Vísbending - 20.08.2004, Blaðsíða 2
ISBENDING
Guðmundur Magnússon
hagfræðingur
Igrein minni um lífskjaraklifur kom
fram að ísland er meðal þeirra tíu
þjóða sem við mesta hagsæld búa í
heiminum. Það er ekki úr vegi að íhuga
hverjar eru helstu skýringar á þessum
góðu lífskjörum.
Hagvöxtur verður til með framlagi
ótal einstaklinga sem vinna einir sér, í
fyrirtækjum eða stofnunum, eða láta
peningana vinna fyrir sig. Framfara-
brautin liggur ekki beint upp á við, oft
eru tálmar á leiðinni og krókur að keldu.
En með uppsafnaðri reynslu og þekk-
ingu er haldið áfram veginn og klifrað
upp á við. I slóðinni má rekja spor frum-
kvöðla og hugvitsmanna, leiðsögu-
manna og verkmanna. Þótt fjallgangan
lúti nokkrum almennum lögmálum er
erfitt að gefa út nákvæman vegvísi fyrir
þá sem ætla að klífa önnur fjöll. Þess
vegna er svo erfitt að gefa öðrum for-
skrift að framförum. Ýmislegt hefur þó
verið prófað í þeim efnum, og það með
skelfilegum afleiðingum, eins og marx-
ismi, maóismi og haftabúskapur. En
markaðshagkerfið hefur reynst farsæl-
ast þótt það sé ekki gallalaust.
Skýringar
/
Afram veginn
Tafla 1. Hlutfallslegur vöxtur vergrar
landsframleiðslu frá 1970 til 2000
Island
Irland
Lúxemborg
Veldisvöxtur
1970- 1980 6,1 4,6 2,6
1980- 1990 2,7 3,6 4,8
1990-2000 2,6 7,0 5,4
Meðalvöxtur
1970- 1980 6,4 4,8 2,7
1980- 1990 2,8 3,7 5,0
1990-2000 2,7 7,3 5,5
Þær skýringar sem hæst ber á framför-
um á íslandi eru framleiðni í fisk-
veiðum, vinnusemi, orkubúskapur,
frelsi í viðskiptum, alþjóðleg verkaskipt-
ing, tækni og hugvit. Fiskurer enn helsta
útflutningsvaran. Rannsóknir sýna að
hagvöxtur hefur ekki verið mestur hjá
þeim þjóðum sem eru ríkastar að nátt-
úruauðlindum. Þetta er sennilega eink-
um vegna þess að þær þjóðir flytja auð-
lindirnar mestmegnis út óunnar. Enda
má sjá þess glögg merki að velmegun
hér á landi hefur vaxið eftir því sem hærra
verð fæst fyrir fiskinn, hvort sem hann
er fluttur nýr á markað eða sem fullunnin
afurð. Jafnframt hefur verið þróaður
hátæknibúnaður fyrir sjávarútveg sem
hefur verið seldur á alþjóðlegum
markaði.
Nýtingu orku til útflutnings má
einnig skýra með hlutfallslegum yfir-
burðum okkar til þess. Vöxturinn hefur
verið skrykkjóttur af ýmsum kunnum
ástæðum.
En eins og hjá öðrum velmegunar-
þjóðum eru það þjónustugreinar sem
hafa vaxið hraðar en frumvinnslu- og
úrvinnslugreinar; verslun og viðskipti,
fjármálastarfsemi, flutningar og fjar-
skipti, ferðaþjónusta og hugbúnaður,
menntun og heilsugæsla, veitingarekst-
ur og tómstundaiðja og þannig mætti
lengi telja.
Staðtölur
En hvað segja tölur um hagvöxt, fram-
leiðni og framlag einstakra atvinnu-
greina til landsframleiðslunnar?
Á 1. mynd má sjá upphæð lands-
framleiðslu Islendinga á föstu verðlagi
og í jafnvirðisgildum 1970-2002. Mynd-
in segir reyndar lítið ein og sér. Á 2.
mynd er landsframleiðsla Islendinga
sýnd í afstöðu til nokkurra annarra landa.
Vegna þess að um fjárhæðir er að ræða
en ekki breytingar milli ára fer lítið fyrir
Islandi. Við sjáum þó glöggt hvernig
halli línanna eykst í lokin hjá öllum
þjóðunum og hvernig Irland tekur fram
úr Islandi síðustu árin.
Hagvaxtartímabil
Lítum yfir farinn veg. Samkvæmt töl-
unum í I. töflu var hagvöxtur meiri
á íslandi 1970-1980 en næstu tvo áratugi
þar á eftir. Þessu er öfugt farið hjá írum
og Lúxemborgurum - og reyndar fleiri
OECD-ríkjum þótt það sé ekki tilgreint
í töflunni. Þetta vekur upp ýmsar spurn-
ingar sem einungis er unnt að svara
með rannsóknum. Ég get þó ekki staðist
freistinguna að setja hér fram nokkrar
hugleiðingar. Þrátt fyrir olíuskellina og
verðbólguna á 8. áratugnum tókst að
halda framleiðslunni gangandi. Fiskafli
Mynd 1. iMndsframleiðsla á íslandi frá
1970 til 2004
Mynd 2. Landsframleiðsla í nokkrum
viðmiðunarlöndum frá 1970 til 2004
- DANMORK
- FINNLAND
-ÍSLAND
LÚXEMBORG
-NOREGUR
- ÍRLAND
2