Vísbending


Vísbending - 10.12.2004, Blaðsíða 1

Vísbending - 10.12.2004, Blaðsíða 1
ISBENDING rit um viðskipti og efnahagsmál 10. desember 2004 50. tölublað 22. árgangur Markaðsvæðingjólanna Jólin hafa fyrir margt löngu misst mestallt trúarlegt gildi þótt þau eigi að fagna fæðingardegi frelsarans. Það stafar þó ekki af því að frelsarinn á sennilega afmælí á öðrum tíma eða af því að messurnar er ekki eins hressilegar og á árum áður. Ástæðan er að á síðustu áratugum hefur verslun og neysla aukist margfalt í heiminum og jólin eru orðin ein leið til að selja og markaðssetja vörur og þjónustu. Jólin voru fyrir margt löngu boðin út á markaðstorginu. Hátíð til sölu Eins og bent var á í 50. tbl. Vísbend- mgarfyrirárisíðanerveltaíjólamán- uðinum í verslun 15% meiri en að jafnaði aðramánuðiársinsogreikningurjólanna er sennilega á bilinu níu til tíu milljarðar króna. Verðmæti jólannafyrir verslun er að stórum hluta fólgin í gjafakaupum en um helmingur kostnaðar heimilanna stafar af þeim. Sá reikningur virðist líka hækka ár frá ári og ekki margir sem fá einungis kerti og spil þessi jólin. Því má velta fyrir sér hversu mikils virði jólin eru ef þau væru til sölu. Markaðsvirði KB-banka var um 291 milljarður króna í byrjun desember sem er rúmlega sexföld velta félagsins miðað við hlutfallslegan útreikning veltu í níu mánaða uppgjöri félagsins. Miðað við sömu forsendur ættu íslensk jól að vera 60 milljarða króna virði. Þetta er smámynt fyrir Baugur Group en talsvert mikilvæg þátturí versl- un í íandinu. Hugsanlegir „kaupendur jólanna" þyrftu að velta fyrir sér, eins og aðrir fjárfestar í fyrirtækjarekstri, hvernig þeir gætu gert jólin enn verð- mætari. Magasin du Nord væri ágætur æfingavöllur en tiltölulega einfaldur leikur í samanburði við jólin. Þegar haft er í huga að Islendingar slá hvergi af við að eyða um jólin og að jólin byrja eiginlega í nóvember og enda ekki fyrr en í janúar þá þyrfti góða markaðsmenn til að auka virði jólanna verulega. Samráð og samsæri Jólin eru að mörgu leyti markaðsbrella aldarinnar og eins og í öllum góðum pýramídaplottum er nauðsynlegt að kaupendurnir séu líka að selja, að allir séu að selja jólin. Þeir sem vilja ekki taka þátt í gleðinni eru útskúfaðir, sagðir skrftnir og sakaðir um að vilja skemma jólin. Utanaðkomandi aðilar sem vissu ekki betur myndu sennilega halda að um einhverja fjöldadáleiðslu væri að ræða eða að einhvers konar æði væri runnið á liðið. Jólin eru stundum sögð hátíð Ijóss- ins og nágrannar í Fossvoginum lýsa upp himin og borg. Jólin eru einnig hátíð barnanna og snýst það þá aðallega um gjafir — því stærri sem þær eru því betri eru þær. Að sjálfsögðu eru það for- eldrarnir sem finna barnið í sjálfum sér og koma þeim yngri á bragðið, ýta undir eftirvæntingu barnanna, kenna þeim h vernig á að taka hraustlega á pökkunum og biðja um áfyllingu þegar víman er ekki nægileg. Þannig hjálpast allir við að markaðssetja jólin. Meira að segja prestar fara í sérstakt hátíðarskap enda eru þeir sjaldan jafnvinsælirog ájólum. Hvort Fjármálaeftirlitinu ber að skoða hvort þarna er um pýramídasamsæri um að ræða eða hvort Samkeppnisstofnun ætti að reyna að finna samráð með húsleit skal ósagt látið en