Vísbending


Vísbending - 03.01.2003, Page 4

Vísbending - 03.01.2003, Page 4
(Framhald af síðu 3) neyslu. Neysluaukning sem byggist á lántökum getur ekki verið varanlegur grunnur vaxtar. Að auki eru hlutabréf ekkert sérlega ódýr á hefðbundna mæli- kvarða, þótthlutbréfaverðhafi falliðjafn mikið og raun ber vitni. Af þessu má sjá að brugðið getur til beggja vona um þróun hlutabréfaverðs í Bandaríkjunum á þessu ári; það er a. m. k. óvarlegt að gera ráð fyrir snöggum bata. Hvað Island varðar virðast um flest góð skilyrði fyrir hlutabréfamarkaðinn að eflast og dafna. Ágætt jafnvægi er í hagkerfinu og horfur um hagvöxt eru uppörvandi. Almennar aðstæður í þjóð- arbúskapnum munu ráða miklu um þró- un markaðarins og því er sennilegt að hann verði áfram öflugur ef hagspár ganga eftir. Við má bæta að helstu vís- bendingar um hlutabréfaverð, svo sem v/h-hlutfall, gefa ekki til kynna að verð þeirra sé sérstaklega hátt hér á landi um þessar mundir. Flest bendir því til að þróunin á íslenskum hlutabréfamarkaði verði áfram hagfelld á árinu 2003. (Framhald af síðu 2) sveigjanleika, aukna miðlun þekkingar á meðal starfsmanna og samkeppnis- hæfni með auknum gæðum og sem minnstum umframkostnaði í þætti fyrir utan kjarnastarfsemi eru nokkrar af ástæðum þessa. Dæmin Microsoft útvistar alla ferla sem falla fyrir utan kj arnastarfsemi fyrirtæk- isins sem er vöruþróun, hönnun og markaðssetning á hugbúnaði. Sjálf framleiðslan, dreifingin, bókhald og aðstoð við viðskiptavini eru allt ferlar sem fyrirtækið útvistar. Allar tölvur í fyrirtækinu eru reknar af þjónustu- fyrirtæki og þannig hefur það verið frá fyrsta degi. StQifyrirtæki í bílaiðnaði og tískuhús og stærsfu merkin í fatnaði og búnaði til íþrótta og útivistareru aðallega í hönnun, ekki framleiðslu eða dreifingu á vörunum. Kjarnastarfsemi Chrysler- fyrirtækisins áður en það sameinaðist Daimler Bens var hönnun, hönnun verk- ferla og markaðssetning. Þættir sem tilheyra „gamla hagkerf- inu“, eins og innkaup, vörustýring- og geymsla, framleiðsla og dreifing, eru gjarnan útvistaðir en hugmynda- og nýsköpunarþættirnir sern tilheyra þekk- ingarhagkerfinu, eins og hönnun og markaðssetning, eru ráðandi og hluti af kjarnastarfsemi hjá leiðandi fyrirtækjum. Nýjasta dæmið hérlendis er Iceland Express sem skilgreinir sig sem lágfar- gjaldafélag, ekki flugfélag. Kjarna- starfsemi fyrirtækisins er skipulagning og markaðssetning á ódýrum ferðum frá Islandi til áfangastaða í Evrópu. Flugreksturinn er í höndum breska flugrekstrarfélagsins Astraeus. Þetta fyrirkomulag er sannarlega í anda spurn- inga Corbetts um hvort að um kjarna- starfsemi sé að ræða: Ef verið væri að koma starfseminni á fót í dag myndir þú gera þetta sjálfur? Flestir eru sammála um að flugrekstur er afar erfiður nú en markaður fyrir lágfargjöld út í heim er stór hér eins og annars staðar. Ef stærri flugfélögin úti í heimi hefðu tekið á þessari spurningu og brotið hana rækilega til mergjar fyrir um áratug þá er ekki ólíklegt að bjartara væri yfir rekstr- inum í dag en raun ber vitni. Heimildir: Corbett, Michael F., Ráðstefna á vegum ANZA, 2002. Gartner Dataquest, The Oulsourcing Project Volume /, 2002. www. icelandexpress.is (Framhald af síðu 1) fyrirtækja og varfærni í fjármálastefnu ríkisins skilaði vel sínu verki og miklu fyrr en nokkur vildi leggja trú á að gæti gerst.