Vísbending - 29.08.2003, Blaðsíða 1
V
Vi k u
ISBENDING
rit um viðskipti og efnahagsmál
29. ágúst 2003
35. tölublað
21.árgangur
í olíustraumnum
Et' innrásin í írak var að öllu eða
einhverju leyti tengd yfirráðum
yfir olíuauðlindum landsins og
tilraun til þess að brjóta á bak aftur
framleiðslusamráð OPEC-ríkjanna þá
virðist hún hafa mistekist. Þegar inn-
rásin stóð sem hæst í mars síðastliðnum
fór verðið á Brent-hráolíu upp í tæpa 35
dollara á fatið en lækkaði svo hratt niður
í 23 dollara í byrjun maí þegar ljóst varð
að olíuauðlindir Iraka höfðu að mestu
leyti komist heilu og höldnu í gegnum
stríðið. Síðan þá hefur olíuverð hins
vegar farið hækkandi á ný og þegar
olíuleiðslur í Irak voru sprengdar upp
um miðjan ágústmánuð þá hækkaði
verðið um tæp 3%. í lok ágúst var verð
á Brent-hráolíu komið í 30 dollara fatið
eða hærra en það var fyrir innrásina í
Irak. Vonirmannaum að auðveldursigur
í írak myndi leiða til verulegra lækkana
áolíuverði.jafnvelniðurfyrir lOdollara
á fatið eins og í desember árið 1998, hafa
því ekki orðið að veruleika.
s
Iraks-áhrif
Daniel Yergin, höfundur bókarinnar
The Prize - Tlie Epic Questfor Oil,
Money and Power og einn helsti sér-
fræðingur heimsins um olíumál, sagði
fyrir innrásina í írak að tilgangur hennar
gæti ekki verið að reyna að hafa áhrif á
olíuverð þar sem framleiðslugeta íraks
er einungis um 3% af olíuframboði
heimsins. Olíuframleiðslan fyrir stríðið
varum 1,8 milljónirtunnaádag, þarsem
ein ntilljón var til útflutnings en 0,8
milljónir til eigin neyslu. Afkastagetan
var reyndar áætluð um 3 milljónir tunna
á dag og áður en Irak gerði innrás í íran
árið 1979 varframleiðslan um 3,5 milljónir
tunna á dag. Yergin benti á að það tæki
langan tíma og yrði dýrt að byggja upp
olíuiðnaðinn í Irak á ný. Talið er að það
kosti um 10 milljarða bandaríkjadala að
koma olíuframleiðslunni í það horf sem
það var fyrir innrásina. Að auka afköstin
unt 2,5 milljónir tunna á dag niyndi kosta
eitthvað um 30 milljarða bandaríkjadala
og það tæki þrjú til fimm ár. Þessi fjárfest-
ing yrði öll að koma að utan þar sem
Irakar eru nær gjaldþrota með rúmlega
140 milljarða dala skuld á bakinu sem
verið er að reyna að afskrifa.
Yergin benti einnig á að þó að
eitthvað væri hægt að auka olíustreymið
frá írak væri ólíklegt að það hefði veruleg
áhrif á verðmyndun á olíu. Þrátt fyrir að
hægt yrði að korna olíuframleiðslunni
upp í 3,5 milljónir tunna á dag þá yrði
það ekki nægilega mikið til þess að hafa
áhrif á verðmyndun á þeim 78 milljónum
tunna sem eru seldar á degi hverjum.
Þetta er þó umdeilanlegt þegar horft er
á þær verðsveifiur á olíu sem hafa orðið
út af Iraksolíunni nú síðastliðið ár. Það
er erfitt að útskýra þær verðhækkanir á
olíu sem urðu á meðan á innrásinni stóð
í ljósi þessarar vitneskju og þegar haft
er í huga að Íraksolían skiptir litlu máli
fyrir framboðið á olíu. OPEC-ríkin geta
auðveldlega pumpað út 6 milljónum
tunna til viðbótar af olíu á dag, sem þau
halda til baka til þess að halda uppi
verði. A hinn bóginn gætu OPEC-ríkin
svarað framleiðsluaukningu íraka með
því að minnka sína framleiðslu og eftir
sem áður halda uppi verði þó að það
myndi setja verulegan þrýsting á undir-
stöður samráðsins.
Þó er ólíklegt annað en að ný ríkis-
stjórn Iraks, þegar og ef hún verður
einhvern tímann til, myndi endurnýja
tengsl sín við OPEC þar sem það myndi
þjóna hagsmunum hennar og þar með
er staða OPEC eftir sem áður trygg.
Þegar aðstæður í írak eru skoðaðar núna
virðist fátt ganga eftir áætlun í endur-
uppbyggingu í landinu og skemmdar-
verk á olíuleiðslum hafa sett verulegt
strik í reikninginn hvað varðar endur-
reisn olíuiðnaðarins. Greinilegt er að
kostnaðurinn við enduruppbygging-
una hefur komið Bandaríkjamönnum á
óvart og ekki er alveg ljóst hvort þeir eru
tilbúnir að greiða reikninginn. Þá er
ólíklegt að önnur lönd verði tilbúin að
taka verulegan þátt í kostnaðinum án
þess að fá einhverju ráðið um hvemig
olíutekjur Iraka verða notaðar en hingað
til hafa Bandarfkjamenn einir viljað ráða
því. Ymislegt bendir því til að það geti
orðið enn erfiðara að opna vel fyrir olíu-
framleiðslu Iraka og að það muni ekki
hafa veruleg áhrif á olíuverð.
Olíuverðmyndun
Talsmenn OPEC hafa lýst áhyggjum
yfir því að mikið „verðfall" geti orðið
á olíu á næsta ári ef helstu olíufram-
leiðsluþjóðir standi ekki saman, að aukin
framleiðsla olíuríkja fyrir utan OPEC og
framleiðsla Irak á olíu geti skapað þessa
hættu. Þetta er ástæða þess að OPEC
ákvað að auka ekki framleiðslu í lok júlí
síðastliðins, bandarískum stjórnvöld-
um til mikillar armæðu þar sem Sádar
voru búnir að lofa að reyna að halda
(Framliald á síðu 4)
Mynd 1. Heimsmarkaðsverð á hráotíu (Europe Brent Spot) frá
byrjun árs 1997 til 26. ágást 2003 (í bandaríkjadollurum)
1
Hertaka olíuauðlindanna
í írak hefur ekki leitt til
þeirra verðlækkana á olíu
sem var búið að spá.
2Ólafur Klemensson hag-
fræðingur fjallar um við-
skiptasiðferði og leikreglur
viðskiptalífsins í sai
hengi við stjómarleiðsögn
ífyrirtækjum. Þettaerfram-
hald af grein sem birtist
síðustu viku.
;4
Framhald af forsíðugrein-
inni um olíuverð og áhrif
innrásarinnar í írak á fram-
boð olíu og verðmyndun.