Vísbending


Vísbending - 21.01.2005, Blaðsíða 3

Vísbending - 21.01.2005, Blaðsíða 3
ISBENDING Uppbygging pýramída 3 C Dœmi um pýramídauppbyggingu Pýramídar hafa ekki elst rnjög vel í viðskiptafræðunum þó að þeir standi nokkuð heilsteyptir miðað við aldur í Egyptalandi. Pýramídaíjár- svindl eru svikaplott sem hafa skilið margan eftir gráti nær og leiddu næstum til borgarastyrjaldar í Albaníu. Jafnvel íslendingar hafa verið ginnkeyptir fýrir slíkum ævintýrum sem hafa gefið fyrir- heit um gull og græna skóga. Enginn nútimastjómandi lætur það spyrjast út lengur að pýramídaskipurit einkenni stjómskipulagið í fyrirtæki hans heldur teiknar hann flatbökur, kleinuhringi og spagettí-flækjur til að lýsa því hvemig völdum er dreift innan fyrirtækisins. Minna hefur hins vegar verið talað um pýramídaeignarhald fyrirtækja þrátt fyrir að leyndardómar slíkra pýramída ættu að vera umhugsunarefni fyrir sem flesta. Fyrirkomulagið Isíðastatölublaði Vísbendingarwarfjall- að um í hverju pýramídaeignarhald er fólgið (I íslenskum pýramída - 2. tbl. 2005). í stuttu máli snýst það um hvemig hægterað náyfirráðum í fyrirtækjum án þess að eiga með beinum hætti tilsvarandi hlut í þeim. „Pýramídaeignarhald felst í því að hafa ráðandi hlut í einu fyrirtæki (A) sem hefur ráðandi hlut í öðru fýr- irtæki (B) og svo koll (C) af kolli (D), sem þýðir í raun að ráðandi eignarhlutur í A veldur því einnig að viðkomandi hefúr yfirráð yfir D. Ef gert er ráð fýrir því að hluthafi eigi 50% í A sem á svo 50% í B og svo framvegis má sjá hvemig yfirráð og eignarhald ijarlægast hvert annað eftir því sem neðarkemur í keðjuna, þ.e. eigandinn í A á í raun einungis 25% í B og 12,5% C og þá 6,25% í D en engu að síður ræður hann yfir þeim öllum.“ Meðfýlgjandi mynd útskýrir þetta betur. Einnig eru til flóknari útfærslur sem gera það að verkum að það er erfitt að átta sig á hvemig er í pottinn búið, t.d. þegar margliðaeignarhaldi, krosseignar- haldi og leppum er blandað saman við hefðbundnar samsteypur móður- og dótt- urfýrirtækja. Þegar viðskiptaklíkur eða -blokkir óskyldra aðila verða að auki til (upphaflega miðuðust pýramídar við fjölskyldutengsl) og bankar em famir að leika stórt hlutverk verður myndin sem þyrfti að draga upp öllu flóknari. Þetta má til sanns vegar færa þegar tilraunir íslenskra blaðamanna til að teikna upp islensku viðskiptaveldin eru skoðuð. Pýramidinn erþarafleiðandi orðinn líkari köngulóarvef eða kannski öllu heldur íslenskri kjötsúpu. B1 Innra hlulfallið stendur jyrir rauneign fjölskyldunnar Uppbyggingin Yoshisuke Aikawa, stofnandi Niss- an í Japan, sagði að meginástæða fyrir tilvist pýramídaeignarhalds væri einfaldlega sú að fýrirkomulagið gerði það mögulegt að ná miklum yfirráðum án þess að þurfa að kosta til of rniklu af eigin fjármunum í hlutafé. Örlítið dæmi útskýrir þetta betur (sjá mynd). Ef við ímyndum okkurað öll fyrirtæki í dæminu séu að verðmæti 100 milljónir og fimrn- tán fyrirtæki em í viðskiptaveldinu væri heildarvirði fýrirtækjanna 1,5 milljarðar. Ef við reiknum með 50% hlutabréfaeign á milli fyrirtækja þá tryggir það að fjöl- skyldan sem á fyrirtæki A ræður yfir fýrirtækjaveldi sem er 1,5 milljarðarað virði. Þegarraunverulegteignarhald fjöl- skyldunnar í hverju fyrirtæki fyrir sig er reiknað út kemur hins vegar í ljós að fjöl- skyldan á einungis 100 milljónir í hverju þrepi pýramídans (0,5*100 +0,5*100 = 100 og 0,25* 100 + 0,25* 100 + 0,25* 100 + 0,25* 100 = 100 o.s.frv:) eða 400 rnillj- ónir alls. Að borga 400 milljónir fýrir yfirráð yfir 1,5 milljörðum er ekki slæint fyrirkomulag. l' Hlutfall eignayjirráda valdamestu ' l Jjiilskyldna í skráðum hlutabréfum *w> -----------------{------------ SC'% • - —....................; - _ — _ -------------------S-- b: Bronfman-fjölskyldan, sem er þó eiginlega einungis tveir bræður, hefur beitt pýramídaeignarhaldi til þess að ná yfirráðum yfir ótrúlegum fjölda fyr- irtækja, og er þá verið að tala um nokkur hundmð fýrirtæki. Kanadískirfræðiinenn fikmðusigniðureinnanga keðjunnarárið 2002 sem gaf eftirfarandi niðurstöðu: Broncorp-félag þeirra bræðra ræður yfir HIL með 19,6% hlut og HIL ræður yfir Edper Resources með 97% hlut, sem ræðuryfir Brascan Holdings (60%), sem ræður yfir Brascan (5,1%), sem ræður yfir Braspower Holdings (49,9%), sem ræður yfir Great Lakes Power (49,3%), sem á 100% í First Toronto Investment, sem ræður yfir Trilon Holdings (25%), sem ræðuryfirTrilon Financial (64,5%), sem ræður yfir Gentra (41,4%), sem á 31,9% í lmperial Windsor Group. Bronf- man-bræðurnir ráða þannig yfir Imperial Windsor Group þó að þeir eigi í raun einungis 0,03% f fyrirtækinu. Annað dærni er af hinni sænsku Wallenberg-fjölskyldu frá árinu 1999. Wallenberg-fjölskyldan hafði yfirráð í ABB, fjórða stærsta fyrirtæki Svíþjóðar. Yfirráðin vom fengin með því að I nvestor, semerkjamifjámiálaveldisWallenbergs- fjölskyldunnar, ræður yfir 43,1% hlut í Wallenberg Group, þar af 35,7% vegna mismunandi vægis hlutabréfa hvað varð- arrétttil aðkjósaá hluthafafúndi. Wallen- berg Group á svo43,l% hlut í Incentive, sem á 32,8% hlut í ABB. Með öðrum orðunr þá hefur Wallenberg-fjölskyldan yfirráð í ABB en á þó í raun einungis 5% í fyrirtækinu. Sænskir fræðimenn hafa reiknað út að Wallenberg-fjölskyld- an réði yfir um helmingi markaðsvirðis fyrirtækja í sænsku kauphöllinni í lok síðustu aldar, að langmestu leyti með pýramídaeignarhaldi. (Framhald á síðu 4) 3

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.