Vísbending


Vísbending - 19.08.2005, Page 4

Vísbending - 19.08.2005, Page 4
ISBENDING ^ Mynd 6. Samanburður á tœkjaeign í nokkrum löndum (% afheimilum) island Bandarikin * O E c S •o s s u. ■o I ea Íft n Italía Holland c c i m « •o j2 ‘> </) Svlss -o c « I CQ Sjónvarp 98 98 98 95 97 98 95 98 97 93 98 Pvottavél 92 90 74 88 88 96 89 67 72 78 88 Myndbandstæki 84 83 63 35 42 25 50 40 48 41 69 Örbylgjuofn 80 86 31 19 36 6 22 9 37 15 48 Tólva 80 40 3D 20 20 14 25 11 29 23 25 Purrkari 41 82 30 12 17 10 27 5 18 27 32 Uppþvottavét 56 53 36 32 34 18 11 11 31 32 11 (Framhald afsíðu 1) Stórt húsnæði Samkvæmt neyslukönnun Hagstof- unnarbýr hin venjulega íslenska fjöl- skylda í 118 fermetra húsnæði með fjórum herbergjum. Meðalíjöldi i fjölskyldu er 2,6einstakIingarogþarafleiðandi erfer- metraíjöldi húsnæðis á hvern Islending um 45 fermetrar. Þetta eru mikil um- skipti þegar torfbæimir sem Islendingar bjuggu í við upphaf tuttugustu aldarinnar eru skoðaðir. Þetta er líka heldur stærra húsnæði en aðrir Evrópubúar eru vanir fskv. skýrslu frá Heritage Foundation). I Evrópu er meðaltalið 37 fermetrar og meðalijölskyldan, sem er 2,5 einstak- lingar, hefur 91 fermetra til ráðstöfunar. Með öðmm orðum, íslenska ijölskyldan hefur 30% meira pláss en meðalfjölskyld- an í Evrópu og hver einstaklingur um 22% meira húsnæði. í samanburði við Bandaríkjamenn búa íslendingar hins vegar þröngt en meðalijölskyldan þar, sem er 2,6 einstak- lingar, hefúr 174 fermetra til ráðstöfunar og hver einstaklingur þar með um 67 fermetra, sem er 49% stærra húsnæði en hver íslendingur býr í. Fermetrafjöldi á hvem íbúa á Islandi er engu síður mikill og svipaður því sem gerist annars staðar á Norðurlöndunum en í Danmörku er stærðin um 52 fermetrar á hvem íbúa en 43 fermetrar í Svíþjóð miðað við tölur frá árinu 2000. Tækjaæði Islenska þjóðin á mikið af tækjum samkvæmt neyslukönnun Hagstof- unnar. Næstum öll heimili hafa isskáp (98,6%), sjónvarp (97,6%), heimilissíma (92,4%) og þvottavél (91,8%) og bíll (87%), myndbandstæki (84,4%), farsími (84,6%), örbylgjuofn (80,1%) og tölva (79,8%) eru einnig staðalbúnaður á heim- ilum. Mikill meirihluti heimilahefureinn- ig frystiskáp (66,8%) og uppþvottavél (56,4%). Mynddiskaspilari (41,6%), þurrkari (41%), leikjatölva (25,5%) og myndbandsupptökuvélar (23,4%) eru heldur ekki óalgengar á heimilum lands- manna. Þessi tækjagleði heimilannaerþó ekkert sjálfsögð enda minnir hún ólíkt meira á bandarískheimili en evrópsk (sjá mynd 6). Jafnvei hinNorðurlöndin standa okkur talsvert að baki í tækjasöfnuninni og fá lönd í heiminum nálgast íslendinga í tölvueign. lslendingar eru greinilega fljótir að tileinka sér nútímatækni og þægindi á heimilum landsins. Neysluþjóðin Islendingar eru ríkir og þeim finnst gaman að eyða peningum. Þjóðin býr rúmt, ertækjaóð og neytirþess sem henni finnst gott. 1 flestum tilvikum hefur hún efni á þessum lífsstíl en það er þó spurn- ing hvort hún geti viðhaldið honum tii lengri tíma í ljósi þess hve skuldsetning heimilanna er mikil. Þrátt fyrir stökkið frá örbirgð til allsnægta virðist þjóðin þó enn vera óseðjandi. Myml 7. Stcerð meðalhúsnæðis