Vísbending - 19.08.2005, Síða 3
ISBENDING
A baug við lögin
Heimildarmaður Þorvaldar Gylfa-
sonar í háloftunum kann að hafa
haftréttfyrirsérþegarhannsagði:
„bráðum fellurstærsta bomba, semfallið
hefur á íslenzkt samfélag frá öndverðu"
og átti þá við ákærur ríkislögreglustjóra
gegn Baugi. Ymislegt í ákæruatriðunum
hljómar eins og að „hentisemin“ hafi
stundum ráðið ferðinni í sjóðs- og bók-
haldsmálum félagsins frekar en að farið
hafi verið eftir ströngustu reglum. Engu
að síður er erfitt að sjá hvaða „bomba“
er falin í efnisatriðum ákærunnar þó að
ásakanir um fjár- og skattasvik séu alvar-
legar. 1 samanburði við olíumálið erþetta
meira eins og hurðarsprengja. „Bomban“
kann hins vegar að vera af öðrum toga
og felast í umbrotum kerfisins en óvíst
er hvort það springur eða lappast niður,
þ.e. hvort að það er misnotað af hálfu
fámennrar valdaklíku eða hvort það er
úrræðalaust gagnvart yfirgangi hinna
gráðugu.
Mannorðsmorð?
jaldan hefur ástleysi tveggja manna
hvors til annars verið eins vel auglýst
og í tilviki Davíðs Oddssonar og Jóns As-
geirs Jóhannessonar. „Mannorðsmorð“
á báða bóga eru hætt að vekja sérstaka
athygli eða hafa einhverja þýðingu.
Þannig er nýjasta útspil Baugsfeðga, að
líkja stjómarháttum á Islandi við stjóm-
arhætti Mugabes í Simbabve, dæmi
um stórkarlalegar og afar ósmekklegar
upphrópanir sem hafa einkennt þessi
samskipti. Aróðursstríðið í fjölmiðlum
minnir þannig á gamla brandarann um
hróp tveggja manna þvert yfir stóra sal inn
í Háskólabíói. Sá fyrri kallaryfir salinn:
„Sæll Jón, hvenær slepptu þeir þér út
af Hrauninu?“ og hinn síðari svarar um
hæl: „Nei, blessaður Davíð, ertu hættur
að lemja konuna þína?“ Ásakanirnar eru
þess eðlis að það er erfitt að bera þær af
sér nema fólk sjái hversu illkvittnar og
kjánalegar þær eru.
Málsvöm þeirra Baugsfeðga er að
þessi óvild hafi farið út í þær öfgar að
ríkislögreglustjóra hafi verið att út í að
finna upp sakir á þá til þess að brjóta
mætti upp Baugsveldið. Þetta verður að
teljast ein ofsalegasta samsæriskenning
sem hefur verið sett fram lengi en það
þýðir ekki endilega að hún sé með öllu
ósönn. Þó er ólíklegt að nokkurn tímann
muni finnast gögn eins og í grænmetis-
og olíumálinu sem geta stutt þessar full-
yrðingar. Það er kannski heldur ekki
keppikefli þeirra feðga heldur að skapa
untræðu um uppruna og tilgang ákærunn-
ar. Ólíklegt er þó að það hafi mikil áhrif á
niðurstöðu málsins þó að dómskerfið sé
ekki endilega þar með sagt ósnertanlegt
fyrir áhrifum áróðurs og valdabaráttu.
Með þessari málsvöm gætu Baugs-
feðgar verið að skjóta sig í fótinn þar
sem samsæriskenningin verður afar reyf-
arakennd ef þeim tekst ekki að sanna
sakleysi sitt fyrirdómstólum, sérstaklega
ef á að draga dómskerfið inn í kenning-
una. Á hinn bóginn krefst þetta þess að
dómskerfið þarf að finna þá feðga seka
um alvarleg og stórfelld brot svo að rétt-
læta megi þá meðferð sem málið hefur
fengið. Ef þeir verða dæmdir saklausir
eða einungis sekir um smávægileg brot
er staða þeirra, h vað varðar skaðabótamál
gegn ríkinu, afar vænleg.
Með því að draga nafn Davíðs inn
í þessa umræðu er eins og verið sé að
leggja annars vegar mannorð hans undir
á móti mannorði þeirra feðga þar sem
niðurstaða málsins verður „morð“ á öðru
hvoru þeirra.
