Vísbending - 08.04.2005, Síða 3
ÍSBENDING
(Framhald af síðu 2)
tölunum 1, 2, 3, 4 o.s.frv. Útkomutölur
eru skráðar fyrir hvem lista.
2. Fyrsta kjördæmissæti fær sá listi sem
hæsta útkomutölu hefúr. Sú tala er síðan
felld niður. Annað kjördæmissæti fær
sá listi sem nú hefur hæsta útkomutölu.
Þessu skal fram haldið uns úthlutað hefur
verið jafnmörgum kjördæmissætum og
kjósa á, sbr. 2. mgr. 8. gr.
3. Nú erutværeðafleiri útkomutölurjafn-
háar þegar að þeim kemur skv. 2. tölul.
og skal þá hluta um röð þeirra.“
Um úthlutun j öfhunarsæta segir síðan
í 108. gr.: „Deila skal í atkvæðatölur
samtakanna með tölu kjördæmissæta
þeirra, fyrst að viðbættum 1, síðan 2, þá
3 o.s.frv. Útkomutölumar nefnast lands-
tölur samtakanna.“ Þannig birtist regla
d’Hondts í lagatextanum.
Væri regla Sainte-Lagues tekin upp í
staðinn fyrirreglu d’Hondts, myndi duga
að umskrifa lagatextann með því móti
einu, að í stað talnaranunnar í 107. gr. „ 1,
2,3,4 o.s.frv.“ kæmi „ 1,3,5,7 o.s.frv.“,
og í stað fyrri setningarinnar í 108. gr.
kæmi: „Deila skal í atkvæðatölur sam-
takanna með tvöfaldri tölu kjördæmissæta
þeirra, fyrst að viðbættum 1, síðan 3, þá 5
o.s.frv." Sem sagt: oddatölur alls staðar.
(Þörfin á að tvöfalda tölu kjördæmissæt-
anna í deilitölunum við úthlutun jöfnun-
arsæta á sér eðlilega skýringu. V æri talan
ekki tvöfölduð, myndi textinn þurfa að
hljóða svo: „Deila skal í atkvæðatölur
samtakanna með tölu kjördæmissæta
þeirra, fyrst að viðbættum 0,5, síðan 1,5,
þá 2,5 o.s.frv.“ Merkingin er alveg hin
sama. Ástæða þess, að fyrst er bætt við
hálfum skv. reglu Sainte-Lagués, er sú, að
það er lægsta talan, sem hægt er að hækka
upp í heilan og þannig koll af kolli.)
Dæmi um hreppsnefnd
Muninn á reglunum tveim í reynd
er auðveldast að sjá fyrir sér með
því að taka dæmi. Hugsum okkur hrepps-
nefndarkosningar, þar sem þrír listar
bjóða fram og fá 60 atkvæði (A-listi),
28 atkvæði (B-listi) og 12 atkvæði (C-
listi). Efhreppsnefndarsætin era fimm og
regla d’Hondts ernotuð, þá fær A-listinn
fyrsta sætið og einnig annað sætið, af því
að 60/2 = 30 er meira en 28 atkvæði B-
listans. B-listinn fær þriðja sætið út á sín
28 atkvæði, og A-listinn fær fjórða sætið,
afþví að 60/3=20 er meira en h vort heldur
16, sem er atkvæðafjöldi C-listans, eða
28/2 = 14 hjá B-listanum. A-listinn fær
loks fimmta sætið, af því að 60/4 =15
er meira en 14 hjá B-listanum og 12 hjá
C-listanum. Úrslitin era því þau, að A-list-
inn fær 80% sætanna í hreppsnefndinni
með 60% atkvæða. Minnihlutalistamirfá
20% sætanna með 40% atkvæða. Þann-
ig vinnur regla d’Hondts: hún tryggir
meirihlutaflokki meiri hluta sæta, og vel
það í þessu dæmi.
Hvemig færi, ef sætunum í hrepps-
nefndinni væri heldurúthlutað eftirreglu
Sainte-Lagués? Þá fengi A-listinn eftir
sem áður fyrsta sætið, og B-listinn fengi
annað sætið, þar eð 28 atkvæði B-listans
eru fleiri en 60/3 = 20 hjá A-listanum.
Þriðja sætið fengi A-listinn með 60/3
= 20 atkvæði á bak við sig, og fjórða
sætið og fimmta sætið fengju A-listinn
og C-listinn með 60/5 = 12 atkvæði að
baki sínum manni hvor um sig. Hér eru
því úrslitin þau, að A-listinn fær 60%
sætanna í samræmi við 60% kjörfylgi,
og minnihlutaflokkamir fá 40% sætanna
í samræmi viðsittkjörfylgi. Þannig vinn-
ur regla Sainte-Lagués í þessu dæmi.
