Vísbending


Vísbending - 25.04.2003, Qupperneq 4

Vísbending - 25.04.2003, Qupperneq 4
ISBENDING (Framhald af síðu 1) hagsskellur lendir þá ekki einungis á þróunarlöndunum eins og í krísunni í byrjun níunda áratugarins heldur bera fjárfestarnir stóran hluta áhættunnar. Þetta gefur möguleika á meiri stöðug- leika. Erlendar fjárfestingar eru einnig gríðarlega mikiivægur þáttur í efna- hagslegri uppbyggingu þróunaiianda. Það sem gleymist þó kannski í þessari umræðu er að það hefur ekki beint verið dregið úr áhættunni með því að auka erlendar fjárfestingar þar sem lítið hefur verið saxað á skuldirnar. Ahætta erlendra ijármagnseigenda er því miklu meiri en hún hefur áður verið því samanlagt hafa skuldir og erlendar fjárfestingar í þróunarlöndunum farið úr 700 milljörðum bandaríkjadala árið 1980í3,700milljarðadalaárið2001 .Þegar stríðshræringar og pólitísk áhætta setja í auknum mæli þrýsting áþróunarlöndin geturþað haft veruleg áhrif á fjármagns- eigendur. Engu að síður virðast flestir sérfræðingar vera á þeirri skoðun að áhættan í fjármálakerfi heimsins vegna verulegrar efnahagskrísu í þróunarlönd- unum hafi farið minnkandi síðustu árin. Aukinbjartsýni Þegar efnahagskerfið í Argentínu hrundi í lok ársins 2000 kom það flestum á óvart og þegar í svipað óefni stefndi í Brasilíu má orða það sem svo að gamlir draugar hafi verið vaktir upp. Samkvæmt mælikvörðum Heimsbank- ans eru 47 lönd verulega skuldug, þar á meðal Argentína og Brasilía en flest þó Afríkuríki, og 39 lönd sem eru meðal- skuldug, þar á meðal Rússland og Tyrk- land. Stærsta vandamálið er í fátækustu löndunum sem eiga engan möguleika á að greiða úr þeirri fjármálastöðu sem þau eru komin í og patentlausnir mark- aðssinna eru ekki alltaf til bóta. Engu að srður hefur ástandið batnað. Arið 1990 voru um 55 lönd það illa stödd að greiðsl- ur voru komnar í vanskil þar sem 335 milljarða dala skuld lá undir. Árið 2000 voru aftur á móti „einungis" 26 lönd komin í veruleg vanskil þar sem undir- liggjandi skuldvarum69milljarðardala. Síðan þá hefur þó að öllum líkindum syrt í álinn á ný þar sem alþjóðleg niður- sveifla hefur jafnan mjög slæm áhrif á þau lönd sem eru illa stæð fyrir. Alþjóða- (Framhald af síðu 3) einungis gert samning um en ekki eignað sér. Orðatiltækið „Maðurkemur í manns stað“ er ekki alltaf sannleikanum sam- kvæmt. Hausaveiðari Landsbankans og stjórnarformaður hefur því fundið ágæta leið til þess að auka verðmæti bankans með því að tína kirsuberin af köku samkeppnisaðilanna. Hann hefur einnig stofnað til stríðs sem var kannski löngu tímabært að stofna til en það er stríðið um hæfileikana. viðskipti og erlendar fjárfestingar hafa dregist saman og samkvæmt nýrri hag- spá Efnahags- og framfarastofnunar- innar (OECD) virðist útlitið í heims- hagkerfinu heldur ekki eins bjart og flestir voru að vonast til. Sú hætta er enn sem áður fyrir hendi að fjármálakerfi heimsins geti orðið fyrir verulegum skakkaföllum vegna þess að illa skuldsett lönd hrynji einfaldlega undan skuldabyrðinni. Þrátt fyrir að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn og Heims- bankinn hafi unnið ágætt starf í því að forða stórslysi hafa þeir einungis verið að slökkva elda sem gætu blossað upp á ný. Að gefa löndum tækifæri til þess hreinlega að lýsa yfir gjaldþroti gæti gefið þeim rneira svigrúm til þess að leysa sín vandamál. Hættan er þó alltaf sú að slík skipan gæti haft þveröfug áhrif þar sem skuldarar væru tilbúnir að nýta þá leið sem ódýra flóttaleið og lánadrottnar myndu vilja hækka áhættu- álagið á lán sem þegar bera verulegt áhættuálag. Engu að síður eru þær tillögur sem Alþjóðagjaldeyrissjóður- inn hefur sett fram mikil bragarbót á því ástandi sem bæði lánadrottnar og skuldug lönd standa frammi fyrir núna. Eilíftvandamál Tilvitnunin í Keynes í upphafi þessarar greinar gefur rétta