Vísbending


Vísbending - 24.10.2003, Page 4

Vísbending - 24.10.2003, Page 4
(Framhald af síðu 3) starfsemi kauphalla eru frá árinu 1998 og hefur þeim líti llega verið breytt síðan. Opinberteftirlil áfjármálamarkaði færð- ist úr Seðlabanka Islands árið 1999 með stofnun sérstakrar stofnunar, Fjármála- eftirlitsins, sem tók yfir verkefni Banka- eftirlitsins og Vátryggingareftirlitsins. Sú þróun var í samræmi við þróun á öðrum Norðurlöndum og í Bretlandi, Kanada, Bandaríkjunum og víðar. Löggjöf um fjármálastarfsemi á Islandi byggist á sex súlum, þ.e. lögum um kauphöll og skipulagða tilboðsmark- aði, lögumum verðbréfaviðskipti, lögum um verðbréfasjóði og fjárfestingasjóði, lögum um opinbert eftirlit með fj ármála- starfsemi, lögum um rafræna skráningu verðbréfa og lögum um fjármálafyrir- tæki. Þessi löggjöf hefur reynst vel. A mynd 2 eru hinar sex súlur löggjafar um fjármálastarfsemi hérlendis sýndar. Önnur lög sem skipta miklu máli á fjármálamarkaði eru m.a. lög um hluta- félög (2/1995) og lög um Seðlabanka íslands (36/2001). Auk þess eru reglu- gerðir tengdar þessum lögum mikilvæg- ur þáttur í umgjörð verðbréfaviðskipta. Vanhæfi í stjórn Kauphöll íslands er rekin sem hluta- félag í eigu Eignarhaldsfélagsins Verðbréfaþings hf. en Eignarhaldsfél- agið á einnig og rekur Verðbréfaskrán- ingu Islands. Eigendur Eignarhalds- félagsins eru félög í eigu skráðra fyrir- tækja (29%), félög með aðild að Kauphöllinni (29%), Seðlabanki fslands (16%), Samtök fjárfesta (13%) og líf- eyrissjóðir (13%). Stjórn Kauphall- arinnar skipa níu einstaklingar og aðrir níu til vara. Mjög margir aðalstjórnar- menn tengjast mjög viðskiptum í Kaup- höllinni. Formaður stjórnar er Bjarni Armannsson, forstjóri íslandsbanka, og í stjórn eru m.a. Ingólfur Helgason, einn af framkvæmdastjórum Kaupþings- Búnaðarbanka, Yngvi Örn Kristinsson, einn af framkvæmdastjórum Lands- bankans, Þorgeir Eyjólfsson, fram- kvæmdastjóri Lífeyrissjóðs VR, stærsta almenna lífeyrissjóðs landsins, og Þorkell Sigurlaugsson, einn af fram- kvæmdastjórum Eimskips. Það orkar mjög tvímælis að þessir menn sitji í stjórn vegna þeirra slarfa sem þeir gegna. Þeir eru þar með yfir- menn Þórðar Friðjónssonar, forstjóra Kauphallarinnar, og annarra starfs- manna Kauphallarinnar. Einkum er staða Bjarna Ármannssonar, yfirmanns eins stærsta banka landsins, gagnrýnis- verð í þessu sambandi. Kauphöllin fer með ákveðið eftirlit á markaðinum, skv. lögum, og það hefur oft komið fyrir í stjórn Kauphallarinnar að stjórnarmenn hafi verið vanhæfir og varamenn þurft að taka sæti á fundum en ýmsir af varamönnunum eru einnig nátengdir venjubundnum viðskiptum Kauphall- arinnar. Kauphöllin hefur einnig heimild til að leggja á sektir þannig að óhlut- drægni verður að vera hafin yfir allan vafa. Það orkar einnig mjög tvímælis að Verðbréfaskráning Islands sé rekin af sömu aðilum og Kauphöllin en sömu stjórnarmenn eru í báðum félögunum. Eðlilegt væri að eigendur Kauphallar- innar, sem eru ekki að reka hana í ábata- skyni þótt hlutafélagaformið sé notað, hugi að því að skapa ekki tortryggni vegna stjórnarmanna. Einungis ein kauphöll er rekin hérlendis enda hag- kvæmt fyrirkomulag. Kauphöll Islands hefur þó ekki lengur einkarétt á þessari starfsemi en einkaréttur var áður í lögum. Hér er ekki verið að halda því frarn að núverandi stjórnarmenn hafi misnotað aðstöðu sína en engin ástæða er til að skapaóróleikaum stjórnarmenn. Danska kauphöllin er einnig hlutafélag en þar virðast stjórnarmenn vera fjarlægir dag- legum viðskiptum. í norsku kauphöllinni er stjórnin m.a. skipuð fyrrurn fram- kvæmdastjórum stórfyrirtækja og fólki úr norska Seðlabankanum og háskól- um. Mikilvægt er að allt verði gert til að fullkomið traust ríki í skipulögðum hlutabréfaviðskiptum, sérstaklega við núverandi aðstæður þar sem miklar hræringar hafa orðið síðustu misseri í viðskiptalífinu, m.a. fyrir forgöngu og með virkri þátttöku margra þeirra sem eiga sæti í stjórn Kauphallarinnar. Heimildir Ágúst Einarsson (2003). íslenskur sjávarúlvegur - Breytingar síðustu áratuga og afkomumœlingar. Rannsóknir