Vísbending


Vísbending - 10.12.2004, Blaðsíða 4

Vísbending - 10.12.2004, Blaðsíða 4
D ISBENDING (Framhald af síðu 3) vegar álagning olíufélaganna umtals- vert og upp í svipaða stöðu og álagn- ingin hefur verið hvað hæst á seinustu árum. Þarna virðist koma fram enn eitt dæmi um hefðbundna sumarhækkun álagningar á bensín. Frá haustmánuðum tók hins vegar brúttóálagning að falla aftur hratt (rúmlega 16%) og mun hraðar en ætla mátti út frá venjubundinni verð- hegðun olíufélaganna. Þessar sveiflur á brúttóálagningu eru mun meiri en sést hafaáþessumáttaárumsemhérerfjallað um. Á sama tíma og þetta var að gerast hækkaði innkaupsverð á bensíni veru- lega. Undanfarin ár hefur það reyndar verið svo að andhverft samband hefur verið milli lækkunar/hækkunar á kostn- aðarverði (innkaupsverð + opinber gjöld) bensíns og breytinga á brúttó- álagningu. Frá árinu 2001 var einkenn- andi að með lækkun (hækkun) á kostn- aðarverði fylgdi hækkun (lækkun) á álagningu. Frá haustmánuðum 2003 bregður öðru við. Þá tók álagningin að lækka mjög en kostnaðarverðið var því sem næst óbreytt milli mánaða eða fram í janúar á þessu ári þegar kostnaðarverð fór að hækka. Ef fyrri verðhegðun hefði verið fylgt hefði álagningin verið látin standa í stað en ekki farið lækkandi. Þetta gerði það að verkum að ferilris kostnaðarverðs og álagningar skárust á miðju þessu ári, 2004 (sjá mynd 3). Upp frá því lækkaði álagningin tiltölu- lega skarpt og er nú undir lok ársins á lægra þrepi en verið hefur að jafnaði á seinustu fimm árum. Fleiri atriði mætti nefna og þá alveg sérstaklega að nú eru verðbreytingar ekki ákveðnar í upphafi mánaðar og eitt og sama félagið er látið vera verðleiðandi eins og jafnan var reglan fram á seinustu misseri. Nefna má einnig að svo virðist sem stjórnendur olíufélaganna hafi nú meiri vilja til að láta verðbreytingar vera gegnsæjar en svo var alls ekki áður. Önnur dæmi má einnig tína til um að samkeppni og virkari verðmyndun sé meira viðhöfð nú en áður á eldsneytismarkaði. Enhvaðveldurþessu?Rfkjanýsjón- armið í verðlagningu eða er eðlileg sam- keppni farin að virka á þessum fákeppn- ismarkaði. Brúttóálagning í krónutölu og hlutfallsleg álagning hefur lækkað umtalsvert og verðhegðun olíufélag- anna þriggja hefur breyst í grundvall- aratriðum. Nærtækast er að finna þessu skýringu í þrennu: 1. Eignarhald á olíufélögunum hefur breyst í grundvallaratriðum, nýir aðilar eiga nú félögin og nýir menn sitja við stjórnvölinn. Þessum breytingum hefur vafalaust fylgt ný stefnumótun, m.a. á verðlagningu og verðhegðun. 2. Nýtt olíufélag kom inn á markaðinn sl. haust og þótt afgreiðslustaðir séu enn fáir og óburðugir þá hefur félag þetta rekið harða kynningu og rekið stífa samkeppnisstefnu. 3. Gömlu olíufélögin þrjú hafa verið til rannsóknar hjá samkeppnisyfir- völdum undanfarin misseri. Þeim voru birtar frumniðurstöður á seinasta ári sem bentu til alvarlegs samráðs og brota á samkeppnislögum. Má því ætla að fél- öginstígiþvívarlegatiljarðaránæstunni og reyni að bæta orðstír sinn sem hefur beðið verulegan hnekki. Miðstýring Verðhegðun olíufélaganna mörg undanfarin ár einkennist af þáttum sem vart mundu geta átt sér stað á samkeppnismarkaði. Sérkennileg feril- stig eru jafnan í þróun og breytingum á útsöluverði og þar með álagningu. Á þetta meðal annars við tímasetningar verðbreytinga, eðli þeirra og birtingar- mynd og samstíga hegðun fyrirtækj- anna. Mjög áberandi ósamhverfni ein- kennir verðlagninguna lengst af. Þegar kostnaðarverð lækkar þá hækkar jafnan krónutöluálagningin. Mörg önnur sér- kenni er að finna sem sum minna frekar á opinbera eða miðstýrða verðlagningu, þar sem einkennin eru tregbreytanlegt verð og fáar en þó oft miklar verðbreyt- ingar. I. Þar scm brúttóálagning eða mismunur útsöluverðs og kostn- aðarverðs cr raunvirt mcð