Vísbending - 20.08.2004, Blaðsíða 1
V
Viku
ISBENDING
rit um viðskipti og efnahagsmál
20. ágúst 2004
34. tölublað
22. árgangur
Heimsmótorinn hikstar
Forsetakosningarnar í Bandaríkj-
unum hafa, þótt undarlegt megi
virðast, dregið athyglina frá hin-
unt raunverulegu vandamálum þjóðfél-
agsins. Staða og stefna hagkerfisins er
eitt þeirra. Bandaríkin eru svo mikilvæg
heimshagkerfinu að ekkert sem þar ger-
ist getur talist einkamál Bandaríkja-
manna. Vandamál þar verða vandamál
heimsins, hvort sem mönnum líkar það
betur eða verr.
Mótorinn
ú, þegar slagurinn í kringum for-
setakosningarnar nálgast suðu-
punkt, er varla hægt að finna áreiðanleg
gögn eða umfjöllun um bandaríska hag-
kerfið. Ef menn eru jákvæðir þá eru þeir
örugglega repúblikanar og demókratar
ef þeir eru neikvæðir. Hlutlaust mat
finnst varla enda er þjóðin klofin í herðar
niður og spunameistararnir í fullu starfi.
Laglínan virtist þó nokkuð skýr; eftir
niðursveiflu sem náði kreppuskilgrein-
ingunni hefur bandaríska hagkerfið
verið að taka við sér síðastliðið ár,
hagvöxturáþriðjaársfjórðungi 2003 var
8%, minni á þeim fjórða, en samt 4%, og
4,5% á fyrsta ársfjórðungi þessa árs, en
„einungis“ 3% á öðrum ársfjórðungi.
Þetta er talsvert lægra en 4,5-4,7% hag-
vöxturinn sem bandaríski seðlabankinn
spáði á þessu ári sem þýðir að hagvöxt-
urinn þarf að verða 5,25% það sem eftir
er ársins.
Engu að síður er það ekki minni hag-
vöxtur en ætlað var sem veldur áhyggj-
um, sérstaklega í kosningaslagnum,
heldurfjöldi starfa íþjóðfélaginu. I apríl
síðastliðnum var blásið á svartsýni
hinnar „atvinnulausu uppsveiflu" (sjá
12. tbl. 2004) þegar í Ijós kom að rúmlega
300 þúsund störf urðu til í marsmánuði
og þegar ljóst varð að niðurstöður yrðu
svipaðar í apríl var veislan komin á fullt
skrið. Tölur í júní skyggðu hins vegar á
gleðina enda voru innan við 100 þúsund
störf sköpuð en þá var álitið að það væri
einungis tímabundið bakslag tengt
þessum eina mánuði og var því almennt
spáð að 200 þúsund störf yrðu til í júlí.
Markaðurinn fékk því ákveðið tauga-
áfall þegar einungis 32 þúsund ný störf
komu upp úr hattinum. Þó að spunasér-
fræðingar Hvíta hússins hafi séð björtu
hliðarnar þá varð sú staðreynd vatn á
ntyllu demókrata sem hafa bent á að
Bush sé fyrsti forsetinn síðan Herbert
Hoover mætti til endurkjörs árið 1932
sem hefur með sér færri störf í hagkerf-
inu í lok kjörtímabils en í upphafi þess.
Hins vegar er erfitt að meta hvort þetta
er merki um að uppsveifla bandaríska
hagkerfisins sé að missa móðinn.
Alan Greenspan hefur litlar áhyggjur
og hefur ítrekað sagt að þetta sé einungis
stutt hlé á blússandi uppsveiflu. Aftur
á móti hafa bandarískir neytendur slak-
að á eyðsluæðinu og dróst neysla saman
um 0,7% í júní, samkvæmt könnun há-
skólans í Michigan. Slæmt atvinnu-
ástand getur haft áhrif á eyðsluna þegar
bjartsýnina þrýtur. Eftir allt þá eru það
bandarískir neytendur sem hafa lyft
hagkerfinu með einbeittri eyðslu og
skuldasöfnun, sem er komin í 115% af
ráðstöfunartekjum, síðustu misserin.
Án þeirra vantar olíuna á eldinn.
Olía og sprengjuhætta
Eyðsla neytenda er olían sem knýr
bandaríska mótorinn áfram. Aftur á
móti gæti það verið hin eiginlega olía og
verð hennar sem setur strik í reikninginn.
