Vísbending


Vísbending - 09.12.2005, Blaðsíða 3

Vísbending - 09.12.2005, Blaðsíða 3
ISBENDING Hvaðan koma peningamir? Þórður Friðjónsson liagfræðingur Tftere does the money comefrom ? 1/1/ Þessi spuming sprettur fram aft- T V ur og aftur þegar erlendir gestir virða íyrir sér kennileiti í íslensku efna- hags- og viðskiptalifi. Oft lúrir hún á bak við til að byrja með en fyrr en varir halla gestirnir sér fram á borðið, með ákveðið blik í augunum sem gefur til kynna að nú sé komið að kjarna málsins, og spyrja þessarar spurningar. Það er jafnan gaman að fylgjast með þessu ferli og sjá hvemig menn bera sig að. Sumir eru frakkari en aðrir og einn og einn kemst í raun aldrei alla leið. En h vaðan koma peningarnir? Flvert er rétta svarið við umræddri spumingu? Oft er eins og okkar ágætu erlendu viðmælend- ur eigi von á einhverju einföldu svari, eins og til að mynda að maður nefni eitthvert eitt land eða bara játi si svona að þetta sé eitthvað dularfullt hjá okkur. Stundum birtasthugsanirgestanna í skemmtilegum myndum. Þannigspurði sænskurdálkahöf- unáuvArdetguldfiskmandranmfdrtideni den islanska vattnen? (Svenska Dagbladet 29/04/05) og danskur blaðamaður sagði svo frá: Islands erhversliv har taget ved at lœre aflandets beromte geysere, men i stedetfor atsprojte vand har islœndingene fundet metoden til at sprojte guld ud i samfundetsokonomien (Börsen 17/03/05). Staðreyndin er hins vegar sú að svarið er ekki einfalt og rúmar reyndar töluvert mismunandi sjónarmið. Enguaðsíðurtel ég engan vafa leika á því að grunnurinn felst annars vegar í hagfelldum skilyrðum og hins vegar í viljanum til að nýta sér tækifærin sem þau bjóða. Hagfelld skilyrði Asíðustu tíu til fimmtán árum hefur umgjörð efnahags- og viðskiptalífs á Islandi tekið stórfelldum breytingum. Þetta á bæði við um stjóm efnahagsmála og innviði hagkerfisins. A báðum þessum sviðum hafa verið gerðar miklar umbætur. Stjóm efnahagsmála er mun traustari og nútímalegri en áður þegar ör verðbólga einkenndi efnahagslifið. Til marks um það er óháður Seðlabanki sem hefur það markmið að hafa hemil á verðbólgu og jafnan betri afkoma ríkissjóðs og lækkandi skuldir hans. Fyrir vikið hefur böndum verið komið á verðbólgu og i aðalatriðum ríkir stöðugleiki á verðlagssviðinu. Innviðimir hafa einnig verið treystir og færðir til samræmis við það sem best gerist annars staðar. Ein myndbirting þess er að almennt er Island nú meðal efstu þjóða í alþjóðlegum samanburðarathugunum um samkeppnishæfi, frelsi í viðskiptum og aðra þætti sem þykja skipta máli fyrir vel skipu- lagt hagkerfi. Fyrir umbreytingaskeiðið var ísland að jafiiaði neðarlega í slíkum athugunum. Upphaf breytinganna má að sönnu rekja til aðildar okkar að Evrópska efnahagssvæðinu í byijun síðasta áratugar sem fól meðal annars í sér að komið var á frelsi í fjánnálaþjónustu og síðareinkavæð- ingu ríkisbankanna. Einkavæddir bankar hafa reynst öflugt tæki í umbreytingum í viðskiptalífinu ogútrás íslenskra fyrirtækja til annarra landa. Kauphöll Islands hefúr einnig leikið mikilvægt hlutverk í útrásinni með því að skapa vettvang fyrir fyrirtækin til að afla fjár á markaði. Þetta tvennt, bætt hagstj óm og umbæt- ur á gerð hagkerfisins, hafa skapað góð skilyrði til vaxtar og viðskiptalífið hefur nýtt sérþau til að sækja fram. Þannig hefur hagvöxtur til að mynda að jafnaði verið tvö- til þrefalt meiri á íslandi en í Evrópu Vöxtnr 10 stœrstn félaganna i Kaupltöllinni margfeldi af gildum ársins 1999 Eignir (1999-2005) Starfsfólk (1999-2005) Tekjur (1999-2004) Hagnaður (1999-2004) síðustu tíu árin. í þessu felst að umfang efnahagsstarfseminnar hefur aukist um 20-30% meira hér á landi en í Evrópu á umræddu árabili. Og horfumar um vöxt á næstu ámm em einnig prýðilegar. En útrásin... J^etta ergottsvo langtsem það nœr, segj a -/''okkar erlendu viðmælendur. Hugur þeirra er greinilega við útrásina og einstök dæmi í því efni. Hvemig geta Islendingar keyptfyrirtæki útumallanheim íjafhríkum mæli og raun ber vitni? Hvaðan kemur fjármagnið í útrásina? Er að vonum að þessi þáttur hafi vakið athygli í erlendum ijölmiðlum. Vöxtur útrásarfyrirtækjanna með kaupum á erlendunt félögum hefur verið gríðarlegur, eins og sjá má á mynd sem fylgir hér með. Sem dæmi hafa tekjur tíu stærstu félaganna í Kauphöll Islands tífaldast á síðustu fimm ámm og afkoman hefúr þróast í hátt við það. Fjöldi yfirtekinna fyrirtækja nemur mörgum tugum og em sunt þeirra mjög þekkt meðal almennings í heimalandinu - og j afit vel víðar. Það kemur því ekki á óvart að gestimir vilji fá nánari skýringar á því hvemig fyrirtækjakaupin hafi verið fjármögnuð. Svarið sem blasir jú við er að lántökur og eigið fé skýri fjármögnunina. Lánsféð leggja til íslenskir og erlendir bankar - íslenskir bankar oft með lántökum er- lendis. Þessi þáttur fjánnögnunarinnar leiðir til urnræðu um íjárhagslega stöðu bankanna. En eigið fé þarf að sjálfsögðu að aukast til að mynda eðlilegan grunn fyrir auknar lántökur. Hvaðan kemur það? Eigið fé kemur annars vegar ffá hlutabréfa- markaðnum, félögin sækja fé til vaxtar í Kauphöllina, og hins vegarbeint frá fjárfest- um og einstaklingum. Fyrra atriðið skýrir sig sjálft en það seinna er ef til vill ekki jafhaugljóst. A umbreytinga- og hagvaxt- arskeiðinu undanfarin tíu til fimmtán ár hafamargirijárfestaroghópareinstaklinga auðgast vemlega með fyrirtækjarekstri sín- um, einkum með innri vexti, hagnaði og hagræðingu. Dæmi þar um em fyrirtæki í smásöluverslun, byggingavöruverslun, bankastarfsemi og fleiri greinum. I sjáv- arútvegi má einnig finna dæmi hér um sem tengjast markaðsvæðingu hans. Við bætast svo vel heppnaðar fjárfestingar erlendis. Svona er þetta! Þegar búið er að fara yfir þetta með erlendu gestunum halla þeir sér á ný aftur í stólunum, sumir hafa orðið fyrir vonbrigðum, en flestir virðast hugsa: Nú er þetta bara svona?! 3

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.