“ Forsetinn hefur rétt fyrir sér að útrýming fátæktar er öllu verðugra og meira viðeigandi verkefni undir forystu verkalýðsfélaganna en útrýming verð- bólgunnar. Mesta siðleysið Fyrirfjörutíu árum benti Milton Fried- man á að merking frjálsræðis hefði breyst á tuttugustu öldinni frá því sem upphaflega var á nítjándu öldinni þegar það þýddi efnahagslegt frjálsræði, trúnaáfrjálsviðskipti ogfrjálsanmarkað. Merkingin hefði breyst yfir í það að vera trú á jöfnuð sem væri útfærður af velmeinandi miðlægri ríkisstjórn. I við- talinu við Morgunblaðið bendir hann á að nú tali allir um viðskiptafrelsi, ólíkt því sem áður var. Engu að síður stendur það að ríkið blés út um miðja tuttugustu öldina fram á níunda áratuginn og hefur haldið umfangi sínu síðan, ekki hvað síst hér á landi. Þrátt fyrir verulega þróun til frjálsræðis þá minnir frjálsræðið hér á landi enn meira á tuttugustu aldar skil- greininguna en þá frá nítjándu öldinni. Olíkt siðapostulum þremur finnst Fried- man sennilega mesta siðleysið fólgið í því að hefta frelsið í sérhagsmuni og nkisumsvif. [ Vísbendingin ) f ^ N Flest virðist benda til þess að Banda- ríkjamenn muni gera innrás í írak á árinu. Þó að Bandaríkjamenn segist vera í stríði við hið illa leikur lítill vafi á að stríðsrekstur þeirra snýst að miklu leyti um vald yfir olíuauðlindum. Ef þeim tækist að buga stjórn íraks á skömmum tíma gæti olíuverð hríðlækkað og kynt undir alþjóðlegan efnahagsbata en haft slæmar afleiðingar ef það dregst á lang- inn. En áhættan hefur aukist verulega nú þegar olíuflæðið frá Venesúela hefur nær stöðvast vegna verkfalla. ISBENDING Aðrir sálmar Orðstír deyr Stjórnmálamenn eru ekki þekktir fyrir að vera orðheldnustu menn í heimi. Stöku pólitíkusar fá þó á sig það orð að þeim megi trúa. Þeir haldi sig fremur við sannfæringu sína en stundarhagsmuni. Hitt er sjaldgæfara að stjórnmálamenn taki frumkvæði að því að ganga á bak loforða sem engin sjáanleg ástæða er til þess að gefa, hvað þá svíkja. Borgarstjórinn í Reykjavík vildi fyrir síðustu kosningar gefa kjósendum til kynna að engin áform væru um annað en að hann sæti út næsta kjörtímabil. Það var eðlilegt loforð vinsæls borgar- stjóra. Hins vegar var óþarft að lýsa því jafnafdráttarlaust yfir og Ingibjörg Sólrún gerði ítrekað að hún ætlaði ekki á þing. Laginn pólitíkus hefði skilið eftir glufu, sem Ingibjörg gerði ekki. Þess vegna trúði fólk þessari yfirlýsingu, sem var svo ítrekuð síðastliðið haust. Þegar hún tilkynnir svo formanni Samfylk- ingarinnar að hún vilji fara í 5. sæti á lista flokksins er ekki undarlegt að margir hvái. Þessa ákvörðun tekur hún ein og sér, án þess að ráðfæra sig við sam- starfsmenn sem verða jafnforviða og almenningur. Hvers vegna vill borgar- stjóri aldrei fara í prófkjör eins og aðrir? Jafnvel pólitískir andstæðingar roðn- uðu þegar Ingibjörg lýsti því yfir að hún ætlaði að nýta varaþingmannssæti sitt til þess að berjast fyrir hagsmunum borgarinnar á þingi. Á sama tíma er eina baráttumál borgarstjórans að enda pólitískt líf Davíðs Oddssonar. Fyrsta skrefið í þá átt er að fella formann Framsóknarflokksins af þingi. Og nú telur hún sig píslarvott vegna þess að Halldór Ásgrímsson lét sér þetta ekki vel líka! Ingibjörg hefur ætlað að feta í fótspor Davíðs Oddssonar þegar hann bauð sig fram til þings og síðar for- mennsku í Sjálfstæðisflokknum með því að tilkynna þá ákvörðun öllum að óvörum. En Davíð vann bæði prófkjör og formannskosningu. Ingibjörg ofmat styrk sinn og hefur þegar hrakist úr borgarstjórastóli. Næsti leikur verður að klifra úr 5. sætinu með samningum. Enginn skyldi afskrifa Ingibjörgu, en hún mun ekki lengur njóta sömu virð- ingar andstæðinga jafnt sem samherja og áður. - bj V " J /Ritstjóm: Eyþór ívar Jónsson ritstjóri ogÁ ábyrgðarmaður og Benedikt Jóhannesson. Útgefandi: Heimur hf., Borgartúni 23, 105 Reykjavik. Sími: 512-7575. Myndsendir: 561-8646. Netfang: visbending@talnakonnun.is. Málfarsráðgjöf: Málvísindastofnun Há- skólans. Prentun: Gutenberg. Upplag: 700 eintök. Öll réttindi áskilin. © Ritið má ekki afrita án leyfis útgefanda.___________________ 4

x

Vísbending

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.