í félags- vísindum IV. Háskólaútgáfan. Rcykjavík. Baldur Guðlaugsson (1991). Framþróun og framtíð íslensks hlutabréfamarkaðar. Hlutabréfamarkaðurinn á íslandi. Framtíðarsýn og Verðbréfamarkaður íslandsbanka. Reykjavík. Barca F. and Becht M. (2001). Tlie ControlofCorporate Europe. Oxford University Press. Oxford. Bajo E., Bigelli M. and Sandri Sandro (1998). The Stock Market Reaction to Investment Dccisions: Evidence from Italy. Journal of Management & Govemance, 2(1), 1-16. Flöres R.G. and Szafarz A. (1997). Testing the Information Structure of Eastem Europcan Markets: The Warsaw Stock Exchange. Economics of Planning, 30(2-3), 91-105. Landshagir (2002). Hagstofa íslands. Reykjavík. Leech D. and Manjón M.C. (2002). Corporate Govemance in Spain (with an Application of thc Power Indices Approach). European Journal of Law and Economics, 13(2), 157-173. Þórður Friðjónsson (2003). Alþjóðlcgur sjávarútvegsmarkaður á íslandi? Vísbending, 21(21), 3-4. 300stœrstu (2001), (2002), (2003). Frjáls verslun, 63(8), 64(8), 65(8). ( Vísbendingin ) í ' ' \ Fyrir tuttugu árum síðan dansaði Sant Walton, stofnandi Wal-Mart, í strá- pilsi niður Wall Street til að fagna því að fyrirtækið hafði náð ákveðnu hagnaðar- markmiði. Fjármálajöfrum Veggstrætis hefur sennilega komið þessi dans spánskt fyrir sjónir. Þá var velta Wal- Mart innan við 5 milljarða dollara. Á síðastaári veltifyrirtækið245 milijörðum og er nú verðmætasta l’yrirtæki í heimi. Líklegteraðfjármálajöfrarnirhefðustigið villlan dans með Sam ef þá hefði grunað að þarna færi kóngurinn. ISBENDING Aðrir sálmar ______________/ Liðin tíð ýlegt Reykjavíkurbréf Morgun- blaðsins fjallaði um Eimskipa- félagið, stærð þess og stöðu. Mörgum var óljóst eftir lestur þess bréfs hver afstaða blaðsins væri til félagsins. Forystugrein Mbl. 1. mars 2003 lýsti henni hins vegar vel: „Eimskipafélag Islands hefur tekið miklum breytingum á skömmum tíma. I upphafi byggðist starfsemi félagsins fyrst og fremst á skipaflutningum. Síðar urðu landflutn- ingardrjúgurþáttur í starfsemi félagsins. Þátók við tímabil, þar sem félagið byggði upp ötluga fjárfestingarstarfsemi og varð hluthafi í fjölmörgum öðrum fyrir- tækjumog loks hóf félagið mikil afskipti af sjávarútvegi. Nú byggist starfsemi Eimskipafélagsins á þremur meginstoð- um, tlutningum, fjárfestingum og sjáv- arútvegi. ... Sú var tíðin að gagnrýna mátti fyrirferð Eimskipafélagsins í viðskipta- lífinu. Það er liðin tíð. Atvinnulíf lands- manna hefur tekið miklum breytingum. Hér hafa orðið til stórog öílug fyrirtæki. Eimskipafélagið er eitt af mörgum slíkum fyrirtækjum og á vettvangi viðskipta- lífsins hefur orðið til nauðsynlegt jafnvægi, sem mörg fyrirtæki eiga þátt í að skapa. Eimskipafélag íslands er og hefur verið um langa hríð einn af burðarásum atvinnulífs landsmanna og augljóst að félagið er á góðri leið með að ná fyrri styrkleika miðað við afkomutölur þess nú. Lengi hefur verið ástæða til að hafa áhyggj ur af takmarkaðri samkeppni í skipaflutningum á milli landa. Tæpast er lengur ástæða til þess, því að nú halda þrjú skipafélög uppi reglulegum flutn- ingum með skipum á milli landa. Auk Eimskips eru það Samskip og hið nýja skipafélag Atlantsskip. Ekki verður betur séð en samkeppnin blómstri á milli þessara jmggja skipafélaga. f forstjóra- tíð Ingimundar Sigurpálssonar hafa orðið miklar breytingar á uppbyggingu Eimskipafélagsins enda kalla breyttir tímar á ný vinnubrögð á öllum sviðum atvinnulífsins. Það skiptir máli fyrir samfélag okkar að helztu fyrirtækin í atvinnu- og viðskiptalífi landsmanna byggi á traustum rekstrargrunni og það á augljóslega við um Eimskipafélag íslands hf.“ - bj V__________________________ ÁRitstjóri og ábyrgðarmaður: Eyþór ívar Jónsson. Útgefandi: Heimur hf., Borgartúni 23, 105 Reykjavík. Sími: 512-7575. Myndsendir: 561-8646. Netfang: visbending@talnakonnun.is. Málfarsráðgjöf: Málvisindastofnun Há- skólans. Prentun: Gutenberg. Upplag: 700 eintök. Öll réttindi áskilin. © Ritið má ekki afrita án leyfis útgefanda. 4

x

Vísbending

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.