Vísbending


Vísbending - 10.10.2003, Blaðsíða 3

Vísbending - 10.10.2003, Blaðsíða 3
ISBENDING Virði, velta og verð Markaðsvirði hlutabréfa og velta viðskiptanna gefa góða mynd af starfsemi kauphallar og þróun þeirra yfir lengri tíma svo og hlutfall mark- aðsvirðis og veltu af vergri landsfram- leiðslu eins og sýnt er á mynd 2 og í töflu 1. A mynd 2 sést markaðsvirði skráðra hlutabréfaí Kauphöll íslandsfrá 1991 til loka september 2003 og velta skráðra hlutabréfa frá 1991 til og með 2002. Markaðsvirði skráðra hlutabréfa hefur vaxið gífurlega síðustu tólf ár eða úr2milljörðumkr.árið 1991 Í595milljarða kr. í lok september 2003. Veltan hefur einnig aukist verulega eða úr engu í 320 milljarða kr. á árinu 2002. Mikil veltu- aukning hefur einnig orðið á árinu 2003. Velta með skráð hlutabréf til loka sept- ember 2003 er meiri en velta alls ársins 2002. Hér eru öll viðskipti talin með, bæði þau sem eru gerð í Kauphöllinni og einnig þau sem eru gerð milli þing- aðila utan Kauphallarinnar. A töflu 1 sést markaðsvirði hlutabréfa í Kaup- höllinni og velta hlutabréfaviðskipta sem hlutfall af vergri landsframleiðslu síðustu tólf ár. Árið 1991 var markaðsvirði skráðra hlutabréfa 0,4% af vergri landsfram- leiðslu en árið 2002 var hlutfallið orðið 66,2%. Síðustu fjögurárhefurhlutfallið verið um 60%, en í lok september 2003 er markaðsvirði sem hlutfall af áætlaðri landsframleiðslu komið upp í 73%. Velta sem hlutfall af landsframleiðslu fór á örfáum árurn upp í 40% af landsfram- leiðslu og tvöfaldaðist árið 2002. Efna- hagsleg umgjörð á Islandi síðustu tólf ár hefur að mörgu leyti verið hagstæð. Á mynd 3 sést árlegur hagvöxtur og verðbólga frá 1991 til 2002. Á mynd 3 sést að hagvöxtur hefur sveiflast mikið, þ.e. frá samdrætti upp á 3,1% árið 1992 upp í aukningu um 7,7% árið 1998. Meðalhagvöxtur á ári þessi tólf ár var 2,6%. Árleg verðbólga hefur einnig sveiflast nokkuð en hún var lægst, 1,5%, árið 1994 og hæst, 6,8%, árið 1991. Mikil verðbólga var á árum áður helsta efnahagslega vandamál íslenskra stjórnvalda en frá 1990 hefur tekist nokkuð vel að halda verðbólgu ^Tafla 2. Markaðsvirði og velta 2002 s sem % af VLF, og lilutdeild utan- þingsviöskipta af heildarviðskiptum y Kauphöll í landi Markaðs- virði (%) Velta (%) Hlutdeild utanþings- viðskipta (%) Sviss 205 16 22 Lúxemborg 100 2 0 Bretland 97 261 75 Finnland 90 138 26 ísland 66 41 79 Svíþjóð 63 119 22 Spánn 60 102 36 Irland 43 28 91 Danmörk 38 30 41 Noregur 30 30 36 Þýskaland 29 62 32 Austurrfki 14 3 0 svipaðri og er algengast í nágranna- löndunum. Gífurlegar verðbreytingar hafa orðið á hlutabréfum í Kauphöllinni þessi ár. Á rnynd 4 sjást sveiflurnar á vísitölu aðal- lista og vísitölu sjávarútvegs á tæplega ellefu ára tímabili, frá 1993 til 30. sept- ember2003. Árið 1996 hækkaði vísitala sjávarút- vegs urn 98% en árið 2000 lækkaði hún um 31%. Minni sveiflur hafa verið á vísitölu hlutabréfa á aðallista sem hækk- aði mest árið 1996, um 61 %, en lækkaði mest árið 