Takið eftir því, að C-listinn með 12%
atkvæða fær 20% sætanna. Það er þó
minni mismunun í prósentustigum talið
en A-listinn nýtur skv. reglu d’Hondts í
dæminu í næstu efhisgrein á undan.
Tökum nú annað dæmi, þar sem
atkvæði skiptast þannig, að A-listinn fær
48 atkvæði og hinir listamir skipta með
sér hinum atkvæðunum 52 í hreppnum.
Eftir reglu d’Hondts fær A-listinn þá
meiri hluta í hreppsnefndinni, 3 sæti af
5, svo lengi sem annarhvorhinnalistanna
tveggja nær ekki 33% atkvæða. Þetta
stafar af því, að A-listinn er með 48/3 =
16 atkvæði á bak við sinn þriðja mann
skv. reglu d’Hondts, svo að annaðhvort
B-listinn eða C-listinn þarfþá 33 atkvæði
til að hafa 33/2 = 16,5 atkvæði á bak við
sinn annan mann. Ef hvorki B-lista né
C-lista tekst að ná 33% fylgi, þá fær A-
listinn 60% sætanna með 48% atkvæða á
bak við sig. Regla Sainte-Lagues dregur
úr líkum þess, að minni hluti atkvæða
tryggi A-listanum meiri hluta sæta i þessu
dæmi. Skv. reglu Sainte-Lagués dugir, að
annaðhvort B-listinn eða C-listinn fái 10
atkvæði (hinn listinn fengi þá42 atkvæði)
til að tryggja þeim i sameiningu meiri
hluta sætanna, því að nú eru 48/5 = 9,6
atkvæði á bak við þriðja mann A-listans
i stað 48/3 = 16 skv. reglu d’Hondts.
Það erhægt að hugsa sérönnurdæmi,
þar sem reglumar tvær leiða til nákvæm-
lega sömu niðurstöðu. Ef A-listinn fær
60 atkvæði og hinir listamir tveir fá 20
atkvæði hvor, þá næst fullurjöfnuóur eftir
báðum úthlutunarreglum: A-listinn fær 3
atkvæði og hinir tveir 1 hvor.
Alþingiskosningamar 2003
Hvað hefði komið upp úr kössunum
eftir alþingiskosningamar 2003, ef
reglu Sainte-Lagués hefði verið fylgt
ffekar en reglu d’Hondts? Tafla 1 sýnir
fjölda kjördæmakjörinna þingmanna og
íjölda jöfnunarsæta eftir flokkum skv.
báðum reglum. Regla d’Hondts vinstra
megin í töflunni lýsirnúverandi skiptingu
þingsæta milli flokka. Hér fá þrír stærstu
flokkamir48 kjördæmakjömaþingmenn
af 54, og tveir minnstu flokkamir fá 3
jöfhunarsæti af 9. Regla Sainte-Lagués
hægra megin í töflunni sýnir, aö stóru
flokkamir hefðu skv. henni fengið færri
menn kjöma í kjördæmum, eða 43 í stað
48, svo að öll jöfnunarsætin hefðu þá
fallið þeim í skaut. Munurinn á reglun-
um tveim lýsir sér m.ö.o. þannig við
okkar islenzku aðstæður: skv. reglu
d’Hondts sitja stóra flokkamir í fyrir-
rúmi við úthlutun kjördæmasæta, og jöfn-
unarsætin bæta litlu flokkunum muninn
að nokkru leyti, en regla Sainte-Lagués
snýr dæminu við og úthlutar kjördæma-
sætum fyrr til litlu flokkanna en regla
d’Hondts og bætir stóru flokkunum
(Framhald á síðu 4)
C Tafla 2. Tilfœrsla þingsœta íAlþingiskosningum 1971-2003, hefði regla Sainte-Lagues
verið notuð við úthlutun sœta í stað reglu d'Hondts
1971 1974 1978 1979 1983 1987 1991 1995 1999 2003
F ramsóknaiflolíkiirian (B) -1 -2 +i -2 -2 -1 0 0 -1 -1
SjáLfstæðisflokkurimi (D) 0 +1 0 0 0 -1 -1 -1 0 -1
Fijálsh’nái flokkuriim (F) - - - -- - ~ - - +1 -*-2
SamfylkingLn (S) - +i' - - - +b - +i3 0 -1
Alþýðuflokkurmii (A) 0 0 -1 +1 +1 0 0 0 - -
AlþýdubandalaEiö (G) +1 0 0 +j +1 +1 +1 0 - -
Vmstri hre>rfmgin - grænt framboé (U) ~ " ” ” ~ ” “ “ 0 +1
Stjómaiflokkai (B +• D) -l -1 +1 -2 -2 -2 -1 -1 -1 -2
Aðcir flokkar +3 +i -1 +2 +2 -t-2 +1 +1 +1 +2
1. Samtök frjálslyndra og vinstri manna. 2. Kvennalistinn. 3. Þjóðvaki.
3