Vísbending - 19.08.2005, Qupperneq 1
V
Vi k u
ISBENDING
rit um viðskipti og efnahagsmál
19. ágúst 2005
33. tölublað
23. árgangur
íslenska neysluþjóðin
Hagstofa íslands birti nýlega
rannsókn á útgjöldum heimil-
anna2001-2003. Þessiútgjalda-
rannsókn gefúr ágætar vísbendingar um
h vernig íslenska þjóðin lifir og eyðir pen-
ingunum sínum. Islendingar eru ríkir á
flesta mælikvarða og eyða peningunum
í samræmi við það.
Utgjaldadreifing
Einkaneysla er óvíða meiri en hér á
landi, eða um 16 þúsund Bandaríkja-
dalir á mann á ári. I Evrópu er hún einungis
hærri í Lúxemborg, 17 þúsund dollarar, en
í Bandaríkjunum erhún hærri en nokkurs
staðar annars staðar, eða um 23 þúsund
dollarar á mann á ári. Hvemig eyðir svo
íslenska þjóðin peningunum?
Samkvæmt 1.915heimilaúrtakiHag-
stofunnar er skipting neysluútgjalda eins
og sjá má á mynd 1. Langstærsti hlutinn
er vegna húsnæðis, hita og rafmagns,
eða 22,5%, en matur og drykkjarvörur
(15,2%), tómstundir og menning (13,9%)
og ferðir og flutningar (12,9%) em stærstu
útgjaldaliðirnir þar á eftir. Samanlagt
útskýra þessir fjórir þættir um 65% af
neyslu þjóðarinnar. Aðrir þættir vega
minna en það er athyglivert að áfengi
vegur um 3,7% af neysluútgjöldum en
menntun vegur hins vegar 0,6%. Astæða
þess er að ríkið niðurgreiðir menntun en
leggur gjöld á áfengi. Engu að síður er
Mynd 1. Hlutfallsleg skipting neyslu
íslenskra heimila
Hótel og veitinga5t. Aörar vörur og
5% 1 bjónusta Maturog
7% drykkjarvörur
15%
Afengi og tóbak
4%
Fö: og skór
5%
5%
Menntun
1%
Tómstundir og
menning
14%
Feröirog flutningar
13%
Husnæöi, hiti og
rafm.
22%
það umhugsunarvert af hverju heimilin
eyða ekki meira til menntunar, umfram
þá grunnmenntun sem er í boði ríkisins,
og segir þetta ýmislegt um forgangsröðun
þjóðarinnar.
Kjöt, gos og bús
Hagstofan á til skemmtilegar magn-
tölur á einstökum vörutegundum frá
árinu 1957 til ársins 2003. Samkvæmt
þeim tölum virðist kaífineysla að mestu
hafa staðið í stað áþessu tímabili, smjör-
notkun lítillega dregist saman og neysla
á eggjum tók stökk á áttunda og níunda
áratuginum en dróst svo verulega saman
á þeim tíunda. Samanburður á kjöt- og
fiskneyslu bendir til þess að matarvenjur
Islendinga hafi breyst talsvert frá því um
miðja öldina þar sem fisk- og kjötneysla
var jöfn. Síðan þá hefur kjötið haft vinn-
inginn og hefur kjötneysla aldrei verið
meiri en nú og er enn að aukast á sama
tíma og neysla á fiski virðist vera drag-
ast eitthvað saman. Verð, þægindi og
úrval ráða talsverðu um neysluhegðunina
sem endurspeglast kannski í þróun á kart-
öfluneyslu, sem hefur dregist saman um
helming þrátt fyrir að ýmsar kartöflu-
nýjungar hafi verið settar á markað á
undanfornum árum.
Tvennt vekur sérstaka athygli í tölum
um magnþróun á einstökum neysluvörum,
annars vegar samanburður á mjólkur- og
gosneyslu og hins vegar áfengisneysla.
Samanburður á mjólkurneyslu og gos-
neyslu sýnir að á sama tíma og gosneysla
hefur stöðugt aukist hefur mjólkumeysla
dregist saman, 1 íkast því að um staðkvæm-
ar vömr sé að ræða. Nú er svo komið að
Islendingar drekka jafnmikið af gosi og
þeir drekka af mjólk. Tölur um sölu á
lítrum af alkóhóli sýna að þjóðin eykur
stöðugt drykkjuna og drekkur að jafnaði
74% meira alkóhól núna (fimmfalt meira
í seldum lítrum áfengisdrykkja) en hún
gerði árið 1986. Efíslenska þjóðin erþað
sem hún í sig lætur þá draga kjöt, gos og
bús upp ágæta mynd af henni.
(Framhald á síðu 4)
Mynd 2. Neysla á kaffi, smjöri og
eggjum á mann frá 1957 (kg)
Mynd 3. Neysla á kjöti og fisk
á mann J'rá 1957 (kg)
Mynd 4. Neysla á mjólk og gosi
á mann frá 1957 (kg)
SÓSíððZISlSS
aaíBiiiOióiOO
Mytul 5. Neysla á alkahóllitrum
á mann frá 1980
1
íslendingar njóta þess sem
stendur ti 1 boða og það kem-
ur fram í neysluhegðun
þjóðarinnar.
2
Kynlífsþörfmannsinshefur Stjómendur Baugs hafa nú
komiðauglýsendumvelþar A formlega veriðákærðirfyrir
sem þeir geta alltaf notað fjársvikogíþvífelstákveðin
erótík til að ná athygli. Tlþ(ii)'tþa.
4
Framhald af forsíðugrein
þar sem neysla á Islandi er
borinsamanviðEvrópulönd
og Bandaríkin.