Um miðjan ágústmánuð var verð á
hráolíu á góðri leið með að fara yfir 50
dollara markið og líkurnar með frekar en
á móti að olíuverð geti hækkað enn
meira. Þetta eru mikil viðbrigði þegar
olíuverð hefur að jafnaði verið um 30
dollarar frá aldamótum og var komið
langleiðina niður í 10 dollaraí lok tíunda
áratugarins. Þrátt fyrir að hækkandi olíu-
verð sé ekki sarni ógnvaldurinn fyrir
heimshagkerfið og áður þá hefur niður-
sveifla yfirleitt fylgt í kjölfar olíuhækk-
ana. Olíuverð umfram 50 dollara myndi
jafnast á við hækkunarhrinuna árið 1990
sem leiddi til niðursveiflu um heim allan
(sjá einnig 21. tbl. 2004). Svo hátt verð
í einhvern tíma myndi án vafa skera tals-
vert af hagvaxtarspá bandaríska seðla-
bankans, hugsanlega jafna hana við
jörðu ef tekið er með í reikninginn að
áhrifin stigmagnast með hærra olíu-
verði. Hugsanlega má að einhverju leyti
rekja minni eyðslu almennings til olíu-
verðhækkana þó að það skjóti skökku
við í samanburði við Evrópu og Asíu
þar sem almenningur er að auka eyðslu
frekar en að draga úr henni. En hækkandi
olíuverð hefur ýtt undir verðbólgu, um
4,9%, og vaxtahækkanir en bandaríski
seðlabankinn hækkaði vexti um 0,25 stig
hinn 10. ágúst síðastliðinn, í annað sinn
á þessu ári, í 1,5%. Það er þó langt innan
einhverra hættumarka en áframhaldandi
hækkun verðbólgu og svo vaxta þegar
atvinnusköpun lætur á sér standa gæti
haft veruleg áhrif á uppsveifluna.
Þrátt fyrir að olían sé eldfim þá er lítil
sprengjuhætta af verðþróun olíu. Fjár-
lagahallinn er hins vegar tímasprengjan
í bandarískahagkerfinu (sjá 6. tbl. 2004)
en hann er um 5% af vergri landsfram-
leiðslu. Hallinn er að vissu leyti afleiðing
þess að hagkerfinu var ekki leyft að
lenda heldur knúið í uppsveiflu með
aukinni opinberri eyðslu og skattalækk-
unum. Það er líka fátt sem bendir til þess
að það verði tekið á vandanum þegar
forsetaframbjóðendur hætta sér ekki út
á þá braut að ræða hallann. Allar líkur
eru á að hallinn eigi eftir að halda áfram
að aukast og eins skuldasöfnunin.
Martin Wolf, dálkahöfundur Financial
Times, orðaði það svo að Bandaríkin
væru á „hæglætis róli til hruns“. V axandi
halli og skuldasöfnun getur ekki endað
öðruvísi en illa, skellurinn verður þeim
mun alvarlegri því lengur sem vanda-
málið fær að vinda upp á sig.
Hikstinn
eimshagkerfið hefur gengið inn í
tímabil hækkandi vaxta (sjá 17. tbl.
2004) þar sent verðbólgan læðist á ný.
Hagvaxtarhorfur virðast hins vegar
góðar. Olía getur þó sett strik í reikning-
inn en einnig felst hættan í því að banda-
ríska hagkerfið fari að slaka á eftir að
hafa verið drifkraftur heimshagkerfisins.
Allar líkur eru á því að allt heimshagkerfið
hiksti ef gangtruflanir verða í mótor
bandaríska hagkerfisins.
Heimildir: Economist, Financial Times og Bureau of Economic
Analysis.
1
Menn hafa nú áhyggjur
af því að bandaríska upp-
sveiflan sé eitthvað að
missa móðinn.
2
Guðmundur Magnússon
fjallar um íslenskan hag-
vöxt, tilurð hans og þróun.
Sjávarútvegurinn er ekki
3
lengur vaxtarbroddurinn.
Þelta er önnur grein Guð-
mundar í greinaflokki um
ísland og umheiminn.
4
Sum skref í lífshlaupi fyrir-
tækja og fólks eru svo
afdrifaríkaðförinni verður
ekki aftur snúið.