Vísbending


Vísbending - 21.01.2005, Blaðsíða 1

Vísbending - 21.01.2005, Blaðsíða 1
V Viku ISBENDING rit um viðskipti og efnahagsmál 21. janúar 2005 3. tölublað 23. árgangur Imynd Islands Viðhorf útlendinga til íslands hafa verið í þjóðarspeglinum að undanförnu. Það er eitt afþessum skemmtilegu einkennum lítillar þjóðar að hafa stöðugt áhyggjur af hvað öðrum finnst um hana og landið sem hún byggir. Umræða um íslenskt viðskiptalíf erlendis hefúr margfaldast eftir að Baugur, KB- banki, Bakkavör og Björgólfsfeðgar fóru að hasla sér völl erlendis og hefúr þá sitt sýnst hverjum um ágæti íslenskra fyr- irtækja og kaupahéðna. I tilefiii þessarar umræðu gerði Vísbending dálitla könnun á því hvað útlendingum finnst um ísland. Rannsóknin rjár spurningar voru lagðar fyrir fólk um hvernig það skynjar íslenska hag- kerfið, íslenska kaupahéðna og Island al- mennt, ásamt því að spurt var um þj óðemi viðkomandi. Könnunin var send út með tölvupósti með svokölluðu „snjóboltafyr- irkomulagi", þ.e. íslenskir og erlendir aðilarvorubeðnirað sendapóstinnáfram. Einungis var gefinn sólarhringur til að svara, en það hefur hugsanlega dregið talsvert úr svörun. Niðurstaðan var sú að umþrjátíu svör við spumingunum skiluðu sér. Það telst ekki nægileg svömn til þess að vera grundvöl lur vísindalegra ályktana en nægir þó til að gefa skemmtilegar vísbendingar. Talsverð skekkja kann að felast í svörunum þar sem þeir sem svömðu könnuninni fengu hana senda frá íslenskum vinum og eru þar af leiðandi líklegri til að verajákvæðari gagnvart Is- landi en ella. A hinn bóginn komu svörin víða að, frá þremur heimsálfum: Asíu, Evrópu og Ameríku . Svarendur era upp til hópa hámenntaðir og hafa mikla þekk- ingu á viðskiptum og hagfræði. Skoðum helstu niðurstöðumar. Island, hvað? Um helmingur svarenda afsakaði sig og játaði að vita lítið sem ekkert um landið, hafa aldrei komið þangað og ekkert heyrt um það. Það eina sem þeir vissu var það sem þeir höfðu lært af sendanda könn- unarinnar sem var allt mjög jákvætt. Iskalt og fagnrt Island er ískalt, stórkostlega fagurt og hrikalegt, þjóðin örsmá í allt of stóru landi, Reykjavík er miðpunkturinn og rándýr en innviðimir em til fyrirmyndar. Þetta virðist vera hið jákvæða álit þeirra sem hafa komið til landsins eða þekkja einhvem sem hingað hefur komið. Sterkur efnahagur Fiskveiðar eru stærsti atvinnuvegurinn, hagkerfið er traust og ört vaxandi. Þetta var meira og minna viðhorf allra þeirra sem töldu sig vita eitthvað um íslenska hagkerfið. Þrír nefndu vöxt í stóriðju og fjármálaþjónustu. Framsœknir viðskiptamenn Mikill áhugi er á alþjóðavæðingu, þ.e. milliríkjaviðskiptum og á því að sækja reynslu og þekkingu til útlanda. I land- inu em metnaðarfullir frumkvöðlar með sterkan fjárhagsleganbakhjarl ogþeireru vel menntaðir. Einungis fáeinirsvarendur töldu sig þó vita eitthvað um íslenska kaupahéðna. Og vondu fréttimar... Fáeinir svarendur voru ekki eins jákvæðir: - Miklar skuldir almennings og brothætt- ur efnahagur eru framtíðarvandamál. - Sjávarfangfer minnkandi.fiskvinnslan hverfur úr landi og vafasamarfjárfesting- ar í stóriðju eru áhyggjuefni. - Mjög dýrt er að búa þar og innviðir eru slœmir. -Einokun hamlarviðskiptum, sérstaklega einokun í flugi. - Islenskir kaupahéðnar eru illa mennt- aðir og hrokafullir. - Islenskir kaupahéðnar gœtu haftgott af því að lœra eitthvað í siðfirœði. - Hnignun almennrar menntunar er áhyggjuefni. - Islendingar eiga erfitt með að treysta útlendingum. - Islendingar eru ekki eins umhverfis- vœnir og þeir halda. - Það vœri óskandi að Islendingar hœttu að drepa hina fallegu og gáfuðu hvali. -Sum úthverfi Reykjavíkur eru þessleg að útlendingum vœri best að forðast þau. Að lokum varð einungis einum svar- enda að orði að það eina sem hann vissi um íslendinga væri að þeir hefðu mjög gaman af því að skvetta úr klaufunum og þá heldur of mikið en á móti kæmi að það væri áreiðanlega frábært að komast í partý á Islandi. Orðsporið Athygliverterað sjáað svarendurnota ekki eingöngu skjallyrði í ljósi þess að það vom íslenskir vinir sem sendu þeim könnunina. Utlendingar gera sér sennilega grein fyrir því að fátt særir íslendinga meira en þegar talað er illa um land og þjóð. Þetta þjóðarstolt íslendinga getur verið löstur en er sennilega einn mesti kostur þjóðarinnar þegar kernur til ímyndar landsins. Það skiptir ekki máli hvar menn eru í pólitík, hvaða mennt- un þeir hafa eða hvers konar vinnu þeir stunda, langflestir íslendingarem tilbúnir að dásama landið þegar útlendingar vilja eða vilja ekki fá upplýsingar um land og þjóð. Þetta er verulegur styrkleiki við markaðssetningu landsins. Það ætti að nýta þennan styrkleika miklu betur, um tvö til þrjú hundruð þúsund markaðs- fulltrúar eru ekki slæm auðlind þegar fræðimenn eru í auknum mæli að átta sig á að orðsporið og persónuleg tengsl eru áhrifaríkustu markaðstólin. Slíkar aðferðir geta gert kraftaverk ef rétt er með farið (sjá 24. tbl. 2004). Ein aðferð við markaðssetningu gæti t.d. verið að gera þeim íslendingum sem vilja kleift að senda vinum sínum erlendis ókeypis eða niðurgreidda áskrift að tímariti eins oglcelandic Review(aðsjálfsögðuhelur þessi tillaga ekkert með það að gera að sama fyrirtæki gefur það tímarit út og Vísbendingu) eða styrkja tengslin við Island með öðrum hætti í stað þess að birta glansmyndauglýsingar eða auglýsa „skítugar helgar“ í Reykjavík. Þannig gæti orðspor Islands smám saman vaxið og dafnað. 1 ímynd Islandserlendiser mjögjákvæð ef fólk þekk- ir á annað borð eitthvað til landsins. 2 Talsmaður djöfulsins ætti að eiga heima í öllum fyr- irtækjum landsins, sem og sljómmálaflokkum. Pýramídaskipulag hefur viðgengist lengi í Evrópu og hafa sumar ijölskyldur náð úlegum yfirráðum með 4 slíku eignafyrirkomulagi. Tekin eru nokkur dæmi um pýramídaeignarhald í Evrópu.

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.