Vísbending - 20.08.2004, Page 4
V
ISBENDING
Ekki aftur snúið
að er mikilvægur þáttur í öllum
sögum, og þá sérstaklega sögum
sem eru sagðar á kvikmyndatjald-
inu, að söguhetjan stígi skref sem er
svo afdrifaríkt að ekki verði aftur snúið.
Frodo í Hringadróttinssögu gat t.d. ekki
snúið við og lokað sig inni í koti sínu
eftir að hann hafði tekið þá ákvörðun að
bera hringinn. Hetjan verður að ljúka
leiknum. Sagan hefst þegar söguhetjan
gengur inn á völlinn og lýkur ekki fyrr
en leiknumerlokið. Hið afdrifaríka skref
sem stigið er leiðir til þess að söguhetj-
unni er engrar undankomu auðið, hún
getur ekki snúið við að fyrri aðstæðum.
Slík afdrifarík skref eru einnig mikilvægur
þáttur í lífshlaupi fólks almennt, einhver
atburður gerist og lífið verður aldrei
samt. Eina leiðin er áfram veginn.
Lífshlaup fyrirtækja
Lífshlaup fyrirtækja er nokkuð merki-
legt rannsóknarefni. Alfred D.
Chandler varð sennilega fyrstur manna
til þess að lýsa vaxtarskeiði fyrirtækja,
allt frá smáfyrirtækjum upp í stórfyrir-
tæki. Síðan hafa margar kenningar kom-
ið fram um lífshlaup fyrirtækja. Það er
reyndar að vissu leyti villandi að tala
um lífshlaup fyrirtækja eins og að aldur
sé aðalbreytan í því ferli. Svo er ekki.
Sum fyrirtæki ganga aldrei í gegnum
þau vaxtarskeið sem kenningarnar lýsa.
Mörg fyrirtæki læra að ganga en aldrei
að hlaupa og sum fyrirtæki virðast hafa
fæðst í ruggustólnum.
Fyrsta kaflanum í sögunni af lífs-
hlaupi bandarískra stórfyrirtækja lýsti
Chandler sem kaupum á auðlindum -
kaupum á framleiðslueiningum, dreifi-
leiðum o.s.frv. Stundum urðu þessar
auðlindir til með sameiningu smærri
fyrirtækja. Annar kaflinn í sögu stór-
fyrirtækjannafjallarumskilvirkanýtingu
auðlindanna með nýju skipulagi fyrir-
tækj a. Þriðj a skeiðið er annað vaxtarskeið
þar sem upphaflegur markaður reynist
takmarkaður og fyrirtæki þurfa að færa
starfsemina inn á nýja landfræðilega
markaði eða markaði fyrir annars konar
vörur. Fjórði og síðasti kaflinn, sam-
kvæmt kenningum Chandlers, fj allar um
aðra skipulagsbreytingu innan fyrirtæk-
isins þar sem tekist er á við afleiðingar
af nýju vaxtarskeiði.
Fyrsta og þriðja skrefið í fyrirtækja-
sögunni eru þannig örlagarík skref, svo
ekki verður aftur snúið, og nauðsynlegt
reynist að breyta hlutunum í samrænti
við nýjar aðstæður. Langflest fyrirtæki
eru smáfyrirtæki þar til þau deyja drottni
sínum og komast því aldrei í flokk stór-
fyrirtækja. Ogþriðjaskrefiðhefurreynst
flestum íslenskum fyrirtækjum stórt en
allra síðustu ár hefur mátt sjá fyrirtæki
sem hafa stigið það með stökkkrafti.
Alþjóðavæðing er þriðji kaflinn í lífi
íslenskra stórfyrirtækja þar sem íslenski
markaðurinn er svo lítill að hann býður
ekki upp á mikla fjölbreytni í starfsemi
án þess að fyrirtækin verði að pólitísku
vandamáli. Skref fyrirtækis inn á erlenda
markaði felur það hins vegar í sér að
nauðsynlegt er að breyta skipulagi þess
til þess að koma til móts við nýjar að-
stæður og tryggja að haldið sé í rétta átt.
Veiðin er sýnd en ekki gefin en það er
ekki inni í myndinni að snúa við.
Pólitískt fótmál
andamál fólks, fyrirtækjaogjafnvel
stjórnvalda eru oft til komin vegna
þess að eitt skref hefur verið stigið inn
á vegarslóða sem reynist fjallabaksleið
og illfær. Slíkar aðstæður hafa tekið á
sig undarlega mynd í Bandaríkjunum
og geta haft mikil áhrif á forsetakosn-
ingarnarþarí landi. Flestir gera sér grein
fyrir því að innrásin í írak var ekki
skynsamleg og eru flestir sammála um,
og sennilega líka George W. Bush og
Tony Blair, að betur hefði verið heima
setið en af stað farið. Ur því sem komið
er verður hins vegar ekki aftur snúið.
