Vísbending - 29.08.2003, Blaðsíða 2
ISBENDING
Viðskiptasiðferði og leikreglur viðskiptalífsins
Ólafur Klemensson
hagfræðingur
Hvaðan koma almenn siðalögmál
og hver er grundvöllur þeirra
skráðu og óskráðu reglna sem
gildi hafa, a.m.k. hér á Vesturlöndum?
Víðaliggjaþeirþræðirenán efaerkristin
trú einn af mikilvægustu áhrifaþátt-
unum. Þá alveg sérstaklega hefur mót-
mælendasiður (Kalvínismi og Lúters-
siður) haft mikil áhrif á siðferðislegan
grundvöll í efnahags- og viðskiptalífi á
Vesturlöndum. Aðra áhrifaþætti má
nefna, svo sem hefðir og félagsmynstur,
vestræna siðaheimspeki og almenn
siðlæg viðhorf. Þær siðareglur sem
sprottið hafa upp úr þessum farvegi
skilgreina í grundvallaratriðum þá um-
gjörð og þau mörk sem eru milli sam-
keppni og samstarfs í viðskiptalífinu.
Regluumgjörðin fjallar m.ö.o. um sam-
spil milli samkeppnissjónarmiða, sem
eru grundvöllur hins kapítalíska hag-
kerfis Vesturlanda, og samráðs og sam-
starfsmilliaðilaviðskiptalífsins,einstak-
linga og fyrirtækja.
Grundvallarbreytingar hafa orðið í
efnahagslífi og viðskiptaumhverfi hér-
lendis á seinustu 10 árum í kjölfar mark-
aðsvæðingar hlutafélaga, einkavæð-
ingar, samþjöppunar fyrirtækja, aukins
frelsis í efnahagslífinu og alþjóðavæð-
ingar. Þessar djúptæku breytingar kalla
á ný viðhorf í mótun á leikreglum
atvinnulífsins; kalla á siðareglur ef þær
hafa ekki verið fyrir hendi áður eða nýjar
reglur í stað þeirra sem fyrir voru. Grunn-
breytingar í efnahagslífinu eru til þess
fallnar að valda óvissu á sviði siðrænna
viðhorfa í viðskipta- og athafnalífinu.
Viðhorf til viðskiptalífsins
Þá er að huga að því hvaða aðila það
snertir þegar siðareglur í viðskiptalífi
eru settar og hvað hefur áhrif á samspil
viðskiptalífs og samfélags. Hér koma til
nokkrir mikil vægir þættir:
• Viðhorf (eða skortur á viðhorfuin) eig-
enda og stjórnenda fyrirtækja gagn-
vart siðrænum reglum
■ Fjölmiðlaumfjöllun og hneykslismál
seinustu ára
• Skortur á góðum innri starfsreglum
fyrirtækja
• Slæmar verklags- og leikreglur þar sem
ekki er gætt siðrænna viðhorfa eða
þar sem einfaldlega skín í siðblindu í
framferði eða viðbrögðum
■ Skortur eða ónógt opinbert eftirlit
c
Myitd 1. Samspil atvinnulífs, neytenda og ríkisvalds'
Ríkisvaldið
Viðskiptalífíð
Inn á við:
• Velferð starfsmanna
• Vinnuumhverfi
• Vinnuferlar
• Höfundarréttur á
hugverkum til starfsmanna
Ut á við:
• Umhverfismál
• Framleiðsla og hvernig
og hvar framleitt
• Markaðir,
markaðssetning og
sölumennska
• Birgjar
• Ráðningarstefna
• Félagsleg starfsemi
Neytendur
Allir þessir þættir móta og marka
viðhorf almennings og hagsmunaaðila
gagnvart viðskiptalífinu í heild og gagn-
vart einstökum fyrirtækjum þar sem
viðskiptamenn og hugsanlegir við-
skiptamenn fyrirtækis koma við sögu.
Viðskiptasiðferði
Viðskiptasiðferði er skilgreint út frá
formlegum reglum eða skyldum,
væntingum hagsmunaaðila og siðlægu
innihaldi þeirra. Formlegar skyldur
skiptast annars vegar í þær reglur sem
opinberir aðilar og stjórnvöld setja og
hins vegar eigin reglur sem fyrirtækin
setja sér sjálf. Nú er mjög mismunandi
hvaða væntingar um reglur, viðskipta-
siðferði og umhverfi, hagsmunaaðilar
og viðskiptamenn hafa til fyrirtækja.
Augljóst er t.d. að mismunandi siðrænar
kröfur eru gerðar til annars vegar
einkarekinnar heilsugæslu og hins
vegartil vídeóleigu. Yfirleittervænting-
um neytenda, viðskiptamanna og hags-
munaaðila varðandi siðræn viðhorf í
fyrirtækjarekstri raðað eftir valdi og
Mynd 2. Félagslegar skyldur
hjá fyrirtœkjum
vægi hagsmuna. Væntingarnar eru á
skalanum frá afskiptaleysi til þeirrar
hugmyndar að fyrirtæki eigi að hafa
inótandi áhrif á framgang þjóðfélagsins.
Auk þess koma til álita alþjóðleg tengsl
og hlutverk fyrirtækja á alþjóðlegum
vettvangi. Það er því mjög mikilvægt að
stjórnendur skilji hvaða félagslegar
væntingar menn hafa til fyrirtækja. Sér-
tækar félagslegar skyldur eða félagsleg
sjónarmið fyrirtækja ráðast af eðli,
umhverfi og starfsemi þeirra. Hér stend-
ur valið um hvort einvörðungu eigi að
fylgja siðferðislegum lágmarkskröfum,
sem skyldugar eru með opinberum
stjórnsýslureglum, eða hvort fyrirtæki
eigi að setja sér víðtækari ramma siða-
reglna sjálfviljug, þ.e. einstaklings-
bundnar siðareglur innan fyrirtækja sem
eru að sjálfsögðu ntikilvægur þáttur í
stjórnunarfyrirkomulagi þeirra í heild.
Sérstaklega á þetta við ef fyrirtæki beita
virkri mannauðsstjórnun. Lokaspurn-
ingin í stefnumótun á þessu sviði er að
taka ákvörðun um hvar þau vilja hasla
sér völl varðandi siðlæga reglusetningu.
Hér er í raun um að ræða að fyrirtæki taki
sér stöðu á hinu siðlæga sviði við að
móta félagslegar og siðferðislegar
skyldur umfram það sem skuldbundið
er eða ákveðið af ytri aðilum. Fyrirtækin
hafa í grófum dráttum fjóra valkosti:
1. Að setja sér og fylgja eftir lágmarks-
skilmálum varðandi siðlægar leik-
reglur og taka þannig aðeins tillit til
skammtímahagsmuna fyrirtækis og
hluthafa
2. Að móta siðareglur sem taka mið af
langtímahagsmunum hluthafa
3. Að viðhafa víðtæka ábyrgð gagnvart
hagsmunaaðilum
4. Að taka upp stjórnarleiðsögn og siða-
reglur þannig að fyrirtækið verði
félagslega mótandi
í seinni tfð hefur færst í vöxt að fyrir-
tæki ákveði og lýsi yfir félagslegum
skyldum og þá gjarnan á mismunandi
sviðunt. Nokkur dæmi um slíkar skyldur
2