Vísbending - 24.09.2004, Síða 3
ISBENDING
Bilið brúað — og gott betur
Þórður Friðjónsson
hagfræðingur -•
ví hefur oft verið haldið fram að
við Islendingar séum svona tíu til
luttugu árum á eftir öðrum þjóðum
með umbætur og nýjungar í efnahags-
málum. Erþá meðal annars vísað til þess
hvenær við höfum tekið stóru skrefin í
þá átt að opna hagkerfið og draga úr
opinberum afskiptum af atvinnustarf-
semi, svo sem með víðtækum ráðstöf-
unum í efnahagsmálum íbyrjun sjöunda
áratugarins og inngöngu í EFTA í lok
sama áratugar og samningi við ESB í
byrjun þess áttunda. Sama á við um
hvenær við losuðum um opinber afskipti
af verðlagi, vöxtum og gengi. Hér var
alll á sömu lund varðandi tímasetningar;
við vorum einfaldlega langt á eftir
grannþjóðunum.
Nú hefur þetta breyst, bilið hefur í
aðalatriðum verið brúað á síðustu 15
árunt eða svo. Þegar á allt er litið er
hagkerfið orðið nútímalegt og stendur
vel í samanburði við þær þjóðir sem
hafa náð lengst á sviði efnahagsmála,
hvort sem litið er til skipulags eða
árangurs. Um sumt stöndum við framar
og annað aftar, eins og gengur, en að
öliu athuguðu er samanburðurinn okkur
hagfelldur. En hvernig fórum við að því
að ná þessum árangri, hvað gerðum við
til að koma okkur í fremstu röð?
Grunnurinn lagður
Eins og gefur að skilja er af mörgu að
taka en þó er alveg ljóst hvað skiptir
mestu máli. Grunnurinn varlagður með
margþættum aðgerðum sem miðuðu að
því að gera efnahags- og viðskiptalífið
opið, frjálst og sveigjanlegt. A mynd
sem fylgir hér með er gerð tilraun til að
gefa yfirlit um lykilatriðin sem framfar-
irnar byggjast á. Þar eru talin upp átta
atriði sem rnynda umræddan grunn.
Fyrst er þar að telja þjóðarsáttina
sem gerð var á árinu 1990. Með þjóðar-
sáttinni komst loksins á stöðugleiki í
verðlagsmálum eftir áratuga glírnu við
verðbólgu. Ef ekki hefði tekist að koma
böndum á verðbólguna er lítill vafi á að
þær aðgerðir sem síðar var ráðist í hefðu
borið minni árangur. í því efni nægir í
raun að nefna að fjármálamarkaðurinn
þarfnast stöðugleika til að dafna.
í öðru lagi var gerður samningur um
EES. Aðild Islands að þessum samningi
tryggði sömu umgjörð um efnahags-
og viðskiptalífið hér og í ríkjum ESB. I
þessu fólst hvort tveggja í senn, auð-
veldur aðgangur útlendinga að hagkerf-
inu og greið leið fyrir útrás íslenskra
fyrirtækja. Jafnframt voru fjármagns-
flutningar gefnir frjálsir. sem er þriðja
lykilatriðið á umræddri yfirlitsmynd.
Þetta gerbreytti aðstæðum á innlendum
.fj ármálamarkaði.
Einkavæðingríkisfyrirtækjaerfjórða
atriðið á myndinni. Fjölmörg ríkisfyrir-
tæki hafa verið einkavædd á síðustu
fimmtán árum, sem án vafa hefur skilað
aukinni hagkvæmni og skilvirkni. Ekki
skiptir minnstu máli einkavæðing bank-
anna, sem hefur verið þungamiðjan í
eflingu fjármálamarkaðarins. I fimmtalagi
var Seðlabankinn gerður sjálfstæðari
og peningastefnan samræmd því sem
best gerist annars staðar. Þá var í sjötta
lagi skattaumhverfi fyrirtækja gert hag-
stæðara með skattalækkunum.
Við þessar aðstæður þróaðist hluta-
bréfa- og skuldabréfamarkaður eins og
vakin er athygli á með næstsíðasta atrið-
inu á myndinni. Fyrirfimmtán árum voru
viðskipti á verðbréfamarkaði óveruleg
en nú er til að mynda hlutabréfamark-
aðurinn á lslandi orðinn tiltölulega
stærri miðað við þjóðarbúið en í ná-
grannalöndunum Danmörku, Noregi og
Svfþjóð. Ekki fer á milli mála að samspil
hlutabréfamarkaðar, fyrirtækja og banka
hefur verið gríðarlega mikilvægt fyrir
franrþróun atvinnulífsins á undanförn-
um árum. Nærtækustu dæmin um það er
að finna hjá svonefndum útrásarfyrir-
tækjum. Þannig hefur til dæmis saman-
lagt verðmæti fimm þeirra aukist um nær
400 milljarða króna í Kauphöll íslands á
aðeins fjórum árum (þ.e. fyrirtækjanna
Actavis Group, Bakkavör Group, Mar-
els, KB banka og Össurar).
Attunda atriðið á myndinni — og
það síðasta — er fjánnálamarkaður í
fremstu röð. Þetta er sett fram með
þessum hætti til að draga athyglina að
því hversu stórt hlutverk opnun fjár-
málamarkaðarins hefur leikið í þeirri
umbreytingu íslensks atvinnulífs sem
átt hefur sér stað á undanförnum árum.
Fjármálamarkaðurinn hefur nú afl til að
takast á við stærstu verkefni, samanber
til að mynda kaup KB banka á danska
fjárfestingarbankanum FIH fyrr á þessu
ári fyrir 84 milljarða króna og nýjung-
arnar sem boðnar eru á fasteignalána-
markaði.
Verjum árangurinn
Erfitt er að ímynda sér þær framfarir
og árangur sem náðst hefur án þeirra
þátta sem lýst hefur verið hér á undan.
Þegar við berum saman Island og önnur
lönd með þeim mælikvörðum sem
algengt er að nota í því skyni lendum
við iðulega á „topp tíu“ listanum — og
oft ofarlega á honum. Gildir þá einu
hvaða mælikvarða um er að ræða, svo
sem landsframleiðslu á mann, sam-
keppnishæfni eða flóknari mælikvarða
sem notaðir eru til að reyna að meta
lífsgæði.
Einnig er erfitt að sjá að við séum á
eftir öðrum þjóðum varðandi hagskipu-
lagið. Meira að segja má halda því fram
að á sumum sviðum stöndum við öðrum
framar. Þetta á ef til vill einkum við um
viðbragðssnerpu efnahagslífsins, sem
stafar af því að margt er einfaldara og
fljótlegra hér en víða annars staðar.
Umhverfi viðskiptalífsins býður upp á
góðan starfsvettvang og urn margt betri
tækifæri en víðast hvar annars staðar.
Utrás íslenskra fyrirtækja er ein mynd-
birting þessara hvetjandi aðstæðna.
Brýnt er að varðveita þennan eiginleika
umhverfisins.
Þetta er hér nefnt vegna þess að
mikilvægar ákvarðanir sem varða skil-
virkni og hagkvæmni viðskiptalífsins
eru fram undan. Annars vegar hefur
verið boðuð löggjöf um íslenskt við-
skiptaumhverfi í framhaldi af skýrslu til
(Framhald á síðu 4)
1990 1995 2000 2004
3