Það er nauðsynlegt að styrkja grunnviði
þjóðfélagsins og ekki er hægt að hlaup-
ast á brott frá rjúkandi rústunum. Þó að
æ fleiri sjái að Bush hafi afvegaleitt þjóð
sína þá eru hinir sömu tregir til þess að
kjósa annan til forseta vegna þess að
þeir vilja ekki hætta á að reynt verði að
snúa aftur þegar ekki verður aftur snúið.
Jafnundarlega og það kann að hljóma
þá eru stjórnmálasérfræðingar sammála
um að þetta viðhorf geti ráðið talsverðu
um niðurstöðu kosninganna. Þó að slík
hugmyndafræði geti leitt fólk úr öskunni
í eldinn þá sýnir það hversu afdrifaríkt
eitt skref getur verið og orðið til þess að
ekki verður aftur snúið.
Heimild: Strategy and Structure: Chapters in the History of the
American Industrial Enterprice (1962) e. Alfred D. Chandler.
( Vísbendingin )
c " " ~\
agfræðingurinn og dálkahöfundur
New York Times Paul Krugman,
hefur verið að saka bandaríska fjölmiðla
um hlutdrægni í fréttamennsku og skort
á umfjöllun um málin sem forsetaslag-
urinn ætti að snúast um. I staðinn eru
hálfkveðnar vísur látnar fara í loftið sem
snúast um allt annað en kosningamálin.
Sumar fréttastofur, eins og t.d. Fox, rey na
ekki að leyna hlutdrægni sinni en aðrar
fréttastofur stíga varlegar til jarðar. Stór
hluti áhorfenda Fox trúir þvf enn að
gjöreyðingarvopn hafi fundist í írak.
Aðrir sálmar
V___________________________y
f \
Varðhundar valdsins
ilmundur heitinn Gylfason var
fundvís á eftirminnilega frasa. Frá
honum er fyrirsögn þessarar greinar
komin. Þessi orð lét hann falla í um-
ræðum um vantraust á ríkisstjórn Gunn-
ars Thoroddsens haustið 1982. Ekki er ■
víst að með orðinu varðhundar hafi verið
átt við einhverja ákveðna menn, kannski
var orðið aðallega notað vegna stuðla-
setningarinnar. Annar frasi sem byggist
á stuðlasetningu er frasinn sósíalísk
sjálfsgagnrýni. Slík gagnrýni var hverj-
um kommúnista nauðsynleg, rétt eins
og kaþólskir ganga til skrifta. Ekki man
ég hvort Stalín fann þessa sjálfsgagn-
rýni upp, en hún kom sér vel þegar hann
var að reyna að réttlæta það að skjóta
félaga sína. Sjálfur hafði hann engar
syndir að játa. Frjálshyggjumenn hafa
ekkert sem samsvarar þessari helgial-
höfn í sínum fræðum, enda trúa þeir því
að hver ráði sér sjálfur meðan hann
kássast ekki upp á aðra. Eitt er það nú
samt sem særir málkennd frjálshyggju-
manna, en það er að sjá góða menn
skrifa og tala rangt. Þágufallssjúkur
fræðimaður vekur samstundis efasemdir
um færni á sínu sérsviði. Þeim sem heyrir
stjórnmálamann segja „ég vill“ er þaðan
í frá nákvæmlega sama hvað sá hinn
sami vill. Sagt er að sá einn megi gagn-
rýna sem syndlaus er, að minnsta kosti
á það við um þá sem henda steinum að
syndugum konum. Þetta er vitlaus skoð-
un því fátt yrði um uppbyggilega gagn-
rýni fylgdu menn henni út í æsar.
En mér varð það sem sé áfyrir nokkr-
um vikum að skrifa um „hlutverk varð-
hundarins“ en ekki varðhundsins. Það
finnst mér leiðinlegt og leitaiðrandi skjóls
í minningum um þrumandi ræðu Vil-
mundar fyrir rúmlega tuttugu árum. Eitt
andartak dettur mér í hug að fyrirgefa
þeim sem segja „vegna uppbyggingu",
en svo líður tilfinningin frá og ég fyrirlít
þá aftur. Auðvitað er þetta hrokafull
afstaða manns sem hefur það að atvinnu
að gefa út blöð þar sem prentvillupúkinn
er oft í lykilhlutverki. En öllum er vork-
unnarlaust að fá sér forrit sem leiðréttir
stafsetningu. Rétt hugsun er vand-
fundin og verður ekki forrituð; þeim tíma
er hins vegar vel varið sem fer í að læra
rétt og fallegt mál. - bj
f Ritstjóri og ábyrgðarmaður:
Eyþór ívar Jónsson.
Útgefandi: Heimur hf., Borgartúni 23, 105
Reykjavík.
Sími: 512-7575. Myndsendir: 561-8646.
Netfang: visbending@talnakonnun.is.
Málfarsráðgjöf: Málvísindastofnun Há-
skólans.
Prentun: Gutenberg. Upplag: 700 eintök.
Öll réttindi áskilin. © Ritið má ekki afrita án
leyfis útgefanda.
4