Gegn græðginni
Iviðtali við Vísbendingu (51. tbl. 2003)
fyrir tæpum tveimur árum lýsti Davíð
Oddsson, þáverandi forsætisráðherra,
áhyggjum sínuni af stofnanakerfinu: „Það
er ekki vafi á því að eftirað markaðurinn
varð frjáls og viðskiptaleg landamæri
nánast hurfu þá eru þær stofnanir hér sent
eiga að sjá til þess að lögum og reglum
sé fylgt, s.s. Fjármálaeftirlitið, Ríkis-
lögreglustjóri, Skattrannsóknarstjóri,
Skattstofa og slíkir aðilar, mjög á eftir
tímanum. Þeir sem starfa á markaðin-
um eru afar fljótir að finna nýjar leiðir
sem hið gamla kerfi veit varla út á hvað
ganga. Eftirlitsaðilamir halda bara áfram
að eltast við tuttugu og fimm kallinn hér
og þrjátíu kallinn þar hjá Jóni og Gunnu
sem er mjög ósanngjarnt ef það er síðan
raunin að stórar upphæðir fljóta framhjá
eftirlitinu. Ekki þannig að ég vilji að
menn séu að eltast við alla hluti og gefa
sér fyrirfram að menn séu að fara út
fyrir öll mörk. Það er samt enginn vafi
að þessi tilbrigði eru til eins og í hinum
stóru skattamálum, þar sem rnenn eru
að reyna að fela þetta allt saman með
tengslum sínum við útlönd. Þeir ganga
á svig við allar þær reglur sem hér gilda
afþví að eftirlitsstofnanirnareru litlarog
fámennar og hafa ekki náð að fylgjast
eins hratt með breytingum og þeir sem
starfa á markaðinum.“
Þetta er sennilega kórrétt greining
hjá Davíð á hinu íslenska stofnana-
kerfi, flestir sérfræðingar hafa fyrir
margt löngu áttað sig á að það er eng-
an veginn í stakk búið til þess að mæta
þörfum nútímaþjóðfélags. Það er ókostur
smáríkisins að það er erfitt að halda úti
öflugum og skilvirkum stofnunum sem
þjónaþví hlutverki sem samfélagið æskir
af þeim. Skilaboðin voru einnig skýr, það
var kominn tími til að leggja áherslu á
stórfiskana í stað þess að vera í stöðug-
um eltingarleik við smáfiska. Olíumálið,
Baugsmálið og sú herör sem ríkið virðist
ætla að skera upp gegn erlendum eignar-
haldsfélögum bendir til þess að það sé
mjög ákveðin stefnubreyting að eiga sér
stað í stofnanakerfinu. Þetta eru án vafa
breytingar sem eru Davíð að skapi en i
fyrmefndu viðtali sagði hann: „Eg vil að
lögreglan sé ekki að skipta sér af málum
nema ástæða sé til en þá verða menn líka
að gera það almennilega og fylgja því
fast eftir og ekki gera mannamun í þeim
efnum og taka bara litlu kallana alla tíð.
Með sarna hætti vil ég að skattalögin séu
skýr og klár, rnenn séu sem allra mest
látnir í friði og þeim treyst en j afnframt að
skattayfirvöld gefist ekki upp að eiga við
þá sem geta ráðið her endurskoðenda og
lögfræðinga ti 1 að verja sig og eru j afnvel
svo yfirþyrmandi öflugir að stofnanimar
ráða ekkert við þá.“
Það versta sem getur gerst í réttarkerfi
erþegar saklausireru dæmdir sekir. Þará
eftir er þó fátt verra en réttarkerfi þar sem
sumir geta keypt sigút úr stórfelldum lög-
brotum þótt minni kallar séu húðstrýktir
fyrir miklu vægari brot.
Spillingarbælið
etta mál hefúr ekki dregið upp glæsi-
lega mynd af Islandi. Á aðra höndina
er Island spillingarbæli þar sem fámenn-
ur hópur peningamanna getur gert hvað
sem þeir vilja og jafnvel stjómað al-
menningsálitinu með því að eiga eigin
áróðursmaskínur. Á hina höndina er Island
spillingarbæli þar sem fárnenn pólitísk
valdaklíka gerir það sem henni sýnist og
fer með sameignir þjóðarinnar eins og
henni hentar. Báðarþessar myndir stangast
talsvert á við þá mynd sem hingað til hefúr
verið dregin upp af Islandi sem ávallt er
meðal siðprúðustu landa í alþjóðlegum
könnunum og fyrirmynd annarra þjóðfé-
laga hvað varðar jafnræði og réttlæti. Það
hlýturþvíað veratalsverðurandlitsmissir
ef önnur hvor spillingarmyndin reynist
raunsannari lýsing en hvítþvegin ásjónan.
Verst er náttúrulega ef ásakanimar á báða
bóga em réttar en þá er ísland nær því að
vera á við Nígeríu hvað spillingarmálin
snertir. Það er vissulega „bomba“.
3