á mann í nokkrum löndum (fermetrar) Sandarikin Danmörk Lúxemborg island Sviþjöð Þýskaland Evrópa Finnland Bretland írtarvd Portúgal Vísbendingin Efnisatriði ákærunnar á hendur stjómendum Baugs voru sennilega ekki eins alvarleg og margir óttast, og aðrir vonuðust til. í versta falli sýna þau að stjómendurnir eru stórir smákrimmar en ekki stórglæpamenn. Ymislegt hefur verið tínt til sem margir aðrir í íslensku viðskiptalífierusennilegaeinnigsekirum. Margt af þessu eru bölvaðir ósiðir í fyrir- tækjarekstri og eiga þar ekki heima. Þetta erþvígotttilefni íyriraðrastjómendurog eigendur íslenskra fyrirtækja að hugsa Vsinn gang._____________________________J Litlir seppar Grundvöllurinn undirrökfræði nútím- ans er að ákveðnir hlutir séu svo sannir að allir viðurkenni þá. Um þá þarf ekki að rökræða. Þannig er það til dæmis þannig öllum er ljóst að sólin kemurupp á morgnana og sest á kvöldin. H in eðlilega skýring á þessu er sú að sólin snúist i kringum jörðina. Þegar lögð vom fram rök um að þessi skýring væri röng voru menn lengi að viðurkenna það. Skoðanir manna á því hvað væri rétt i málinu fóru saman við stjórnmálaskoðanir þeirra á þeim tírna. Þeir sem trúðu í blindni á forsjá kaþólsku kirkjunnar aðhylltust þá kenningu að jörðin væri flöt og sólin sner- ist í kringum hana. Rök skiptu ekki máli. Kirkjan hafði útbreiddasta fjölmiðlanet allratíma til þess að haldakenningu sinni á lofti. A endanum voru það samt rökin sem sigruðu og nýr sannleikur varð til. Vegna þess hve langt vísindin hafa náðhættirokkurtil að brosa að forfeðmm okkar fyrir fávisku þeirra og heimsku. En hefur margt breyst? Enn þann dag í dag virðast menn geta leikið á almenn- ingsálitið eins og fiðlu. í Bandaríkjun- um er það svo að 80% svertingja telja að O.J. Simpson hafi ekki drepið konu sína, 90% hvítra telja að hann hafi gert það. Göbbels, áróðursmálastjóri Hitlers, sagði að ef lygin væri endurtekin nógu oft yrði hún sannleikur. Auðvitað er ekki þar með sagt að allur áróður sé lygi. Grund- völlurinn undir heilbrigð skoðanaskipti er að fjölmiðlar séu frjálsir og að þeir fylgi ákveðnum grundvallarreglum. Þeg- ar ekki er hægt að treysta ljölmiðlum lengurerþjóðfélagiðíhættu. Samagildir um stjómvöld. Það er mjög alvarlegt ef stór hluti þjóðarinnar treystir ekki lög- reglu og yfirvöldum. Alitaefni fara fyrir dómstóla og dómstólar eiga að dæma að lögum. Það eru ekki rök um sekt eða sakleysi eins að annar kunni líka að hafa brotið af sér. Maður sér í anda Franklín Steiner segja lögreglunni: „Látið mig í friði þangaðtil þiðeruðbúnirað rannsaka söluna á ríkisbönkunum!" Menn verða að bera ábyrgð á verkurn sínum og fara að lögum. Allir hafa trú á héraðsdómi í Baugsmálinu. Bíðum dóms hans. - bj ý'Ritstjóri og ábyrgöarmaöur: Eyþór Ivar Jónsson. Útgefandi: Heimur hf., Borgartúni 23, 105 Reykjavík. Sími: 512-7575. Myndsendir: 561-8646. Netfang: visbending@talnakonnun.is. Málfarsráðgjöf: Málvlsindastofnun Há- skólans. Prentun: Gutenberg. Uppiag: 700 eintök. Öll réttindi áskilin. © Ritið má ekki afrita án leyfis útgefanda. 4

x

Vísbending

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.