Vísbending - 07.10.2005, Qupperneq 4
V
ISBENDING
(Framhald af siðu 3)
asta og fátækasta fimmtungsins, þá er
Gini-stuðullinn40einsogí Bandaríkjun-
um. Reglan er þessi: tíu stiga hækkun
Gini-stuðulsins helzt nokkum veginn í
hendur við tvöfoldun 20/20 hlutfallsins.
Rétt er þó að hafa það hugfast, að 20/20-
hlutfallið er nálgun og breytist t.d. ekki,
þótt tekjur færist til innan fimmtunganna
tveggja, en við það myndi Gini-stuðullinn
þó breytast.
Samt er hægt að ráða tekjuhlutfall
ríkasta og fátækasta fimmtungs mann-
fjöldans nokkum veginn beint af Gini-
stuðlinum og öfugt. Hlutfall ráðstöfun-
artekna ríkasta og fátækasta fimmtungs
mannfjöldans á Islandi 1995 var 2,5 og
svarar til Gini-stuðulsins 21. Ráðstöfun-
artekjuhlutfall ríkasta ogfátækastafimmt-
ungs mannfjöldans 2004 var komið upp
í 4,6 - og má af því ráða, hversu dregið
hefur sundur með ríkum og fátækum
undangenginn áratug. Þessi umskipti
hafa átt sér stað flestum að óvörum, enda
hefur aðgengilegum upplýsingum um
tekjuskiptingu ekki verið til að dreifa.
HaldiGini-stuðullinnhérheimaáfram að
hækka um heilt stig á hverju ári eins og
hann hefur gert síðan 1995, þá verður hann
með sama áframhaldi kominn upp fyrir
Gini-stuðul Bandaríkjanna eftir ellefu ár,
og þar er ójöfnuður í tekjuskiptingu nú
meiri en annars staðar á OECD-svæðinu
eins og jafnan fyrr. Þessi þróun er um-
hugsunarefni m.a. vegna þess, að nýjar
rannsóknir hagfræðinga benda til þess,
að ójöfnuður geti dregið úr hagvexti til
langs tima litið.1
Betri skýrslur, takk
Meðan hún var og hét, reiknaði
Þjóðhagsstofnun Gini-stuðla fýrir
ísland, en nú er hún ekki lengur til, svo
að handhægar upplýsingar um þróun
tekjuskiptingar á Islandi er hvergi að
finna í opinberum skýrslum. Það er því
fengur í fýrirspurn Sigurjóns Þórðarsonar
á Alþingi og í svari fjármálaráðherra við
henni, enda þótt ráðherra hirti ekki um
að svara þeim hluta fyrirspurnarinnar,
sem snerist um væntanleg áhrif nýlegra
skattalagabreytinga á tekjuskiptingu.
Þegar Þjóðhagsstofnun hélt þessum
tekjuskiptingartölum lil haga, sýndu
þær, að tekjuskipting á Islandi var með
jafnasta móti á heimsvísu, jafnari en ann-
ars staðar á Norðurlöndum, ef eitthvað
var. Svar fjármálaráðherra við fyrirspurn
þingmannsins sýnir þó, að svo er ekki
lengur. Nú er tekjuskiptingin á Islandi
orðin mun ójafnari en annars staðar
um Norðurlönd, eins og fram kemur á
mynd 2 og einnig í athugunum Stefáns
Olafssonar prófessors (Islenska leiðin,
1999) og nokkrum prýðilegum blaða-
greinum Guðmundar Arnar Jónssonar
verkfræðings. Ójöfnuðurinn hér virðist
enn fara vaxandi. Það nær engri átt, að
þingmenn stjómarandstöðunnar þurfi að
toga svo mikilvægar upplýsingar með
töngum út úr stjórnvöldum. Þessar upp-
lýsingar þurfa að vera öllum aðgengilegar
í opinberum skýrslum.
Það er því brýnt, að Hagstofan eða
fjármálaráðuneytið reikni og birti tölur
um tekjuskiptingu aftur í tímann bæði
meðjöfnunaráhrifúm skatta- ogtrygginga-
kerfisins og án þeirra til samanburðar.
Stjómvöld þurfa jafnframt að sjá til þess,
að tölurnar um tekjuskiptingu og þróun
hennar gegnum tímann séu aðgengileg-
ar í hagskýrslum og nái inn í alþjóðleg
gagnasöfn, t.d. hjá Alþjóðabankanum
og Sameinuðu þjóðunum. Þessu verki
þarf síðan að halda áfram, svo að fólkið
í landinu geti eftirleiðis án mikillar fyr-
irhafnar fýlgzt sem gerst með því, sem
er að gerast í þjóðfélaginu.
1. Sjá t.d. ritgerð höfundar „Menntun, jöfnuður og hagvöxt-
ur,” sem birtist í Vísbendingu í þrem hlutum 8., 22. og 29.
júní 2001.
(Framhald af síðu 2)
viðskiptalífaldrei verið í „betri“ verðbólu
en akkúrat núna (sjá 22. tbl. Vísbending-
ar) þó að það sé í sjálfú sér umdeilt.
