Vísbending - 24.09.2004, Side 4
ISBENDING
Leikur að læra
Aðrir sálmar
Ein af hinum undarlegu þversögn-
um samtímans er að fólk notar
sömu aðferðirnar til að læra og
áður þótt upplýsingaflæðið aukist stöð-
ugt og þörfin fyrir þekkingu verði sífellt
meiri. Stærðfræðinemar sem glíma við
Calculus í dag gera það á sama hátt og
stærðfræðinemar fyrir hundrað árum.
Áherslurnar hafa að vísu breyst og
tæknin gerir alla útreikninga auðveldari
en það er ekki hægt að halda því fram að
stúdentar í dag hafi meiri skilning á því
sem þeir eru að gera en stúdentar fyrir
hundrað árum. Stundum virðist eins og
fæstir kunni rökfræði og að draga álykt-
anir eins og Sókrates kenndi. Það eina
sem virðist hafa gerst er að tíminn á
skólabekknum er stöðugt að lengjast
og símenntun virðist snúast meira um
sífellda upprifjun en uppbyggingu
þekkingar.
Hverniglærirþú?
Ymsar kenningar hafa komið fram á
síðustu áratugum um hvernig best
er að kenna og læra en þær virðist hafa
haft takmörkuð áhrif á skólakerfið enn
sem komið er. Ein slík er kenning Gard-
ners um margþátta greind (e. multiple
intelligences) sem segir að greind eða
hæfni skiptist í nokkur form sem fólk
hefur til að bera í mismiklu mæli. Gardner
hefur sett fram hugmynd um að til séu
sjö slík form, þ.e. mál-, tón-, rök-, rúm-,
hreyfi-, dóm- og félagsgreind. Vegna
þess að fólk hefur þessi greindarform í
mismiklum mæli þá eiga flestir auð-
veldara með því að læra með einni aðferð
en annarri. Peter Drucker, hinn aldni
stjórnunargúrú, virðist hafa komist að
svipaðri niðurstöðu. í bókinni Manage-
ment Challenges for the 21s' Century
segir hann frá því að hvernig mörgum
snjöllum rithöfundum gekk afleitlega í
skóla. „Skýringin er að fyrsta flokks
rithöfundar læra yfirleitt ekki með því
hlusta og lesa. Þeir læra af því að skrifa.“
Drucker hefur nokkuð til síns máls enda
lítur hann á sjálfan sig í þessu ljósi.
Hann heldur því jafnframt fram að fólk
eigi að gera sér grein fyrir því hvernig
það lærir og það eigi að nýta þá þekk-
ingu. Hann segir: „I raun má segja að af
öllum mikilvægustu þáttum sjálfsþekk-
ingar sé auðveldast að tileinka sér þessa.
Þegar ég spyr fólk „Hvernig lærir þú?“
veit flest fólk það mætavel. En þegar ég
spyr „Nýtir þú þér þessa þekkingu?“
eru fáir sem gera það. Samt sem áður er
þessi þekking lykillinn að árangri —
eða öllu heldur dæmir fólk sjálft sig til
árangursleysis ef það nýtir þessa þekk-
inguekki.“SjálfurbýrDruckeryfirmeiri
þekkingu á rekstri fyrirtækja en nokkur
annar og hefur allt fram á tíræðisaldurinn
verið fremsti viðskiptaritrithöfundur
heimsins. Hann talar því af eigin reynslu
og það er ýmislegt sem bendir til að
hann hafi rétt fyrir sér. Líklegt er að fólk
ætti auðveldara með að byggja upp
þekkingu og ná árangri ef það vissi
hvernig það ætti að læra og myndi nota
þær aðferðir sem henta því best. Þá væri
leikur að læra.
✓
Ihlaupahjólinu
Fyrirtæki verða einnig að læra. Þau
gera það í gegnum starfsmenn sína
og menningu fyrirtækisins. Flest fyrir-
tæki virðast hins vegar eiga í sömu erfið-
leikum og mannfólkið, þ.e. að vera í
stöðugri upprifjun frekar en uppbygg-
ingu og læra með aðferðum sem bera
engan árangur. Þau eru stundum eins
og naggrísinn í hlaupahjólinu, alltaf á
fullri ferð en komast ekkert áfram. Oft
hafa þau ekki einu sinni hugmynd um
hvert er markmiðið með rekstrinum.
Gamli góði Sókrates gæti þá verið hjálp-
legur. Umfram allt verða þó fyrirtæki,
eins og fólk, að læra hvernig þau eiga að
læra. Ut á það gengur leikurinn.
