Vísbending


Vísbending - 08.04.2005, Qupperneq 2

Vísbending - 08.04.2005, Qupperneq 2
ISBENDING Tvöföld slagsíða WUt- Þorvaldur Gylfason SE,, prófessor '+plt Cst_____________________ að hefur verið slagsíða á skipan Alþingis frá fyrstu tíð, nema hvað. Þessi bjögun hefur verið íbúum dreifðra byggða landsins í hag og bitnað á þéttbýli. Þetta var með ráðum gert, og menn hafa ekki reynt að breiða yfir ásetninginn, enda hefði það ekki verið hægt. Það á ekki heldur að þurfa að vefj ast fyrir neinum, hverhöfúðuppspretta þess- ar slagsíðu hefur verið: kosningalögin eru hlutdræg. Þau hafa markvisst og frá fyrstu tíð sent hlutfallslega fleiri full- trúa á Alþingi úr dreifbýli en þéttbýli, enda réðu bændur lögum og lofum lengi framan af öldinni sem leið. Það var ekki fyrr en 2003, að suðvesturhom landsins, þar sem ríflegur og sívaxandi meiri hluti þjóðarinnar hefur búið um langt skeið, náði einnig meiri hluta á Alþingi í krafti nýrra kosningalaga. Þó vantar enn á það, að atkvæðamagn á hvern þingmann sé nú orðið jafnt í ólíkum kjördæmum, jafn- vel þótt kosningalögin hafi verið endur- skoðuð með reglulegumillibili einmitttil þess að draga úr misvægi atkvæðisréttar effir búsetu. Meðalatkvæðafjöldi á bak við hvern núverandi alþingismann er 2.907. Atkvæðamagnið er nú mest á bak við hvem þingmann í suðvesturkjördæmi (3.894) og minnst í norðvesturkjördæmi (1.871). Munurinn á atkvæðavægi þess- ara tveggja landshluta er m.ö.o. meira en tvöfaldur. Þetta er alkunna og þarfnast ekki frekari útlistunar. Þessi grein fjallar um annað. Hér er ætlunin að bregða birtu á aðra uppsprettu slagsíðunnar á skipan Alþingis fyrr og nú. Af þeim tveim meginreglum, sem almennt em notaðar í öðmm löndum til að skiptaþingsætum milli framboðslista að loknum kosningum, höfum við Islend- ingar kosið þá aðferðina, sem hneigist til að hygla stómm flokkum á kostnað minni flokka. Svo háttar til hér heima, að ámm saman voru stóm flokkamir - núverandi ríkisstjómarflokkar - dreifbýlisflokkar í þeim skilningi, að þeir höfðu tiltölulega meira fylgi til sveita en minni flokkarnir, sem sóttu fylgi sitt einkum í þéttbýlið. Af þessu leiðir, að úthlutunarreglan, sem hér hefur verið notuð, hefur í ofanálag verið dreifðum byggðum í hag á kostn- að þéttbýlisins. Þessu atriði hefúr ekki verið gefinn nægur gaumur í umræðum um kosningarog kosningalög. Reglumar tvær geta haft mikil áhrif, þegar menn telja upp úr kjörkössunum, eins og dæmi verður rakið um hér á eftir. Lög og stærðfræði Hverjar em þessar tvær meginreglur? Önnur úthlutunarreglan dregur nafn sitt af belgíska lögfræðingnum Victor d’Hondt (1841-1901), og hún erþeirrar gerðar, að hún hneigist til að mismuna kjósendum með því að hygla stórum flokkum á kostnað minni flokka. Stórir flokkar bera þvi jafnan nokkru hærra hlutfall fulltrúa úr býtum skv. reglu d’Hondts en atkvæðamagn þeirra gefur tilefni til, og litlir flokkar fá að því skapi færri sæti í sinn hlut. Þessi tilhneiging er einkum tilfinnanleg, ef fá sæti koma til skiptanna. Regla d’Hondts er notuð við úthlutun þingsæta m.a. í Austurríki, Belgíu, Finnlandi, Hollandi og einnig hér heima. Hin aðferðin er kennd