það leynist ekki að allir eru með í þessum leik. Markaðssetning Ymislegt einkennir jólin, hinn rauði litur, jólasveinar, greni og jólatré og ljósadýrð. Þetta eru tákn jólanna og jólasveinninn er fyrir margt löngu orð- inn persónugervingur þeirra og tals- maður í stað guðsmanna, eins og í Coca Cola-auglýsingunni. Mikið af varningi tilheyrir umstangi í kringum jólin, eins og skraut, ljósaseríur og jólatónlist. En aðalplottið gengur út á að setja hefð- bundnar vörur í einhvers konar jóla- búning. Allir búðargluggar bæjarins eru skreyttir í von um að einhver reki inn nefið. Matvæli verða hátíðleg og fá „jóla"-forskeyti og stærri og kræsilegri steikur eru á boðstólunum en endranær. Bóka- og plötuútgefendur hafa sér- staklega fóstrað jólin enda eru bækur og diskar einföld leið til að komast létt frá jólagjafaákvörðuninni. Reyndar er svo komið að þorri bóka og tónlistar kemur út í kringum jólin enda er Ijóst að það krefst ekki sömu skynsemi að kaupa gjafir handa öðrum en fyrir sjálfan sig þar sem það skiptir þá ekki öllu hvort og hvernig gjöfin er nýtt. Sóunin sem felst í jólagjafaleiknum, en í 50. tbl. síðasta árs var áætlað að hún gæti numið 5-900 milljónum,erkjöriðtækifærifyrirþásem vilja selja sem mest áður en hægt er að meta með einhverju móti gæði gjafanna. Hvort það er í verkahring Neytendasam- takanna að skoða þessi gæði skal ósagt látið en í því gæti vissulega verið fólgin hjálp fyrir ringlaða jólagjafakaupendur. Jólagleðin Markaðsvæðing jólanna virðist aukast ár frá ári. Fleiri hugsa sér gott til glóðarinnar og reyna að tengja vöruframboð sitt jólunum með einhverj- um hætti. Varla er langt að bíða að bíla- og fasteignasalar taki einnig þátt í leiknum enda eykst verðmæti gjafa í takt við aukinn kaupmátt. I sjálfu sér er lítill skaði skeður þó að jólin verði sífellt markaðsvæddari, ef frá er talin ákveðin sóun sem á sér stað. Skuldum hlaðin heimilin mega heldur ekki punta um of upp á heimilisbókhaldið með frumlegum aðferðum eða taka enn meiri ódýr lán til að hægt sé að halda jólin hátíðleg. Þá er betur heima setið en af stað farið. Það má þó ekki gleyma því að jólin hafagildisemsameiningartáknfjölskyld- unnar þar sem ættingjar koma saman hefðarinnar vegna. I því felst ákveðin hamingja sem hefur hugsanlega sitt að segja um það að íslendingar eru ein allra hamingjusamasta þjóð í heimi. Það er gleðin sem skiptir mestu máli. Að lokum skal þess getið aðjólablað Vísbendingar er komið út þar sem ýmislegt kræsilegt lesefni er að finna fyrir þá sem hafa áhuga á íslenskum viðskiptum og efnahagsmálum. Það er af sjálfsögðu einungis tilviljun að blaðið kemur út á jólunum. En ef það var ekki sagt nægilega skýrt þar þá segjum við það aftur hér: Gleðileg jól og farsælt komandi ár. 1 Jólin eru stundum sögð hátíð barnanna en eru þó sífellt meira að verða hátíð kaupmannanna. 2 Sögur eru mikil gullnáma en hingað til hefur sagna- gleðin ekki verið miki ls virði í fyrirtækjarekstri. 3 Ölafur Klemensson hag- fræðingur fjallar um álagn- ingu oh'ufélaganna. Hann bendir á að þróun álagn- 4 ingar hjá olíufélögunum hefur verið skrítin. Þetta er framhald af grein sem birtist í síðustu viku. fífjt

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.