1993, urn 15%. Árleg meðal- breyting á vísitölu aðallista var um 14% og árleg meðalbreyting vísitölu sjávar- útvegs á þessum tæpum ellefu árum var um 10%. Það sem af er þessu ári til loka september 2003 hefur vísitala aðallista hækkað um 27% en vísitala sjávarút- vegs lækkað um 7%. Erlendar kauphallir Atöflu 2 sést samanburður nokkurra kauphalla hérlendis og erlendis í árslok 2002. Margt athyglisvert kemur fram í töflu 2.1 öðrum dálki í töflu 1 er markaðsvirði skráðra hlutabréfa sem hlutfall af vergri landsframleiðslu og er það 66% á Islandi. Island er um miðjan hóp rfkja sem er athyglisvert miðað við hversu stuttan tíma skipulagður hlutabréfamarkaður hefur verið við lýði á fslandi. Sum af löndunum í töflu 1 erumeðmiklaalþjóð- lega fjármálaþjónustu sem tengist að hlutaekki viðkomandi landi sérstaklega. Bretland (London), Lúxemborg og Sviss, sem raða sér í þrjú efstu sætin, eru dæmi unt sl íkar alþjóðlegar kauphallir enda eru mikil verðmæti skráð í þessum kauphöllum miðað við landsframleiðslu viðkomandi lands. í þriðja dálki í töflu 2 er velta skráðra hlutabréfa sem hlutfall af vergri lands- framleiðslu. Veltan á íslenska hlutabréfa- markaðinum er mikil miðað við mörg önnur lönd. Á íslandi er hlutfallið 41%. Lítil velta er í hlutabréfaviðskiptum í Lúxemborg og Austurríki. Hér er átt við öll hlutabréfaviðskipti í skráðum félög- um, bæði innan og utan kauphalla í við- komandi löndum. Veltan er mest í Bret- landi og er hún þar nær þreföld lands- framleiðsla landsins. Það er athyglisvert að Finnland hefur sterkasta stöðu af Norðurlöndunum með hlutfallslega mest verðmæti skráðra hlutabréfa og nteð mesta veltu. Hugsanleg skýring er sterk staða finnskra félaga í upplýsinga- tækni. Noregur er ekki með mikil verð- mæti skráðra félaga og ekki heldur með mikla veltu og er Island fyrir ofan Noreg í þessum samanburði. Þrátt fyrir mikinn vöxt í hlutabréfaviðskiptum á Islandi undanfarin ár, sem að hluta til byggist á erlendum fjárfestum, er enn langt í það að erlend fjárfesting á Islandi nái sama umfangi og er á öðrum Norðurlöndum. Utrás íslenskra fyrirtækja erlendis er þeirn mun meiri. í fjórða dálki í töflu 2 sést hversu stór hluti heildarviðskipta er utan kaup- halla. Þar kemur í ljós að á íslandi eru 79% viðskipta með hlutabréf í skráðum félögum utan kauphallarinnar. Utan- þingsviðskipti felast í að hlutabréf í skráðum félögum eru keypt og seld án þess að kaup- og sölutilboð séu skráð í upplýsingakerfi Kauphallarinnar. Þessi viðskipti eru vitaskuld skráð hjá Verð- bréfaskráningu eins og önnur viðskipti. Þarna sker Island sig nokkuð úr. Aðeins Irland er með hærra hlutfall utan kaup- halla. Langflest viðskipta þar með skráð hlutabréf gerast utan kauphallar eða 91%. Mikið af viðskiptunum í London (Framhald á síðu 4) Mynd 3. Hagvöxtur (VLF) og verðhólga á íslandi frá 1991 til 2002 (%) M\nd 4. Breytingar á verðvísitölum hlutahréfa frá 1993 til 30.09.2003 3

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.