vísilölu ncysluvcrðs (NVV) cru vcrðlagsáhriíín tckin úl cn cftir silur að launakoslnaður og e.t.v. flciri koslnaðarliðir hækkuðu mcira cn NVV á þcssu límabili. (Framhald af síðu 2) látna. Hingað til hefur þessi tilhneiging til að segja sögur verið skoðuð sem hluti af menningunni og séreinkennum Islendinga. Þegar sagnaformið kemur hins vegar upp á yfirborðið sem mikil- vægur þáttur til þess að viðhalda og skapa þekkingu hljóta það að vera góðar fréttir fyrir fslendinga. íslendingar eru líklegir til að hafa talsvert forskot á aðrar þjóðir í þeim efnum. Það skyldi þó aldrei vera að yfirburðir Islendingar á þessum vettvangi séu mikilvægir og Islendingar eigi þess vegna auðveldara með að við- halda og hugsanlega skapa þekkingu en flestar þjóðir. Það væri saga til næsta bæjar. Vísbendingin Sögur og sagnagleðin hafa verið vinsæl sem hluti af þekkingarstjórn- un allra síðustu misserin. Enda eru sögur leið til þess að miðla leyndri þekkingu sem er að finna í huga, höndum og sam- böndum fólks. Ingi Rúnar Eðvarðsson, prófessor við Háskólann á Akureyri, fjallar um þekkingarstjórnun á faglegan hátt í nýrri bók um upphaf og þróun fræðigreinarinnar. Ráð hans er að fólk þurf i að tala saman til að miðla þekkingu. Hin nýja lína hjá starfsfólki ætti því að vera: Segðu mér sögu! Aðrir sálmar Skiptir krónan máli? Landsmenn hafa nú upplifað það að krónan styrkist dag frá degi. Neyt- endur fagna að sjálfsögðu þessum jóla- glaðningi og menn hyggja gott til glóð- arinnar að kaupa erlendar vörur, einkum frá Bandaríkjunum. Gleði útflytjenda er minni. Svo vel vill til fyrirfiskútflytjendur að verð á sjávarafurðum hefur yfirleitt verið vel viðunandi að undanförnu. Það hefur vegið upp á móti sterku gengi. En það er ekki náttúrulögmál að slfkt fari saman. Ferðaþjónustan verður dýrari í augum útlendinga sem fá minna fyrir evru sína og dal. Það sama gildir um ýmsan iðnaðarútflutning. Annað hvort þurfa menn að hækka vöruna í erlendri mynt og skemma þannig samkeppnis- hæfni sína eða una lægra verði í íslensk- um krónum og kippa þannig fótum undan afkomunni. Lækkað gengi krón- unnar veldur því svo að erlendar skuldir hækka, þannig að forstjórar finna sér alltaf eitthvað til að hafa áhyggjur af. Einmittþettaermegingallinnviðaðhafa eigin gjaldmiðil á svo litlu efnahags- svæði. Menn eru í sífellu að reyna að verja sig gegn einhverju sem þeir geta ekki stjórnað. Þess vegna skiptir það máli að Islend- ingar hætti að líta á þetta land sem sér- stakan markað með sérstakan gjaldmiðil. Þeir sem hafa tekið ástfóstri við krónuna segja að gjaldeyrisáhætta hverfi ekki þó að menn taki upp evru. Auðvitað halda innbyrðis sveiflur evru, dals, jens og rúblu áfram. Hins vegar væru íslend- ingar þá orðnir hluti af miklu stærra myntkerfi og þyrftu ekki að hafa jafn- miklaráhyggjuraf sveiflum ílánumeða tekjum, vegna þess að svo stór hluti þeirra kæmi innan þessa sama hagkerfis. Á sínum tíma voru þau rök notuð gegn evrunni hér á landi, að hún væri svo veik gagnvart Bandarfkjadal að Islend- ingar hefðu skaðast á skiptunum. Nú þegar þetta hefur snúist við hefur rök- stuðningurinn ekki verið notaður af sömuaðilumsemmeðmæli meðevrunni. Svipaðri spurningu og varpað er fram í fyrirsögn var einhvern tíma svarað þannig: Nei, krónan skiptir engu, en milljarður hér og milljarður þar safnast smám saman upp í að verða alvöru peningur. Gleðileg jól! - bj -.__________________________________. ^Ritstjórl og ábyrgðarmaður: Eyþór ívar Jónsson. Útgefandi: Heimur hf., Borgartúni 23, 105 Reykjavík. Sfmi: 512-7575. Myndsendir: 561-8646. Netfang: visbending@talnakonnun.is. Málfarsráðgjöf: Málvísindastofnun Há- skólans. Prentun: Gutenberg. Upplag: 700 eintök. Öll réttindi áskilin. © Ritið má ekki afrita án leyfis útgefanda.

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.