Hegðun hliðvarða, stjórncndaogfjár-
festa á I sland i hlýtur þó að vera áhugaverð
í ofangreindu samhengi. Þegar verð hluta-
bréfa féll hratt í Kauphöll Islands um miðj-
an septembermánuð, sennilega vegna
þess að einn ífeyrissjóðurinn ákvað að
selja eitthvað af innlendu verðbréfasafni
sínu, boðaði Landsbankinn ti I fundar sem
nefndistEkkifai'aá taugum, Guðmundur
þar sem lagt var mat á áhættuþætti í hag-
kerfinu. Niðurstaðan var að fjárfestar eigi
ekki að fara á taugurn. Þeir ættu þó að
velta fýrir sér hlutverki og áreiðanleika
h I iðvarða á Islandi, þvi hvort stjórnendur
og kjölfestufjárfestar séu I íklegir til þess
að vilja blása upp árangur fyrirtækja sinna
og hvort þeir sjálfir séu að gera sig að
„meira-fífli“ þegar þeir ættu hugsanlega
að vera að fara á taugum.
( Vísbendingin )
QJ tundartíska (e. fad) er merkilegt (ýr-x
U irbæri sern byggist á öflugri hjarðar-
hegðunalmennings. Síðastadæmiðersen-
nilega Atkins-megrunarkúrinn sem náði
svo miklum vinsældum í Bandaríkjunum
að það er talið að 30 milljón manns hafi
farið eflir kúmum árið 2003 þar í landi.
Stundartískan er þess eðlis að hrapið er
jafnhrikalegt og flugtakið. Framleiðslu-
fyrirtækið Atkins-Nutritionals varð
gjaldþrota í sumar og sjálfur fékk heilsu-
fræðingurinn hjartaáfall fýrir aldur fram.
Þannig endaði sú heilsubylting._
Aðrir sálmar
r \ Húsleit! r A miðvikudagskvöld var það aðalfrétt /“Vríkisútvarpsins að lögregla hefði gert húsleit hjá nokkrunt aðilum, hér á landi, í Bretlandi og jafnvel víðar um Evrópu, vegna umfangsmikils fjársvikamáls. Nafn fyrirtækisins sem í hlut átti var ekki nefnt og samstundis urðu allir farsímar rauðglóandi meðan menn reyndu að finna út um hverja væri að ræða. Mörg nöfn voru nefnd, nöfn nánast allra sem tengj ast eitthvað viðskiptum við útlönd, en enginn þótti augljós sökudólgur. Peningaþvætti og annars konar svik sem nefnd vom þóttu benda til þess að þetta hlytu að vera einhverjir sem stæðu í umfangsmiklum viðskiptum. En enginn vissi neitt. Þetta vekur mann til umhugsunar um það hvort nafnleynd eigi rétt á sér í slíkum fréttum. Um leið og fréttin er sett fram, án þess að segja um hverja er að ræða, er varpað gmn á fjölmarga sem ekki tengjast rannsókninni á nokkum hátt. Þess vegna hlýtur það að orka rnjög tvímælis að setja fram fréttir með slíkum hætti. Um einum og hálfum tíma síðarhafði einn heimildar- maður minn grafið það upp að þetta væm bara„einhverjirgúbbar“ sem væm grunaðir um að hafa átt ýmis vafasöm viðskipti með félögum sínum víða um Evrópu. Loftið fór strax úr fféttinni. Um leið vaknaði spum- ingin um það h vort þetta skýrði hvers vegna nafitið varekki gefið upp strax. Einfaldasta skýringin er sú að fréttastofan hafi ekki vitað um hvaða fýrirtæki var að ræða en óneitan- lega vaknar gmnur um að hugmyndin hafi verið sú að skapa eftirvæntingu eftirnæsta fréttatíma, líkt og Fréttablaðið gerði með tölvupóst Jónínu. Annars er það merkilegt að eftir því sem húsleit er oftar beitt þeim mun minna mál finnst almenningi hún vera. Fyrir örfáum ámm var húsleit talin jafngildasekt. Núnaerhúntalineinn liðurí rannsókn sem ekki erendilegajafngild sekt eins og áður var gjarnan talið. Loks vakti það athygli þegar Morgunblaðið sagði frá því að lögreglumenn hefðu komið ffam af mikilli fagmennsku í málinu. Fyrirörfáum ámm taldi lögreglan að við húsleit ætti að taka öll skjöl úr húsum, burtséð frá því hvorl nokkur ástæða var til þess að tengja þau rannsókninni eða ekki. - bj V y
f Ritstjóri og ábyrgðarmaöur: ^ Eyþór ívar Jónsson. Útgefandi: Heimur hf., Borgartúni 23, 105 Reykjavík. Simi: 512-7575. Myndsendir: 561-8646. Netfang: visbending@talnakonnun.is. Málfarsráðgjöf: Málvísindastofnun Há- skólans. Prentun: Gutenberg. Upplag: 700 eintök. Öll réttindi áskilin. © Ritið má ekki afrita án leyfis útgefanda.
4