starf- seminni í stað þess að einbeita sér að því hvernig sinna mætti þjónustunni með hagkvæmustum hætti. Þar kont í samræðum okkar að einn viðmælenda minna sagði: „Ég get ekki hugsað þá hugsun til enda að Skipa- útgerðin verði ekki lengurtil.“Grípurþá annar í hópnum orðið og svarar: „Jú, það er enginn vandi. Einu sinni var Skipaútgerðin ekki til, svo varð hún til og nú hættir hún að vera til. Flóknara er þetta ekki.“ Eins einfalt og hallærislegt og svarið kanna að virðast varð það þó til þess að málshefjandi horfði á þann sem svaraði og sagði: „Þetta hafði mér ekki dottið í hug.“ Það sem skipti máli var auðvitað hvernig þjónustan varð við almenning. Ekki var liðinn dagur frá því að tilkynnt var um að Skipaútgerðin myndi hætta starfsemi en einkarekin skipafélög tóku að bítast af mikilli hörku um að fá að þjóna þeim markaði sem við þetta opnaðist. „Það var enginn friður fyrir skipakomum" sagði vinur minn einn á Vestfjörðum. Nú er tæknin önnur, með betri samgöngum hefur stærri hluti flutn- inganna færst upp á land. En neytandinn fær góða þjónustu og almenningur sparar sér milljón á dag. - bj V J kRitstjórn: Eyþór Ivar Jónsson ritstjóri ogN ábyrgðarmaður og Benedikt Jóhannesson. Útgefandi: Heimur hf., Borgartúni 23, 105 Reykjavík. Sími: 512-7575. Myndsendir: 561-8646. Netfang: visbending@talnakonnun.is. Málfarsráðgjöf: Máivísindastofnun Há- skólans. Prentun: Gutenberg. Upplag: 700 eintök. Öll réttindi áskilin. © Ritið má ekki afrita án leyfis útgefanda. 4

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.