Vísbending


Vísbending - 10.10.2003, Page 4

Vísbending - 10.10.2003, Page 4
/ V ISBENDING (Framhald af síðu 3) eru einnig utan kauphallar. Algengast er að um þriðjungur viðskipta sé fyrir utan kauphallir. í flestum til vikum er verð í kauphöll notað sem viðmið í viðskipt- um utan kauphallar en það getur verið óheppilegt til lengri tíma ef mjög stór hluti er fyrir utan kauphallir þar sem viðskiptin þar gefa mjög góða mynd af framboði og eftirspurn, m.a. vegna upplýsingakerfisins. Með utanþings- viðskiptum verða til upplýsingar sem eru einungis fáum aðilum ljósar fyrr en síðar. Það má þó einnig geta þess að SAXESS-viðskiptakerfið, sem Kaup- höllin notar vegna aðildar að NOREX, gerir kleift að vera með sýnilegt tilboð með fleiri tilboðum, þ.e. nokkurs konar baktilboð, sem sjást ekki í upplýsinga- kerfinu. Kauphöll Islands fær þó sam- bærilegar tekjur af utanþingsviðskipt- um og af viðskiptum sem eru í Kaup- höllinni sjálfri. Það verður ekki annað sagt en að vöxturinn á Islandi hafi verið mjög hraður og íslenski hlutabréfamark- aðurinn hafi fljótt lagað sig að því formi og þeint umsvifum sem eru algeng í nágrannalöndunum. Öll löndin í töflu 2 nema ísland hafa mikla reynslu af skipu- lögðum hlutabréfaviðskiptum og flest þeirra hafa áratugareynslu af slíkum viðskiptum. Athyglisvert er að bera þróun ís- lenska hlutabréfamarkaðarins saman við aðra tiltölulega nýja markaði. í Ung- verjalandi varhefðbundnum hlutabréfa- markaði að vestrænni fyrirmynd komið á fót, fyrst í löndum Austur-Evrópu eftir breytingarnar í kjölfar þess að múrinn féllárið 1989. Samanburður á fyrstu sjö starfsárum markaðarins á Islandi og í (Framhald af síðu 1) hækkandi evra gagnvart dollara myndi því minnka líkur á frekari viðsnúningi í Evrópu. Því hefur verið fleygt að það eigi að spila þannig úr spilunum að Evrópa sætti sig við lækkun dollarans en mæti áhrifunum með því að lækka vexti til þess að ýta undir innlenda neyslu. Orð Wim Duisenbergs, banka- stjóra evrópska seðlabankans, um að frekari lækkun dollarans væri „óum- flýjanleg“ styðja slíkartilgátur. Það verð- ur hins vegar að teljast hættulegur leikur þar sem hann getur auðveldlega vakið upp gamlan draug, það er verðbólguna, sem annars virtist taminn. Það er líka vafamál hvort lækkun dollarans geti verið lausn á öllum vandamálum Banda- ríkjamanna. Lækkun krónunnar lék stórt hlutverk í skjótum viðsnúningi hér á landi en óvíst er að áhrifin yrðu þau sömu íBandaríkjunum. Þaðertiltölulega auðvelt að sjá fram á að þetta tæki snúist í höndunum á Bandaríkjamönnum; erlendirfjárfestareru t.d. líklegirtil þess að halda að sér höndunum þegar vitað er að dollarinn er í stöðugri hnignun beint og óbeint með leyfi stjórnvalda. Ungverjalandi sýnir að markaðsvirði skráðra fyrirtækja sem hlutfall af vergri landsframleiðslu var um tvöfalt hærra á Islandi. Hér gæti ólíkur hraði einkavæð- ingar skýrt mismunandi þróun. Hraður vöxtur msvif Kauphallar íslands hafa vaxið mjög hratt undanfarin tólf ár. Fyrirtækjum á markaði hefur fjölgað verulega, markaðsvirði skráðra fyrir- tækja og veltan hefur margfaldast. Við- skiptin í Kauphöll Islands eru öll rafræn og sem hlutfall af vergri landsframleiðslu hefur verið mjög mikill vöxtur í hluta- bréfaviðskiptum. Verð á hlutabréfum hefur sveiflast gífurlega síðustu ár en einnig hafa orðið nokkuð miklar sveiflur í hagvexti og verðbólgu. Kauphöll ís- lands hefur náð sambærilegri stöðu og mun eldri kauphallir erlendis en mikið af viðskiptunum með skráð hlutabréf eiga sér þó stað utan Kauphallarinnar. Heimildir: Árbók (2003). Kauphöll íslands. Reykjavík. Ársskýrsla 1998 (1999) og 2002 (2003). Seðlabanki íslands. Reykjavík. Edda Rós Karlsdóttir (2003). Hugleiðingar um framtíð Kaup- hallarinnar. Hagur, 25 (2), 2-4. Fisher C. (2002). Motive des Börsengangs am Neuen Markt: Die Publikumsfinanzierung von Innovation aus theoretisher und empirischer Sicht. Duncker und Humblot. Bcrlin. Jones S.L. (1999). Delayed Reaction in Stock with the Charact- eristicsof Past Winners: Implication