við franska stærðfræðinginn André Sainte- Lagué (1882-1950), og hún hefur þann kost, að hún tryggirjöfnuð milli kjósenda fræðilega séð til langs tíma litið. Með þessu orðalagi er átt við það, að regla Sainte-Lagués tryggir fullt samræmi m i 11 i hl utfallskiptingar atkvæða og þing- sæta, þegar til lengdar lætur: ef haldn- ar væru þúsund kosningar með ámóta skiptingu atkvæða og tiltekinn flokkur fengi fjórðung atkvæða að meðaltali í þeim öllum, þá fengi hann því sem næst nákvæmlega fjórðutig þingsæta að meðaltali í kosningunum. Regla d’Hondts hefur ekki þennan tölfræðilega eigin- leika: henni gæti fylgt bjögun til hagsbóta fyrir stóra flokka, jafnvel þótt kosning væri endurtekin þúsund sinnum. Bjög- unin afvöldum reglu d’Hondts er jafnan ekki mikil í reynd, en hún getur samt verið talsverð, eins og sýnt er hér að neðan með nýju dæmi héðan að heiman. Aðferð Sainte-Lagués er notuð að hluta við útbýtingu þingsæta m.a. í Danmörku, Noregi og Svíþjóð. Báðar úthlutunarreglurnar hafa að sönnu bæði kosti og galla hvor um sig, svo sem við er að búast, úr því að sum samfélög kjósa vitandi vits að fylgja annarri reglunni og önnur fylgja hinni. Jöfúuður í úthlutun þingsæta er æskilegur að flestra dómi, það sjónarmið nýtur al- mennrar viðurkenningarnú orðið, skárra væri það, en önnur sjónarmið koma þó einnig til álita svo sem það, að margir smáflokkar kunna að sumra dómi að auka líkur á sundrungu. Ekki verður þó séð, a.m.k. ekki í fljótu bragði, að minna kveði að sundrungu og smákóngaveldi í stórum flokkum en litlum. Hvað sem því líður, hafa menn yfirleitt reynt að koma til móts við sundrungarsjónarmiðið með því að reisa þröskulda, þ.e. með því að úthluta þingsætum einungis til flokka, sem ná tilteknu lágmarksfylgi á landsvísu. Þröskuldamir em misháir eftir löndum: þannig þarf t.d. 4% fylgi á landsvísu til að koma manni á þing í Svíþjóð, 5% í Þýzkalandi (ogáþarraunar aðeins við um þann helming þingsæta, sem eru jöfnunarsæti) og einnig hér heima og 10% í Tyrklandi. Af þessu leiðir, að atkvæði greiddflokkum, sem ná ekki upp á þröskuldinn, detta niður dauð og skapa með því móti misræmi milli þingstyrks og raunvemlegs atkvæðamagns þeirra flokka, sem komast yfir þröskuldinn. Einföld lagabreyting Lítum nú á reikningsaðferðimar tvær. Reglu d’Hondts er lýst svo í 107. gr. kosningalaga nr. 24 frá 2000: „Til þess að finna hve margir frambjóðendur hafa náð kosningu í kjördæmi af hverjum lista skal fara þannig að: 1. Deila skal í atkvæðatölur listanna með (Framhald á síðu 3) Tafla 1. Úrslit alþingiskosninganna 2003 Regla d 'Hondts Regla Sainte-Lagués Kjórdæma- ssti Jófmmar- sæti Þmgsæti alls Kjördæma- sæti Jöfmmar- sæti Pinesæti alls Framsóknaxflokkurimi (B) 11 1 12 10 1 11 Sjálfstsðisflokkurmn (D) 19 3 22 17 4 21 Frjálslvndi flokkurirm (F) 2 2 4 6 0 6 Samfylkingm (S) 18 2 20 16 3 19 Vinstri hreyfmgÍQ - gxænt framboð (U) 4 1 5 5 1 6 Stjóniaiflokkar (B D) 30 4 34 27 5 32 Stjómarandstaða (S + F + U) 24 5 29 27 4 31 Sfórir flokkar (B + D S) 48 6 54 43 8 51 Litlir flokkir (F + U) 6 3 9 11 1 12 Alls 54 9 63 54 9 63 2

x

Vísbending

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.