(Framhald af síðu 3)
viðskiptaráðherra frá nefnd sem skipuð
vartil að fjallaum þetta efni. Hins vegar
stendur fyrir dyrum að innleiða fjöl-
margartilskipanirESB umfjármálamark-
aðinn á næstu misserum. f þjóðmála-
umræðunni í aðdraganda þessara mála
virðist viðskiptalífið eiga undir högg að
sækja. Hugarfarið á mörgum bæjum
virðist vera á þá lund að festa eigi í lög
þrengra umhverfi en ástæða er til — og
jafnvel þrengra en annars staðar er að
finna. Varað er við þessunt viðhorfum
hér og hvatt til þess að leitað verði hag-
kvæmra lausna á þeim viðfangsefnum
sem blasa við í anda þess hugarfars sem
kom íslandi í fremstu röð á sviði efna-
hagsmála í heiminum á síðustu fimmtán
árum.
Vfsbendingin
Arið 1967 skrifaði Eisenhower, forseti
Bandaríkjanna, grein þarsem hann
sagði frá því að Marvin Bower, fram-
kvæmdastjóri McKinsey & Co., hefði
gefið honum gott ráð varðandi leiðtoga-
hæfni en Eisenhower bar mikla virðingu
fyrir Bower. Ráðið vareitthvað á þá leið
að maður „ætti alltaf að taka starf sitt
alvarlega en aldrei sjálfan sig.“ Þetta
eru umhugsunarverð orð því að stund-
um virðist sem svo að þessu sé þveröf-
ugt farið, fólk taki sjálft sig allt of alvar-
Uega en alls ekki starf sitt.
Gefur á bátinn
Það var góð ákvörðun hjá Brimi og
skipverjum á Sólbaki að gera sjálf-
stæða samninga við sjómenn. Árum
saman hafa samningar við þá verið því
marki brenndir að þó að tækninýjungar
geri það að verkum að hægt sé aðfækka
í áhöfn þá hefur það ekki borgað sig
vegna þess að viðþótarhlutur hvers um
sig hækkar svo mikið að launaspamaður
erenginn. Samningarnirhjá Brimi ganga
fyrst og fremst út á það að hægt sé að
fullnýta fjárfestinguna. Skipverjar njóta
hluta ábatans en ekki alls. Fyrir nokkrum
áratugum kom fram ný tækni í prentun.
Gamla aðferðin, þar sem blöð og bækur
voru sett upp á blýplötur, var niiklu
mannfrekari en sú nýja sem byggði á
töl vu- og Ijósmyndatækni. Víða um lönd
gengu prentarar berserksgang og brutu
hinarnýju vélarsem„rænduþástörfum.“
Hér á landi tókst þó að afstýra slíku.
Utgefendur og prentarar tóku höndum
saman um að innleiða hina nýju tækni.
Til eru eldri sögur af því þegar vefstólar
voru brotnir í spunaverksmiðjum. Auð-
vitað vildi enginn snúa til baka núna en
svona er þetta því miður oft að verka-
lýðurinn og einkum forysta hans stend-
ur gegn hagræðingu. Vonandi verður
þetta frumkvæði eigenda Brims og
skipverja á Sólbaki til þess að verkalýðs-
forystan fæst til þess að ræða þessi mál
sem fleyta íslenskri útgerð og sjómanna-
stétt inn í nýja öld.
Mannsæmandi laun
Kennarar eru í verkfalli. Þeir hafa
greinilega ekki ráðið sér góða
almannatengslastofu. Þegar foreldrar
vilja koma börnum sínum í gæslu og
fyrirtæki hlaupa undir bagga heyrast
háværar raddir um verkfallsbrot. Kenn-
arar meina nemendum að sækja bækur
í skólana. Hvort tveggja lýsir ntiklu
vanmati á eigin ágæti. Frá sjónarhóli
leikmanns virðist sjónarmið kennaranna
það að þeir séu fyrst og fremst gæslu-
menn barnanna og hætta sé á því að
börnin læri sjálf af bókunum, sem vænt-
anlega minnkar þá þörfina á kennurum.
Engin ástæða er til þess að gera lítið úr
kennurum. Störf þeiiTa eru mikilvæg og
menn eiga að bera virðingu fyrir þeim.
Líka kennarar sjálfir. - bj
flitstjóri og ábyrgðarmaður:
Eyþór ívar Jónsson.
Útgefandi: Heimur hf., Borgartúni 23, 105
Reykjavík.
Sími: 512-7575. Myndsendir: 561-8646.
Netfang: visbending@talnakonnun.is.
Málfarsráðgjöf: Málvísindastofnun Há-
skólans.
Prentun: Gutenberg. Upplag: 700 eintök.
Öll réttindi áskilin. © Ritið má ekki afrita án
leyfis útgefanda.
4