forMomentum, Value, and Instituional Following. Querterly Joumal of Business and Economics, 38(3), 21-40. Main Economic Indicators July 2003. OECD (www.oecd.org). Market Statistics Deccmber 2002. Federation of European Securitics Exchanges (FESE), Iwww.fese.be). Mitura-Zalewska A. and Hall S.G. (2000). Do Market Partici- pants Learn? Thc Case of the Budapest Stock Exchange. Economics and Planning, 3(1-2), 3-18. Peningamál 2003 (1). Seðlabanki íslands. Reykjavík. Vísitölur Kauphallar íslands (2003), (www.icex.is). Þorvaldur Gylfason (2003). Ferskir vindar. Vísbending, 21(18), Einnig gætu kviknað efasemdir um trúverðugleika bandarísks efnahagslífs sem hefur ávallt notið vafans hjá fjár- festum vegna þess að það var öruggasti kosturinn. Það hefur líka sitt að segja að lækkun dollarans getur leitt til aukins þrýstings á langtímavexti sem dregur úr líkum á uppsveiflu hagkerfisins og hækkandi hlutabréfaverði. Grauturinn er aldrei gefins. { Vísbendingih ) ilkynnl var hverjir urðu nóbelsverð- launahafar í hagfræði þann 8. okt- óber síðastliðinn. Að þessu sinni kom heiðurinn í hlut Robert F. Engle og Clive W.J. Granger fyriraðþróatölfræðilegar aðferðir til að reikna út tímaraðir. Þó að þeir séu vel að heiðrinum komnir voru ýmsir búnir að spá því að Paul Krugman og Jagdish Bhagwati myndu fá verð- launin fyrir framlag sitt til alþjóðavið- skipta. Og ár hvert eru alltaf nokkrir sem telja að Williamson fái verðlaunin fyrir framlag sitt til stofnanahagfræðinnar. Aðrir sálmar \____________________________________/ ^Fáum við þá leiðtoga sern^) við eigum skilið? að er algengt að menn segi að þjóðfélög geti sjálfum sér um kennt efforingjarnireru ómögulegir. Þettahafi menn valið og sitji því uppi með það. En auðvitað er þetta ekki alltaf þannig. Kaliforníubúar hafa nú hent litlausum ríkisstjóra út innan við ári eftir að hann var kosinn og kosið tortímandann í staðinn. Það eru forréttindi í lýðræðisríki að mega skipta um skoðun, en spurn- ingin er hvort að menn viti ekki oft að hverju þeir ganga fyrirfram. Water- gatemálið, sem endanlega steypti Nixon Bandaríkjaforseta, var komið fram áður en hann var endurkosinn með yfir- burðum árið 1972. Það vissu allir að Clinton væri mikill kvennabósi áður en hann var kosinn forseti. Nú hefur það verið vandlega auglýst að austurríska vöðvafjallið ereinnig ákafurkáfari. Það er greinilegt að kjósendur láta slíkt ekki endilega breyta skoðun sinni. Rétt fyrir kosningarnar 2000 var sagt frá því að Bush hefði verið tekinn ölvaður undir stýri. Það nægði ekki til þess að fella hann, þótt tæpt stæði, en það var eflaust af öðrum ástæðum. Almenningur getur verið býsna umburðarlyndur og hann á auðvelt með að fyrirgefa þeim sem ekki koma fram af hroka eftir misgjörðir. Reyndar getur hroki líka virkað vel á suma kjósendur, sérstaklega ef hann er einkum sýndur andstæðingum. En allt getur þetta hrunið á einni nóttu. í fyrirtækjum eru leiðtogar valdir öðruvísi. Þar eru það eigendurnir sem velja sér þá menn til forystu sem þeir treysta. Oft eru það reyndar eigendurnir sjálfir sem vilja stjórna og það getur verið undir hælinn lagt hversu hæfir þeir eru til þess. Reyndar segir sagan frá ýmsum hrjúfum og geðillum körlum sem náðu toppárangri, án þess að beita nokkrum nútímaaðferðum. Sömuleiðis hafa þaulskipulagðir MBA menn sem kappkosta að töfra fram allt það besta í fólki farið með t'yrirlækin lóðbeint á hausinn. Eigendurnir eiga þó alltaf auð- velt með að losa sig við stjórnanda sem ekki er að þeirra skapi, en starfsmenn og viðskiptavinir eiga þann kost einan að hverfa annað, ef þeim líkar ekki við stjómunarstflinn. - bj /Ritstjóri og ábyrgðarmaður: N Eyþór ivar Jónsson. Útgefandi: Heimur hf., Borgartúni 23, 105 Reykjavík. Sími: 512-7575. Myndsendir: 561-8646. Netfang: visbending@talnakonnun.is. Málfarsráðgjöf: Málvísindastofnun Há- skólans. Prentun: Gutenberg. Upplag: 700 eintök. Öll réttindi áskilin. © Ritið má ekki afrita án leyfis útgefanda. 2-4. 4

x

Vísbending

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.