Vísbending - 25.04.2003, Qupperneq 1
V
V i k u
ISBENDING
rit um viðskipti og efnahagsmál
Gjaldþrota lönd
25. apríl 2003
17. tölublað
21. árgangur
Upp á síðkastið hefur í aukinni
alvöru verið rætt um að gera
löndunt kleift að fara í gjaldþrot
ekki ósvipað og fyrirtækjum. Geir H.
Haarde, fjármálaráðherralslands, studdi
slíka tillögu á fundi Alþjóðagjaldeyris-
sjóðsins fyrir skömmu en hingað til hafa
það aðallega verið Bandaríkin sem hafa
verið á móti því að slíku verklagi verði
komið á fót. Málið er þó ekki úr sögunni
enda skiptir verulegu máli að reynt verði
að finna betri leiðir til að leysa vanda
landa sem eru komin í greiðsluþrot.
Uppruni vandans
Ein af þekktari tilvitnunum í John
Milton Keynes er eitthvað á þessa
leið: „Ef þú skuldar bankanum hundrað
pund átt þú við vanda að stríða. En ef
þú skuldar bankanum ntilljón pund á
hann við vanda að stríða.“ Tímaritið
Economist botnaði svo einhvern tím-
ann þessa tilvitnun með því að bæta
við: „Ef þú skuldar bankanum milljarð
punda eiga allir við vanda að stríða."
Það lýsir ágætlega þeirri stöðu sem
getur skapast þegar lönd eru sokkin í
skuldafen sem þau geta ekki komið sér
upp úr.
Hin gífurlega skuldasöfnun í þriðja
heiminum á að miklu leyti rætur sínar að
rekja til áttunda áratugarins þegar fram-
tíðin var nokkuð björt. Hagvaxtarspár
sýndu að vöxturinn í Rómönsku-
Ameríku yrði tvöfaldur á við vöxtinn í
Vesturheimi enda rnikil spurn eftir
hráefnaframleiðslu svæðisins.
Austur-Evrópulönd virtust einnig
eiga góða framtíð með vaxandi við-
skiptum milli austurs og vesturs.
Bankar á Vesturlöndum voru yfir-
fullirafolíupeningumfráolíufram-
leiðslulöndum sem þeir vildu ólmir
endurlána. A þessum tíma voru
líka margir sólgnir í lánsfjármagn
til uppbyggingar enda voru kjör-
aðstæður fyrir Iántaka, lágir vextir
og mikil verðbólga sem át upp virði
lánanna. Arlegur vöxtur skulda
þróunarlandanna á áttunda áratug-
inum var að jafnaði um 16% að
raunvirði. Þessi gríðarlega skulda-
söfnun varhins vegartímasprengja. Það
tók að skyggja í paradís í lok áttunda
áratugarins. Lánin, sem voru jafnan með
breytilegum eða fljótandi vöxtum,
reyndust ekki eins góð þegar vextir fóru
að hækka í kjölfarið á olíukreppunni
1978. Áárunumfrá 1979 til 1982meiraen
tvöfölduðust vextir um heim allan og
vaxtagreiðslur skuldsettra landa ruku
upp en áætlað er að hærri vaxtagreiðslur
hafi kostað þróunarlöndin um 22 millj-
arða bandaríkjadala á árunum 1978 til
1981. A sama tíma styrktist dollarinn
einnig sem gerði það að verkum að doll-
ararnirsem þurftitil aðendurgreiðalánin
urðu dýrari. Og til að gera vonir skuld-
aranna að engu leiddi kreppan til þess
að spurnin eftir vörum þróunarlanda
minnkaði og leiddi það til verðhruns á
mörgum hráefnamörkuðum sem höfðu
ekki séð það svartara síðan í kreppunni
miklu. I byrjun níunda áratugarins fór
svo að koma upp sú staða í hverju
landinu á fætur öðru að þau gátu ekki
greitt vextina af þeim lánum sem þau
höfðu tekið, fyrst Pólland árið 1981, svo
Mexíkó árið 1982 og stuttu síðar Argen-
tína og Brasilía. Alls voru þrjátíu lönd
komin í veruleg greiðsluvandræði í lok
ársins 1984. Margir óttuðust hrun
alþjóðlega fjármálakerfisins. Ef skuld-
sett lönd hefðu einfaldlega hætt að
greiða af skuldunum er hætt við að það
hefðileitttilfjöldagjaldþrotaíbankakerf-
inu og efnahagskrísu hjá þeim sem
skulduðu. Lausnin var því fólgin í því
Erlendar skuldir og erlendar fjárfestingar
þróunarlöndum frá 1980 til 2001
3000
Hcimiltl: Hdmsnankinn
að fá vestræn ríki og Alþjóðagjaldeyris-
sjóðinn til aðstoðar og reyna að bjarga
málunum með fjárframlögum og skuld-
breytingu yfir í svokölluð Brady-
skuldabréf í staðinn fyrir að fá hin skuld-
settu lönd til að vinna að efnahags-
umbótum. Björgunaraðgerðin tókst og
þeirri fjármálakrísu sem lá í loftinu var
afstýrt í bili. Skuldir þróunarríkjanna
héldu hins vegar áfram að aukast.
Breytt ástand
Þrátt fyrir ástandið sem skapaðist í
byrjun níunda áratugarins héldu
þróunarlöndin áfram að safna skuldum.
Astandið var ekki eins eldfimt og áður
þegar efnahagsaðstæður bötnuðu. Frá
því í byrjun níunda áratugarins hafa
skuldir þróunarríkjanna hlaðist upp,
voru rétt rúmlega 500 milljarðar banda-
ríkjadala árið 1980 en voru komnar upp
fyrir 2.500 milljarða dollara árið 1998,
þ.e. þær fimmfölduðust (sjá mynd).
Síðan þá hefur hins vegar krafan verið
sú að þróunarlönd greiði niður skuldir
sínar og voru þær komnar niður í 2.400
milljarða dollara á síðasta ári. Astandið
er engu að síður betra en oftast áður þar
sem vaxtakostnaður hefur verið tiltölu-
lega lítill allra síðustu misserin. Það sem
hefur breyst á undanförnum árum er að
tjármagnsflæðið til þróunarríkjanna
hefur verið að breytast úr lánsfjármagni
í fjárfestingar. Erlendar fjárfestingar í
þróunarríkjunum hafa aukist verulega á
síðastliðnum áratug. Fram til ársins
1992 voru erlendar fjárfestingar í
þróunarlöndum innan við 300 millj-
arðar bandaríkjadollara en árið
2001 voru þær komnar yfir 1.200
milljarða dollara, þ.e. þær höfðu
fjórfaldast. Líklegast er að þróunin
verði áfram á þennan veg, að fjár-
magnsflæðið til þróunarríkjanna
næstu misserin verði aðallega
fólgið í fjárfestingum þó að hægt
hafi verulega á þeim í núverandi
niðursveiflu.
Þessi breyting frá lánsfjár-
magni yfir í fjárfestingar er að
mörgu leyti jákvæð þar sem efna-
(Framhald á síðu 4)
1
Mikið hefur verið rætt að
undanförnu um að gefa
löndum tækifæri á að lýsi
sig gjaldþrota.
2
Útþensla virðist oft vera
eina leiðin í fyrirtækja-
rekstri, hætt er við að hún
sé að verða torfærari
Stríðið um hæfileikana tók
á sig nýja mynd þegar
starfsmenn Búnaðarbank-
ans fóru í Landsbankann.
4
Framhald af grein umgjald-'
þrota lönd þar sem fjallað er
um upphaf skuldavand-
ræða þróunarlanda.