mynd af ástandinu þegar löndum tekst að taka óhóflega mikið af lánum, þeim mun þyngri sem skuldabagginn verður þeint mun meiri þyngd færist yfir á þá sem veittu lánið. Þegar hins vegar skuldirnar eru orðnar jafnmiklar og raun ber vitni þá er tilvitnunin í Economist kórrétt, vandamálið verður alþjóðlegt þar sem hætta er á því að fjármálakerfið hrynji eins og spilaborg þegar stórir skuldarar geta ekki lengur staðið í skilum. Kerfið er að mörgu leyti gallað eins og það er nú og þarfnast verulegrar endurskipu- lagningar. Eins og staðan er nú bendir allt til þess að skuldabagginn muni áfram verða illkynja æxli á fjármálakerfinu. Heimildir: Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn, Heimsbankinn (Global Developement Finance 2003) og OECD. Vísbendingin A lan Greenspan tók vel í áskorun /\.Bush Bandaríkjaforseta urn að sitja í seðlabankastjórastólnum til ársins 2006. Greenspan, sem er orðinn 77ára gamall, hefur þegar verið 16 ár í embætt- inu sem hei’ur að ýmsu leyti verið mikil- vægasta embætti í heimi síðustu árin. Hann hefur leyst mörg vandamál í efna- hags- og fjármálakerfinu með farsælum hætti en hugsanlega stendur hann frammi fyrireinni mestu þraut ferils síns núna, að koma bandaríska hagkerfinu aftur á kjölinn án mikilla áfalla. Aðrir sálmar Umhverfi og upplýsing Umhverfisvernd og viðskipti voru ekki talin fara vel saman fyrir um það bil 30 áruni og enn í dag eirnir eftir af vantrausti milli viðskiptalífsins og náttúruverndarsinna. Hér á landi fór pólitísk afstaða til umhverfisverndar oft eftir stjórnmálaflokkum. Þeir sem töldu sig hægri sinnaða höfðu horn í síðu „umhverfisofstækismanna“ meðan vinstri menn töldu sig eiga þar hauka í horni. Þegar í lífið sjálft var komið voru viðhorf hins vegar öll önnur. Hér á landi er margur unnandi fagurrar náttúru og ferðalaga. Forystumenn í ferðafélögum sem best hafa unnið að því að kynna landsmönnum fagurl umhverfi og góða umgengni um það^ hafa margir verið Sjálfstæðismenn. Á hinn bóginn voru forystumenn vinstrimanna á árum áður fylgjandi stóriðju (svo frenti sern hún væri ekki erlend) og á kosningavegg- spjöldum Sósíalistaflokksins mátti sjá reykspúandi verksmiðjur sem hluta af óskalandinu. Þegar járntjaldinu var svipt af kom í ljós að bak við það höfðu menn látið eins og ár og vötn væru til þess eins að taka við úrgangi verksmiðja án alls hreinsibúnaðar. Mengun er sóða- skapur sem tengist ekki endilega stjórn- málaskoðunum. Aðalástæðan l'yrir því að viðskiptalífið snerist í upphafi gegn „mengunaráróðrinum“ var kostnaður við hreinsibúnað. Þegar menn áttuðu sig á því að það gat haft neikvæð áhrif á eftirspurn að menga tóku margir við sér, en áhrifamesta leiðin til þess að draga úr mengun er að láta þá sem spilla umhverfinu greiða fyrir það gjald. Pen- ingarnir tala. Nú eru forystumenn úr viðskipta- lífinu í fremstu röð á mörgum sviðum umhverfisverndar. Það er kjánalegt að láta eins og hægt sé að láta alla náttúru ósnerta. Hús og vegir breyta umhverf- inu og saiua gildir um tún og garða. Vandinn er sá að finna jafnvægið milli verndar og virkjunar. Það er ólíklegt að sumum stöðum verði spillt, t. d. Gullfossi eða Dettifossi, ti I þess eru þeir of þekktir. Sterkasta vopnið í náttúruvernd er því þekkingin. Því betur sem menn þekkja náttúruna almennt þeim inun auðveldara eiga menn að taka upplýsta ákvörðun um notkun hennar. - bj v_____________________________________, f Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Eyþór (var Jónsson. Útgefandi: Heimur hf., Borgartúni 23, 105 Reykjavík. Sími: 512-7575. Myndsendir: 561-8646. Netfang: visbending@talnakonnun.is. Málfarsráðgjöf: Málvísindastofnun Há- skólans. Prentun: Gutenberg. Upplag: 700 eintök. Öll réttindi áskilin. © Ritið má ekki afrita án ^leyfis útgefanda. 4

x

Vísbending

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.